Morgunblaðið - 21.02.2019, Blaðsíða 48
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. FEBRÚAR 2019
Elínrós Líndal
elinros@mbl.is
Margrét Sigurðardóttir er fram-
kvæmdastjóri og annar af tveimur
stofnendum Mussila – tölvuleikja-
fyrirtækis sem býr til tónlistarleiki
fyrir börn.
Margrét segir að hlutverk sitt í
dag sem frumkvöðull í frekar nýlegu
en ört vaxandi fyrirtæki hafi ekki
síður komið henni á óvart en öðrum.
Áður en allt breyttist
„Þetta starf, að vera fram-
kvæmdastjóri tölvuleikjafyrirtækis,
kom eiginlega svolítið aftan að mér
og kannski sjálfri mér mest á óvart.
Ég hafði lagt stund á tónlist, söng-
nám, píanóleik og tónsmíðar við
Tónlistarskólann í Reykjavík, verið í
hljómsveitum, og sótti síðar fram-
haldsnám í sönglist í London.
Síðan kem ég heim frá London,
kaupi mér íbúð og eignast barn.
Þetta var rétt fyrir hrun, þar sem
samgöngur voru einstaklega auð-
veldar á milli landa og ég hafði séð
fyrir mér blómlegan tónlistarferil
með hljóðversupptökum og tónlist-
arflutningi hér heima og svo annað
slagið tónleikaferðir um heiminn.
Svo kom hrunið og í ofanálag reynd-
ist íbúðin mín ónýt af myglu og allar
forsendur breyttust. Ég var á þeim
tíma að syngja í jarðaförum og að
búa til útvarpsþætti og ég bara
horfðist í augu við það að ég þyrfti
að taka annan kúrs með framtíðar-
plönin.
Á einu bretti færði veröldin mér
tækifæri til að gera eitthvað alveg
nýtt sem ég greip.“
Á þessum tíma hafði Margrét ver-
ið að vinna með Hallfríði Ólafsdóttur
að verkefninu um Maximús Mús-
íkús. „Við létum gera tölvuleik í
kringum Maximús og þá kviknaði
þessi áhuga minn á tölvuleikjum
sem kennslutæki. Það slitnaði upp
úr samstarfi okkar en þarna hafði
kviknað áhugi á að taka þetta tæki-
færi lengra – að þróa tónlistar-
fræðsluefni í formi tölvuleikja og
nýta til þess tónlistarbakgrunn
minn og þekkingu á þessu sviði.“
Í góðu teymi
Margrét segir að starf frum-
kvöðulsins sé ótrúlega fjölbreytt og
skemmtilegt. „Ég er umkringd stór-
kostlegu og hæfileikaríku fólki, að
búa til tölvuleik er verkefni sem
krefst ólíkra eiginleika og kunnáttu
á mörgum og oft ólíkum sviðum.
Fyrirtækið stofnaði ég með tölvu-
verkfræðingnum Hilmari Þór Birg-
issyni, sem er alveg magnaður sam-
starfsaðili og ótrúleg gæfa að hafa
haft hann sem meðspilara í þessu
öllu en við erum í dag sex í kjarna-
hópnum sem vinnur í fyrirtækinu,
forritarar, markaðsstjóri og graf-
ískur teiknari auk mín. Svo er þess
utan hellingur af samstarfsaðilum til
viðbótar sem kemur að þessu bæði
hér á landi og erlendis.“
Margrét hefur hingað til sótt
bæði fjárfestingu og styrki frá
Tækniþróunarsjóði í verkefnið en
leikurinn hefur hingað til verið
ókeypis í App Store og Google Play.
Í dag eru í kringum 330 þúsund not-
endur að leiknum víðs vegar um
heiminn. Hann hefur fengið mikið
lof og viðurkenningar en einnig not-
endum sem gefa leiknum háa ein-
kunn. Á næstu dögum er svo vænt-
anleg stór uppfærsla en í þeirri
útgáfu munu spilararnir tileinkað
sér tónverk stóru snillinganna á
borð við Mozart og Bach. „Tekju-
módelið okkar er því að fara að
breytast, nýja uppfærslan verður
boðin í áskrift þar sem við munum
bjóða upp á fjölbreytta kúrsa sem
byggjast á þekktum verkum sem
börn geta lært í gegnum leikinn.“
Þann 20. febrúar er Mussila fjög-
urra ára fyrirtæki. „Við erum á
miklum samkeppnismarkaði þar
sem koma út að meðaltali 4.500 ný
smáforrit á dag. En þetta gengur
samt vel og App Store hefur haldið
leiknum frammi sem einum af bestu
tónlistarleikjunum sem eru í boði
fyrir börn. Þá höfum við verið valin
App dagsins í 130 löndum og not-
endum fjölgar dag frá degi.“
Hvað hefur það kennt þér að vera
í nýsköpun?
„Það er kannski helst hvað þetta
er mikil langferð. Síðan hefur ný-
sköpun kennt manni að taka ákvarð-
anir. Maður er alltaf að taka ákvarð-
anir og afstöðu varðandi samskipti,
fjármál, markaðsmál og svo auðvit-
að vöruna sjálfa og ég sé alltaf betur
og betur hvað það skiptir miklu máli
að maður sé samkvæmur sjálfum
sér og trúr sínum gildum í því sem
maður er að gera. Það virkar best í
nýsköpun líkt og í öllu öðru í þessu
lífi.
Við erum að bjóða upp á tónlist-
arnám sem brýtur upp lögmálin.
Það krefst þess. Við erum að biðja
um dýrmætan tíma og athygli
barna. Því fylgir ábyrgð. Við sem
vinnum að Mussila höfum ástríðu
fyrir því sem við erum að gera og
leggjum okkur öll fram alla daga um
að gera vel það sem við erum að
gera. Ég hef trú á því að það að
vanda sig og gera vel sé eina leiðin
sem virkar í dag og að það séu engar
leiðir fram hjá því.“
Trúverðugleiki áhrifavalda
umræðuefni
Hefurðu verið svona frá upphafi
eða lært af reynslunni?
„Ég held að ég sé bara eins og
aðrir að takast á við þessar áskor-
anir alla daga, hver maður er og
hvað maður vill standa fyrir. Það er
fyrst þegar peningar eru annars
vegar og mikið er undir að maður
þarf raunverulega að takast á við
þessar stóru spurningar. Í tengslum
við þetta hef ég pælt mikið í kostaðri
umfjöllun og áhrifavöldum í mark-
aðssetningu. Þegar maður fer af
stað með fyrirtæki koma til manns
alls konar gylliboð fjölmiðla sem
vilja fjalla um það sem maður er að
gera, símtöl frá fólki sem segir að
fyrirtækið manns eða varan hafi
verið valin á einhvern úrvalslista og
þar fram eftir götunum og á móti
þurfi maður að kaupa auglýsingu
eða álíka. Fyrst hélt ég að þetta
væri eðlilegt og varð eitthvað upp
með mér þegar ég fékk svona símtöl
en þegar maður hugsar þetta til
enda er þetta auðvitað ekki trúverð-
ugt til lengri tíma litið. Hvernig get-
ur fólk þá vitað að maður hafi kom-
ist á næsta lista eða fengið næstu
umfjöllun út á eigin afrek? Það sama
á við um áhrifavalda, sem eru orðnir
stór hluti af markaðssetningu í dag.
En hvað er þetta í raun og veru? Við
erum að borga fólki fyrir skoðanir
þess og smekk. Það tekur eitthvað
mikilvægt frá manneskjunni sjálfri
og mér finnst þetta ekki trúverðug
nálgun. Við kennum börnunum okk-
ar að segja satt en samþykkjum um
leið að þekktir einstaklingar lýsi yfir
ást sinni og áhuga á vörum og þjón-
ustu gegn greiðslu. Það er eitthvað
rangt við þetta.“
Fjárfestingar til kvenna
í nýsköpun lítil
Hvernig er að vera kona í nýsköp-
un í tæknifyrirtæki í dag?
„Tölurnar tala ákveðnu máli.
Fjárfestingar til fyrirtækja í Evr-
ópu sem er stjórnað af konum voru
aðeins um 11% árið 2018 og höfðu
minnkað úr 14% frá árinu 2016.
Þessar tölur eru sláandi – og líklega
mikilvægari heldur en allar aðrar
breytur þegar kemur að því að horfa
til jafnréttis kynjanna. Þetta eru
fyrirtæki og stjórnendur framtíðar-
innar og meðan hlutfallið er svona
þá getum við ekki búist við neinum
stórkostlegum framförum á því sviði
– því miður.
Ég hef hins vegar tamið mér þann
hugsunarhátt að vera ekki að hugsa
um hvað ég fæ ekki, heldur það sem
ég get fengið. Ég reyni því að fókus-
era meira á það sem ég hef með mér
heldur en það sem ég hef á móti
mér. Ég er þannig til dæmis heppn-
ari með margt – miðað við aðra, á til
dæmis auðvelt með að koma fram,
tala mínu máli og sannfæra fólk og
þannig séð er ég betur sett en karl-
maður með góða hugmynd sem
hann á erfitt með að koma frá sér.
Skilurðu hvað ég meina? Eins hef ég
góð tengsl inn í fjárfestingaheiminn,
m.a. hef ég fengið góða aðstoð frá
bróður mínum sem er viðskipta-
fræðingur og hefur unnið mikið með
fjárfestingar innan bankageirans.
Ég hef lært mikið af honum frá upp-
hafi og tel mig heppna að þessu leyti
líka. Annars á ég frekar erfitt með
þessar skilgreiningar á stjórnendum
eða frumkvöðlum út frá kyni. Margt
í mínu fari passar ekkert inn í þá
steríótýpu – og ekki heldur neinar af
vinkonum mínum ef út í það er farið.
Ég til dæmis er mjög áhættusækin
á meðan Hilmar Þór sem stofnaði
fyrirtækið með mér er mun var-
kárari – og hvort tveggja hefur ver-
ið mikilvægt. En ég er samt frekar
kvenleg týpa, get verið mjög við-
kvæm og ekki alltaf sami harðjaxl-
inn og strákar geta verið. En þessir
eiginleikar geta alveg eins verið
styrkur manns eins og ekki. Það
segja tölurnar að minnsta kosti en
fyrirtæki með fjölbreytileika í
stjórnendastöðum eru almennt bet-
ur rekin og ná betri árangri en þau
sem hafa einsleitan stjórnendaóp.
Það er eitthvað. Ég held að það sé
bara framtíðarpælingin að leyfa
fólki að vera eins og það er – áður en
við förum að segja því hvernig það á
að vera.“
Hluti af breytingum
Eru hlutir sem þú vilt breyta í
umhverfinu?
„Ég er í nokkrum fagráðum, m.a.
í Hugverkaráði Samtaka iðnaðarins,
þar sem ég reyni að leggja mitt af
mörkum til að gera umhverfið
áhugavert fyrir fleiri fyrirtæki á
hugverksviði. Ef allt gengur upp hjá
mér get ég vonandi orðið öðrum fyr-
irmynd en við erum ekki margar í
dag sem stýrum tölvuleikjafyrir-
tækjum á Íslandi. En það er svolítið
í land ennþá, þetta er langt ferli og
framundan er krefjandi tími þar
sem við erum að byrja að rukka við-
skiptavininn fyrir vöruna. Þá getur
allt gerst. Um leið þurfum við að fín-
pússa, stilla, hlusta á notandann og
bara halda áfram, gera alltaf betur
og betur. Maður má aldrei gefast
upp. Nýsköpun felur í sér að maður
þarf að hafa úthald, maður þarf að
hafa óbilandi trú á fyrirtækinu og
því sem maður er að gera og því sem
maður trúir að geti orðið. Maður
verður að hafa augun á verkefninu
og halda fókus. Það er það sem
skiptir máli.“
Með augun á
verkefninu
Margrét Sigurðardóttir er framkvæmdastjóri og
annar stofnanda Mussila – sem er hugbúnaðar-
fyrirtæki er býr til stafræna tónlistarleiki fyrir börn.
Hún var nýverið valin á lista Forbes yfir 100 kven-
frumkvöðla í Evrópu sem fjárfestar ættu að horfa
til. Hún segir mikilvægt að hafa augun á verkefninu.
Ekki borga fyrir
skoðanir Margrét
er á því að heiðar-
leiki margborgi sig í
viðskiptum sem og
lífinu sjálfu.
100% Merino ull
Þægileg ullarnærföt á góðu verði
Stærðir: S – XXL
Þinn dagur, þín áskorun
OLYMPIA Þegar frost
er á fróni
Sölustaðir:
Hagkaup • Fjarðarkaup • Heimkaup • Útilíf • N1 • Vesturröst • Verslun Guðsteins Eyjólfssonar • Verslunin Bjarg, Akranesi • JMJ, Akureyri
Lífland, Blönduósi • Verslunin Blossi, Grundafirði • Efnalaug Vopnafjarðar • Kaupfélag Skagfirðinga • Smart, Vestmannaeyjum
Kaupfélag V-Húnvetninga • Borgarsport, Borgarnesi • Verslun Bjarna Eiríkssonar, Bolungarvík • Verslun Dóru, Höfn • Þernan, Dalvík
Siglósport, Siglufirði • Skóbúð Húsavíkur • Efnalaug Suðurlands, Selfossi
Höfðabakki 9, 110 Reykjavík | Sími 561 9200 | run@run.is | www.run.is