Morgunblaðið - 21.02.2019, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 21.02.2019, Blaðsíða 52
52 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. FEBRÚAR 2019 ✝ Magnús Krist-insson fæddist 13. október 1923 í Vestmannaeyjum. Hann andaðist á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ 11. febr- úar 2019. Foreldrar hans voru Ágústa Arn- björnsdóttir hús- freyja, f. 1899, d. 1989, og Kristinn Jónsson verslunarmaður, f. 1898, d. 1946. Bræður Magnúsar voru Sigurjón, f. 1922, d. 2007, og Arnbjörn, f. 1925, d. 2017, allir þrír kenndir við Hvíld. Magnús kvæntist Ragnheiði Guðmundsdóttur, f. 1924, d. 1977, árið 1946. Foreldrar henn- ar voru Jónína Soffía Davíðs- dóttir, f. 1888, d. 1956, og Guð- mundur Gíslason, f. 1889, d. 1978. Börn Magnúsar og Ragn- heiðar eru: 1) Ágústa Kristín, f. 1949, gift Sigurði Jónssyni, f. 1947. Börn þeirra: a) Ragnheið- ur, f. 1967. Börn hennar eru Ragnar Már, f. 1995, og Sig- urður Arnar, f. 2002. b) Guðrún Erla, f. 1969, gift Þuríði Valgerði Eiríksdóttur, f. 1966, og eru Magnús ólst upp í Vestmanna- eyjum og flutti til Reykjavíkur á tuttugasta aldursári. Ásamt bræðrum sínum og fleiri ungum mönnum kom hann á laggirnar skátafélaginu Faxa í Vestmanna- eyjum og síðar skátafélaginu Út- lögum, þegar komið var til Reykjavíkur, sem þeir héldu tryggð við alla ævi. Í Reykjavík starfaði Magnús við fatahreinsun og árið 1953 stofnaði hann Efnalaugina Björg, sem var fyrst starfrækt á Sólvallagötu og flutti síðar á Háaleitisbraut með útibú í Barmahlíð. Árið 1987 var Efna- laugin Björg opnuð í Álfabakka í Mjódd. Magnús og Ragnheiður bjuggu með dætrum sínum í vesturbæ Reykjavíkur, lengst af á Ægisíðu. Eftir andlát Ragn- heiðar kvæntist Magnús Gretu Bachmann og bjuggu þau sér heimili í Akraseli í Breiðholti og síðar í Árskógum. Magnús var formaður Styrktarfélags van- gefinna, nú Áss styrktarfélags, árin 1975-1993 og var síðar gerður að heiðursfélaga félags- ins. Auk þess var hann meðlimur í Oddfellow þar sem hann gegndi mörgum trúnaðarstörf- um í sinni stúku og var hann einnig gerður að heiðursfélaga stúku sinnar. Útför Magnúsar fer fram frá Fossvogskirkju í dag, 21. febr- úar 2019, klukkan 13. börn þeirra Sigríð- ur Eyrún, f. 2008, Jódís Hanna, f. 2009, og Rebekka, f. 2015. c) Magnús, f. 1974, kvæntur Sigrúnu Herdísi Sigurðardóttur, f. 1974, og eru börn þeirra Ágústa Kristín, f. 1995, Sigurbjörg Herdís, f. 1999, og Kristófer Róbert, f. 2003. d) Einar, f. 1985, og er sambýliskona hans Zoe Ro- yen, f. 1992. 2) Soffía, f. 1952, d. 2018, eftirlifandi maki hennar er Kristinn Guðjónsson, f. 1952, og eru börn þeirra: a) Ragnheiður, f. 1977, gift Þóri Jónssyni Hraundal, f. 1974, og eru börn þeirra Alexander, f. 2004, Óðinn, f. 2007, og Lilja, f. 2011. b) Krist- inn, f. 1980, og er sambýliskona hans Kolbrún Vala Jónsdóttir, f. 1974, og barn þeirra Helena Soffía, f. 2013. 3) Jónína, f. 1958, d. 1968. Magnús kvæntist Gretu Bachmann, f. 1930. Foreldrar hennar voru Stefán Bachmann skrifstofustjóri, f. 1896, d. 1980, og Johanne Hammarbeck Bach- mann húsfreyja, f. 1898, d. 1981. Elsku pabbi minn og tengda- faðir, nú er komið að kveðju- stund. Vil ég fá að þakka þér fyrir öll árin sem við höfum fengið að vera saman. Það eru ekki allir sem fá að ganga lífsins braut með föður sínum í 70 ár. Minningarnar hlað- ast upp. Ég man eftir að vera lítil áhyggjulaus stúlka með frábæra foreldra sem umvöfðu okkur systur og styrktu í einu og öllu. Sérstaklega man ég eftir köldum vetrarkvöldum þegar við fórum í rúmið, þá tókstu þú sængurnar okkar og settir á ofninn til að fá yl í þær þannig að við færum ekki í kalt rúmið. Síðan var okkur pakk- að inn í heita sæng. Þannig hefur þú ávallt verið, elsku pabbi minn, við alla fjölskylduna. Passa- samur, rólegur, viljasterkur, al- gjört prúðmenni en samt svo stutt í gleðina og prakkarann. Ég minnist þess þegar þú komst í afmæli barnanna okkar, með fullan poka af leikföngum fyrir öll börnin í veislunni eins og hatta, lúðra og flautur sem gerðu mikinn hávaða. Enda biðu börnin spennt eftir afa sínum og ekki síð- ur vinir barnanna. Ræktarsemi þín og trygglyndi situr í minningunni. Alltaf fylgd- ist þú vel með hvað hver og einn var að aðhafast og tilbúinn að gefa góð ráð og styðja okkur enda mikill hugsjónamaður. Það hefur verið gleði og sorg í lífi okkar. Jónína systir dó ein- ungis níu ára, síðan veikindi mömmu þegar hún greinist með krabbamein og andaðist aðeins 53 ára og svo elsku Soffía systir sem lést í júní á síðasta ári sem var okkur öllum svo mikið áfall. En þegar einar dyr lokast opn- ast aðrar. Fyrir rúmum 40 árum kom Greta inn í líf þitt. Þið áttuð góð ár saman, sömu áhugamál og þið unnuð ötult starf fyrir i Styrktarfélag vangefinna, sem nú heitir Ás styrktarfélag en þú varst formaður þess félags í 18 ár. Þetta var ykkar hjartans mál og fyrir ykkar störf í þeirra þágu voruð þið sæmd hinni íslensku fálkaorðu. Einnig varst þú, pabbi minn, starfandi í Oddfellow-reglunni í rúm 60 ár og gegndir ýmsum trúnaðarstörfum. Þau störf vannst þú af mikilli alúð og varst í kjölfarið kjörinn heiðursfélagi stúku þinnar. Síðustu mánuði dvaldir þú á Skógarbæ sem er innangengt við Árskóga, heimilið ykkar Gretu. Greta kom til þín á hverjum degi og nutuð þið samverunnar. Einn- ig var starfsfólkið einstaklega elskulegt við ykkur og þökkum við þeim innilega fyrir góða umönnun. Mikið er sárt að kveðja þig, pabbi minn og kæri tengdafaðir. Öll þessi yndislegu ár sem við átt- um saman, eru okkur svo dýr- mæt. Ótal minningar sem verður aldrei hægt að setja á blað, geym- um við í hjörtum okkar og þökk- um þér fyrir lífið sem við fengum með þér. Þín dóttir, Ágústa Kristín og Sigurður. Elsku afi minn. Mikið er nú sárt að kveðja þig, svona yndis- legan og ljúfan mann sem vildi allt fyrir okkur fjölskylduna gera. Það eru bara nokkrir dagar síðan við sátum og spjölluðum um heima og geima eins og okkur var lagið. Ég er svo ánægð í hjarta mínu að við drengirnir mínir höf- um fengið að njóta allra þeirra dýrmætu stunda er við áttum með þér. Sá tími gaf okkur óend- anlega mikið og hjálpaði um leið þegar á reyndi á erfiðum tímum. Minningarnar streyma fram og munu alltaf laða fram bros við til- hugsunina þegar við fórum í bíl- túra saman og þú ókst alltaf nokkra hringi í hringtorgum flautandi með hattinn á höfði og ég grúfði mig niður í gólfið á bíln- um, mættir í afmæli með hatta og flautur fyrir okkur börnin og fórst í leiki með okkur. Eins komstu á yndislegri hefð á gaml- árskvöld. Það kvöld er ætlað börnunum, sagðir þú alltaf. Allir fengu hatta, flautur og farið var í leiki. Mikið þótti mér alltaf gam- an að fá að koma til ykkar ömmu Heiðu að Ægisíðu. Sjá fallega og hlýja brosið hennar ömmu taka á móti okkur og eins að fá að leika með þér því þér þótti svo gaman að leika með okkur barnabörnun- um. Fyrir tæpum þremur árum veiktist þú mikið og varst fluttur á spítala. Þar voru læknar frekar svartsýnir á að þú myndir ná aft- ur bata. Ég lofaði þér því að þú skyldir fara aftur heim og okkur tókst það saman. Það var mér dýrmætt að vera þarna með þér á hverjum degi, raka þig, mata ef þurfti, búa til heilsudrykki, lesa blöðin og umfram allt spjalla eins og okkur var einum lagið. Þegar ég kvaddi sagði ég alltaf: ég elska þig, afi minn. Þú svaraðir alltaf: já ég veit, Heiða mín, og klappaðir mér á höndina. Það var okkur mikil gleði að þú kæmist heim aft- ur. Við héldum okkar striki dag- lega að vinna að því að þú fengir aukinn styrk. Í spjalli okkar fór- um við oft aftur í tímann. Þú sagðir mér frá mörgu þegar þú varst ungur drengur, fullur hug- mynda og hvernig þú fram- kvæmdir þær. Ungur fórstu í skátana og var skátahreyfingin þér alla tíð kær. Eins varstu mik- ill hugsjónamaður hvað viðskipta- líf varðar. Fórst að flytja inn vörur og stofnaðir þitt eigið fyr- irtæki. Eins spjallaðir þú mikið um stelpurnar þínar þær ömmu Heiðu, mömmu, Soffíu og Jónínu. Mikið var gaman að heyra þig tala um hversu góðar þær hefðu allar verið og hversu vænt þér þótti um þær allar. Þú varst for- maður Styrktarfélags vangefinna í 18 ár sem nú kallast Ás. Þegar þú varst formaður var mikið upp- byggingartímabil hjá félaginu. Þú vildir reisa heimili fyrir vistmenn enda þín hugsjón sú að þeir sem væru þroskaheftir væru ekki sjúkir og þyrftu að vera einangr- aðir heldur ættu þeir að vera meira úti í samfélaginu. Elsku hjartans afi minn, þetta er sár tími. Það er gott að vita til þess að nú ertu kominn til ömmu og stelp- anna þinna tveggja, Soffíu og Jónínu. Við pössum mömmu og Grétu. Minning þín mun lifa í hjörtum okkar allra. Minning um yndislega góðan mann sem vildi allri fjölskyldu sinni svo mikið vel. Hvíl í friði, elsku afi minn, og mundu að við elskum þig. Ragnheiður, Ragnar Már og Sigurður Arnar. Í dag kveðjum við þig, elsku afi okkar. Við viljum þakka þér svo margt, ekki bara það að hafa ver- ið besti afi í heimi og okkar vinur heldur svo miklu meira. Þú varst mikill grallari og við minnumst áramóta og afmæla með bros á vör því þú komst ávallt með hatta, flautur og allt það sem gaf há- vaða, okkur börnunum til mikillar gleði. Þú gafst þér alltaf mikinn tíma fyrir okkur og kenndir okkur margt sem við tökum og höfum tekið með okkur inn í lífið, Setn- ingar þínar lifa, eins og þegar barnabörnin þín komu í heiminn þá sagðir þú „Munið að njóta þeirra og gefið þeim allan ykkar tíma því dagurinn í dag kemur aldrei aftur“ sem lýsir þér svo mikið, hversu einstaklega barn- góður þú varst. Einnig þegar við vorum lasin komst þú ávallt með fullan poka af ávöxtum, bók frá bróðir þínum í Setbergi og að sjálfsögðu Malt og Prins Póló. Þegar við litum við hjá þér í vinnuna, í Efnalaugina Björg sem þú stofnaðir, þá áttir þú alltaf inni í ísskáp Malt og Prins Póló. Hringtorgin verða ávallt í minn- ingu um þig, því þegar þú fórst með okkur í bíltúr ókst þú alltaf nokkra hringi og flautaðir, þá vorum við reyndar komin langt undir sæti. Fótbolta spiluðum við heima hjá þér á Ægisíðunni í garðinum og það er mikið í minni hversu skotfastur þú varst í ein- um leik, þegar þú sparkaðir bolt- anum í gegnum rúðuna, þú hlóst og sagðir okkur að þetta væri bara ein rúða. Ekkert verður eins núna eftir að hafa kvatt þig, elsku afi, en við reynum að halda í hefð- irnar og mikill söknuður í að geta ekki tekið eitt spjall um daginn og veginn. Síðastliðin 30 ár tókst þú okkur öll alltaf í jólahádegisverð á aðventunni, við kölluðum okkur Leynifélagið og sátum lengi og spjölluðum um það sem má ekki segja frá, enda leynifélag, sá tími var okkur einstaklega kær. Elsku afi, við elskum þig, við kveðjum með söknuði og með kærri þökk fyrir að hafa fengið þig sem afa. Biðjum að heilsa ömmu, Sossu og Jónínu. Saknaðarkveðja, Guðrún E. Sigurðardóttir, Magnús Sigurðsson. Minningar um afa: Vinnu- sloppur, gufa, hiti, hamagangur, ys og þys, malt og Prins Póló í kaffistofunni – ætli ég hafi ekki verið um fjögurra ára gömul þeg- ar ég byrjaði að „vinna“ hjá afa. Það var svo spennandi að fá að spóka sig innan um allar vélarn- ar, tauið, fólkið, prófa, fikta. Mest spennandi var þó peningaskápur- inn. Ég var sannfærð um að afi væri eins og Jóakim Aðalönd og beið spennt þess færis að hann myndi einhvern tíma opna hann svo ég sæi alla peningana. En, hvílík vonbrigði þegar svo ég náði að gægjast inn: í stað þess að sjá gullpeninga koma veltandi út voru þar aðeins möppur og skjöl! Og svo voru það bíltúrarnir, það var sér kapítuli út af fyrir sig. Hann átti yfirleitt Volvo eða Saab og var með fluggír. Bíltúrarnir gengu samt aðallega út á það að grínast og gantast, flauta á gang- andi vegfarendur og svo spurði hann: „Þekkirðu ekki þennan?“, flautaði aftur og veifaði. Skemmtilegast fannst honum þó að fara á hringtorg, setja í flug- gír, aka marga hringi og toppur- inn var ef einhver grunlaus veg- farandi var nálægt að endurtaka þá flautuleikinn. Á gamlárskvöld var afi líka yfirleitt í essinu sínu; mætti með grímur og hatta fyrir alla og naut þess að bregða á leik, skipuleggja uppákomur og leiki. Afi skemmti sér manna mest. Þegar við barnabörnin eltumst höfðum við þann sið að hitta afa á aðventunni og við fengum nafnið Leynifélagið. Það var orðinn fast- ur liður í tilverunni og mikið til- hlökkunarefni fyrir okkur öll og þar fékk afi útrás fyrir það að fífl- ast með okkur (ég held að hann hafi að mestu verið hættur að flauta á fólk undir lokin) og það var mikið hlegið og gantast. Á hinum árlegu Leynifélagsfundum áttum við dýrmætar samveru- stundir. Við þökkum fyrir þær þó svo við hefðum þegið fleiri. Takk fyrir allt, elsku afi! Ragnheiður Kristinsdóttir. Magnús Kristinsson kvaddi þennan heim á sama hógværa hátt og einkenndi allt hans dagfar meðan hann lifði. Hann kom inn í líf okkar fyrir nær fjórum áratug- um þegar þau Greta Bachmann, eða Greta frænka eins og hún er alltaf kölluð, ákváðu að eiga hvort annað. Við eignuðumst dætur okkar nokkrum árum síðar. Magnús og Greta hafa því fylgt þeim alla þeirra ævi og það hefur verið óendanlega dýrmætt. Þegar horft er yfir sviðið koma margar myndir upp í hugann. Magnús að leika helgileik með börnunum í jólaboðunum í Akra- seli eða stjórna spurningakeppni og veita litlum sigurvegurum og öllum hinum verðlaun í lokin. Magnús að dansa skottís við dótt- ur okkar í stofunni heima á Bjargartanga. Árvissar heim- sóknir þeirra Gretu til okkar á nýársdag og jólaböllin í Oddfel- low sem voru í boði Magnúsar og margt er ónefnt enn. Aldrei þreyttist hann á að gleðja börnin og sýndi ósvikinn áhuga á því sem þau voru að gera. Sama gilti um okkur fullorðna fólkið. Hann fylgdist ávallt vel með því sem var um að vera hjá hverju okkar en leiddi aldrei athygli að sjálfum sér. Á langri ævi verður vart hjá því komist að mæta erfiðleikum af einhverju tagi. Sannarlega hef- ur lífið ekki alltaf farið mjúkum höndum um Magnús. Það er til marks um hógværð þessa heið- ursmanns og æðruleysi þegar hann á einu slíku augnabliki var spurður af yngri dóttur okkar hvernig honum liði og hann svar- aði: „Ég hef átt betri daga.“ Við erum honum þakklát. Ekki einungis vegna þess hvernig hann var við börnin okkar heldur fyrir samfylgdina sem hefur auðgað líf okkar á svo margan hátt. Það væri ekki í hans anda að telja það allt upp. En Magnúsar verður sannarlega saknað og hans minnst. Stærð manns verður ekki metin af metrum og pundi miklu fremur þokka og hæversku, jafnvel eirðinni einni saman einmitt þessum faðmi og álnum elskunnar sem hverjum manni er gróin. (Sigmundur Ernir Rúnarsson) Við biðjum góðan guð að varð- veita Magnús og minningu hans og vottum Gretu, dóttur Magn- úsar, tengdasonum ásamt barna- börnum og barnabarnabörnum okkar dýpstu samúð. Stefán Pálsson Kristín Lilliendahl. Ég man eftir Magnúsi frá unga aldri, eða frá því að ég hóf vinnu á Skálatúni tólf ára gömul. Dóttir hans var vistmaður þar, en lést ung að árum. Magnús lét sig hag vistmanna miklu varða og raunar allra vangefinna og bar hagsmuni þeirra sér mjög fyrir brjósti. Hann var ötull félagi í Styrktar- félagi vangefinna eins og félagið nefndist þá og varð formaður þess árið 1975 og gegndi þeirri stöðu um langt árabil. Svo mjög lét hann að sér kveða að ætla mátti að hann væri starfsmaður félagsins. Magnúsi kynntist ég svo betur er við bundumst fjölskyldubönd- um. Hann hafði misst konu sína sem var þá á besta aldri. Nokkrum árum síðar kvæntist hann aftur og nú móðursystur minni sem hafði fram að því eigin- lega verið gift starfi sínu því að hún var vakin og sofin að sinna starfi sínu sem forstöðukona á Skálatúni og síðar í Bjarkarási. Magnúsi er best lýst í einu orði. Hann var heiðursmaður. Magnús var alla tíð dugnaðar- forkur og hélst afskaplega vel á starfsfólki í fyrirtæki sínu, Efna- lauginni Björgu, sem hann stofn- aði ungur að árum. Ekki þarf að koma á óvart að hann var traust- ur sjálfstæðismaður. Skoðun hans var sú að hver væri sinnar gæfu smiður, en okkur bæri skylda til að hjálpa þeim sem minna mættu sín. Hann var grannvaxinn og bar sig vel fram á það síðasta. Greið- vikinn var hann og lét gott af sér leiða hvar sem hvar fékk því við komið. Og hjálpsemina bar hann ekki á torg. Þegar við hjónin fluttum í hús okkar nýbyggt mætti hann óbeðinn að aðstoða við flutninginn. Ekki lét hann þar við sitja. Hann sagði sem svo að á þessum tímapunkti væri ungt fólk gjarna blankt eftir húsbygg- inguna. Hann bauðst því til að lána okkur fyrir nauðsynlegum heimilistækjum meðan við vær- um að koma undir okkur fótun- um. Fyrir þessa aðstoð og góð kynni alla tíð er ég honum þakk- lát. Magnús var barn með börnum. Á jólum stóðu þau hjónin alltaf fyrir fjölskylduboði fram á efri ár. Þar var dansað í kringum jólatré, sungið og farið í leiki með börnin. Þar fór Magnús fremstur í flokki, var undirbúinn sem spyrill í spurningaleik og fór með gátur. Af þessu hafði hann einlægt gaman. Hann var höfðingi heim að sækja og einu sinni á ári buðu þau Gréta unga fólkinu í fjöl- skyldunni út að borða svo fátt eitt sé nefnt af höfðingsskap þeirra. Guð blessi minningu Magnús- ar Kristinssonar. Regína Greta Pálsdóttir. Oft er sagt, að hvergi kynnist maður fólki betur en á ferðalög- um. Kynni okkar af Magnúsi og Grétu konu hans hófust árið 1996, þegar Hjálparstarf kirkjunnar skipulagði ferð fyrir fólk sem styrkti börn á Indlandi. Þetta var 10 manna hópur á ýmsum aldri. Allt þetta fólk reyndist afburða ferðafélagar og Jónas Þórisson þáverandi framkvæmdastjóri var frábær fararstjóri, alltaf glaðleg- ur og hress í bragði og fræddi okkur um margt af sinni miklu reynslu. Þessi ferð var okkur öllum ógleymanleg – við kynntumst starfi Hjálparstarfsins á tveimur stöðum. Fórum til þorpa stétt- leysingja og sáum fólk vinna við að mylja steina með stein í hendi sem verkfæri, fólkið færði upp leiksýningu fyrir okkur, auk þess kynntumst við leikskóla og skóla- starfi. Hvarvetna var okkur tekið með kostum og kynjum og jafnvel þótti okkur nóg um þegar við sáum nöfnin okkar á borðum sem strengdir voru á svalir skóla- bygginganna, þar sem við vorum boðin velkomin. Magnús var ein- stakur ferðafélagi, skipti aldrei skapi, var hjálplegur við alla og gamansamur á sinn hógværa hátt. Eftir heimkomuna héldum við hópinn og ákveðið var að efna til „kompusölu“ í Kolaportinu til að styðja við bakið á smáverkefn- um hjá þessum tveim samstarfs- aðilum Hjálparstarfsins. Þetta gerðum við líklega í ein 10 ár og gátum styrkt kaup á skólahús- gögnum (börnin og unglingar í skólunum sátu á gólfinu þegar við vorum þar), skólatöskum og fleiru. Magnús og Gréta létu sér mjög annt um þessa vinnu og sáu ævinlega um að panta básinn. Magnús klifraði endalaust upp í í tröppu með ljósaseríur til að skreyta okkar „bás“ og keyrði og sótti hluti til að selja. Hann var mjög duglegur sölumaður og tókst m.a. að selja þarna jólatré í maímánuði. Við minnumst líka Ólafar sem nú er látin, sem átti ekki gott með að standa við sölu- borðin lengi, en kom með rjóma- pönnukökur í stöflum og bauð gestum og gangandi í Kolaport- inu til að kynna söluna okkar. Gréta og Magnús voru höfð- ingjar heim að sækja og höfðu fyrir sið í fjöldamörg ár eftir ferð- ina að bjóða hópnum heim í dýr- indis veitingar á þrettándanum. Þetta voru góðar stundir og styrkti vináttu hópsins. Nú síð- ustu ár hefur fækkað í hópnum, Magnús er sá þriðji sem kveður. Eins og gengur í lífinu hafa sam- verustundir orðið strjálli með tímanum. Renuka frá Srí Lanka, sem gekk til liðs við hópinn eftir að við komum frá Indlandi, dreif í því í apríl 2017 að elda ljúffengan mat eins og henni einni er lagið og kalla hópinn saman. Þar áttum við góða stund saman og var það í síðasta skipti sem við hittum Magnús. Elsku Gréta, hugur okkar er hjá þér. Við minnumst Magnúsar með mikilli hlýju og gleði. Þorgerður og Svavar. Magnús Kristinsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.