Morgunblaðið - 21.02.2019, Page 53

Morgunblaðið - 21.02.2019, Page 53
MINNINGAR 53 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. FEBRÚAR 2019 Nú þegar Magnús er fallinn frá rifjum við systkinin upp fjölmarg- ar hlýjar og fallegar minningar sem við eigum um hann. Þegar á reyndi var Magnús hjálpsamur og ráðagóður, en til hans leituð- um við Susie systir m.a. einhverju sinni vegna vanda við að þrífa sófa á heimilinu eftir kvöldheim- sókn sem stóð lengur og hafði fleiri gesti en til var ætlast. Frá Magnúsi stafaði mikil væntumþykja og allt að því barnsleg gleði, enda minnumst við ekki síst alls fíflaskaparins með honum. Við rifjum upp leik- ina og þrautirnar í Akraselinu, sumarstundirnar í garðinum þeirra þar, veiðiferðir og kart- öfluuppskeru. Magnús gaf sér góðan tíma til þess að sinna okkur og alltaf var stutt í grínið. Blessuð sé minning Magnúsar. En komin eru leiðarlok og lífsins kerti brunnið, og þín er liðin æviönn, á enda skeiðið runnið. Í hugann kemur minning mörg og myndir horfinna daga, frá liðnum stundum læðist fram mörg ljúf og falleg saga. Þín vinartryggð var traust og föst og tengd því sanna og góða, og djúpa hjartahlýju og ást þú hafðir fram að bjóða. Og hjá þér oft var heillastund, við hryggð varst aldrei kenndur. Þú komst með gleðigull í mund og gafst á báðar hendur. Svo vinur kæri, vertu sæll, nú vegir skilja að sinni. Þín geta máttug verndarvöld á vegferð nýrri þinni. Með heitu, bljúgu þeli þér ég þakka kynninguna, um göfugan og góðan dreng ég geymi minninguna. (Höf. óþekktur) Diljá Mist, Páll Fannar og Sindri Snær. Magnús Kristinsson var for- maður Styrktarfélags vangef- inna, nú Áss styrktarfélags, árin 1975-1993. Saga hans var samofin sögu félagsins um áratuga skeið. Hann var virkur eldhugi og hug- sjónamaður sem afrekaði margt í málefnum fatlaðs fólks og þar með í starfi félagsins. Má nefna að hann var formaður bygging- arnefndar félagsins frá 1970 og var áfram ötull í slíkum verkefn- um á formannsárum sínum. Öll hans ár í stjórn einkenndust af mikill uppbyggingu og fram- förum í innra starfi og breytingu viðhorfa til fatlaðs fólks í sam- félaginu. Má þar nefna að fyrstu sambýli félagsins voru opnuð í hans formannstíð, einnig stóð hann að kaupum fyrstu íbúða fé- lagsins sem gáfu fötluðu fólki tækifæri til sjálfstæðrar búsetu. Dagþjónusta og atvinnumál voru honum einnig hugstæð og hófst starfsemi í Bjarkarási, Lækjarási og Ási vinnustofu á þessum árum. Einnig var hann ötull talsmaður þess að koma á skammtímavistun og efla menntun, en á þessum ár- um var gengið í að efla menntun og fræðslu til starfsfólks og fatl- aðs fólks. Magnús stóð að stofnun og skipulagi saumastofunnar Hlínar 1992. Það var sjálfstætt fyrirtæki sem starfsmenn og leiðbeinendur áttu til helminga á móti félaginu. Hann átti húsnæði Hlínar sem hann lánaði fyrirtækinu endur- gjaldslaust. Þetta lýsir vel hug- sjónastarfi hans í þróun atvinnu- mála. Magnús naut einnig trausts ut- an félags og var kosinn einn full- trúa Íslands í Nordisk Förbundet om Psykisk Utvecklingshämning 1975. Vegleg dagskrá var á 16. þingi NFPU, sem var haldið hér á landi 1979 en hátt í 500 erlendra gesta sóttu þingið. Magnús var heiðursfélagi Áss styrktarfélags. Félagið og allir þeir sem fá þjónustu þar eiga Magnúsi og eftirlifandi eiginkonu hans Grétu Bachmann mikið að þakka því starfsemi félagsins væri ekki sú sem hún er í dag ef þeirra hefði ekki notið við. Vinir og fyrrverandi sam- starfsfólk hans hjá Ási styrktar- félagi minnast hans með kærleika og þökk. Stjórn félagsins vill þakka miklum hugsjónamanni og frumkvöðli hans framlag til mál- efna fatlaðra. Guðrún Þórðardóttir, formaður Áss styrktar- félags. Skátabróðir minn Magnús Kristinsson er fallinn frá, lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ í Reykjavík 11. febrúar á 96. aldursári. Hann var fæddur í Vestmannaeyjum 13. október 1923. Foreldrar hans bjuggu í Hvíld við Faxastíg í Eyjum og þar ólst hann upp ásamt bræðr- um sínum Sigurjóni og Arnbirni. Þeir gengu allir í skátahreyf- inguna á unglingsaldri og voru skátar ævina út. Fyrst í Skátafélaginu Faxa í Vestmannaeyjum og svo í Skáta- flokknum Útlögum í Reykjavík. Þeir völdust strax til forystu og voru í stjórn Faxa fyrstu árin og Magnús var kjörinn gjaldkeri í fyrstu stjórn Útlaga á stofndeg- inum 1942. Nú eru þeir bræður allir „farnir heim“. Skátafélagið Faxi, sem þeir tóku þátt í að stofna lifir góðu lífi og endurnýj- ast stöðugt með ungu fólki. Á síð- astliðnu ári héldu Eyjaskátar upp á 80 ára afmælið með glæsibrag og árið áður héldu þeir alþjóðlegt skátamót í Eyjum. Það gladdi gamlan Útlaga að heyra að hús, sem tekin voru í notkun og vígð á Skátamótinu 2017 yrðu í heiðurs- skyni við gamla félaga nefnd Út- lagar. Undirrituðum var boðið til Eyja til að afhjúpa skiltið við há- tíðlega athöfn. En Útlögum fækkar hins vegar stöðugt. Með árunum hætti nýliðun í flokknum og síðustu áratugina hafa 15 sam- huga félagar skipað þar sæti. Á 60 ára afmælinu 2002 voru þeir 12 og á 75 ára afmælinu 2017 voru þeir 5 og var Magnús þá enn með. Alls komu 43 skátar úr Faxa við sögu Útlaga og störfuðu í flokkn- um um lengri eða skemmri tíma. Nú eru aðeins tveir félagar eftir: Eiríkur Haraldsson og undirrit- aður. Á 60 ára afmæli flokksins 27. október 2002 kom bókin „Út- lagar í 60 ár“ út á hátíðarfundi á Hótel Sögu, þeim 700. frá upp- hafi. Í bókinni er saga flokksins rakin í 60 ár. Þar kemur í ljós að þáttur Magnúsar í starfsemi flokksins er mikill. Hann var góður félagi, gamansamur en varfærin og vildi alltaf sjá til lands, flana ekki að neinu. Útlagar hlustuðu vel á til- lögur hans og treystu honum. Þeir vildu alltaf láta gott af sér leiða og tókst það á fjölmörgum sviðum. Þetta má finna í bókinni. Magnús var mikill náttúruunn- andi og tók þátt, í mikilli útiveru í skátastarfinu í Eyjum. T.d. gönguferðum, róðrarferðum og útilegum í næstu eyjar. Þetta flutti hann og þeir félagarnir með sér í starfsemi Útlaga. Göngu- ferðir og sumarferðir urðu þar fastir liðir og birtir í starfsáætlun ársins. Í gögnum, sem varðveitt eru í Skjalasafni Vestmannaeyja má sjá að Magnús tók þátt í starf- inu af heilum hug og sleppti ekki einum fundi úr mörg ár í röð. Síðustu 15 árin voru Útlaga- fundir haldnir í Norræna húsinu mánaðarlega yfir vetrar- mánuðina og bættust þá 100 fundir við. Fengu allir fundarmenn tíma og tóm til að láta ljós sitt skína og rifja upp gamlar minningar í þætti sem nefndist frjálsar hend- ur í 15 mínútur. Fundirnir voru skráðir og verður síðustu gjörða- bókinni bætt við í Útlagasafnið í Skjalasafni Vestmannaeyja í fyll- ingu tímans. Við Eiríkur flytjum aðstand- endum skátabróður okkar, Magnúsar Kristinssonar, hug- heila samúðarkveðju. Blessuð sé minning hans. Óskar Þór Sigurðsson. ✝ MálfríðurFinnsdóttir fæddist að Hvilft við Önundarfjörð 22. nóvember 1923. Hún lést á hjúkrun- arheimilinu Hrafn- istu 13. febrúar 2019. Málfríður var dóttir hjónanna Finns Finnssonar, f. 29.12. 1876, d. 14.8. 1956, og Guðlaugar J. Sveinsdóttur, f. 28.2. 1885, d. 20.2. 1981, frá Hvilft. Systkini Málfríðar voru: Sveinbjörn, Ragnheiður, Hjálm- ar, Sigríður, Jakob, Sveinn, Jó- hann, María, Kristín og Gunn- laugur. Fósturbróðir var Leifur K. Guðjónsson. Þann 8.5. 1954 giftist Mál- fríður Maríasi Þ. Guðmunds- syni, f. 13.4. 1922, d. 17.3. 2010. Börn þeirra eru: 1) Guðmundur Stefán, f. 3.10. 1954, giftur Kristínu Jónsdóttur, börn þeirra eru: a) Íris María, f. 1969, giftur Guðrúnu Odds- dóttur, börn þeirra eru: a) Sunna, f. 1989, sambýlismaður Andri Freyr Þorgeirsson, barn þeirra er Hrafn Ben. b) Oddur Mar, f. 1998. c) Katrín Lilja, f. 2005. Dóttir Maríasar er Hildur, f. 25.9. 1944, gift Þórði Odds- syni og barn þeirra er Linda Bára, f. 1968. Málfríður ólst upp í stórum systkinahóp að Hvilft við Ön- undarfjörð. Hún varð gagn- fræðingur frá Menntaskólanum á Akureyri og útskrifaðist síðan sem hjúkrunarfræðingur. Hún starfaði fyrst á Ísafirði og síðan í tvö ár í Noregi. Málfríður starfaði við hjúkrun á Ísafirði fram undir 1980 á Fjórðungs- sjúkrahúsinu og á heimili fyrir eldri borgara. Á Ísafirði var hún fyrst kvenna kosin í bæj- arstjórn Ísafjarðar og sat þar 1974-1978. Eftir flutning til Reykjavíkur starfaði hún á Hrafnistu í Reykjavík fram á áttræðisaldur sem hjúkrunar- forstjóri, deildarstjóri og hjúkr- unarfræðingur. Málfríður var heiðursfélagi í Vestfjarðadeild Félags hjúkrunarfræðinga. Útför Málfríðar fer fram frá Grensáskirkju í dag, 21. febrúar 2019, og hefst athöfnin klukkan 13. 1979, maki Hrafn- kell Markússon, börn þeirra eru Katla Kristín, Ari og Eva Rún. b) Sara Jóna, f. 1983, maki Garðar Örn Hinriksson, börn þeirra eru Stefán Ingi og Rakel María. 2) Áslaug, f. 11.4. 1956, gift Skúla Lýðssyni, börn þeirra eru: a) Fríða Björk, f. 1980, maki Jósef Ægir Stef- ánsson, synir þeirra eru Davíð Örn og óskírður drengur. b) Brynhildur, f. 1982, maki Hall- dór Örn Halldórsson, börn þeirra eru Ásdís Inga, Viktor Ívan, Tristan Ágúst og Skúli Rafn. c) Marías Þór, f. 1989. 3) Bryndís, f. 3.5. 1960, gift Krist- jáni Einarssyni, börn þeirra eru: a) Arndís, f. 1984, sonur hennar er Kristján Baldursson. b) Ármann, f. 1990, unnusta hans er Raeanna Skinner. c) Rut, f. 1993. 4) Árni, f. 1.12. Tengdamóðir mín, Málfríður Finnsdóttir, er kvödd í dag. Við söknum öll þessarar merku konu, konu sem taldi ekki eftir sér að ganga í hlutina og framkvæma. Konu sem var hjartahlý og hjálp- söm. Dugleg var hún, vann við hjúkrun vel fram á áttræðisaldur. Það var djúpt á orðinu nei þegar kallað var, hvort sem það var vinna eða eitthvað sem tengdist fjölskyldunni. Ég kynntist Málfríði fyrir rúm- um 40 árum þegar við Guðmund- ur fórum að draga okkur saman. Var ávallt velkomin á fallega heimilið hennar og Maríasar, fyrst á Ísafirði og seinna í Reykja- vík. Málfríður var höfðingi heim að sækja og öllum leið vel í návist hennar. Hún var mjög dugleg í höndunum og liggja eftir hana margar fallegar flíkur og teppi. Ekki var heldur maturinn sem hún eldaði neitt slor og var hún dugleg og óhrædd við að prófa nýjar uppskriftir og var fjölskyld- an oft notuð til þess að smakka. Ég varð þeirrar gæfu aðnjót- andi að fara nokkrar utanlands- ferðir með þeim hjónum og Mál- fríði eftir að Marías féll frá, m.a. til Mexíkó, Kúbu og Tenerife svo eitthvað sé nefnt. Það voru skemmtilegar ferðir og skilja mikið eftir í minningunni. Málfríður var hress alveg fram eftir síðasta ári en þá fór heils- unni að hraka og eftir hvíldarinn- lögn á Akranesi var hún á Hrafn- istu síðustu mánuðina þar sem hún endaði sína ævi, 95 ára, til- búin og sátt við lífið. Ég þakka fyrir að eiga minn- ingar um þessa góðu konu með hlýju í hjarta og tár í augum. Kristín Jónsdóttir. Málfríður tengdamamma mín var sérstök kona. Hún var af kyn- slóð sem var kennt að vinna, vera dugleg og hjálpsöm en ekki væmni og tilfinningasemi. Mál- fríður var stórgreind og harð- ákveðin og stóð við sitt. Málfríður sýndi umhyggju sína fyrir fólki í verki og hennar leið var að hjálpa öðrum án þess að á því bæri. Málfríður var frábær í öllu sem við kom heimilishaldi, matargerð og handavinnu. Hún sá miklar aumur á mér, sem var ólagin við þetta allt saman. Án þess að nokkur fengi að vita laum- aðist hún til að baka marengstert- urnar sem mér voru settar fyrir í fjölskylduveislum og jól eftir jól kom hún svo lítið bæri á Ris a la mande-grautnum til mín. Málfríð- ur tók líka við vonlausum klúðr- um mínum í prjónaskap og lagaði þannig að úr urðu fínustu peysur og teppi í bænum. Umhyggju sína og samkennd sýndi Málfríður ekki bara sínum nánustu; eins og þegar hún lagðist yfir Árna til að verja hann fjögurra ára gamlan í flugslysi þannig að hún sjálf stór- slasaðist en barnið slapp án skrámu. Hún tók einnig iðulega að sér þá sem minna máttu sín hvort sem hún tengdist þeim eða ekki. Þannig hætti hún til að mynda í vinnu tímabundið til að annast um fatlaðan dreng þegar móðir hans þurfti að dvelja um lengri tíma á sjúkrahúsi. Eins skaut Málfríður skjólshúsi yfir bæði ferðalanga og þau börn og unglinga sem af einhverjum ástæðum gátu ekki búið heima hjá sér. Allt gerði hún án þess að hreykja sér eða ætlast til að fá þakkir. Málfríður var svipsterk og fal- leg kona og yfir henni var mikil reisn. Hún naut þess að klæða sig í falleg og vönduð föt, fór í lagn- ingu vikulega og var alltaf óað- finnanlega til fara. Ég er þakklát fyrir að hafa ver- ið samferða Málfríði og fyrir að hafa fengið að vera undir hennar sterka verndarvæng. Guðrún Oddsdóttir. Kær föðursystir er kvödd í dag eftir langa og viðburðaríka ævi. Málfríður Finnsdóttir hjúkrunar- fræðingur frá Hvilft í Önundar- firði, ætíð kölluð Fríða frænka meðal okkar systkinabarna. Fríða var þriðja yngst af ellefu börnum í stóra systkinahópnum frá Hvilft í Önundarfirði, en einnig telst einn fósturbróðir sem ólst upp á æsku- heimilinu. Hvilftarsystkinin voru einstök, alin upp á sveitaheimili á Vesturlandi, efnin kröpp en kær- leikur og menning í fyrirrúmi. Öll systkinin börðust til mennta á eigin forsendum og má það teljast sérstakt á þeim tímum. Fríða var ern til hinstu stundar og síðasti hlekkurinn, sem nú kveður. Eitt er víst að sá arfur sem þessi sam- heldnu systkini skiluðu okkur niðjum sínum er ómetanlegur. Fríða frænka var trygg og föst fyrir, gædd einstaklega vel gerð- um persónuleika. Ung að árum átti ég því láni að fagna að kynn- ast frænku minni snemma og margar eru minningarnar og skemmtilegar. Fríða frænka kát og glöð nýkomin frá störfum í Noregi, Fríða frænka yfirhjúkr- unarkona (sem þá hét) á sjúkra- húsinu á Ísafirði og leyfði stelpu- hnokka að gista hjá sér í herbergi upp undir súð í sjúkrahúsinu. Frænkan með skemmtilega kær- astanum, Maríasi Þ. Guðmunds- syni, sem bauð í siglingu á þvílíkt flottum báti. Lengi má telja en það sem er einkar eftirminnilegt er fjölhæfni og vandvirkni Fríðu bæði í orði og verki. Auk námsins í hjúkrun lauk Fríða námi í hús- stjórnafræðum. Öll verk voru fag- mannlega og vel af hendi leyst, einnig safn gullfallegrar handa- vinnu. Að láta á sér bera var frænku minni ekki að skapi og sagði hún góðlátlega að það væru margir aðrir til þess, en alltaf naut hún virðingar og væntum- þykju þeirra sem kynntust henni. Nú er síðasti hlekkurinn brost- inn og ógleymanlegur kafli í lífi okkar stóru fjölskyldu að baki. Við kveðjum með þakklæti og trega. Einlægar samúðarkveðjur til barna og nánustu ættingja. Blessuð sé minning kærrar föðursystur, Málfríðar Finns- dóttur frá Hvilft. Arndís Finnsson. Það fækkar í hópi elstu kyn- slóðar stórfjölskyldunnar, þeirra sem mótuðu þá yngri, voru fyrir- myndir æskuáranna og nú hefur síðasti hlekkurinn kvatt þessa jarðvist. Það er svo skrýtið með okkur mannfólkið, sama hversu gömul við verðum, þá finnst okk- ur lífið óendanlegt og það þrátt fyrir áminningar um að svo sé ekki. Kær vinkona hefur kvatt þessa jarðvist, minningarnar eru marg- ar og góðar eftir langa samfylgd. Hún kom inn í líf fjölskyldunnar með kærum föðurbróður þegar við systur vorum smástelpur. Malli frændi var eiginlega einn af heimilisfólkinu ásamt Jónu ömmu. Hann átti sinn stað í huga okkar og fastan sess við eldhús- borðið. Hann lék við okkur, leið- beindi og hvatti og tók á vissan hátt þátt í uppeldinu, þar sem fað- ir okkar var „alltaf á sjónum“. En hver var hún, konan sem nú var komin inn í líf uppáhalds- frændans? Það fannst okkur skipta máli og hún kom, sá og sigraði frá fyrsta degi. Málfríður kom úr stórum systkinahópi, var gagnfræðingur frá Menntaskól- anum á Akureyri, sem ekki var sjálfgefið fyrir ungar stúlkur á þeim tíma, hafði forframast í út- löndum og var starfandi hjúkrun- arfræðingur. Hún var því fyrir- mynd, sem við litum upp til, sjálfstæð og um margt víðsýnni en konur almennt á þessum árum. Henni fylgdi ákveðinn hressileiki, það var gaman þegar hún kom í kaffisopa í Silfurgötu og þau innlit ávallt kærkomin. Það sem einkenndi Málfríði var kraftur og áræði, það var drifið í hlutunum og málin leyst hvort sem um var að ræða matarboð, prjónaskap eða að koma öðrum til hjálpar sem á þurftu að halda. Hún var virk, vann við hjúkrun alla tíð og lengur en almennt ger- ist, hún lét sig málin varða og braut m.a. blað í stjórnmálasögu Ísafjarðar þegar hún fyrst kvenna var kjörin í bæjarstjórn. Málfríður var alltaf jákvæð, sterk og æðrulaus og mikið hvað hún bar aldurinn vel. Hún á stór- an sess í hugum okkar og hjört- um, hún var eins og ferskur blær og lífgaði sannarlega upp á stór- fjölskylduna. Við erum ríkari af því að hafa kynnst henni, minn- ingarnar eru margar og við erum þakklátar fyrir tryggðina og allt sem hún kenndi okkur og gaf. Svo er því farið: Sá er eftir lifir deyr þeim sem deyr en hinn dáni lifir í hjarta og minni manna er hans sakna. Þeir eru himnarnir honum yfir. (Hannes Pétursson) Bryndís, Jóna Margrét og Ingibjörg Guðrúnar og Guðmundardætur. Háöldruð heiðurskona, Mál- fríður Finnsdóttir, hefur lokið farsælli vegferð sinni. Hún var ein þessara merku kvenna frá síð- ustu öld sem með ævistarfinu lögðu drjúgan skerf að því jafn- réttis- og velferðarsamfélagi, sem við njótum í dag. Hún er og var fyrirmynd á mörgum sviðum. Málfríður menntaði sig og stýrði hjúkrun á fjölmennum vinnustöð- um. Málfríður átti ekki langt að sækja greind og dugnað. Hún ólst upp á því gagnmerka heimili Hvilft í Önundarfirði. Systkinin voru ellefu og fædd frá 1911-1928 og er Málfríður síðust þeirra til að kveðja jarðlífið. Heimilisandinn hlýtur að hafa verið sérstakur á þessu sveitaheimili, því að öll voru börnin send til náms. Það var fá- títt á þeim árum. Reyndar var þetta svo sérstakt að í 60 ár hefur mynd af þeim systkinum ásamt reisulegu íbúðarhúsinu að Hvilft hangið á vegg í húsi gamla Menntaskólans á Akureyri. Þeg- ar Gunnlaugur, yngsta systkinið, útskrifaðist frá MA árið 1949 voru foreldrar hans viðstaddir ásamt níu börnum sínum. Skólameistari vék í útskriftarræðunni orðum til hjónanna, Guðlaugar Sveins- dóttur og Finns Finnssonar, og árnaði þeim heilla með hópinn þeirra. Aldrei hafði fyrr ein fjöl- skylda sent sex syni og fjórar dætur til skólans og það um langa leið. Við þetta tækifæri var stofn- aður sjóður fyrir nemendur MA í nafni Guðlaugar og Finns. Málfríði kynnist ég ekki fyrr seint á ævikvöldi hennar. Við hjón urðum nágrannar þeirra Maríus- ar í Efstaleitinu fyrir um áratug síðan, en því miður naut Maríusar ekki lengi við. Honum hafði ég kynnst í starfi Reykjavíkurlistans og það munaði sannarlega um hann þar varðandi framgang listans. Okkur hjónum varð strax ljóst að betri nágranna var ekki unnt að fá. Heimili þeirra var afar glæsilegt og prýddu m.a. hann- yrðir Málfríðar bæði stóla og veggi. Ótrúlegt að hafa elju, eftir langa og stranga starfsdaga við hjúkrun, til að gera þessi fögru handverk. Hún sussaði á mig þegar ég sagði henni að hún væri fyrir- mynd mín varðandi elliárin, en tuttugu ár skildu okkur að. Mál- fríður vildi lifa lífinu og njóta þess og ýtti því elli kellingu frá sér þó að hún reyndi stundum að kroppa í hana. Hún hugsaði vel um sig og út- litið varð að vera í lagi. Hún stundaði lengst af sund og sólböð bæði heima fyrir sem og á suð- rænum slóðum. Ég sé hana fyrir mér, reffilega, sólbrúna og vel til hafða og á leið að spilafund. Þannig man ég Mál- fríði nágrannakonu mína. Við hjónin sendum afkomend- um Málfríðar og Maríusar inni- legar samúðarkveðjur og megi minningin um þessa vestfirsku höfðingja lifa. Sigrún Magnúsdóttir. Málfríður Finnsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.