Morgunblaðið - 21.02.2019, Síða 61

Morgunblaðið - 21.02.2019, Síða 61
DÆGRADVÖL 61 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. FEBRÚAR 2019 Góð þjónusta í tæpa öld 10%afslátturfyrir 67 áraog eldri Flugvallarþjónusta BSR sér um að skutla þér út á flugvöll og aftur heim þegar þú ferð til útlanda. 5-8 manneskjur 19.500 kr. 1-4 manneskjur 15.500 kr. Verð aðra leið: Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þú hefur þörf fyrir ró og næði í dag. Reyndu að minnka álag sem mest, þér hættir til að hlaða of mörgum verk- efnum á þig. Sumarið mun bjóða upp á ævintýri. 20. apríl - 20. maí  Naut Mundu sjaldan veldur einn þá tveir deila. Smá ósætti kemur upp næstu vikur en ekki taka það of alvarlega. Æskuvinur hefur samband. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Takist þér að bæta andann innan fjölskyldunnar eða heimilisins í dag þá er það dágott dagsverk. Notaðu innsæi þitt til að meta stöðuna í ástamálunum. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Það er ekki sjálfselska að næra sköpunarþrána eins og margir vilja telja þér trú um. Ef þú skipuleggur þig betur þá getur þú sinnt öllu sem þig langar til. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Það er engin ástæða til að láta hug- fallast, þótt það verkefni, sem þú fæst við, reynist eitthvað snúnara en þú áttir von á. Hættu að afsaka þig, vertu bara eins og þú ert. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Það er engin ástæða til að draga sig í hlé þótt hugmyndir þínar slái ekki í gegn. Vinir þínir munu koma þér á óvart. 23. sept. - 22. okt.  Vog Dagurinn í dag er alveg kjörinn fyrir afþreyingu og sprell með smáfólkinu. Ekki setja öll eggin í sömu körfuna. Félagslíf þitt tekur fjörkipp. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Sparsemi er dyggð en níska ekki. Láttu aðra ekki þvæla þér í verkefni sem þú innst inni ert mótfallin/n. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þú lætur í minni pokann til að bæta upp eitthvað sem gerðist fyrir stuttu. Rómantíkin svífur yfir vötnum og þér finnst þú hafa hitt sálufélagann. 22. des. - 19. janúar Steingeit Farðu þér hægt í umgengni við hitt kynið. Oft er flagð undir fögru skinni. Þér verður boðið í brúðkaup sem verður síðar á árinu. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þér liggur ekki lífið á að velja næsta skref í viðkvæmu máli. Hafðu hug- fast að ef þú ert tilbúin/n til að gefa af þér, færðu það margfalt til baka. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þig vantar félaga til þess að fram- kvæma með þér það sem þig dreymir um. Gættu þess að fá nóga hvíld, þér hættir til að sofa of lítið. Eftir 12 ára útivist kom Þor-steinn Erlingsson heim til Ís- lands sumarið 1895 og fór víða um Suðurland, Borgarfjörð og Vestur- land til að athuga bæjarrústir frá söguöld. Dr. Valtýr Guðmundsson fól honum þetta starf, sem kostað var af auðmanni í Bandaríkjunum sem þóttist hafa fundið rústir af skálum hinna fornu Vínlandsfara við Karlsá (Charles River), sem skil- ur Cambridge frá Boston. Þótti nauðsynlegt að athuga bæjarrústir hér á landi til samanburðar. Í grein Þorsteins Antonssonar í Lesbók Morgunblaðsins 20. júní 1987 segir. „Í dagbókum úr þessari Íslandsferð, oft ritaðar úti við, t.d. í áningarstað uppi á heiði, eru tvær vísur, blýants- krot í bókum sem varla standa út út hnefa; leiðin lá yfir Þingmannaheiði og yrkir Þorsteinn: Ekki er hún gamla tóa traust, tarna er ljótur staður, slarki ég þetta þrautalaust þá er ég gæfumaður. Þegar aftur er komið ofan fyrir heiðarbrúnina yrkir Þorsteinn: Þess eins bið ég guð ef ég á nokkra sál og ef hann vill hirta hana í reiði að senda hana í ís eða bik eða bál en bara ekki á Þingmannaheiði.“ Ég held ég hafi áður sagt frá því í Vísnahorni að í Þyrnum föður míns er miði þar sem hann hefur skrifað þessa stöku: Þegar að vill heimur herja og hjartað gerist ljóðaþyrst alltaf Þyrnar Þorsteins verða það sem höndin grípur fyrst. Auðvitað naut ég þessa. Og kannski hafa þetta verið fyrstu vís- urnar sem faðir minn kenndi mér eftir Þorstein: Heyrðu snöggvast, Snati minn, snjalli vinur kæri, heldurðu ekki hringinn þinn ég hermannlega bæri? Lof mér nú að leika að látúnshálsgerð þinni; ég skal seinna jafna það með jólaköku minni. Jæja þá, í þetta sinn þér er heimil ólin. En hvenær koma, kæri minn, kakan þín og jólin? Þetta er óvenjuleg og skondin vetrarstemmning hjá Magnúsi Geir Guðmundssyni: Kuldatíðin krumlusterka kreistir Frón. Víða leggur vatn og lón, virkilega fögur sjón. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Bara ekki á Þingmannaheiði „ég er glaÐur, bara ekki ByssuglaÐur.” „hvaÐ viltu í hádegismatinn?” Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að sjá glitta í gullhjartað hans. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann SPARK!ROP – OG ÉG HÆTTI ALDREI AÐ VERA KRÚTT! ÉG HATA ÞIG HITINN HÉRNA INNI VAKTI MIG! OPNAÐIRÐU GLUGGANN EINS OG ÉG BAÐ ÞIG UM? ÉG OPNAÐI HANN! ÞETTA ER VANDAMÁLIÐ! Víkverji er að mála nýju íbúðinasína. Fyrir fram hljómar það að mála eins og eitt stykki íbúð eins og maður geti bara smellt fingrunum og þá sé nýr litur kominn á stofuna. En nei. Það er ekki þannig. Svo illa vildi til að fyrri eigandi var með laxa- bleika veggi, enVíkverji er meira svona fyrir að hafa veggina sína hvíta. Þremur umferðum síðar er íbúðin núna orðin föl-laxableik, og Víkverji þarf að fara að kaupa meiri málningu á veggina. x x x Svo er það hitt að Víkverji er ekkibeint málarameistari. Það, ásamt þeirri staðreynd að hann er með netta fullkomnunaráráttu, þýðir einfaldlega að hann mun lík- lega geta farið umferð eftir umferð og alltaf séð á veggjunum hversu illa hann málaði. Sér Víkverji fyrir sér að íbúðin verði búin að minnka um tvo fermetra hið minnsta þegar málarastörfum lýkur, og má íbúðin varla við því að minnka frekar. x x x Á endanum sér Víkverji fyrir sérað hann muni búa í þriggja fer- metra fölfölfölfölfölfölbleikri músar- holu, þar sem hann mun rétt svo geta bograð um fyrir öllum lögunum af málningu sem hann hefur sett á loft og veggi íbúðarinnar. Sem betur fer er Víkverji ekki hár í loftinu, þannig að þetta sleppur allt saman. x x x Að öðru. Víkverji er farinn aðstunda það að hafa bara Bítla- lagið „Hey Jude“ í gangi í geislaspil- aranum í bílnum sínum. Lagið, sem er sjö mínútna langt, reynist oft grunsamlega heppilegt fyrir þann innanbæjarakstur sem Víkverji stundar. Þannig býr Víkverji tæpum tveimur „Hey Jude“-um frá vinnu- stað sínum, og líkamsræktarstöðin hans er einu „Hey Jude“-i frá heim- ilinu. x x x Það sem gerir lagið líka heppilegttil þessa aksturs er að skipting lagsins við upphaf fjórðu mínútu dettur oft skemmtilega inn. Hver fer ekki að syngja af gleði þegar hann sér vinnustað sinn? vikverji@mbl.is Víkverji Jesús sagði: „Hver sem ber ekki sinn kross og fylgir mér getur ekki verið lærisveinn minn“ (Lúk: 14.27)

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.