Morgunblaðið - 21.02.2019, Side 68

Morgunblaðið - 21.02.2019, Side 68
68 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. FEBRÚAR 2019 VIÐTAL Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Þótt ég hafi sett upp sýningar hér og þar í öðrum löndum þá finnst mér alltaf mikilvægast að sýna á Íslandi, hér set ég upp mikilvægustu sýning- arnar mínar og þessi er sannarlega ein af þeim. Héðan er ég,“ segir Anna Guðjónsdóttir myndlistar- kona. Við erum að skoða sýningu hennar í A-sal Listasafns Reykja- víkur-Hafnarhúsi sem verður opnuð í dag, fimmtudag, klukkan 17 undir yfirskriftinni Hluti í stað heildar. Verk Önnu sjást of sjaldan hér á landi en njóta mikillar virðingar í Þýskalandi þar sem hún hefur starf- að undanfarna áratugi og er hún nú búsett í Hamborg. Anna nam við höggmyndadeild Myndlista- og handíðaskóla Íslands, fór svo í myndlistarnám við Listaháskóla Hamborgar árið 1986 og útskrifaðist þaðan sex árum seinna. Stórar sýn- ingar hafa verið settar upp með verkum Önnu í Þýskalandi og víðar og hefur hún unnið til virtra verð- launa fyrir list sína. Í Hafnarhúsinu sýnir Anna nýtt verk í mörgum hlutum og tekur það yfir allan sýningarsalinn. List- sköpun hennar á rætur í málverka- hefðinni þar sem tekist er á við sí- gildar spurningar um hinn tvívíða flöt og þrívítt raunverulegt rými, um mörk frummyndar og eftirmyndar. Anna sýnir blaðamanni veglegar bækur og sýningarskrár með verk- um hennar þar sem sjá má hvernig hún hefur unnið með tilvísanir í landslag – Þingvellir birtast til að mynda oft í verkum hennar – og í byggingarlist. Þá hefur hún líka unnið markvisst með hugmyndir um sýningarskápa eins og fólk þekkir úr söfnum; stundum með raunverulega skápa en í önnur skipti form þeirra og fjarvíddina sem þau skapa. Á sýningunni Hluti í stað heildar breytir Anna öllum salnum í eins- konar sýningarskáp sem gestir ganga inn í, umvafðir málverkum sem spegla rýmið sjálft en opna jafnframt inn í aðra og ófyrirséða heima eins og spegill Lísu í Undra- landi sem gaf henni færi á að kynn- ast veröldinni fyrir handan. Auk stórra lakkmálverka og járnramma sem mynda sýningarskápaformin í salnum sýnir Anna verk sem hún hefur málað beint á veggi. Náttúran kallar Þar sem við stöndum í sýningar- salnum ítrekar Anna mikilvægi Ís- lands í verkum sínum; vissulega komi hugmyndir víða að en Ísland sé þar alltaf til staðar. „Íslensk náttúra hefur kallað á mig síðan ég var barn, án þess að ég gæti útskýrt það þá. Ég var síteikn- andi og eitt sinn sagði afi minn að ég hlyti að verða myndlistarkona.“ Og Anna segir að í hugmyndaheiminum og hvað áhrif varðar á líf sitt og verk komi svo margt saman. „Það er and- inn og allt sem umlykur mann; ég er hluti af heild og verð líka alltaf Ís- lendingur. Ég fór út í nám og próf- aði þá allt mögulegt, alltaf í leit að því að tjáningin geti orðið frjáls. Ég var alltaf hliðholl teikningu og mál- verki og þegar styttist í það að ég lyki námi fór ég að gera einlit verk sem voru þó alls ekki bara einlit fyr- ir mér, í þeim var heill heimur þótt mér fynndist aðrir ekki sjá það. En mér fannst ég vera orðin svo frjáls að ég gæti gert hvað sem er með verkin og fór að þurrka út úr þeim og móta í þeim landslag.“ Hún segir einhverja hafa velt fyr- ir sér hvaða klisja það væri, enda hefur landslag ekki átt upp á pall- borðið í myndlist stórborganna lengi vel. „En ég áttaði mig á því hvaða landslag þetta væri; það var auðvit- að íslenskt. Ég kunni ekkert að teikna og mála tré, sem voru þar allt um kring í Þýskalandi; þau urðu bara eins og ljósastaurar án róta, en ég kunni vel að teikna kletta og steina. Það þekkti ég vel. Þá fór ég að velta fyrir mér öllum þessum hefðum í landslagsmálverki og hvað væri búið að gera á því sviði, fór til að mynda að pæla í jarðfræði og landafræði. Ég vann um tíma í Þjóð- garðinum á Þingvöllum og Þingvell- ir hafa haft gríðarlega mikil áhrif á mig, ég var þar mikið á sumrin sem krakki. Það er minn bakgrunnur og er inni í mér, í bland við allt það sem ég hef lært. Því lengur sem ég bý er- lendis verða tengsl mín við landið hér heima, upprunann og ætternið skýrari.“ Anna bætir við Íslendingar séu mjög heppnir að lifa og hrærast í nánum tengslum við náttúruna, það geti hún sagt sem stórborgarbúi til áratuga. Felldi landið í sýningarskápa Á öðrum endavegg salarins í Hafnarhúsinu eru djúprauð málverk með háglansandi, lökkuðu yfirborði; innan litflatanna sem sitja á veggn- um út frá formum útlína sýningar- kassanna sem skipta salnum upp er mikið og iðandi líf sem minnir til að mynda á glóandi hraunflæði. Á and- stæðan vegg og út á þá næstu hefur Anna málað sparlega en með hug- vekjandi hætti form hárra kletta sem gnæfa yfir gesti, mögulega út- gáfu af Almannagjá. „Landslagsmálverk er mörg hundruð ára hefð og ég vildi takast á við það með mínum hætti og mála til að mynda Drekkingarhyl eða annað út frá íslenskri náttúru en lengi vel var sama hvað ég gerði, það bar allt- af svipmót af frönsku eða ítölsku málverki aða annars staðar frá,“ segir hún og brosir. „Ég vildi finna minn flöt á þessu og út frá þeirri baráttu fór ég að fella landið inn í sýningarskápana.“ Og Anna sýnir myndir af eldri verkum, til að mynda eitt stórt með Þingvalla- mótífi sem horft er á gegnum klass- ískan sýningarskáp og annað sýnir glóandi hraunelfi, einnig gegnum sýningarskáp en með öðru lagi. „Í pælingum mínum um það hvernig ég gæti nálgast landslag og hvað landslag væri, þá var ég mikið á náttúrusöfnum og þau höfðu mikil áhrif á nálgunina. Sýningarkassinn, eða „vitrínan“, eins og hann er oft kallaður, er fyrir mig eins og samnefnari fyrir þekk- ingu en er jafnframt mjög prívat því í slíka kassa eru líka settir prívat hlutir sem samt eru sýndir.“ Og Anna hefur líka leikið með það að stilla fram í verkum sínum náttúru- leifum í sýningarkössum sem hún hefur málað og mótað. Ígrunda landslagshugtakið Árið 2014 hlaut Anna menningar- verðlaun Pinneberg í Slésvík- Holtsetalandi og var boðið að setja upp viðamikla sýningu í Drostei, glæsilegu og friðuðu setri frá 18. öld. Það gafst gestum tækifæri til að fá góða yfirsýn yfir verk og hugmyndir Önnu í myndlistinni, með mál- verkum og sýningarskápum sem hún vann sérstaklega fyrir salina, hugvitssamlegri úrvinnslu á formum sem og teikningum. Í einum text- anna í veglegri bók sem kom út í tengslum við sýninguna skrifar rýn- irinn Hajo Schiff meðal annars: „Sýningarskáparnir, málaðir, fylltir, tómir, sprengdir, í stökum pörtum eða eins og þeim hafi verið komið fyrir framan við málverkið gefa til kynna miðlaða sýn. Sem slíkir virka þeir eins og fyrirframkynning þeirr- ar listar sem koma skal, eins konar tilvitnun, útdráttur eða ábending um túlkunarleið.“ Og hann segir lands- lag meginhugtak í málverki Önnu, sá sem skoði verk hennar frá sjónar- horni hugtaksins „landslag“ verði auk sjálfra verkanna að ígrunda sjálft landslagshugtakið. Sýning Önnu er í röð sýninga í A- sal Hafnarhússins þar sem reyndum listamönnum er boðið að virkja sal- inn á sinn hátt og gerir hún það svo sannarlega með afgerandi hætti. Anna verður með leiðsögn um sýninguna á sunnudaginn kemur kl. 15. Sýningarstjóri sýningar hennar í Hafnarhúsinu er Markús Þór Andrésson. Finnst alltaf mikilvægast að sýna á Íslandi Morgunblaðið/Einar Falur Uppbrot í salnum „Þingvellir hafa haft gríðarlega mikil áhrif á mig, ég var þar mikið á sumrin sem krakki. Það er minn bakgrunnur og er inni í mér, í bland við allt það sem ég hef lært,“ segir Anna Guðjónsdóttir.  Sýning Önnu Guðjónsdóttur verður opnuð í Listasafni Reykjavíkur í dag

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.