Morgunblaðið - 19.03.2019, Qupperneq 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. MARS 2019
Ferming
Veislulist sér um veitingar fyrir fermingar af öllum
stærðum, hvort sem er í veislusal eða heimahús
Í yfir 40 ár hefur Veislulist lagt áherslu á góða þjónustu og framúrskarand matreiðslu.
FERMINGAVEIsluR
Verð er fyrir 30-50 manna veislu án leigu á veislusal.
Bættu við marsipan fermingartertu með 20% afsl.
3ja rétta sTEIKARhlaðborð
Verð er fyrir 30-50 manna veislu án leigu á veislusal.
Bættu við marsipan fermingartertu með 20% afsl.
PINNAMatur
Verð er fyrir 30-50 manna veislu án leigu á veislusal.
Bættu við kransaköku 30 manna á kr. 16.500
kaffihlaðborð
Hólshraun 3, 220 Hafnarjörður · Símar 555 1810, 565 1810 · veislulist@veislulist.is · www.veislulist.is
SKÚTAN
Guðmundur Magnússon
gudmundur@mbl.is
Yfir 100 íbúar í Hjallahverfi í Kópa-
vogi hafa ritað undir mótmælaskjal
þar sem kvartað er yfir fyrirhug-
uðum breytingum á deiliskipulagi
við Dalveg. Á lóðinni nr. 32 við
gatnamót Breiðholtsbrautar og Ný-
býlavegar á að rísa stórt skrifstofu-
hús og telja íbúarnir að starfsemin
þar muni hafa mikil áhrif á umferð
um Dalveg sem er aðalumferðarleið
þeirra til og frá heimilum sínum.
Samkvæmt deiliskipulagstillögunni
verða 300 bílastæði við fyrirhugaða
byggingu og í bílakjallara hennar.
Að sögn Sigurðar Arnar Sigurðs-
sonar, íbúa í Skógarhjalla, er mikil
umferð um Dalveg og er hún mjög
þung á álagstímum. Búast megi við
því að hún aukist verulega í kjölfar
nýbyggingarinnar. Sigurður segir
að íbúarnir séu í sjálfu sér ekki á
móti því að byggt sé á svæðinu, en
þeir vilji sjá heildarlausn þar sem
tekið sé á aukinni umferð. Ný um-
ferðarljós voru sett upp við gatna-
mót Dalvegar og Hlíðarhjalla fyrir
nokkru og þykja til mikilla bóta. Þar
myndist hins vegar langar biðraðir
á álagstímum og eigi eftir að aukast
ef engar ráðstafanir verði gerðar
vegna nýbyggingarinnar.
Í auglýsingu bæjaryfirvalda segir
að breytingin á deiliskipulaginu sé í
samræmi við Aðalskipulag Kópa-
vogs 2012 til 2024 og markmið sem
þar komi fram um þéttingu byggð-
ar. Skipulagssvæðið sé tæpir tveir
hektarar að stærð. Búast megi við
því að umferðarálag aukist um 1.680
bíla á sólarhring. Aukningin sé hlut-
fallslega lítil og hafi takmörkuð
áhrif á hljóðvist og heilsu. Brugðist
verði við aukningunni með því að
bæta umferðarflæði á Dalvegi og
með því að auðvelda umferð með-
fram byggingarreitnum sunnan
húsanna frá Dalvegi 32 að Lind-
arvegi. Áhrif á samfélagið eru sögð
jákvæð og felist í góðri nýtingu
lands.
Sigurður Örn segir að íbúarnir
hafi átt samtöl við fulltrúa bæjaryf-
irvalda um málið og fyrirhugaður sé
fundur með Ármanni Kr. Ólafssyni
bæjarstjóra á morgun. Áhugi sé á
því að haldinn verði íbúafundur um
málið innan skamms þar sem leitað
verði lausna á deilunni.
Í undirskriftaskjalinu er bent á að
gildandi skipulag geri ráð fyrir lág-
reistri byggð á svæðinu. Vegna
hærri lofthæðar samsvari nýbygg-
ingin 9 hæða blokk. Byggingar-
magnið og stærðin séu langt um-
fram það sem eðlilegt megi teljast á
þessum stað. Bent er á að eftir sé að
reisa byggingar á lóðunum nr. 24,
26, 28 og 30 og geri megi ráð fyrir
því að þrýst verði á að þær verði
jafn stórar og sú sem rísa á við Dal-
veg 32. Þeim myndi fylgja enn frek-
ari aukning á umferð um Dalveg.
Teikning/Kópavogsbær
Nýbygging Horft til suðvesturs frá gatnamótum Nýbýlavegar, Dalvegar og Breiðholtsbrautar.
Íbúar óttast þyngri
umferð um Dalveg
Safna undirskriftum gegn breytingu á deiliskipulagi
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
„Ég virði þessa ákvörðun og skil.
Ég hefði helst viljað hafa öll sveit-
arfélögin með í þessu, Kópavog líka,
en ekki þýðir að fást um það. Svona
er staðan,“ segir Gunnar Einarsson,
bæjarstjóri í Garðabæ og stjórn-
armaður í Samtökum sveitarfélaga
á höfuðborgarsvæðinu (SSH), um
þau áform Hafnarfjarðarbæjar að
draga sig út úr samstarfi sveitarfé-
laganna um akstursþjónustu fatl-
aðra.
Samstarfssamningur sveitarfé-
laganna á höfuðborgarsvæðinu,
annarra en Kópavogsbæjar, um
akstursþjónustuna rennur út um
áramót. Hugað er að útboði að nýju
en Strætó annast það.
Gunnar segir að í ljósi frétta af
áformum Hafnarfjarðar reikni hann
með að öll hin sveitarfélögin séu að
meta stöðu sína. „Við eigum fund á
föstudag með Strætó og fulltrúum
velferðarsviða sveitarfélaganna þar
sem farið verður yfir ástæður þess
að kostnaðurinn hefur hækkað jafn
mikið í gegnum tíðina og raun ber
vitni og þjónustulýsingu væntanlegs
útboðs. Það þarf að hefja undirbún-
ing nýs útboðs,“ segir Gunnar.
Kostnaður aukist mikið
Fram kom hjá Rósu Guðbjarts-
dóttur, bæjarstjóra í Hafnarfirði, í
blaðinu í fyrradag að kostnaðar
Hafnarfjarðarbæjar hefði aukist um
helming á undanförnum árum en
samstarfið hófst árið 2014. Lýsir
hún þeirri skoðun sinni að þjón-
ustan hafi heldur ekki batnað.
Gunnar segir að vissulega hafi
kostnaður við aksturinn aukist
verulega og orðið mun meiri en gert
var ráð fyrir í upphafi. Nefnir hann
að kostnaður Mosfellsbæjar hafi
aukist úr 20-30 milljónum í um 100
milljónir. Þessa þróun þurfi að
greina. Tekur hann fram að kostn-
aðarhliðin hafi margoft verið rædd í
stjórn SSH.
Telur Gunnar að markmið um
betri og öruggari þjónustu hafi
náðst.
Reykjavíkurborg, Seltjarnarnes-
bær, Mosfellsbær og Garðabær
stóðu saman að akstursþjónustunni,
auk Hafnarfjarðarbæjar.
Greina ástæðu
aukins kostnaðar
Sveitarfélögin meta stöðu sína eftir
að Hafnarfjörður slítur samstarfi
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
„Við vildum fagna 30 ára afmæli
bjórsins með stæl,“ segir Halldór
Ægir Halldórsson, vörumerkjastjóri
hjá Vínnes. Fyrirtækið flytur inn
hinn vinsæla bjór Stella Artois frá
Belgíu en síðustu vikur hefur verið
hægt að kaupa bjórinn á mun lægra
verði í Vínbúðunum en alla jafna.
Verðið á vinsælustu einingunni, 330
ml flösku, var lækkað um 39%.
Kostar hver flaska nú 219 krónur
sem gerir Stellu að ódýrasta flösku-
bjórnum í ríkinu. Allt er þetta dálítið
sérstakt því Stella hefur verið lang-
vinsælasti flöskubjórinn hér á landi.
Í fyrra seldust rétt tæplega milljón
flöskur hér, næstum þrefalt meira
en af næstvinsælasta flöskubjórn-
um.
„Auðvitað er ekki hægt að bjóða
svona verð nema með aðkomu fram-
leiðandans. Við fáum bjórinn á góðu
verði tímabundið og lækkum okkar
hlut alveg niður í botn. Það er ekki
hægt að halda svona verðum út ár-
ið,“ segir Halldór en tilboð þetta
stendur út mánuðinn.
Viðtökurnar hafa verið afar góðar.
„Við vorum með miklar væntingar
en viðtökurnar hafa farið fram úr
þeim. Við höfum aldrei séð viðlíka
sölu og Stellan hefur verið að klárast
í Vínbúðum á föstudögum og laugar-
dögum,“ segir Halldór. Það sem af
er marsmánuði nemur söluaukning á
Stellu Artois í heildina 151% miðað
við sama tímabil í fyrra. Söluaukn-
ingin er mest í 330 ml flöskunni, alls
229%.
Mega ekki auglýsa neins staðar
„Við höfum auðvitað ekki getað
auglýst þetta neitt. Auglýsingar eru
ekki leyfðar í fjölmiðlum eða í Vín-
búðunum. Þetta er eina tólið sem við
höfum, verðbreytingar, og þessi
lækkun hefur bara borist manna á
milli. Ég hef heyrt í alveg ótrúlega
ánægðu fólki. Svo verður gaman að
sjá hvort maður hafi ýtt við öðrum
og hvað gerist í kjölfarið.“
Morgunblaðið/Eggert
Skál! Þrjátíu ára afmæli bjórsins á
Íslandi er fagnað með lægra verði.
Salan rauk upp
þegar verðið lækkaði
150% söluaukning á vinsælum bjór
Einn þeirra tæplega 30 ökumanna
sem lögreglan á Suðurnesjum hefur
kært fyrir of hraðan akstur á und-
anförnum dögum sinnti ekki stöðv-
unarmerkjum lögreglubifreiðar á
Reykjanesbraut heldur ók rakleiðis
áfram í átt að Flugstöð Leifs Eiríks-
sonar.
Lögreglumenn veittu honum
eftirför alllanga vegalengd en hann
lét ekki segjast fyrr en annarri lög-
reglubifreið var ekið á móti honum
og þá loks stöðvaði hann. Þarna var
á ferðinni erlendur ferðamaður
sem játaði hraðaksturinn, sem
mældist 157 km á klukkustund, og
greiddi sekt á staðnum, segir í dag-
bók lögreglunnar.
Öðrum ökumanni þurfti að veita
eftirför þar sem viðkomandi stöðv-
aði ekki bifreið sína þrátt fyrir
notkun forgangsljósa. Sá var grun-
aður um ölvunarakstur.
Þá voru skráningarnúmer fjar-
lægð af nær tíu bifreiðum sem voru
óskoðaðar eða ótryggðar. Enn
fremur hafði lögregla afskipti af
allmörgum ökumönnum sem virtu
ekki stöðvunarskyldu, töluðu í síma
undir stýri eða lögðu ólöglega.
Lögregla veitti ökuníðingi eftirför