Morgunblaðið - 19.03.2019, Page 16
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. MARS 2019
Sími 555 2992 og 698 7999
• Við hárlosi
• Mýkir liðina
• Betri næringar-
upptaka
Náttúruolía sem hundar elska
Við höfum notað Dog Nikita hundaolíu fyrir hundana
okkar í 3 ár og við erum ekkert á því að hætta.
Feldurinn á þeim er mjúkur, fallegur og hárlosið á
þeim gengur fyrr yfir. Þófarnir eru mjúkir og sléttir
en ekki harðir og grófir eins og þeir verða oft.Við
mælum með Dog Nikita hundaolíu.
Páll Ingi Haraldsson
EldurÍs hundar
Við mælum með Dog NIKITA hundaolíu
NIKITA hundaolía - Selaolía fyrir hunda
• Gott við exemi
• Betri og sterkari
fætur
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
„Í raun er hans kenning búin að
sanna sig þannig. Veltutölurnar eru
þær sömu en það eru fleiri kúnnar,“
segir Stefán en að hans sögn hefur
lægra verð augljóslega í för með sér
meiri umferð um staðinn.
„Það er betri nýting á starfsfólk-
inu og betri nýting á húsnæðinu. Það
eina sem ég á eftir að reikna út er
hvernig þetta kemur út hráefnislega.
En á móti kemur að fólk leyfir sér
meira og fær sér kannski forrétt eða
hvítvínsglas. Ef ég tek heildartöluna
getur vel verið að þetta standi í stað
eða verði hugsanlega meira,“ segir
Stefán.
Mega ekki missa túristana
Aðspurður segist Stefán telja að
fleiri veitingastaðir gætu gert hið
sama og Þrír frakkar. Segir hann í
raun nauðsynlegt að lækka verð í
Reykjavík, hvort sem það er á veit-
ingastöðum eða annars staðar.
„Fólk á að reyna að heimfæra
þetta eins og best er fyrir hvert
fyrirtæki fyrir sig. En það þarf að
lækka vöruverð í landinu. Það er
meginatriði. Við getum ekki verðlagt
okkur út af markaðnum. Það er
númer eitt, tvö og þrjú. Við megum
ekki missa túristana og landinn á að
geta haft það það gott að hann geti
farið út að borða 1-2 í mánuði.“
Spurður að því hvort hann sjái fyr-
ir sér að halda verðinu hjá sér eins
og það er í dag segir Stefán það alls
ekki útilokað. „ Það er það sem við
eigum eftir að reikna út eftir mán-
uðinn. Hvort það verði af því eða
hvort við förum hálfa leið. Það er
ekkert útilokað með það.“
Umferðin jókst um 30%
Veitingar Gestum á veitingastaðnum Þremur frökkum fjölgaði um 30%.
Veitingastaðurinn Þrír frakkar lækkaði verð um 30% á 30 ára afmælinu
„Við getum ekki verðlagt okkur út af markaðnum,“ segir Stefán Úlfarsson
Þrír frakkar
» Veitingastaðurinn Þrír frakk-
ar fagnar 30 ára afmæli um
þessar mundir.
» Staðurinn var stofnaður af
föður Stefáns, Úlfari Eysteins-
syni, 1. mars árið 1989.
» 30% afsláttur er á Þremur
frökkum út marsmánuð.
BAKSVIÐ
Pétur Hreinsson
peturhreins@mbl.is
Veitingastaðurinn Þrír frakkar hef-
ur verið afar vel sóttur síðustu vikur
en staðurinn fagnar 30 ára afmæli í
mars. Stefán Úlfarsson matreiðslu-
maður rekur
staðinn, og af
þessu tilefni bauð
hann upp á 30%
afslátt af öllu á
matseðli. Upphaf-
lega gerði hann
ráð fyrir því að
láta tilboðið gilda
fyrstu vikuna en í
ljósi aukinnar
umferðar á stað-
inn og góðra við-
bragða viðskiptavina ákvað hann að
framlengja tilboðið út marsmánuð.
„Við ætluðum bara að hafa þetta í
viku en við ákváðum að halda áfram
og hafa þetta út marsmánuð. Við-
brögðin voru svo góð fyrstu vikuna.
Það fór að birtast meira af landanum
og það er mjög gaman að því.“
Uppátæki Stefáns og félaga er
einkar áhugavert í ljósi þrumuræðu
Þórarins Ævarssonar, fram-
kvæmdastjóra IKEA á Íslandi, á
ráðstefnu Neytendasamtakanna og
Alþýðusambands Íslands í síðustu
viku, þar sem hann gagnrýndi harð-
lega verðlagningu sumra veitinga-
staða og bakaría á landinu. Sagði
Þórarinn verðlagninguna á tíðum yf-
irgengilega og að Íslendingar væru
hætttir að fara út að borða.
Forvitnilegt erindi
„Það var mjög forvitnilegt erindi
hjá honum og margt til í þessu,“ seg-
ir Stefán um erindi Þórarins en taldi
þó að því væri að mestu leyti beint að
skyndibitastöðum. „Laukur á pítsu
fyrir 600 krónur og kokteilsósa á 300
krónur. Þetta er alveg fáránlegt,“
segir Stefán og vísar í dæmi Þór-
arins.
Eftir að hafa lækkað verðið hefur
kúnnum á Þremur frökkum fjölgað
um 30% að sögn Stefáns.
Stefán
Úlfarsson
fyrirtækið verðmetið á svipuðum
slóðum og t.d. Hewlett Packard,
Twitter og ferðaþjónustufyrir-
tækið Hilton. Skráning Lyft á
markað gefur vísbendingu um
verðmæti skutlþjónustufyrirtækja.
Væntingar standa til þess að
stærsti samkeppnisaðili Lyft, Uber,
verði skráður á markað á næstunni,
en Uber gæti náð allt að 100 millj-
arða dala markaðsvirði. Heildar-
tekjur Lyft, sem stofnað var árið
2012, námu 2,16 milljörðum dala í
fyrra en tap þess nam 911 millj-
ónum dala.
Bandaríska skutlþjónustufyrir-
tækið Lyft, hyggst sækja sér allt að
2,1 milljarð bandaríkjadala í hluta-
fjárútboði fyrirtækisins að því er
fram kom í tilkynningu þess í gær
en Lyft stefnir á tæplega 23 millj-
arða dala markaðsvirði. Fram kom
í Financial Times í gær að fyrir-
tækið stefndi á að útboðsgengið
yrði 62 til 68 dollarar á hlut. Auð-
kenni fyrirtækisins í kauphöll verð-
ur LYFT þegar viðskipti með bréf
þess hefjast seinna í þessum mán-
uði. Fari svo að Lyft nái 23 millj-
arða dala markaðsvirði verður
Stefnir á 23 milljarða markaðsvirði
Hlutafjárútboð Lyft á næstunni
AFP
Skutl Lyft stefnir á að sækja um 2,1 milljarð dala í hlutafjárútboðinu.
● Hlutabréf Arion banka hækkuðu
mest í Kauphöll Íslands í gær á fremur
rólegum degi. Heildarvelta nam 1,8
milljörðum króna en bréf Arion banka
hækkuðu um 2,7% í 76 milljóna króna
viðskiptum. Mest lækkuðu bréf eim-
skips, eða um 3,3% í 58 milljóna króna
viðskiptum. Mest voru viðskipti með
bréf Marel, og námu 736 milljónum en
Marel hækkaði um 0,59%. Fasteigna-
félagið Reginn lækkaði um 0,27% í 26
milljóna króna viðskiptum og Sýn um
1,76% í 41 milljónar króna viðskiptum.
Eftir miklar sveiflur undanfarna daga
hækkaði Icelandair um 0,42% í 37 millj-
óna króna viðskiptum. Síðasta vika var
sveiflukennd hjá félaginu en gengi fé-
lagsins lækkaði um 9,66% í upphafi vik-
unnar og stendur í dag í 7,2 kr. bréfið.
Arion banki hækkaði
um tæp 3% í Kauphöll
19. mars 2019
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 117.46 118.02 117.74
Sterlingspund 155.86 156.62 156.24
Kanadadalur 88.16 88.68 88.42
Dönsk króna 17.808 17.912 17.86
Norsk króna 13.721 13.801 13.761
Sænsk króna 12.664 12.738 12.701
Svissn. franki 116.88 117.54 117.21
Japanskt jen 1.0509 1.0571 1.054
SDR 163.46 164.44 163.95
Evra 132.93 133.67 133.3
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 164.791
Hrávöruverð
Gull 1302.65 ($/únsa)
Ál 1867.0 ($/tonn) LME
Hráolía 67.18 ($/fatið) Brent
● Sjálfkjörið er í
stjórn fjarskipta-
og fjölmiðlafyrir-
tækisins Sýnar.
Þannig bjóða sig
áfram fram til
stjórnarsetu þau
Heiðar Guðjóns-
son stjórnar-
formaður, Hjörleif-
ur Pálsson, Anna
Guðný Aradóttir og
Yngvi Halldórsson. Ný inn í stjórnina
kemur Tanya Zharov í stað Hildar Dun-
gal sem ekki býður sig fram að nýju en
hún hefur setið í stjórninni frá 2013.
Fimm í framboði í fimm
stjórnarsæti í Sýn
Heiðar
Guðjónsson
STUTT