Morgunblaðið - 19.03.2019, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 19.03.2019, Qupperneq 18
BAKSVIÐ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Tekjur af lax- og silungs-veiðum hafa margfaldast áfjórtán árum, þegar síðastvar gerð heildarúttekt. Stangveiðimenn greiddu 4.900 millj- ónir króna fyrir veiðileyfi á árinu 2018 en um 1.150 milljónir árið 2004. Greiðslurnar meira en tvöfölduðust að raunvirði á þessum tíma. Að jafn- aði jukust greiðslurnar um 6% á ári umfram neysluverð. Kemur þetta fram í skýrslu sem Hagfræðistofnun gerði um virði lax- og silungsveiða fyrir Landssamband veiðifélaga. Fyrir utan verð veiðileyfa er beinn kostnaður innlendra veiði- manna af veiðum talinn vera að minnsta kosti 2,9 milljarðar króna og beinn kostnaður erlendra veiði- manna að minnsta kosti 2,2 millj- arðar. Við þetta bætast fjárfestingar í veiðihúsum, laxastigum og fleira, um 1 milljarður króna á ári. Reikn- ast Hagfræðistofnun til að samtals megi rekja að minnsta kosti 11 millj- arða króna útgjöld beint til lax- og silungsveiða hér á landi á árinu 2018. Hagfræðistofnun dregur frá þeim hluta teknanna sem rennur til innflutnings og kemst að þeirri nið- urstöðu að tæpa 9 milljarða lands- framleiðslu megi rekja beint til lax- og silungsveiða. Bein áhrif lax- og silungsveiða á landsframleiðslu hafa aukist um 160% frá því Hagfræði- stofnun kannaði efnahagsleg áhrif lax- og silungsveiða árið 2004. Tekur hún fram að erfiðara sé að meta óbeinar og afleiddar tekjur af veið- unum. Þær geti verið umtalsverðar. Auðlind metin á 170 milljarða Reynir Hagfræðistofnun að reikna út verðmæti auðlindarinnar út frá því hversu miklum fjármunum landsmenn myndu tapa ef veiðarnar legðust af. Það er gert með því að núvirða rekstrarhagnað eigenda veiðiréttar, ásamt ábata innlendra veiðimanna. Niðurstaðan er rúmir 70 milljarðar króna. Tekið er fram að ábati veiði- manna, það er að segja greiðsluvilji umfram kostnað, sé álíka mikill. Hann er nú metinn tæpir 100 millj- arðar. Alls verða því lax- og silungs- veiðar hér á landi um 170 milljarða króna virði fyrir Íslendinga. Margir njóta góðs af tekjum af lax- og silungsveiðum. Út frá fjölda lögbýla sem aðild eiga að 169 veiði- félögum landsins og 58 veiðifélags- deildum áætlar Hagfræðistofnun að 3.400 lögbýli tilheyri veiðifélagi. Þar af eiga 2.250 lögbýli aðild að lax- veiðiám. Stundum eiga menn fleiri en eitt lögbýli, meðal annars erlendir auðmenn eins og þekkt er úr um- ræðunni síðustu ár, en tekið er fram í skýrslunni að algengara sé að margir eigi jörð saman. Þúsundir Ís- lendinga eiga því veiðiréttindi í ís- lenskum laxveiðiám og njóta góðs af arðinum sem þær gefa. Laxveiðihlunnindin skiptast ójafnt eftir landshlutum. Þannig eru mestu tekjurnar á Vesturlandi þar sem margar mikilvægar laxveiðiár renna til sjávar. Veiðiréttarhafar þar fá í sinn hlut rúmlega þriðjung heildarteknanna. Rúm 28% koma í hlut Norðlendinga og 21,5% renna í vasa Sunnlendinga. Þessi munur kemur enn skýrar fram þegar tekjur af stangveiðum eru bornar saman við launa- kostnað og hagnað af land- búnaði. Á því sést að veið- arnar svara til tæplega 70% af arði af landbúnaði á Vestur- landi, 34% á Austur- landi, 27% á Norður- landi en aðeins 9% á Vestfjörðum. Greiða 5 milljarða á ári fyrir veiðileyfi 18 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. MARS 2019 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Þeir eru sembetur fer tilsem telja að guðrækni lands- manna mætti að skaðlausu vera meiri en hún er. Þeir fara þó mildi- lega með það sjónarmið og af tillitssemi, sem einnig er þakk- arefni. Í þessu sambandi er fróðlegt að fylgjast með fulltrúum Samfylkingar þegar rætt er um nýfallinn dóm Mannréttindadómstóls Evr- ópu. Úrlausn hans varð til þess að sumir þeirra sem hafa rík- ustu skyldur til að halda ró sinni og sýna lágmarks yfir- vegun hrukku af hjörunum. Í sjálfstýrðu uppnámi voru tekn- ar ákvarðanir sem mátti kom- ast hjá með því að telja upp að þremur. Umræða í þinginu sýnir að nú eru nokkrir þingmenn komnir með nasasjón af mál- inu. Þó sýndu tveir talsmenn Samfylkingar, upphafna guð- hræðslu sína við allt sem teng- ist ESB og töldu annað tal ekki leyfilegt. Voru það kúnstug til- brigði. Þó fór umræðan ekki fram í vígðum helgidómum í Brussel heldur í gömlu smá- hýsi sem stendur við hlið tjald- búða borgaryfirvalda við Aust- urvöll. Forsætisráðherrann lét þó ekki tuska sig til og hélt fram rétti sínum og annarra til að fara rækilega yfir málið. Formaður Samfylkingar sem telur jafnan að ríkisútgjöld, séu aldrei blásin nægilega út taldi nú að þetta mál ætti eftir að verða landinu dýrt. Hann vildi ólmur troða Íslendingum inn í ESB á meðan þeir voru enn í losti eftir áfallið sem fylgdi upplausn bankakerfis- ins. Beinn fjárhagslegur kostn- aður hefði ekki mælst í smá- aurum og mun dýrkeyptari hefði viðbótar löskun á full- veldi landsins orðið. Stjórnarformaður dómstóla- sýslu benti á það efnislega í samtali við Morgunblaðið að fyrstu viðbrögð hefðu mátt vera yfirvegaðri. Beint var haft eftir formanninum: „Það þarf að staldra við og meta kosti og galla þess að annars vegar skjóta málinu áfram og vera í óvissu til framtíðar, eða þá að una þessum dómi og gera þá þær lagfæringar sem efni eru til.“ Þessar ábendingar eiga að mestu rétt á sér. En það vantar það atriði sem sker Ísland frá flestum ríkjum Evrópu varð- andi formbundin tengsl við ME. Ísland er ekki bundið af niðurstöðum dómsins. Það er staðreynd en ekki feimnismál. Nú má hafa þá skoðun að best væri að Ísland lyti niðurstöðum þessa dómstóls. Þá gætu enn fleiri lögmenn um- gengist ME eins og hvern annan áfrýj- unardómstól á 4. stigi en gera það nú. En hann er ekki áfrýjunar- dómstóll um ís- lensk mál. Hefðu Íslendingar viljað hafa þann hátt á hefðu þeir breytt stjórnarskrá lýð- veldisins. En það hefur ekki verið gert. En þeir eru til sem kjósa að láta eins og að sú breyting hafi orðið og þá í þeirra eigin hug- skoti sem sé ígildi breytingar á stjórnarskrá. Löglært fólk hlýtur að fyrirverða sig fyrir þannig umgengni við stjórnar- skrá landsins. Það er bæði rangt og óvið- eigandi að láta eins og Hæsti- réttur Íslands sé ekki enda- punktur í þrætum manna fyrir dómstólum. Það er reyndar vaxandi óþol annars staðar varðandi mála- tilbúnað og niðurstöður ME. Í því sambandi væri fróðlegt fyr- ir marga að kynna sér þær kurteislegu en alvarlegu at- hugasemdir sem fyrirsvars- menn dansks hæstaréttar hafa gert um þá þróun. En þeir eru ekki í þeirri aðstöðu sem stjórnarskráin tryggir Íslandi. Í þessu máli er margt sem vekur tortryggni. Þannig virð- ist hinn íslenski dómari réttar- ins hafa gengið fram með ein- kennilegum hætti. Hvernig í ósköpunum getur það verið að dómstóll eins og ME sem hendir frá sér fjölda mála eftir ófullkomna og tilvilj- unarkennda skoðun geri það að „mannréttindamáli“ hvort ís- lenskir alþingismenn greiði at- kvæði um mál í einni lotu sam- kvæmt áralangri hefð, þó aðeins þegar enginn ágrein- ingur er í þingsalnum um þá málsmeðferð! Stór hópur manna frá Kata- lóníu var festur í fangelsi ótímabundið af Hæstarétti Spánar eftir að sá réttur hafði brugðið sér í hlutverk fyrsta dómstigs í landinu og um leið þess síðasta, og tryggði þar með að hin fautalega gjörð gæti enga skoðun fengið. Fangarnir í Madríd hljóta að rísa upp af bedda í klefum sín- um þegar þeim er sagt að ME hafi (fyrir atbeina íslenskra út- kastara) hent íslenskum ráð- herra úr ríkisstjórn fyrir að at- kvæðagreiðsla í þinginu hafi farið fram með hefðbundnum hætti eftir að ljóst var að eng- inn ágreiningur væri um það. En ME hefur ekki komið að raunverulegu máli lands sem á þó undir dómstólinn, þar sem menn sitja fangelsaðir mán- uðum og reyndar árum saman. Enginn trúverðugur maður horfir fram hjá úrslita- atriði varðandi Ísland og ME} Glámskyggnir á það sem blasir við læsum S purningin er einföld en svarið virðist vera flókið. Norskur ráðherra sagði af sér af því að hann lét ekki vita af ferðalagi til Írans. Ráðherra í Bret- landi sagði af sér eftir að hafa orðið uppvís að lygum. Ráðherra í Svíþjóð sagði af sér af því að hún keypti Toblerone og bleyjur með ráðuneytiskreditkortinu. Sitt sýnist hverjum um hvað af þessu er afsagnarvert og ef íslenskir ráð- herrar eru spurðir væri ekkert af þessu tilefni til afsagnar. Þegar afsagnir ráðherra ber á góma eru varn- arorðin oftast „engin lög voru brotin“. Svo er bent á einhvern ráðherra sem var dæmdur fyrir lögbrot en sagði ekki af sér og sagt að þó lög hafi verið brotin í þetta skipti þá séu ekki fordæmi fyrir afsögn vegna lögbrots. Vandamálið er að sum lögbrot ráðherra eru afsagnarverð og sum ekki. Það þýðir ekki að vísa í lögbrot ráðherra sem er ekki afsagnarvert sem vörn fyrir afsagnarverðu lögbroti. En hvenær er þá lögbrot afsagnarvert og hvenær er það ekki? Svarið við þessu væri venjulega flókið en ég ætla að gera tilraun til þess að einfalda það. Hér þarf að meta að minnsta kosti tvennt, annars vegar hvort brotið var að yfirlögðu ráði og hins vegar hversu alvarlegt brotið er. Ráðherra sem er dæmdur fyrir lögbrot þrátt fyrir að hafa farið eftir öllum reglum ætti almennt séð ekki að þurfa að segja af sér. Það er dómstóla að kveða dóm um það hvernig lögin eru túlkuð og stundum fær ráðherra einfald- lega bara ranga ráðgjöf hvað það varðar. Þó ráðherra sé auðvitað ábyrgur fyrir slíkum ákvörðunum þá eru þær ekki strangt til tekið afsagnarverðar í því tilviki. Hitt atriðið, hversu alvarlegt brotið er og jafnvel þó það sé ekki brot, er mikilvægara. Það er alvarlegt þegar ráðherra lýgur að þingi og þjóð. Þegar ráðherra leynir upplýsingum eða þegar farið er gegn afgerandi lagalegum ráð- leggingum sérfræðinga. Augljóslega ætti þetta allt að vera afsagnarvert hvort sem um lögbrot er að ræða eða ekki. Traust hefur líka áhrif á það hversu alvarlegt málið er. Ef seta ráðherra grefur undan trausti þá er einnig augljóst að sá ráðherra á að víkja. En hvernig metum við það? Í núverandi flokkakerfi þá snýst traust að mestu leyti um traust innan flokka. Mun minna svo á milli flokka nema um ríkisstjórnarsam- starf sé að ræða. Þannig að þó ekkert traust sé á ráðherra utan flokks eða ríkisstjórnarsamstarf þá situr ráðherra bara áfram. Nýlega sagði dómsmálaráðherra loksins af sér, næstum tveimur árum eftir að hafa tekið ákvörðun þvert ofan í sér- fræðiálit, þvert ofan í viðvaranir úr þinginu. Ákvörðun sem dómstólar hafa ítrekað sagt vera ranga. Tuttugu og einum mánuði síðar stígur ráðherra frá með þeim skilaboðum að hún hafi samt ekkert rangt gert. Er von að maður spyrji hvenær ráðherrar eigi að segja af sér? bjornlevi@althingi.is Björn Leví Gunnarsson Pistill Hvenær eiga ráðherrar að segja af sér? Höfundur er þingmaður Pírata STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen „Það er ánægjulegt að sjá hvað það hefur gengið vel að gera verðmæti úr þessum hlunn- indum. Þá er gaman að sjá að 3.400 lögbýli eiga þessi rétt- indi. Eignarhald er mjög dreift og þessi hlunnindi eru mikils virði,“ segir Jón Helgi Björns- son, formaður Landssambands veiðifélaga. Hann segir einnig að tugþúsundir Íslendinga fari til veiða á hverju ári. Þetta sé stór hluti af menningunni og því sem fólk geri sér til skemmt- unar. Jón Helgi segir að það sé helst að fiskeldið ógni þessum hlunnindum og góðri stöðu. Hagfræðistofnun telur að hættan af fiskeldinu fyrir rekstur veiði- félaga geti verið lítil næstu árin en meiri til langs tíma litið. Mikils virði fyrir marga FORMAÐUR VEIÐIFÉLAGA Jón Helgi Björnsson Efnahagslegt virði lax- og silungsveiði Heimild: Hagfræðistofnun Háskóla Íslands Árið 2018, milljarðar kr. Tekjur Hlutfall innfluttra vara og þjónustu Innlend framleiðsla sem rekja má beint til stangveiði Tekjur veiðifélaga 2,8 5% 2,7 Tekjur leigutaka (að frádregnum greiðslum til veiðifélaga) 2,1 5% 2,0 Tekjur annarra Af innlendum veiðimönnum 2,9 30% 2,0 Af erlendum veiðimönnum 2,2 40% 1,3 Fjárfestingar 1,0 30% 0,7 Bein efnahagsleg áhrif 11,0 8,7 Verðmæti lax- og silungsveiða fyrir Íslendinga Núvirtur rekstrarhagnaður 72,5 Núvirtur ábati innlendra veiðimanna 98,0 Samtals 170,5

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.