Morgunblaðið - 19.03.2019, Síða 20
20 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. MARS 2019
Seljavegur 2 | Sími: 511-3340 | Fax: 511-3341 | www.reyap.is | reyap@reyap.is
Apótekið þitt
í gamla Héðinshúsinu við Seljaveg 2
Afgreiðslutími:
9-18:30 virka daga
10-16:00 laugardaga
Reykjavíkur Apótek býður upp á allar tegundir lyfja. Mikið og fjölbreytt úrval af
heilsuvörum, bað- og ilmvörum, gjafavörum auk ýmissa annarra góðra kosta.
Reykjavíkur Apótek er sjálfstætt starfandi apótek sem leggur áherslu á
persónulega þjónustu og hagstætt verð.
• Öryrkjar og eldri borgarar njóta sérkjara hjá okkur
• Frí heimsendingarþjónusta
Enginn losunar-
flokkur í loftslags-
bókhaldi Íslands er
ábyrgur fyrir jafn mik-
illi losun af gróðurhúsa-
lofttegundum og fram-
ræst votlendi, eins og
kemur fram á með-
fylgjandi mynd þar sem
LULUCF er votlendi.
Eðlilega hafa ekki
allir mikla þekkingu á
umfangi og eðli losunar gróðurhúsa-
lofttegunda úr framræstu votlendi og
því er ekki laust við að allnokkurra
rangfærslna gæti í umræðu um mál-
efnið. Í þessari grein ætla ég að svara
helstu rangfærslunum.
Rangfærsla 1: Votlendi skipta
engu máli fyrir loftslagið.
Votlendi/mýrar eru sérstakar því
gróður sem vex í þeim rotnar ekki
nema að mjög litlu leyti og safnast
því fyrir. Ástæðan fyrir því er að
vegna vatnsins er ekkert súrefni til
staðar og því ekki skilyrði fyrir ör-
verur til að brjóta niður lífræna efnið
og breyta því í CO2 (koltvísýring).
Munurinn á gróðri í votlendi og t.d.
graslendisgróðri er að graslend-
isgróður sölnar og rotnar að hausti
og losar sama magn af CO2 og hann
batt yfir sumarið. Í votlendi safnast
saman órotnaðar jurtaleifar í oft
mjög þykk mólög í hundruð eða þús-
undir ára. Þegar votlendi er fram-
ræst fer vatnið úr jarðveginum og
skilyrði skapast fyrir örverur til að
brjóta niður lífræna efnið. Rotnun
hefst og þar með losun á CO2. Fyrir
framræstar mýrar í okkar loftslags-
belti nemur losunin um 23 tonnum af
CO2 á hektara á ári. Til samanburðar
losar ný bifreið um 2
tonn af CO2 á ári. Einn
fótboltavöllur er tæpur
1 hektari.
Rangfærsla 2: Við
endurheimt votlendis
losnar metangas sem er
öflug gróðurhúsa-
lofttegund og því borg-
ar sig ekki að endur-
heimta votlendi.
Metanið er um 25
sinnum öflugri gróður-
húsalofttegund en
koltvísýringur (CO2) en
magn þess á flatarmálseiningu er 200
falt minna. Ef magnið er fært yfir í
CO2 ígildi jafngildir það 3 tonnum af
CO2 á hektara á ári. Nettó-ávinning-
urinn af endurheimt votlendis er því
20 tonn af CO2 á hektara á ári. Hægt
er að hafa áhrif á magn losunar met-
ansins með því að hafa vatns-
yfirborðið rétt undir yfirborði jarð-
vegsins.
Rangfærsla 3: Íslenskar mýrar
innihalda meira af steinefnum og því
er losun frá þeim miklu minni en er-
lendis.
Íslenskar mýrar, sérstaklega ná-
lægt gosbeltinu, innihalda meira af
steinefnum/gosefnum en mýrar á
sambærilegum stöðum á hnettinum.
Steinefnin hafa þau áhrif að losunin
er umtalsvert meiri en frá mýrum
sem innihalda minna af steinefnum.
Rannsóknir Susanne Möckel við Há-
skóla Íslands sýna þetta ótvírætt.
Viðtal við hana má finna á www.vot-
lendi.is eða á vimeo.com/311181214
Rangfærsla 4: Ekki eru til neinar
rannsóknir til að geta fullyrt um los-
un gróðurhúsalofttegunda frá ís-
lenskum mýrum.
Niðurstöður rannsókna sem hafa
verið gerðar og eru í gangi gefa ekki
tilefni til að ætla að losun frá íslensk-
um mýrum sé almennt frábrugðin
losun frá mýrum á sambærilegum
stöðum á hnettinum. Sjá einnig um-
ræðu um steinefnin í rangfærslu 3.
Rannsóknir Gunnhildar Evu Gunn-
arsdóttir á sextán framræstum og
óframræstum mýrum á Suðurlandi
og rannsóknir Hlyns Óskarssonar og
Jóns Guðmundssonar frá Landbún-
aðarháskólanum og Rannveigar
Ólafsdóttur á svæðum á Vesturlandi
sýna þetta glöggt.
Rangfærsla 5: Betra er að rækta
tré á framræstu landi en að endur-
heimta það.
Öflugustu leiðirnar til að takast á
við loftslagsvandann hérlendis eru að
endurheimta votlendi, græða upp illa
farið land og rækta tré. Jarðvegur
framræsta landsins heldur áfram að
losa gróðurhúsalofttegundir þó að tré
séu gróðursett í hann. Besta niður-
staðan fyrir loftslagið er að endur-
heimta votlendi, rækta upp tré þar
sem gott er að rækta tré (ekki í vot-
lendi) og ná gróðurþekju á illa farið
land.
Rangfærsla 6: Litlir, gamlir eða
grónir skurðir losa ekkert lengur.
Skurðir grafnir í votlendi losa
gróðurhúsalofttegundir, en það sem
mestu máli skiptir er allt svæðið sem
skurðurinn framræsir, sem getur
verið mjög stórt og allt upp í nokkur
hundruð metra í hvora átt frá skurð-
inum. Um leið og vatn fer úr jarðveg-
inum kemst súrefni ofan í hann og
skilyrði skapast fyrir örverur til að
hefja niðurbrot á lífrænu efni. Kol-
efni tapast og hraðinn á tapinu jafn-
gildir því að jarðvegurinn þynnist um
hálfan sentimetra á ári. Það tekur
metersþykkt mólag því 200 ár að
rotna og verða að lofttegund. Það er
ekki langt síðan framræsla hófst á Ís-
landi svo ástæða er til að ætla að flest
framræst svæði á Íslandi séu enn að
losa gróðurhúsalofttegundir af full-
um krafti. Það skiptir litlu hvort
skurður er gróinn eða ekki. Lífræna
framræsta efnið heldur áfram að
rotna á meðan eitthvað er til að rotna.
Rangfærsla 7: Losun frá fram-
ræstu landi er stórlega ofmetin.
Tölurnar um losun gróðurhúsa-
lofttegunda á hverja flatarmálsein-
ingu eru orðnar nokkuð góðar en
flókið mál er að meta stærð alls fram-
ræsts lands á Íslandi. Með betri loft-
myndum og nákvæmari skurðakort-
um og gróðurkortum er hægt að
álykta betur um heildarflatarmálið.
En ef við gefum okkur að losunin frá
votlendinu sé helmingi minni en talið
er þá er hún samt sem áður svipuð
eða meiri en allir hinir losunarflokkar
Íslands til samans.
Algengar rangfærslur um endurheimt votlendis
Eftir Eyþór
Eðvarðsson »Enginn losunar-
flokkur í loftslags-
bókhaldi Íslands er
ábyrgur fyrir jafn
mikilli losun af gróður-
húsalofttegundum
og framræst votlendi.
Eyþór Eðvarðsson
Höfundur er stjórnarformaður
Votlendissjóðsins.
eythor@votlendi.is
Heimild: Umhverfisstofnun
Flestar félagsmið-
stöðvar eldri borgara
sem nú eru starfræktar
í borginni eru með svip-
uðu sniði og eflaust
þjóna sínum tilgangi vel.
Því hefur þó verið fleygt
fram að karlmenn sæki
þær síður en konur.
Getur það verið vegna
þess hvernig þær eru
skipulagðar og upp-
byggðar? Hafa ber í huga að þeir sem
nú eru að hefja sín efri ár eru með ann-
ars konar reynslu en eldri borgarar
fyrir 20-30 árum. Menntunarstig
þeirra er hærra og lífsstíll annars kon-
ar en var þegar flestar þeirra félags-
miðstöðva sem nú eru starfræktar
voru opnaðar.
Karlmenn ekki eins
áhugasamir
Það er álit sumra sem
hafa kynnt sér þessi mál
að tímabært sé að
endurbæta starfsemi fé-
lagsmiðstöðva eldri
borgara. Karlmenn
sækja félagsmiðstöðv-
arnar og þeirra starf
miklu minna en konur.
Starfsemin er með svip-
uðu sniði á flestum
stöðvunum, eftir því sem
hefur heyrst. Alls staðar er handa-
vinna af ýmsu tagi, félagsvist, gömlu
dansarnir, sums staðar leikfimi fyrir
aldraða, kirkjustarf á vegum þjóð-
kirkjunnar, söngur og víða gönguhóp-
ar. Hægt er að hugsa ýmislegt fleira
sem bjóða má upp á og varðar alls
kyns virkni og tilboð á tómstundum og
afþreyingu sem ekki hefur áður sést á
félagsmiðstöðvum.
Til að laða fólk til þátttöku þarf að
vera eitthvað fyrir alla, konur og karla.
Í boði þarf að vera nægt framboð af
fjölbreyttum og áhugaverðum verk-
efnum fyrir huga og hönd þannig að
fólk hafi ávallt val. Eldri borgarar eru
eins og aðrir aldurshópar, breiður hóp-
ur með ólíkar þarfir og áhugamál. Á
sumum félagsmiðstöðvunum er boðið
upp á kínverska leikfimi, boccia og
pútt sem dæmi. Einnig mætti skoða að
nota tónlist meira í starfinu t.d. hlusta
á gamlar grammófónplötur eða hljóm-
plötur frá bítlatímanum.
Endurskipulagning
og nútímavæðing
Eftir að hafa rætt við nokkra eldri
borgara má heyra glöggt að margir
eru ánægðir með starfið en aðrir ekki.
Nokkrir voru sammála um að fátt sé í
starfi a.m.k. einstakra félagsmiðstöðva
sem höfðar til þeirra sem fæddir eru
eftir 1943-1950. Borgarfulltrúi Flokks
fólksins hefur lagt fram tillögu í vel-
ferðarráði þess efnis að settur verði í
gang vinnuhópur sem beiti aðferðum
nýsköpunar til að þróa nýjar þjónustu-
leiðir og afþreyingu fyrir eldri borgara
Reykjavíkur. Vel kann að vera að ein-
hverjir eldri borgarar vildu taka meira
þátt í sjálfboðaliðastarfsemi af ýmsu
tagi. Einnig ætti alls staðar að vera
boðið upp á aðstæður þar sem eldri
borgarar og börn geti átt stund sam-
an. Eldri borgarar hafa svo margt
fram að færa, mikla reynslu og sögur
að segja frá fyrri árum sem börnin
hefðu bæði gagn og gaman af því að
heyra. Það gleður hjarta fjölmargra
eldri borgara að eiga samneyti við
ungu kynslóðina og einnig að fá tæki-
færi til að umgangast gæludýr. Heim-
sókn hunda hefur tíðkast sums staðar
og vakið mikinn fögnuð. Leita þarf
leiða til að veita notendum, eldri borg-
urum í þessu tilfelli enn meiri lífsfyll-
ingu og ánægju á efri árum. Flokkur
fólksins leggur til að Reykjavíkurborg
fari i skoðun á þessu með það í huga
hvort hægt er að breyta, bæta og nú-
tímavæða starfið. Mikla áherslu verð-
ur að leggja á virkt notendasamráð á
öllum stigum þegar verið er að skipu-
leggja félagsstarf eldri borgara enda
er þetta þeirra félagsstarf sem um
ræðir. Notendur þjónustunnar vita
alltaf best og ætti aldrei að að skipu-
leggja neitt nema í samráði við þá.
Eitthvað fyrir alla, konur og karla
Eftir Kolbrúnu
Baldursdóttur »Hafa ber í huga að
þeir sem nú eru að
hefja sín efri ár eru
með annars konar
reynslu en eldri borg-
arar fyrir 20-30 árum.
Kolbrún Baldursdóttir
Höfundur er sálfræðingur og borgar-
fulltrúi Flokks fólksins.