Morgunblaðið - 19.03.2019, Síða 25
Hvutti og hlýddi því nafni),
hundurinn af næsta bæ, sem sá
eins og við börnin ekki sólina
fyrir þessum góða manni. Því
Hvutti kom hlaupandi í hvert
sinn sem sást glitta í bílinn
hans afa, og vék helst ekki frá
honum.
Í bústaðnum var algjör
paradís, þó hann væri af-
skekktur og rafmagnslaus, þar
var hvorki heitur pottur né
sjónvarp en það var ævintýra-
veröld þegar við afi vorum þar.
Þar áttum við nefnilega okkar
heim við afi, og ég sem var
aldrei árrisul sem barn var
alltaf vöknuð klukkan sex í bú-
staðnum því þá vaknaði afi og
fór á stjá. Og við gengum út,
hlustuðum á fuglana sem afi
hermdi svo eftir svo nákvæm-
lega að ég ætlaði ekki að ná
mér af hlátri. Við hlustuðum á
gjálfrið í vatninu og ég sagði
afa sögur sem hann hlustaði
íbygginn á, sögurnar af æv-
intýrum okkar afa í hinu lífinu.
Við vorum stundum drekar,
stundum víkingar, við vorum
fuglarnir sem flögruðu í kring-
um bústaðinn og alltaf kinkaði
afi kolli því jú, hann mundi eft-
ir þessu öllu.
Eftir að afi var kominn með
Alzheimer þekkti hann okkur
barnabörnin stundum ekki í
sundur. En þegar ég sagði „hæ
afi minn,“ þá sagði hann „hæ
elskan mín“. Því það vissi hann
fyrir víst, að við sem kölluðum
afi vorum skari sem hann elsk-
aði afar mikið. Og sýndi það
alla tíð.
Svona kveð ég góðan afakall,
með þakklæti og söknuði.
Júlía Margrét
Einarsdóttir.
Þær minningar sem komu
upp í hugann þegar ég frétti af
andláti Baldurs Jónssonar voru
ljóslifandi og fallegar, af því að
hann var svo einstaklega hlýr
og sjarmerandi maður.
Baldur og Tóta, móðursystir
mín, voru glæsilegt par og
kvöldið sem mér var treyst til
að passa börnin þeirra gleymist
ekki. Ég var kannski ellefu eða
tólf ára og aðaláhugamál mitt
var að safna ljósmyndum af
kvikmyndastjörnum.
Þau hjónin voru að fara út að
skemmta sér og þegar ég
mætti á staðinn var Baldur
kominn í sparifötin, í minning-
unni eru það smókingföt, og
Tóta glansandi fín í fallegum
kjól og þeim hæstu og flottustu
háhæluðu skóm sem ég hafði
nokkurn tímann séð. Þau voru
eins og Hollywood-stjörnur og
mér fannst ég aldrei hafði kom-
ist nær töfrum kvikmyndanna
en þetta kvöld.
Seinna þegar ég fékk svo
tækifæri til að skoða heiminn í
fyrsta sinn sigldi ég með Gull-
fossi til Kaupmannahafnar.
Baldur starfaði sem rafvirki á
Gullfossi og þegar skipið hopp-
aði og skoppaði úti á miðju At-
landshafi varð ég svo sjóveik að
mín eina ósk var sú að fá að
deyja og það strax. Ég held að
það hafi ekki verið neinn lækn-
ir um borð, en Baldur var kall-
aður til og það má segja að
hann hafi læknað mig með
huggunarorðum sínum um það
að engin hætta væri á ferðum
og að ég myndi fljótlega hrista
af mér sjóveikina. Hann reynd-
ist sannspár og þegar Gullfoss
lagði að bryggju í Kaupmanna-
höfn var ég búin að gleyma sjó-
veikinni og hugsaði bara um til-
vonandi dýrðardaga í
Danmörku.
Ég þakka Baldri fyrir sam-
fylgdina og við systkinin á
Sjafnargötu vottum Tótu, börn-
um, mökum þeirra og barna-
börnum samúð okkar.
Blessuð sé minning Baldurs.
Edda Þórarinsdóttir.
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. MARS 2019 25
Smáauglýsingar
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Byggingavörur
Harðviður til húsabygginga
Sjá nánar á www.vidur.is
Vatnsklæðning, panill, pallaefni,
parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu
verði. Nýkomnar Eurotec A2 harð-
viðarskrúfur. Penofin harðviðarolía.
Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf.
Upplýsingar hjá Magnúsi í símum
660 0230 og 561 1122.
Ýmislegt
Bátar
Bílaþjónusta
GÆÐABÓN
Stofnað 1986 • Ármúla 17a
Opið mán.-fös. 8-16. S. 568 4310
Það besta fyrir bílinn þinn
Alþrif, djúphreinsun, mössun, teflon,
blettun, bryngljái, leðurhreinsun.
Húsviðhald
FLÍSALAGNIR - MÚRVERK
FLOTUN - SANDSPARSL
MÁLUN - TRÉVERK
Ásamt öllu almennu viðhaldi
fasteigna
Áratuga reynsla og þekking
skilar fagmennsku og gæðum
Tímavinna eða tilboð
Strúctor
byggingaþjónusta ehf.
S. 893 6994
Hreinsa
þakrennur
og tek að mér
ýmis smærri
verkefni
Uppl. í síma 847 8704
manninn@hotmail.com
Raðauglýsingar
Raðauglýsingar
Fundir/Mannfagnaðir
ses.xd.is
Samtök eldri
sjálfstæðismanna, SES
Hádegisfundur SES
Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi verður
gestur á hádegisfundi SES á morgun,
miðvikudaginn 20. mars kl. 12:00, í Valhöll,
Háaleitisbraut 1.
Húsið opnað kl. 11:30.
Boðið verður upp á súpu
gegn vægu gjaldi,
1000 krónur.
Allir velkomnir.
Stjórnin
Nauðungarsala
Uppboð
Einnig birt á www.naudungarsolur.is.
Framhald uppboðs á eftirfarandi eign verður háð á henni
sjálfri, sem hér segir:
Tjarnabakki 1, Innri Njarðvík, fnr. 228-4348. Þingl. eig. Magnea Lynn
Fisher og Ellert Hannesson, gerðarbeiðendur Söfnunarsjóður
lífeyrisréttinda og Íbúðalánasjóður. Þriðjudaginn 26. mars nk. kl.
09:30.
Sýslumaðurinn á Suðurnesjum
18. mars 2019
Félagsstarf eldri borgara
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl.14.30-15.20. Stólajóga kl. 9.30.
Gönguferð kl. 10.15. Tálgað í tré kl. 13. Postulínsmálun, með
leiðbeinanda kl. 13. Nýtt námskeið í vatnslitun kl. 13 ókeypis. Bíó í
miðrými kl. 13. ATH breyttur tími. Kaffi kl. 14.30-15.20.
Árskógar Smíðar, útskurður, pappamódel með leiðb. kl. 9-16. Boccia
með Guðmundi kl. 10. Opið hús, t.d. vist og bridge kl. 13-16.
Bónusbíllinn fer frá Árskógum 6-8 kl. 12.30. Handavinna með leib. kl.
12.30-16. Kóræfing, Kátir karlar kl. 13. MS-fræðslu- og félagsstarf kl.
14-16. Opið fyrir innipútt. Hádegismatur kl. 11.40-12.45. Kaffisala kl.
15-15.45. Heitt á könnunni, Allir velkomnir. S: 535 2700.
Dalbraut 18-20 Félagsvist kl.14.
Fella- og Hólakirkja Góugleði eldriborgarastarfsins kl. 18, ath.
nauðsynlegt er að skrá sig.
Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Við hringborðið kl. 8.50, kaffisopi
og blöðin. Myndlistarnámskeið hjá Margréti kl. 9-12. Thai Chi kl. 9-10.
Leikfimi kl. 10-10.45. Spekingar og spaugarar kl. 10.45-11.45.
Hádegismatur kl. 11.30. Kríur myndlistarhópur kl. 13. Bridge kl. 13-16.
Leiðbeiningar á tölvu kl. 13.10. Enskunámskeið kl. 13-15. Síðdegiskaffi
kl. 14.30. U3A kl. 16.30. Allir velkomnir óháð aldri. Nánari uppl. í síma
411 2790.
Félagsmiðstöðin Lönguhlíð 3 Kl. 11 stólaleikfimi,. kl. 13 opin hand-
verkstofa. Kl. 14.50 landið skoðað með nútímatækni, kl.14.30 kaffi-
veitingar. Allir velkomnir!
Garðabæ Vatnsleikf. Sjál. 7.30/15. Qi Gong Sjál. kl. 9. Karlaleikf. Ásg.
kl. 12. Boccia. Ásg. kl. 12.45. Gönguhópur fer frá Jónshúsi kl. 10.
Bónusrúta fer frá Jónshúsi kl. 14.45. Línudans í Kirkjuhvoli kl.
13.30/14.30. Tréskurður/smíði í Smiðju kl. 9/13.
Gerðuberg 3-5 111 RVK Opin handavinnustofa kl. 8.30-16. Keramik
málun kl. 9-12. Glervinnustofa m/leiðb. kl. 13-16. Yoga kl. 10.30-11.30.
Leikfimi gönguhóps kl. 10-10.30. Gönguhópur um hverfið kl. 10.30.
Allir velkomnir.
Gjábakki Kl. 9 handavinna, kl. 9.45 stólaleikfimi, kl. 13 handavinna,
kl. 13 hreyfi- og jafnvægisæfingar, kl. 13.30 alkort, kl. 14 hreyfi- og
jafnvægisæfingar.
Grafarvogskirkja Opið hús fyrir eldri borgara er í Grafarvogskirkju
kl. 13 til 16 alla þriðjudaga. Fyrir opna húsið er helgi- og fyrirbæna-
stund kl. 12 þar sem öllum er frjálst að mæta í og er súpa og brauð í
boði fyrir vægt gjald þar á eftir. Hér er fjölbreytt dagskrá þar sem allir
ættu að geta fundið eitthvað við hæfi.
Grensáskirkja Kyrrðar- og bænastund kl. 12. Verið velkomin.
Gullsmári Myndlistarhópur kl. 9. Boccia kl. 9.30. Málm/silfurmíði /
canasta/tréskurður kl. 13.
Hraunbær 105 Kaffiklúbbur og spjall, allir velkomnir í frítt kaffi kl. 9.
Handavinna með leiðbeinanda kl. 9-11.30, 1340.-kr mánuðurinn, allir
velkomnir og kostar ekkert að prufa. Hádegismatur kl. 11.30.
Bónusbíllinn kl. 12.15. Spjallhópur kl 13, notaleg og skemmtileg sam-
vera þar sem allir eru velkomnir að vera með. Félagsvist kl. 13.15.
Kaffi kl. 14.15.
Hraunsel Kl. 8-12 ganga í Kaplakrika, kl. 9 dansleikfimi, kl. 10
Qi-gong, kl. 13 Bridge, kl. 10.45 leikfimi Hjallabraut kl. 13-16 fjölstofan
Hjallabraut, kl. 9-12 handverk, Sólvangsvegi, kl. 11.30 leikfimi, Bjarkar-
hús. kl. 14.40 vatnsleikfimi í Ásvallalaug.
Hvassaleiti 56-58 Félagsmiðstöðin er opin frá 8-16, blöðin og púsl
liggja frammi. Morgunkaffi kl. 8.30-10.30, útvarpsleikfimi kl. 9.45 og
hádegismatur kl. 11.30. Bridge í handavinnustofu kl. 13, helgistund kl.
14 og eftirmiðdagskaffi kl. 14.30.
Korpúlfar Listmálun kl. 9 í Borgum, Boccia kl. 10 í Borgum, helgi-
stund kl. 10.30 í Borgum. Leikfimihópur Korpúlfa í Egilshöll kl. 11 í dag
Ársæll leiðbeinir. Sundleikfimi í Grafarvogssundlaug kl. 13.30,
Brynjólfur kennir. Borgarstjónarfundur kl. 14 í dag í Borgum. Boccia
fellur niður kl. 16. Heimanámskennsla kl. 16.30 í Borgum.
Neskirkja Krossgötur kl. 13. Kristjana M. Sigmundsdóttir og Þorlákur
Helgi Helgason. Elta minningarnar okkur ævina út? Um einelti í æsku.
Sérstakur gestur Krossgatna er biskup Íslands, Agnes M. Sigurðar-
dóttir sem vísiterar nú Nessókn. Kaffiveitingar.
Norðurbrún 1 Morgunkaffi kl. 8.30, trésmiðja kl. 9-12, listasmiðja kl.
9-16, morgunleikfimi kl. 9.45, upplestur kl. 11, opin listasmiðja
m.leiðbeinanda kl. 13-16, ganga m. starfsmanni kl. 14, boccia, spil og
leikir kl.16. Uppl. í s. 411 2760.
Seltjarnarnes Vatnsleikfimi í sundlauginni kl. 7.10. Kaffispjall í
króknum kl. 10.30. Pútt í Risinu kl. 10.30. Kvennaleikfimi í Hreyfilandi
kl. 11.30. Bridge í Eiðismýri kl. 13.30. Bingó með nemendum 5. bekkjar
Mýrarhúsaskóla í salnum á Skólabraut kl. 13. Allir velkomnir. Karla-
kaffi í safnaðarhheimilinu kl. 14. Síðasti skráningardagur í dag
þriðjudag vegna óvissuferðarinnar nk. fimmtudag. Skráning í síma
893 9800.
Sléttuvegur 11-13 Selið á Sléttuvegi er opið frá kl. 10-16. Heitt á
könnunni frá kl. 10-11 og hægt er að líta í blöðin. Hádegismatur er frá
kl. 11.30-12.15 og panta þarf matinn daginn áður. Leikfimi kl. 13.
Bókabíllinn kemur kl. 13.15 og Bónusbíllinn kl. 14.40. Kaffi og meðlæti
er til sölu frá kl. 14.30-15. Allir velkomnir. Síminn í Selinu er 568 2586.
Stangarhylur 4, FEB Reykjavík Skák kl. 13, allir velkomnir í
hópinn.
Félagslíf
EDDA 6019031919 I
atvinna@mbl.is
Pantaðu pláss fyrir þína atvinnuauglýsingu á
200 mílur
líður vel. Þú ert líklega að
smyrja þér samloku úr rúg-
brauði og franskbrauði, með ost
á milli, og um leið að fylgjast
með okkur, fólkinu þínu, úr
fjarska.
Megi minning um góða konu
lifa, takk fyrir allt, elsku amma.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
(Valdimar Briem)
Þín nafna,
Anna María Gísladóttir.
Það er mér hulin ráðgáta
hvernig maður fer að því að
skilja eftir sig ekkert nema já-
kvæðar og hlýlegar minningar.
En einmitt það gerðir þú,
elsku amma mín.
Ég minnist þess þegar þú
smurðir brauð með áleggi og
hrærðir kókómalt handa mér í
Hlíðargerðinu góða. Ég minnist
þess þegar við fórum að leita að
froskum við tjörnina fyrir aftan
kirkjuna á Birkebakken, ég
minnist þess þegar við sungum
saman Tomorrow úr söngleikn-
um Annie og hlógum og hlóg-
um.
Ég minnist þess þegar þú og
afi sögðuð ferðasögur við mat-
arborðið yfir kjötbollunum þín-
um góðu með brúnni sósu, og
ég minnist þess hvernig þú
tókst alltaf svo hlýlega á móti
mér með orðunum „Hallooooó“,
á ákveðinn hátt sem enginn
annar gat endurtekið nema þú.
Þetta er aðeins brot af þeim
minningum sem ég á um þig,
elsku amma mín. Þær eru svo
margar og allar hlýja þær mér
um hjartarætur.
Ég mun ávallt geyma þær og
reyna af minni bestu getu að
miðla áfram þeirri hlýju og góð-
mennsku sem þú sýndir og
gafst mér.
Það var svo sárt að kveðja
þig, elsku amma. En það vekur
huggun í mínu hjarta að vita
það að þú sért búin að finna ró.
Ég ímynda mér að hvar sem
þú ert stödd núna, haldir þú
áfram að gleðja aðra með góð-
mennsku þinni, því það var þér
svo eðlislægt.
Og að einn daginn takir þú á
móti mér á ný með orðunum
„Halloooó“.
Andri Steinn Guðjónsson.
Á dimmum vetrarmánuðum
getur reynst erfitt að hlýja sér
við minningar um bjarta sum-
ardaga. Í nístandi norðanátt,
slagviðri og myrkri standa sól-
argeislar og blómstrandi jörð
víðs fjarri. En þegar vorið loks-
ins brestur á verðum við aftur
ástfangin af landinu okkar.
Hinn yfirþyrmandi vetur virðist
aldrei ætla að koma aftur.
Þegar mér bárust fregnir af
andláti ömmu minnar, Önnu
Maríu, var sem hinn langi vetur
hefði aldrei komið. Hugurinn
flaug aftur í tímann og við mér
blasti kona í blóma lífsins.
Hjartahlý og skemmtileg, fagn-
andi afmæli um hásumar í
Hlíðargerði, með veislu sem
enginn gæti jafnað. Listræn,
trygg og með sérstakt dálæti á
froskum, sem ég fékk aldrei
skýringu á. Kjötbollur með
brúnni sósu. Ennþá brúnni húð
eftir langa dvöl á Flórída.
Rembingskossar á vangann
sem voru svo ástríkir að þeir
gerðu mig næstum heyrnar-
lausan.
Ég geng inn í vorið án ömmu
minnar, en ég er umkringdur
öllum þeim fallegu minningum
sem ég hef endurheimt úr
skugga grimms sjúkdóms.
Amma sá fegurðina sem aðrir
gátu hunsað. Fegurðin mun
minna mig á ömmu.
Guð blessi Önnu Maríu
Hallsdóttur, ömmu mína.
Gísli Baldur Gíslason.