Morgunblaðið - 19.03.2019, Blaðsíða 26
26 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. MARS 2019
Tónastöðin • Skipholti 50d • Reykjavík • sími 552 1185 • www.tonastodin.is
Japanskt
meistaraverk
Landsins mesta
úrval af píanóum
í öllum verð�lokkum.
Hjá okkur færðu
faglega þjónustu,
byggða á þekkingu
og áratuga reynslu.
Mér féll vel að sinna störfum þar sem ég var í góðum tengslumvið fólk,“ segir Helga R. Einarsdóttir á Selfossi sem er 75ára í dag. „Í 23 ár var ég við afgreiðslu í Fossnesti, þar sem
ég afgreiddi pylsur, kók og súkkulaði, seldi farmiða með rútunni og
fleira. Allir áttu erindi í sjoppuna og þannig kynntist ég fólki um allt
Suðurlandið og raunar víðar á landinu. Þessi tími er ævintýri í endur-
minningunni og ekki síður líkaði mér vel sem stuðningsfulltrúi í
Vallaskóla hér á Selfossi, þar sem ég var í alls 19 ár. Þar var ég svo
gæfusöm að ná góðu sambandi og eignast vináttu stráka sem áttu
undir högg að sækja, en blómstruðu þegar þeim var sýnd jákvæð at-
hygli og virðing. Ég hef fylgst með þeim æ síðan, flestum vegnar þeim
vel og það gleður mig mjög.“
Helga er frá Flúðum, þar sem foreldrar hennar ráku garðyrkjubýli.
„Tengslin við sveitina eru sterk, þar eigum við fjölskyldan litla spildu
þar sem ég hef verið að koma upp trjásafni. Tegundirnar í reitnum
mínum þar eru orðnar nokkuð á annað hundrað og trén dafna vel,
eins og raunar flest gerir sé því sinnt af alúð,“ segir Helga sem segir
flest á afmælisdeginum verða í föstum skorðum.
„Á sunnudagskvöldið fórum við hjónin á afmælistónleika Ragga
Bjarna í Hörpunni í Reykjavík. Það var frábær skemmtun, enda ein-
stakir söngvarar og góðir hljóðfæraleikarar á sviðinu. Síðan styttist
óðum í vortónleika Karlakórs Selfoss, sem maðurinn minn hefur
sungið með í meira en hálfa öld, þeir tónleikar finnast mér alltaf góð-
ur vorboði,“ segir Helga sem er gift Sigurdór Karlssyni trésmið. Þau
eiga þrjú börn, átta barnabörn og í þriðja liðnum eru tveir afkom-
endur. sbs@mbl.is
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Selfoss Það dafnar sem sinnt er af alúð, segir Helga Einarsdóttir.
Vorboðinn nálgast
Helga R. Einarsdóttir er 75 ára í dag
Þ
röstur Þórhallsson fædd-
ist á Landspítalanum í
Reykjavík snemma
morguns 19. mars 1969.
„Ég var keyrður norður
til Siglufjarðar nokkrum dögum síð-
ar þar sem föðuramma mín og -afi
bjuggu og var skírður í Siglufjarðar-
kirkju um páskana sama ár.“
Uppvaxtarárin bjó Þröstur alla tíð
í Víkingshverfinu. Hann gekk í Foss-
vogsskóla í 6 og 7 ára bekk en þá var
fjölskyldan búsett í Marklandi 2 sem
er beint fyrir neðan Bústaðakirkju.
Þaðan fluttist fjölskyldan í Melgerði
rétt við Breiðagerðisskóla og þar var
Þröstur til 12 ára aldurs áður en
hann fór í Hvassaleitisskóla og svo
Menntaskólann við Hamrahlíð með
viðkomu í Verslunarskólanum. „Vík-
ingsvöllurinn í Hæðargarði var rétt
hjá heimili mínu og ég var bæði á
fullu í handbolta og fótbolta á þess-
Þröstur Þórhallsson, löggiltur fasteignasali – 50 ára
Morgunblaðið/Ómar
Slembiskák Þröstur og ungverski stórmeistarinn Richárd Rapport eigast við á slembiskákmóti 2018, sem var hlið-
arskákmót við Reykjavíkurskákmótið. Í slembiskák er taflmönnunum stillt upp tilviljanakennt fyrir aftan peðin.
Skákin orðin áhuga-
mál eins og golfið
Morgunblaðið/Ómar
Hjónin Ásdís María og Þröstur á tónleikum árið 2010.
Kópavogur Hinrik Briem
Guðmundsson fæddist
hinn 7. desember 2018 kl.
19.46. Hann var 3.800 g að
þyngd og 49 cm að lengd.
Foreldrar hans eru Klara B.
Briem og Guðmundur A.
Guðmundsson.
Nýr borgari
Íslendingar Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd
af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is