Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.03.2019, Page 17

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.03.2019, Page 17
En sé eitthvað út úr kú og það sjái allir sem eitthvað sjá, þá á ekki að eyða frekari tíma í það mál. Svo vill til að innlendi dómstóllinn, sá sem við erum bundin af, hefur tekið af öll tvímæli um að (vafasam- ar) aðfinnslur út af meðferð málsins trufli að engu leyti starfsemi Landsréttar. Það dugar okkur. Rugldóm frá Strassborg má koma fyrir uppi í hillu við hliðina á skýrslum umboðsmanns Alþingis, eða með þeim í neðsta kjallara eins og plássleysið er orð- ið. „Áfrýjun“ segir Ísland bundið. Það er fölsun Yfirlýsingar ráðherra um „áfrýjun“ eru einhvers kon- ar meinloka sem einhverjir hafa komið inn hjá hon- um, vonandi þó ekki þeir sömu sem séð hafa honum fyrir öllum villuljósunum varðandi orkupakka sem hefur verið dapurlegt að horfa upp á, ekki síst fyrir þá sem höfðu væntingar til þessa ráðherra. Varla felst í áfrýjunartalinu fyrirheit ráðherrans um að hann muni telja sig bundinn af niðurstöðu þeirrar áfrýjunar? Sé svo þá verður ekki komist hjá því að ætla að ráðherranum sé enn meira uppsigað við íslensku stjórnarskrána en hollt er eða skiljanlegt. Þess utan hefur þessi ráðherra nú tvívegis skrifað undir eftirfarandi yfirlýsingu á Bessastöðum: „Ég undirrituð sem skipuð er ráðherra í ríkisstjórn Ís- lands lofa hér með og heiti því að halda stjórnskip- unarlög landsins og gegna trúlega og dyggilega skyldum þeim er framangreint embætti og veitingar- bréf mitt leggja mér á herðar.“ Þetta loforð við þjóð sína er ekki hægt refsilaust að teygja til eða toga og það gera menn varla heldur þótt þeir eigi það ekki við annað en samvisku sína. Hún er mörgum nokkurs virði. Slíkt þarf að vera á hreinu Það hefur verið haft til skýringar eða til afsökunar á því að dómsmálaráðherrann alsaklaus sagði óvænt embætti sínu lausu, að það hafi gerst vegna þess að hennar eigin flokkur hafi látið undan kröfum forystu- manna annarra stjórnarflokka um afsögn. Því er vissulega mjög erfitt að trúa, en þarf að fá upplýst svo enginn vafi ríki á. Það hefur aldrei verið liðið að einn flokkur í samsteypustjórn krefjist þess að ráðherra annars flokks víki úr ríkisstjórninni eða reyni að hafa afskipti af vali annarra stjórnarflokka á þeirra ráðherrum. Bréfritari minnist aðeins eins atviks frá nærri 15 ára samfelldri stjórnarsetu þar sem það gat virst að verið væri, með óljósum tilburðum þó, að ýja að slíku. Þótt ekkert væri sagt áttaði viðkomandi sig strax á að ekki væri ráðlegt að leggja lengra út á þá braut. Ekki síst þess vegna Það sem gerir það hins vegar nauðsynlegra en ella að gert sé hreint fyrir þessum dyrum er að forsætisráð- herrann hefur svarað spurningum um endurkomu ráðherrans með einkennilegum hætti, og látið eins og hún hafi eitthvað með það mál að gera, fyrir utan formsþáttinn. Fjölmiðlar greindu frá því að eftir að Sigríður And- ersen hafði sagt af sér („stíga til hliðar“ er villandi) þá hefði Katrín forsætisráðherra verið spurð hvort Sig- ríður ætti afturkvæmt í ríkisstjórn. Og að hún hefði svarað: „Það er ekki tímabært að segja til um það.“ Rétta svarið var að það atriði væri algjörlega mál Sjálfstæðisflokksins. Þetta svar ráðherrans virðist sakleysislegt. En miðað við þær upplýsingar sem telj- ast áreiðanlegar og Morgunblaðið telur trúverðugar um að mikið hafi verið vitnað til ástands innan VG og þeirrar áhættu sem þeim óróleika fylgdi fyrir líf ríkis- stjórnarinnar vekja orð Katrínar undrun. Það er ekki gömul saga að mjög flísaðist úr þing- flokki VG í síðustu stjórnarþátttöku flokksins þannig að ríkisstjórnin hafði misst meirihluta sinn á miðju því kjörtímabili, en sat þreytt, löskuð og lömuð áfram í trausti þess að þingmenn smáflokka, sem vitað var að hyrfu af þingi um leið og kjósendur næðu til þeirra, myndu tryggja eigið viðurværi eins lengi og þeir gætu. Seinkaði þetta ábyrgðarleysi Jóhönnu og Steingríms því að Ísland kæmist eins fljótt á lappir og kostur var. Engum dettur í hug að VG sé spennt fyrir kosn- ingum núna. Og tal um myndun fimm flokka vinstri- stjórnar í verkfallshrinu og hótunum er undarlegt. Vilji VG í slíka stjórn með Pírötum og öðru smælki ætti enginn að setja fót sinn fyrir það. Sú stjórn myndi springa með tilþrifum og slá hraðamet stjórn- arinnar sem sprakk, hugsanlega út af einhverju, eftir því sem best er vitað. Það yrði ekki uppskrift að bjartri framtíð fyrir VG. Ekki satt? Morgunblaðið/Eggert 17.3. 2019 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.