Morgunblaðið - 16.04.2019, Page 1
Þ R I Ð J U D A G U R 1 6. A P R Í L 2 0 1 9
Stofnað 1913 90. tölublað 107. árgangur
EINLEIKARI SEM
GÆLDI VIÐ NÁNARI
INNLIFUN TÓNLISTARVEISLA
SÉRBLAÐ UM
SJÁVAR-
ÚTVEGINN
MÚSÍK Í MÝVATNSSVEIT 29 200 MÍLUR 32 SÍÐURSINFÓNÍUTÓNLEIKAR Mannfjöldi fylgdist í gærkvöldi með baráttu
slökkviliðsmanna við mikinn eld í Notre-Dame
dómkirkjunni í París. Sumir grétu, aðrir báð-
ust fyrir og sungu Ave Maria á latínu.
Hæsta turnspíra kirkjunnar féll til jarðar
þegar eldurinn hafði logað í rúma klukku-
stund og um tíma var óttast að kirkjan myndi
brenna til grunna. En seint í gærkvöldi lýsti
Jean-Claude Gallet, slökkviliðsstjóri Parísar,
því yfir að tekist hefði að bjarga meginbygg-
ingunni og turnunum tveimur sem einkenna
hana. Um 400 slökkviliðsmenn tóku þátt í
slökkvistarfinu.
Dómkirkjan, sem á íslensku hefur verið
nefnd Maríukirkjan, er eitt helsta einkenn-
istákn Parísarborgar. Hornsteinn hennar var
lagður árið 1163 og byggingin tók tæpar tvær
aldir.
„Við munum endurbyggja Notre-Dame
saman,“ sagði Emmanuel Macron, forseti
Frakklands, seint í gærkvöldi þegar hann
kom að dómkirkjunni. Sagðist hann ætla að
hvetja til alþjóðlegs átaks til að endurreisa
kirkjuna og fá helsta hæfileikafólk sem völ
væri á til starfans.
„Það eru allir afskaplega sorgmæddir og
fólk er bara grátandi. Þetta er mjög átak-
anlegt,“ sagði Laufey Helgadóttir, listfræð-
ingur og leiðsögumaður í París, við Morg-
unblaðið í gærkvöld. Laufey hefur búið í
Parísarborg í meira en 40 ár og heimsótt
kirkjuna ótal sinnum. Hefur hún farið ófáar
ferðir þangað með Íslendinga í leiðsögn um
borgina.
„Hún er hjarta Parísar og þess vegna er
þjóðin svona sorgmædd. Hjartað er að brenna
og þegar hjartað brennur þá hrynur allt,“ seg-
ir Laufey.
„Hjarta Parísar“ í ljósum logum
Eldur kom upp í Notre-Dame dómkirkjunni í París Óttast var að kirkjan myndi brenna til grunna
en slökkviliði tókst að bjarga meginbyggingunni Frakklandsforseti segir að kirkjan verði endurreist
AFP
Eldur í Notre-Dame Parísarbúar söfnuðust saman í gærkvöld og fylgdust með baráttu slökkviliðs við eld í Notre-Dame dómkirkjunni. Um tíma var óttast að kirkjan myndi brenna til grunna.
MHún er hjarta Parísar »4
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Veiðar Haraldur hefur mikla trú á
tilraunaverkefninu í Óman.
Í byrjun þessa árs hélt togarinn Vic-
toria til tilraunaveiða á Arabíuhafi,
innan lögsögu Óman. Er það í fyrsta
sinn frá árinu 1992 sem togveiðar eru
stundaðar á þessu svæði, að undan-
skildum stuttum tíma upp úr alda-
mótum. Að þessu sinni eru veiðarnar
stundaðar á grundvelli ákvörðunar
yfirvalda í Óman sem kanna nú
möguleikann á því að nýta að nýju hin
gjöfulu fiskimið innan 200 mílna lög-
sögu landsins. Til þess að hefja til-
raunaveiðarnar gekk fjárfestingar-
sjóður í eigu soldánsins í Óman til
samninga við Harald Reyni Jónsson,
sem oftast er kenndur við Úthafs-
skip, um að sinna veiðunum fyrsta ár-
ið. Varð það til þess að skip hans, Vic-
toria, stundar nú veiðar á þessum
slóðum undir stjórn tveggja íslenskra
skipstjóra. Verkefnið er ekki aðeins
að sinna veiðum og kortleggja fiski-
stofnana sem þarna eru heldur einnig
að safna upplýsingum um hafsbotn-
inn. Í samtali við 200 mílur, sérblað
um sjávarútveg sem fylgir Morgun-
blaðinu í dag, segir Haraldur að yfir-
völd í Óman standi frammi fyrir
miklu tækifæri varðandi frekari veið-
ar á komandi árum. ses@mbl.is
Aðstoðar stjórnvöld í Óman
Íslenskt útgerðarfélag leiðir tilraunaveiðar í Arabíuhafi
Alls sótti 1.441 einstaklingur um
atvinnuleysisbætur hjá Vinnu-
málastofnun dagana 28. mars,
þegar WOW air fór í þrot, og
fram til 8. apríl. Af þessum hópi
eru 740 fyrrverandi starfsmenn
WOW air. Þetta kemur fram í ný-
birtu yfirliti Vinnumálastofnunar
um ástandið á vinnumarkaði.
Af þessum 740 einstaklingum
sem unnu hjá WOW air búa 610 á
höfuðborgarsvæðinu, 108 á Suður-
nesjum og 22 á öðrum svæðum.
Skráð atvinnuleysi í mars mæld-
ist 3,2%. Áhrifa WOW air gætir
þó aðeins að litlu leyti í þeirri tölu
þar sem reksturinn stöðvaðist
undir lok mánaðarins. Fjölgun ný-
skráninga á atvinnuleysisskrá
mun hins vegar sýna sig með af-
gerandi hætti í apríltölunum og
gerir Vinnumálastofnun nú ráð
fyrir að skráð atvinnuleysi muni
aukast í apríl og verða á bilinu
3,3- 3,6%.
Þessi aukning er þvert á venj-
una á þessum árstíma, því at-
vinnuleysi hefur nánast alltaf
minnkað milli mars og apríl síð-
ustu 30 ár. » 14
1.441 umsókn barst um
atvinnuleysisbætur