Morgunblaðið - 16.04.2019, Qupperneq 9
Hv
am
m
sfj
ör
ðu
r
Búðardalur
Lax
árd
alu
r
Laxárdalsheiði
Sólheimafoss
Sólheimafoss í Laxá í Dölum
Kortagrunnur: OpenStreetMap
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Veiðifélag Laxár í Dölum hyggst
lengja uppeldis- og veiðisvæði ár-
innar á Laxárdal með því að láta
gera fiskveg fram hjá Sólheima-
fossi. Reiknað er með að 6 kílómetr-
ar verði fiskgengir til viðbótar
þeim 25 kílómetrum sem lax geng-
ur nú á.
Sveitarstjórn Dalabyggðar hefur
samþykkt framkvæmdaleyfi fyrir
gerð laxastiga til hliðar við Sól-
heimafoss. Fiskistofa hafði áður
veitt jákvæða umsögn um fram-
kvæmdina. Þar er lögð áhersla á að
gengið verði snyrtilega frá svæðinu
að framkvæmdum loknum.
Hægt að bæta við einni stöng
Vífill Oddsson verkfræðingur
hefur hannað laxastiga. Telur hann
heppilegar aðstæður til að fleyga
fiskveg í klöppina norðan við foss-
inn. Kostnaður við það og vegagerð
er áætlaður rúmar 8 milljónir kr.
Í greinargerð fiskifræðings Haf-
rannsóknastofnunar er gert ráð
fyrir að framleiðslugeta Laxár auk-
ist um 15-20%, þegar viðbótin verð-
ur tilbúin. Margir veiðistaðir eru
einnig á þessu svæði og því talið
mögulegt að fjölga stöngum í Laxá
um að minnsta kosti eina, nái lax að
nýta þetta svæði.
Liðlega 1.200 laxar veiddust í
Laxá í Dölum á síðasta ári, á 6
stangir. Veiðin sveiflast talsvert
milli ára en liðlega þúsund laxar
veiðast þar á ári að meðaltali á ára-
tug.
Bæta 6 kílómetrum við fisk-
gengt svæði Laxár í Dölum
FRÉTTIR 9Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. APRÍL 2019
Fji1rfestu
Iheilsunni!
Meiri hreyfing - Meiri ancEgja
Eitt mesta urval landsins
af reidhj61um
SENDUM HJ6LID HVERT A LAND SEM ER FYRIR KR. 2.49D.-
Vi6ger6ir Pantaau tima a netinu - www.orninn.is
Verakr.
99.990.-
Hentar vel a malbik og stiga
Alstell - 24 gfrar,
vokva diskabremsur,
Li,esanlegur dempari
Litur. Black
,1, T�EIC Ve,ve 2
Comfort gotuhj61 sem
hentar vel a malbiki6
Alstell - 21 gfr
Fj6r5un f sceti
Litur. Matte black
Vera kr.
84.990.-
,1, T�EIC MARUN 6
Frabaert fjolnota hj61.
Alstell - 24 gfrar
Vokva diskabremsur
Lcesanlegur dempari
Litur. Black
Verakr.
94.990.-
Hj6/ fyrir al/a
fjolskylduna
ORNINN,,.
StofnalJ 1925
FaxafenTB Simi S88 9890
Endursoluac:lilar a landsbyggilinni: Jotunn velar Selfossi, Akureyri og Egilsstoaum - Bike Tours Grindavik
Bjarni Bene-
diktsson, fjár-
mála- og efna-
hagsráðherra,
undirritaði um
helgina yfirlýs-
ingu um alþjóð-
legan samstarfs-
vettvang
fjármálaráð-
herra um að-
gerðir í loftslags-
málum. Fyrsti fundur vettvangsins
var haldinn um helgina í tengslum
við vorfund Alþjóðagjaldeyrissjóðs-
ins og Alþjóðabankans. Fulltrúar
um 50 ríkja sátu fundinn og 22
þeirra skrifuðu undir yfirlýs-
inguna.
Á vefsíðu stjórnarráðsins segir
að í aðildinni felist m.a. viðurkenn-
ing á þeirri ógn sem steðjar að
efnahagskerfum heimsins, sam-
félögum og umhverfinu, sem felur í
sér áhættu þegar kemur að efna-
hagslegum vexti og þjóðhagslegum
stöðugleika.
Fjármálaráðherrarnir telja að í
krafti embættis síns séu þeir í lykil-
stöðu til að hraða umbreytingum til
að draga úr losun og auka kolefnis-
bindingu og skapa umhverfisvænni
hagkerfi með stefnumótun á sviði
þjóðhags- og ríkisfjármála og, þar
sem það á við, með reglusetningu,
samkvæmt vefsíðunni.
Fjármálaráðherrar
vilja aðgerðir í
loftslagsmálum
Bjarni
Benediktsson
Skóla- og frístundaráð hefur sam-
þykkt tillögu sviðsstjóra skóla- og
frístundasviðs Reykjavíkurborgar
um stofnun stoðdeildar vegna mót-
töku barna í leit að alþjóðlegri
vernd sem þurfa sértækan stuðning
við að hefja nám í grunnskólum
Reykjavíkur. Hingað til hafa börn í
þessum hópi dreifst á 12 skóla víðs-
vegar um borgina.
Deildin verður starfrækt við
Háaleitisskóla – Álftamýri frá og
með næsta skólaári og verður fyrir
börn í 3.-10. bekk. Rík áhersla er
lögð á að nemendur verði þar tíma-
bundið á meðan unnið er að mati á
námslegri stöðu þeirra og hlúð að
félagslegum og sálrænum þáttum
þeirra eftir bestu getu. Nemendur
munu jafnframt taka þátt í starfi
við frístundamiðstöðina Kringlu-
mýri og öðru íþrótta- og frístunda-
starfi í hverfinu.
Búseta nemenda sem sækja
munu nám í stoðdeildinni er víðs-
vegar í Reykjavík og verða sam-
göngur tryggðar fyrir þau í og úr
skóla meðan þau stunda nám í stoð-
deildinni,“ segir í tilkynningunni.
Opna stoðdeild fyrir
börn í leit að vernd
Skóli Stoðdeild verður í Háaleitisskóla.