Morgunblaðið - 16.04.2019, Síða 17

Morgunblaðið - 16.04.2019, Síða 17
MINNINGAR 17 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. APRÍL 2019 ✝ Ólafur Björg-vin Valgeirs- son fæddist 20. janúar 1955 á Akureyri. Hann andaðist á heimili sínu 6. apríl 2019. Ólafur var son- ur Helgu Bjargar Jónsdóttur frá Þorvaldsstöðum í Breiðdal, d. 1. apríl 2010, og Val- geirs Eiríkssonar frá Gests- stöðum í Fáskrúðsfirði, d. 20. október 1973. Helga Björg og Valgeir slitu samvistum. Systkini Ólafs voru sjö tals- ins: Hafliði Már, látinn, Mar- grét Jenný, látin, Guðjón Smári, Valgerður Heba, óskírð- ur, látinn, óskírður, látinn, og Karólína Ósk, úr síðara hjóna- bandi Valgeirs. Ólafur lætur eftir sig eigin- konu, Jónu Benediktu Júlíus- dóttur. Þau kynntust haustið 1977 og gengu í hjónaband 1983. Börn þeirra eru: 1) Júlí- anna Þórbjörg, f. 10. apríl 1981, maki Thorberg Einars- son. Börn þeirra eru Benedikt Blær Guðjónsson, Einar Ólafur Thorbergsson, Ísabella Eir Thorbergsdóttir og Aron Daði gegndi formannsstörfum og sat í ýmsum nefndum. Mörg ár var hann m.a. formaður Sjó- mannafélags Vopnafjarðar, formaður Sjálfsbjargar Vopnafirði, formaður Rauða krossdeildar Vopnafjarðar, sat í stjórn og gegndi formennsku stjórnar Héraðsskjalasafns Austurlands og var formaður sóknarnefndar Vopnafjarðar- kirkju og kirkjuþingsmaður. Ólafur var góður söng- maður og var virkur í öflugu kórastarfi á Vopnafirði alla tíð. Ólafur var fjölmenntaður. Auk búfræðimenntunar frá Hólaskóla útskrifaðist Ólafur með BA- og Uni-gráður í ferðamálafræði frá Háskól- anum á Hólum árið 2012. Hann hlaut einnig kennslu- réttindi frá Kennararháskóla Íslands. Þá sótti Ólafur sér í gegnum árin ýmiss konar rétt- indi og menntun, m.a. í Menntaskólanum í Hamrahlíð, Menntaskólanum á Egils- stöðum, Fjölbrautaskólanum við Ármúla og Verkmennta- skólanum á Akureyri, svo fátt eitt sé nefnt. Tungumál voru alla tíð sérstakt áhugamál Ólafs og var hann sjálfmennt- aður í ensku, dönsku og þýsku, auk þess sem hann var byrjaður að grúska í frönsku. Útför Ólafs Björgvins fer fram frá Vopnafjarðarkirkju í dag, 16. apríl 2019, og hefst athöfnin klukkan 13. Thorbergsson. 2) Rannveig Hrund Ólafsdóttir, f. 26. september 1985, maki er Ómar Magnússon. Börn þeirra eru Heiðdís Líf Fannarsdóttir og Alexía Líf Óm- arsdóttir. 3) Hafliði Freyr, f. 16. októ- ber 1990. Eftir fermingu fluttist Ólafur með móður sinni og yngri systur að Geithellum í Álftafirði. Þar kynnist móðir Ólafs seinni eiginmanni sínum, Þórfinni Jóhannssyni, d. 29. apríl 1981. Þórfinnur brá búi á Geithellum árið 1979. Árið 1980 flytja Ólafur og Bene- dikta til Vopnafjarðar, þar hafa þau síðan búið. Ólafur vann ýmis störf til sjós og lands. Árið 1991 söðlaði hann um og tók við sem sundlaugar- vörður við Sundlaugina í Selár- dal. Þar var hann öll sumur og vann í Jónsveri á veturna. Ólafur hætti hjá Jónsveri. Starfaði síðan eingöngu við Sundlaugina í Selárdal allt til dauðadags. Ólafur lét sig flest varða í nærsamfélagi sínu. Hann Heill og sæll, kæri bróðir. Þannig heilsaði ég alltaf ást- kærum bróður mínum þegar ég hringdi í hann eða hitti hann. Hann svaraði alltaf: Sæll ljúf- urinn minn. Þannig var sam- band okkar bræðra; traust og innilegt og styrktist með hverju árinu sem leið. Hann búsettur á Vopnafirði og ég í Mosfellsbæ. Það leið ekki sú vika að við heyrðum ekki hvor í öðrum. Ólafur Björgvin bróðir minn var fimm árum yngri en ég, fæddur 20. janúar 1955. Hann var augasteinn móður okkar, eins og algengt er með yngsta barn. Við áttum heima á Akur- eyri og þegar hann var á fimmta ári og ég á tíunda ári skildu foreldrar okkar og móðir okkar sat eftir, ein með fjögur börn, það elsta á fjórtánda ári. Lífsbaráttan var ekki auðveld og þurfti verulega að hafa fyrir hlutunum. Þegar móðir okkar var að vinna kom það mest í minn hlut að gæta bróður míns. Mér þótti það ekki alltaf auð- velt, en gerði það samt og til- finningaböndin á milli okkar styrktust sífellt. Það var mér að mæta ef abbast var upp á litla bróður minn. Við brölluðum margt og uppátækin mættu ekki alltaf skilningi móður okkar. Alltaf þegar við komumst í vandræði, sem var ósjaldan, fórum við sjaldnast heim fyrr en við höfðum sammælst um söguna sem við létum móður okkar hafa varðandi málsatvik. Eins og við var að búast sner- ust sögurnar okkar um það að sleppa sem best frá öllu saman. Og alltaf bakkaði Óli bróðir upp söguna, sama hversu fáránleg og ótrúleg hún var. Enda hefur Óli bróðir alltaf talist til betri sögumanna og lét sjaldan góða sögu gjalda fyrir sannleikann. Við bjuggum lengi á Bergl- andi uppi á brekku, sem var lít- ið hús, rétt fyrir ofan Grísaból. Einn vinsælasti leikvangur okk- ar þá var öskuhaugarnir uppi í fjalli hjá Glerárgljúfri, fyrir of- an sveitabæinn Lund. Virkilegt ævintýraland. Fullt af rottum sem skutust um allt og enda- laust hægt að finna skemmti- lega hluti í snarbröttu ruslastál- inu sem logaði í hér og þar. Við drösluðum oft heim með okkur hinum sérkennilegustu hlutum sem við notuðum í búinu okkar úti í klettum, rétt hjá Bergl- andi. Eins var bryggjan og fjaran heillandi, enda karl faðir okkar lengst af sjómaður. Við stál- umst oft niður á bryggju þegar móðir okkar var að vinna. Ég kunni nokkur skil á skipum og bátum, enda oft fengið að fara um borð í togarann með pabba. Hann svalaði alltaf forvitni minni ljúfmannlega. Ég gat því oftast svarað spurningum sem forvitinn litli bróðir dældi á mig. Kæri bróðir. Það er mér ekki auðvelt að sitja hér og skrifa þessi fátæklegu kveðjuorð til þín. Ég finn til mikils söknuðar og sársauka. Ég finn líka til óendanlegs þakklætis fyrir að fá að vera þér samferða í gegn- um þessi rúmlega 64 ár lífs þíns. Ég vildi að samferðin hefði orðið lengri. Ég mun þó einhvern tíma ná að sætta mig við orðinn hlut, þó ég sjái það ekki núna. Elsku Benna mín, kæra mág- kona. Elsku börnin hans Óla; Júlíanna Þórbjörg, Rannveig Hrund og Hafliði Freyr. Elsku tengdabörn og barnabörn. Ég votta ykkur mína dýpstu sam- úð. Guð almáttugur gefi ykkur öllum styrk í sorginni. Guðjón Smári Valgeirsson. Fallinn er frá góður maður – Ólafur Valgeirsson. Óli var traustur hlekkur í vopnfirsku samfélagi í áratugi. Alla tíð var hann þessi skemmtilegi gamli karl – þótt hann hafi alls ekki verið gamall. Það var viðmót hans sem minnti á eldri mann; hvernig hann sveipaði skipanir og spurningar góðmennsku- ljóma með því að ljúka máli sínu á orðunum gæskur eða vin- ur. Það var Óli Valgeirs. Ég á margar góðar minning- ar um Óla. Ætli fyrstu kynnin hafi ekki verið þegar hann brá sér í gervi jólasveins. Alla mína æsku var Óli hinn eini sanni jólasveinn enda enginn sem lék það hlutverk jafnvel og hann. Blítt viðmót Óla birtist best í litla móttökuskýlinu í Selárdals- laug, þar sem hann og Benna, kona hans, glöddu unga sund- kappa með vanillukremkexi að sundferð lokinni. Og í skóla- sundi að hausti og vori sinnti Óli eftirlits- og uppeldishlut- verki. Í klefanum var hann ákveðinn en þýður; rak á eftir okkur, brýndi fyrir okkur gildi hreinlætis og sagði okkur brandara og sögur. Eftir sund- kennslu reyndum við að væla út eins og eina kexköku á mann en það var ekki í boði. Hann gauk- aði þó oft að okkur köku í ann- arlok. Sundlaugin í Selárdal verður í mínum huga, og margra Vopnfirðinga, ætíð tengd þeim hjónum, Óla og Bennu. Utan Selárdals lágu leiðir okkar Óla saman á ýmsum vett- vangi. Þegar ég var í grunn- skóla vann hann um tíma sem bókavörður og héngum við strákarnir mikið yfir honum á safninu. Hann átti alltaf stund fyrir spjall og kynnti okkur fyr- ir kór- og óperusöng með því að spila fyrir okkur lög í tölvunni. Seinna vöndum við strákarnir komur okkar í Jónsver, þar sem Óli var framleiðslustjóri. Þang- að fórum við til að skoða verk- stæðið, fá hjálp við skóviðgerðir en fyrst og fremst til að spjalla við Óla. Hann var sérlega snjall sögu- maður og upplesari og sat í dómnefnd fyrir upplestrar- keppni í Vopnafjarðarskóla þeg- ar ég tók þátt. Það er eftir- minnilegt hvernig hann tilkynnti með leikrænum til- burðum að ég hefði unnið. Þannig var Óli. Hann var kraftmikill í fé- lagsstarfi og var lengi formaður sóknarnefndar Vopnafjarðar- kirkju. Eitt sumarið, á grunn- skólaárum mínum, réð hann mig og tvo vini mína til að slá grasið í kirkjugarðinum. Ég man sérstaklega eftir því hve vel hann treysti okkur, ungum drengjunum, fyrir verkinu. Kirkjustarfið var honum hug- leikið. Ár hvert hringdi Óli heim á Lónabrautina og biðlaði til okkar bræðra að lesa Passíu- sálma í Hofskirkju á föstudag- inn langa. Með tímanum skap- aðist hefð fyrir þessu og má þakka Óla mikinn áhuga minn á Passíusálmunum í dag. Óli var söngelskur og fróður um sögu og menningu. Með frá- falli hans er skarð fyrir skildi í kórum Vopnafjarðar og starfi kirkjunnar. Mesta tómið skilur hann þó eftir hjá fjölskyldu og vinum sem elskuðu hann af alúð. Ég minnist Óla sem þess ljúfa og skemmtilega manns sem hann var. Elsku Benna og fjölskylda. Guð varðveitir góða sál. Megi allir Guðs englar vaka yfir ykk- ur á þessum erfiðu tímum. Vaktu, minn Jesús, vaktu í mér, vaka láttu mig eins í þér. Sálin vaki þá sofnar líf, sé hún ætíð í þinni hlíf. (Hallgrímur Pétursson) Bjartur Aðalbjörnsson. Ólafur Björgvin Valgeirsson ✝ Magnús GeorgSiguroddsson fæddist í Reykjavík 1. desember 1941. Hann lést 9. apríl, 2019 á Landspítal- anum. Foreldrar hans voru Fanney Long Einarsdóttir frá Seyðisfirði, f. 4.7. 1919, d. 13.11. 2002, og Sigur- oddur Magnússon, f. í Reykjavík 27.8. 1918, d. 29.10. 2003. Systk- ini Magnúsar eru Einar Long Siguroddsson, f. 2.11. 1944, gift- ur Sólveigu Helgu Jónasdóttur, f. 12.4. 1945, Pétur Rúnar Sigur- oddsson, f. 23.10. 1947, giftur Guðnýju Margréti Magnús- dóttur, f. 22.2. 1948, Sólrún Ól- ína Siguroddsdóttir, f. 6. sept- ember 1953, og Bogi Þór Siguroddsson, f. 19.11. 1959, giftur Lindu Björk Ólafsdóttur, f. 9.4. 1966. Magnús giftist 9. október 1965 Guðrúnu R. Þorvalds- dóttur, f. 1. desember 1941. For- eldrar hennar voru Þorvaldur Þorsteinsson, f. 6. 12. 1917, d. 22.1. 1998, og Guðrún Tómas- dóttir, f. 10.10. 1918, d. 25.6. 2000. Magnús og Guðrún eignuðust þrjár dætur. Þær eru: 1) Guðrún Anna Magnúsdóttir, f. 4.3. 1962, fyrrv. eiginmaður Stefán Árna- son, börn þeirra eru: a) Ólafur Karl Stefánsson, f. 27.7. 1988, b) Anna Laufey Stefánsdóttir, f. 13.3. 1992. 2) Fanney Magnús- dóttir, f. 3.6. 1966, fyrrv. eigin- maður Hólmar Ingi Guðmunds- son, þau áttu tvö börn. Þau eru: a) Guðrún Rósa Hólmarsdóttir, f. 26.9. 1984, sambýlismaður hennar er Gunnar Ingi Widnes Frið- riksson, dætur þeirra eru Hjördís Lóa Widnes Gunn- arsdóttir og Lilja Snædís Widnes Gunnarsdóttir, en fyrir átti hún Stef- aníu Dís Bragadótt- ur. b) Bjarni Magn- ús Hólmarsson, f. 28.3. 1989. 3) Ragnheiður Hrefna Magnúsdóttir, f. 27.7. 1974, gift Magnúsi Loga Magn- ússyni, f. 4.6. 1971. Þau eiga eina dóttur, Sigrúnu Magnús- dóttur, f. 21.11. 2009. Eftir gagnfræðapróf lærði Magnús rafvirkjun og útskrif- aðist sem rafvirki 1962 og í kjöl- farið fór hann til Danmerkur og nam rafmagnstæknifræði í Odense Teknikum og útskrif- aðist árið 1967. Hann fékk rétt- indi bæði sem rafvirkjameistari og löggildur raflagnahönnuður. Eftir útskrift flutti hann heim og hóf störf sem rafmagns- tæknifræðingur hjá Lands- virkjun á árunum 1967-1971, þá starfaði hann sem fulltrúi Brunamálastjóra á árunum 1971-1973, en árið 1973 stofnaði hann teiknistofuna Ljóstækni og vann við ráðgjöf og hönnun raf- lagnateikninga til ársins 2010. Hann starfaði einnig um skeið sem kennari við Iðnskólann í Reykjavík á árunum 1991-2009 og sinnti hlutastarfi hjá Verk- fræðistofu Sigurðar Thorodd- sen á árunum 2000-2003. Útför Magnúsar Georgs fer fram frá Fríkirkjunni í Reykja- vík í dag, 16. apríl 2019, klukkan 13. Það er bæði erfitt og auðvelt að minnast Magga bróður, mágs, í stuttri grein. Hann tók snemma ábyrgð á okkur bræðrunum og þurfti gjarnan að draslast með okkur upp á róló á Freyjugötunni, til ömmu á Urðarstígnum, í sund- höllina, í þrjúbíó í Austurbæjar- bíói að horfa á Roy Rogers eða í Gamla bíó að sjá Tarzan. Hann sinnti þessu skylduverki sínu af ótrúlegri þolinmæði og hlýju. Hann naut óskoraðs trausts okkar í þessum ferðum og var okkur skjöldur í þeim ógnum sem gátu mætt okkur. Þannig var hann reyndar alla tíð, lagði okkur lið og var tilbúinn að hjálpa af hógværð og yfirvegun ef eftir því var leitað. Ég tel að þessi góða nærvera og umhyggja hans hafi orðið mér drjúgt veganesti í störfum mínum sem kennari. Maggi lék því stór hlutverk á þessu tímabili ævi minnar og æ síðan. Þessi samstaða okkar hefur bú- ið með okkur alla ævi og vænt- umþykjan hefur alla tíð lifað og dafnað. Okkur var mjög eiginlegt að vinna saman og njóta samveru og fjölskyldulífs sem verið hefur okkur mjög mikilvægt. Við Helga nutum þess að eiga margar og ánægjulegar stundir með Rúnu og Magga við ýmis tækifæri. Sumarbústaðaferðir með Lóu að Heiðarbæ og páska- ferðir í Munaðarnes og víðar. Þær eru líka alltaf lifandi og minnis- stæðar móttökurnar í hinu fallega sumarhúsi sem þau byggðu í Stráksmýrinni sem Maggi skipu- lagði og reisti af mikilli handlagni og hugkvæmni. Margs er að minnast og þakka á þessum tímamótum. Tryggur og góður bróðir og vinur er kært kvaddur og þökkuð samfylgdin. Blessuð sé minning hans. Einar Long og Sólveig Helga. Minningin um ljúfan frænda er efst í huga á þessari kveðjustund. Við Maggi vorum systkinabörn. Móðir mín, Petrína Margrét Magnúsdóttir, og faðir Magnúsar, Siguroddur Magnússon, ólust upp að Urðarstíg 10 í Reykjavík ásamt systrum sínum Sólveigu og Úlf- hildi. Afi okkar og amma, Magnús Pétursson og Pálína Þorfinnsdótt- ir, voru bæði fædd og uppalin í Kjósinni en fluttust til Reykjavík- ur og byggðu húsið Urðarstíg 10 árið 1920 sem varð heimili og sam- komustaður fyrir ættingja, vini og vandamenn. Urðarstígur 10 var mikilvægur þáttur í lífi okkar barnabarnanna enda fæddust sum okkar þar og önnur vöndu komu sínar þangað. Afi og amma, börn og barnabörn skiptust á skoðunum við aðra ætt- ingja, skáld og stjórnmálamenn. Verkalýðsmálin voru rædd af hug- sjón og ástríðu enda öll komin af alþýðufólki. Skáldskapur, rímur og vísur voru í hávegum höfð á heimilinu. Seinna á lífsleiðinni ræddum við Maggi oft um þennan skemmtilega tíma í lífi okkar sem átti sér stað í beinu framhaldi ann- arrar heimsstyrjaldarinnar sem aftur hafði mótandi áhrif á æsku okkar og lífsviðhorf. Í starfi hans sem rafmagns- tæknifræðingur kom vel í ljós kunnátta hans og útsjónarsemi. Maggi var drífandi einstaklingur og smitaði aðra með áhuga sínum og leiðtogahæfileikum. Hann var í sérstöku dálæti hjá foreldrum mínum vegna góðmennsku sinnar og drengskapar. Veikindum sínum mætti Maggi með miklu æðruleysi og þá kom sterkt í ljós hversu heilsteyptan mann hann hafði að geyma. Að leiðarlokum vil ég þakka frænda mínum samfylgdina og senda Rúnu, dætrum og allri fjöl- skyldunni, okkar innilegustu sam- úðarkveðjur. Sigríður Bogadóttir og fjölskylda. Magnús Georg Siguroddsson  Fleiri minningargreinar um Magnús Georg Sigurodds- son bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Yndislegur sambýlismaður og vinur, stjúpi og afi, GUNNAR B. JOHANSEN múrarameistari, lést að kvöldi 10. apríl á Hrafnistu, Hafnarfirði. Jarðarförin auglýst síðar. Viktoría Skúladóttir Jens Guðbjörnsson Valgerður Júlíusdóttir Daði Guðbjörnsson Soffía Þorsteinsdóttir Guðbjörn Guðbjörnsson Gunnar Guðbjörnsson Ólöf Breiðfjörð og afabörn Sálm. 9.11 biblian.is Þeir sem þekkja nafn þitt treysta þér því að þú, Drottinn, bregst ekki þeim sem til þín leita. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ANNA ÁRNADÓTTIR frá Miðgili, lést að heimili sínu, Flúðabakka 3 á Blönduósi, fimmtudaginn 11. apríl. Útför hennar fer fram frá Blönduóskirkju laugardaginn 20. apríl klukkan 14. Vilborg Árný Valgarðsdóttir Hrönn Valgarðsdóttir Emil Þorbjörnsson Arndís Valgarðsdóttir Þorsteinn Ú. Björnsson Anna Valgarðsdóttir Halldór Þór Jónsson Hrafn Valgarðsson Ásgeir Valgarðsson Hrund A. Guðmundsdóttir barnabörn og barnabarnabörn  Fleiri minningargreinar um Ólaf Björgvin Val- geirsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.