Morgunblaðið - 18.04.2019, Síða 18

Morgunblaðið - 18.04.2019, Síða 18
18 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. APRÍL 2019 Elsku afi. Mikið var erfitt að geta ekki verið hjá þér síðustu dagana, en það var hlýtt að hugsa til þess að þú varst umvafinn fjölskyldunni sem elskaði þig svo mikið. Þessi veikindi áttu nú alls ekki við þig, því þú vildir helst af öllu vera með hendurnar í fram- kvæmdum uppi á Þingvöllum með ömmu að gera bústaðinn. Elsku afi, mikið er ég þakklát fyrir að hafa átt ykkur ömmu að alla tíð og í raun sem for- eldra nánast líka. Þið tvö eigið alltaf sérstakan stað í hjarta mínu. Minningarnar um allar heimsóknirnar í Vaglaskóg, þar sem þið tókuð alltaf á móti okk- ur með veisluhöldum og gleði, minningarnar þegar ég var að koma í heimsókn með vinum norður til Akureyrar og þið Karl V. Stefánsson ✝ Karl V. Stef-ánsson fæddist 6. ágúst 1940. Hann lést 16. mars 2019. Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. voruð búin að setja út á tertu fyrir okkur, baka klein- ur og snúða, og strauja nýþvegin rúmföt á rúmið fyrir mig. Minning- arnar um Kleifar- gerði og bestar af öllu minningarnar þar sem við sátum öll saman í rauða sófasettinu að spjalla um lífið og tilveruna. Mikið vona ég að þú sért á góð- um stað í gleðinni með Stjána frænda og fleirum. Verkjalaus og glaður. Sakna þín mikið og mun alltaf elska þig. Öll við færum, elsku vinur, ástar þökk á kveðjustund. Gleði veitir grátnu hjarta guðleg von um eftirfund. Drottinn Jesú, sólin sanna, sigrað hefur dauða og gröf. Að hafa átt þig ætíð verður, okkur dýrmæt lífsins gjöf. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Hvíldu í friði, elsku afi Við pössum ömmu fyrir þig. Þín afastelpa Unnur María. Útfararþjónusta & lögfræðiþjónusta Við önnumst alla þætti undirbúnings og fram- kvæmd útfarar ásamt vinnu við dánarbússkiptin. Við þjónum með virðingu og umhyggju að leiðarljósi og af faglegum metnaði. Emilía Jónsdóttir, félagsráðgjafi Við erum til staðar þegar þú þarft á okkur að halda Vesturhlíð 9, Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is Með kærleik og virðingu Útfararstofa Kirkjugarðanna Hugheilar þakkir fyrir auðsýnda samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, INGIBERGS J. HANNESSONAR. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki hjúkrunarheimilisins Sóltúns fyrir einstaka umönnun, alúð og umhyggju. Helga Steinarsdóttir Birkir Ingibergsson Sigurveig Þóra Guðjónsdóttir Þorsteinn H. Ingibergsson Marelie Nacilla Rubio Bragi J. Ingibergsson Stefanía Ólafsdóttir Sólrún H. Ingibergsdóttir Pétur Fannar Hjaltason barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginkona, móðir, stjúpmóðir, amma og tengdamóðir okkar, SIGRÚN PÁLÍNA INGVARSDÓTTIR, Valbyvej 73, Helsinge, lést á líknardeild Frederikssund-spítala í Danmörku þriðjudaginn 2. apríl. Útför hennar mun fara fram frá Vídalínskirkju miðvikudaginn 24. apríl klukkan 15. Blóm eru vinsamlegast afþökkuð en þeim sem vilja minnast Pálu er velkomið að leggja inn á reikning 0114-05-062999, kt. 111183-2959, til að styrkja fjölskylduna við útfarar- og ferðakostnað svo að Pála fái sína hinstu ósk uppfyllta að hvíla í móðurjörð sinni. Einnig er hægt að styrkja Stígamót í nafni hennar. Alfred-Wolfgang Gunnarsson Elísabet Ósk Sigurðardóttir Bjarki Blöndal Sólveig Hrönn Sigurðardóttir Árni Reynir Alfreðsson Guðrún Lára Alfredsdóttir barnabörn og tengdabörn Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur hluttekningu við andlát og útför okkar ástkæru eiginkonu, móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, KARENAR JÚLÍU MAGNÚSDÓTTUR, DIDDU, sem lést 19. mars. Sérstakar þakkir færum við starfsfólkinu á Heiðmörk og Snæfelli á hjúkrunarheimilinu Ísafold fyrir góða umönnun. Guð blessi ykkur öll. Víðir Finnbogason Anna Jóna Víðisdóttir Stella K. Víðisdóttir Berglind Víðisdóttir Knútur Þórhallsson Harpa Víðisdóttir Oddur Ingason barnabörn og barnabarnabörn ✝ Anna ElínSvavarsdóttir fæddist í Reykjavík 6. ágúst 1961. Hún lést 24. mars 2019 á krabbameinsdeild Landspítalans. Hún var dóttir Kristínar Pálma- dóttur, f. 18. maí 1941, og Svavars Markússonar, f. 31. maí 1935, d. 28. október 1976. Systir hennar er Berglind Svavarsdóttir, f. 21. október 1971, sambýlismaður hennar er Matteo Mornata, f. 6. nóvember 1976. Sambýlismaður Kristínar er Kristinn Þór Bjarnason, f. 24. desember 1940, og börn hans frá fyrra hjónabandi eru Snorri október 1992. Sambýlismaður Kristínar Ninju er Hilmar Gunnarsson, f. 20. október 1981, og börn þeirra eru Anna Katrín, f. 11. mars 2007, Jón Gunnar, f. 21. júní 2016, og Ari, f. 7. mars 2018. Sonur Hilmars og stjúp- sonur Kristínar er Viktor Máni, f. 8. september 2001. Systir Kristínar, móður Önnu, var Sigrún Pálmadóttir, f. 29. apríl 1939, d. 6. september 1980, börn hennar eru Pálmi Guðmundsson, Inga Kolbeins- dóttir og Sigurður Kolbeinsson. Anna ólst upp í Reykjavík og lauk stúdentsprófi frá Fjöl- brautaskólanum í Ármúla. Hún lærði ljósmyndun hjá Leifi Þor- steinssyni, útskrifaðist árið 1987 og starfaði sem ljósmynd- ari upp frá því. Árið 2004 hóf hún nám í þroskaþjálfun við Kennaraháskólann og útskrif- aðist þaðan árið 2007. Hún stofnaði fyrirtækið Lífsögu haustið 2011. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Kristinsson, f. 10. maí 1960, og Þóra Kristinsdóttir, f. 19. ágúst 1961. Sam- býlismaður Þóru er Arnar Eiríkur Gunnarsson, f. 14 apríl 1956, og börn þeirra eru Sólveig Björg, f. 17. desem- ber 1987, Helga Dagný, f. 22. janúar 1990, og Ólöf Mar- grét, f. 10. nóvember 1995. Eiginmaður Önnu er Franço- is Heenen, f. 24. janúar 1957. Börn þeirra eru Kristín Ninja, f. 5. desember 1983, Sóley Isa- belle, f. 8. júní 1995, og Emilía Madeleine, f. 28. ágúst 1996. Sambýlismaður Sóleyjar er Bjarki Þór Ingason, f. 20. Það er andstætt lögmálum lífs- ins að sjá á eftir barninu sínu. Minningar eru margvíslegar, gleði og sársauki. Gleðin að sjá hana dafna og þroskast. Sjá hana sem elskaða móður og eiginkonu, dáða af ættingjum og vinum. Sorgin setti mark sitt á líf okk- ar þegar Svavar lést eftir stutt en erfið veikindi. Það er nú huggun á þessum erfiðu tímum að vera viss um að Anna nær aftur heilsu á æðri veg- um. Ég veit að það hefði verið vilji Önnu að við sem syrgjum hana óendanlega mikið höldum áfram með hennar kraft að leiðarljósi. Mamma. Elsku Anna æskuvinkona okk- ar er látin. Það er óendanlega sárt að kveðja hana. Anna var á margan hátt límið í vinkvenn- ahópnum. Hópi sem fylgdist að frá æskuárum, sumar alla leið úr Breiðagerðisskóla þótt hópurinn hafi ekki verið fylltur fyrr en á fyrstu metrunum í Réttarholts- skóla. Undanfarnar vikur höfum við rifjað upp fjölda fallegra minn- inga af vinkonu okkar. Af hlýju æskuheimili Önnu í Goðalandinu, sem var framandi og listrænt – og sá staður sem við fengum fyrst að smakka hvítlauk, minningar af ferðalögum og gleðistundum. Þakklæti er ofarlega í huga þegar við minnumst Önnu. Samfylgd okkar og vinátta er þroskasaga okkar allra, frá barnæsku til full- orðinsára. Vinátta þar sem engu skipti þótt langt liði milli sam- verustunda. Anna hafði svo mikið að gefa og frá mörgu að segja; hún var trygg vinkona og sérlega næm og hafði þann einstaka eiginleika að geta með nærveru sinni einni saman umvafið mann hlýju og gleði. Hún tókst á við erfið veik- indi af æðruleysi og þeirri reisn sem einkenndi Önnu alla tíð. Við sem fylgdumst með henni heyja baráttu við krabbamein dáðumst að þeim styrk og þeim baráttu- anda sem hún hafði yfir að búa. Veikindin stöðvuðu hana ekki í því að vera sú sem hélt hópnum okkar saman, skipulagði ferðir og vinafundi. Hún hafði einsett sér að njóta hvers dags og naut sín hvergi betur en í faðmi fjölskyldu sinnar og með sínum nánustu. Það er huggun harmi gegn að Anna kunni sannarlega að lifa líf- inu. Síðasta ferðin sem við vinkon- urnar lögðum í saman norður á Hof í Skagafirði mun lifa í minn- ingunni. Anna skrásetti þá ferð, með sínu næma auga, í gegnum ljósmyndir sem okkur þykir sér- staklega vænt um, nú eftir að hún er fallin frá. Á Hofi áttum við dásamlegar samverustundir, hlógum og rifjuðum upp bernskubrek. Það var ekki ætl- unin að sú ferð yrði sú síðasta sem við færum í með Önnu, en því dýrmætari er hún. Anna var margt. Hún var list- fengin og afburðagreind. Hún hafði einlægan áhuga á öðru fólki, sem skilaði sér í öllu því sem hún fékkst við, í leik eða í starfi, í sam- skiptum við fólk, í listsköpun eða því sem átti hug hennar í seinni tíð, fyrirtækið hennar Lífssaga. Þar skrásetti hún minningar ann- arra í máli og myndum og gaf út í bók. Með Lífssögu tókst henni að sameina einlægan áhuga sinn á fólki, ljósmyndum og sögum. Hún var nefnilega haldin óseðj- andi söguþrá því sjálf var hún einstakur sögumaður, húmoristi og hláturmild. Hún var hrókur alls fagnaðar hvert sem hún kom. Að vera með Önnu var einfald- lega svo skemmtilegt. Það eru forréttindi að hafa átt Önnu sem vinkonu og sárt að hugsa til þess að hún sé farin. Hugurinn leitar á þessum erfiðu tímum til fjölskyldu Önnu, sem hafa misst eiginkonu, móður, ömmu, dóttur, systur og einstaka manneskju. Þeirra missir er sár- astur. Skarðið sem fráfall vin- konu okkar skilur eftir sig verður ekki fyllt. Lífssaga Önnu er sannarlega merkileg og okkur ómetanleg. Við vinkonurnar munum ylja okkur við minningarnar um ókomna tíð. Já blessuð vertu, vina mín, og vertu sæl um skeið. Svo vitja ég þín um þungan veg, um þúsund mílna leið. (Robert Burns í þýðingu Þorsteins Gylfasonar) Laufey, Unnur, Sigrún, Ingibjörg og Sigríður. Elskulega vinkona okkar, Anna Elín, er fallin frá. Eftir sitj- um við ríkari því við nutum þess að vera samferða henni stóran hluta lífs okkar. Anna var einstök kona, umburðarlynd, glaðvær og hláturmild. Frásagnargleði hennar var einstaklega skemmti- leg, hún var gefandi, fordómalaus og aðlaðandi. Allt varð svo miklu skemmtilegra þegar hún var með. Anna Elín var heimskona með fágaða framkomu. Hún ferðaðist víða, þekkti marga og áhugasvið- ið var vítt en þar má nefna kvik- myndir, bókmenntir og matar- menningu. Hún hafði sterkan áhuga á fólki og fann auðveldlega til samkenndar með öðrum. Öllum leið vel nálægt Önnu. Anna Elín var listakona, hafði næmt auga fyrir umhverfi sínu, góður ljósmyndari og starfaði við fjölbreytt verkefni. Í fyrirtæki sínu, Lífssögu, sameinaði hún frásagnargleðina, ljósmyndunina og einlægan áhuga á mannlífi og setti saman bækur um lífshlaup fólks. Þegar Anna var lítil stelpa í Fossvoginum átti hún sér þann draum að vera hluti af stórri og litríkri sígaunafjölskyldu. Á bernskuheimilinu var Anna reyndar lengi eina barnið og fékk þar gott atlæti sem hefur eflaust orðið henni innblástur í að veita dætrum sínum alla tíð það besta. Hjá Önnu var fjölskyldulífið í fyrsta sæti og naut hún þess að eiga kærleiksríkt fólk í kringum sig. Anna kynntist Francois fyrir ríflega 30 árum. Saman bjuggu þau sér fallegt heimili í Sörla- skjólinu með dætrunum þremur, Kristínu, Sóleyju og Emilíu. Á heimili þeirra voru allir velkomn- ir, vinir, kunningjar og fjölskylda og ekki síður vinir dætranna. Síðustu árin voru Önnu erfið. Samt sem áður átti hún inni- haldsríkt og fallegt líf og glettnin og húmorinn voru alltaf skammt undan. Jákvætt viðhorf og bar- áttuvilji eru sterk öfl sem Anna beitti óspart. Skarðið er stórt í vinahópnum. Söknuðurinn er mikill en við munum ylja okkur við fallegar minningar um okkar einstöku vinkonu sem við hefðum sannar- lega viljað fá að njóta miklu fleiri samverustunda með. Við munum leggja okkur fram um að miðla áfram hennar góðu kostum, glað- værðinni, fordómaleysinu og um- burðarlyndinu. Hjartkærar samúðarkveðjur sendum við vini okkar Francois, dætrunum Kristínu, Sóleyju og Emilíu, Kristínu móður Önnu og manni hennar Kristni, Berglindi systur hennar, tengdasonum, barnabörnum og öllum sem tengdust henni fjölskyldu- böndum. Gerður, Inga, Kristína, Sigríður Anna, Sigrún og Steinunn. Fyrir liðlega 35 árum síðan lágu leiðir okkar Önnu Elínar fyrst saman. Fljótt tókst með okkur mikil vinátta, sem aldrei bar skugga á. Annella var ein- staklega töfrandi manneskja með mikla útgeislun. Ég held hún hljóti að hafa heillað alla sem á vegi hennar urðu; með glæsileika sínum, glettni og góðri nærveru. Annella var afskaplega gef- andi persóna og alltaf fór maður glaður í bragði af hennar fundi. Ósjaldan fór ég full angistar að vitja hennar, en ávallt tókst henni að fylla mig bjartsýni og von. Viljastyrkur og ákveðni voru meðal aðalsmerkja hennar og hún lét aldrei bilbug á sér finna í stríðinu við meinið illvíga. Anna Elín hafði til að bera innsæi og næmi listamannsins og birtist það glöggt í ljósmyndun- um hennar. Sérstaklega eru mér minnisstæðar uppstillingar af bollapörum sem urðu í meðförum Önnu eins og ljóðrænn óður til hversdagsins. Það er mikil gæfa fólgin í því að hafa átt samfylgd með Önnellu, en grimmt að þurfa að kveðja hana svona snemma. Sársaukinn er nístandi og til- hugsunin um að samfylgdinni sé lokið er nánast óbærileg því ég á eftir að sakna hennar óskaplega, en ég treysti því að við hittumst aftur í sumarlandinu. Þar munum við skála í sólskinsdrykkjum og fagna nýrri tilveru. Valdís. Anna Elín Svavarsdóttir Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla út- gáfudaga. Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstu- degi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstandendur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um for- eldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minningargreinunum. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.