Morgunblaðið - 18.04.2019, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 18.04.2019, Qupperneq 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. APRÍL 2019 ✝ Sigurjóna Har-aldsdóttir fæddist í Reykjavík 14. desember 1942. Hún lést á Land- spítalanum í Foss- vogi 11. apríl 2019. Foreldrar henn- ar voru Haraldur G. Guðmundsson, netagerðamaður og sjómaður, f. 6. ágúst 1917, d. 3 janúar 1999, og Hallborg Sigur- jónsdóttir, saumakona og hús- móðir, f. 7. desember 1921, d. 6. maí 1989. Systkini Sigurjónu eru Svan- berg, samfeðra, f. 22. febrúar 1937, Guðrún Ágústa, f. 2. apríl 1944, Eiður Hafsteinn, f. 17. janúar 1947, Ester, f. 26. júní 1948, d. 3. nóvember 2008, Jón Ingvar, f. 20. desember 1953, og Hólmfríður, f. 28. febrúar 1962. 1966, var gift Bjarna Ingibergs- syni. Börn þeirra eru Berglind Anna, f. 14. maí 1990, börn hennar og sambýlismanns hennar Róberts B. Bjarnasonar eru Bjarni Alexander og Matth- ias Thor. Arnar Freyr, f. 16. nóvember 1994. Sambýlismaður Hallborgar er Tryggvi Leósson. Sigurjóna ólst upp á Lauga- vegi 158 og stundaði nám við Samvinnuskólann á Bifröst. Hún giftist ung og stofnaði heimili með eftirlifandi eigin- manni sínum í Reykjavík. Árið 1966 fluttu þau í Árbæjarhverfi og bjuggu þar í 12 ár. Þaðan fluttu þau í Dalsel í Seljahverfi þar sem þau bjuggu fram til þessa dags. Sigurjóna starfaði m.a. í versluninni Ási við Laugaveg og Þjóðleikhús- kjallaranum. Þau hjónin stofn- uðu fyrirtækið Z-húsgögn sem þau ráku í mörg ár en síðan hóf hún störf hjá TM hús- gögnum þar til hún hætti störf- um. Hún var ávallt mjög virk í félagslífi og tók meðal annars þátt í félagslífinu í Gerðubergi þar til undir það síðasta. Að ósk Sigurjónu hefur útför hennar farið fram í kyrrþey. Sigurjóna kynn- ist eftirlifandi eiginmanni sínum, Erni Wilhelm Ze- bitz bólstrara, f. 17. nóvember 1942, árið 1959 og gengu þau í hjónaband 17. nóvember árið 1962. Börn þeirra eru a) Haraldur Örn, f. 30. janúar 1961, börn hans Sigurjóna f. 21. nóvember 1982, dóttir hennar er Guðný Fjóla, sambýlismaður Einar Hreinsson. Dagbjört Svana, f. 18. janúar 1985. Eiginkona Haraldar er Björg Inga Lára Stígsdóttir, f. 4. september 1966, börn þeirra eru Kristjana Sif, f. 27. júlí 1986, dóttir hennar er Eva Þóra, Örn Steinar, f. 21. ágúst 1987, og Atli Már, f. 27. maí 1994. b) Hallborg, f. 17. október Elsku fallega mamma mín – hve heppin ég hef verið í lífinu að eiga einmitt þig sem mömmu. Mamma sem alltaf var svo lífs- glöð, umburðarlynd og stríðin og svo ótrúlega sterk og dugleg. Hvern hefði grunað að þú fengir þennan þunga dóm og aðeins sjö vikum síðar værir þú farin? Þrátt fyrir mikla sorg og söknuð er ég svo óumræðilega þakklát fyrir að hafa fengið þessar vikur með þér. Þú svo sterk þrátt fyr- ir að vera mikið veik, alltaf að reyna að létta öllum lífið og meira að segja á fullu að und- irbúa þína stóru ferð sem þú ert nú farin í og kemur ekki til baka úr. Minningarnar þjóta um hug- ann og tilfinningarnar streyma, tárin fossa úr augunum, þér mun ég aldrei gleyma – þú segir „kjánaprikið mitt þetta verður allt í lagi“. Næmni þín á okkur fjölskylduna þína var svo stór- kostleg og þú sparaðir okkur margar hringingarnar því það dugði okkur að hugsa til þín og þá hafðir þú samband. Þú liggj- andi á hnjánum í moldinni hlú- andi að litlum veikburða plöntum svo þær gætu komist á legg og vaxið upp og orðið að stórkostlegum trjám og runnum. Það sama gerðir þú fyrir alla sem voru svo lánsamir að kynnast þér, hlúðir að, varst til staðar, gladdir og elskaðir. Yndislega brosið þitt, hláturinn og glampandi fallegu augun. Með þér var alltaf gaman að vera. Listfengi þitt var svo yndislegt, að sitja með þér og föndra og mála voru dásamlegar stundir. Þú varst einstök og verður ávallt í hjarta mínu og allt um kring, þú ert hetjan mín. Hallborg Arnardóttir. Það er örugglega ekki al- gengt að kona sé kölluð höfðingi en þegar ég minnist Jónu, syst- ur minnar, dettur mér enginn annar titill í hug. Jóna var elst okkar alsystkina og mikil fyrir- mynd okkar sem yngri erum. Það sýndi hún með dugnaði sin- um, atorku og ekki síst sinni léttu lund. Það er margs að minnast frá uppvaxtarárunum okkar að Laugavegi 158 þar sem við bjuggum ásamt afa okkar og ömmu og fleiri ættingjum. Þetta heimili okkar var reyndar stundum eins og umferðarmið- stöð enda viðkomustaður fjöl- margra ættingja og vina. Jóna var þá iðulega fremst í flokki að hjálpa til við móttöku gesta og sýndi þannig snemma berlega þá gestrisni og glaðlegheit sem fylgdu henni æ síðan. Árið 1959 flutti fjölskylda okkar í Mosgerði í smáíbúða- hverfinu. Þá hafði Jóna kynnst eftirlifandi eiginmanni sínum honum Erni og fluttu þau fljót- lega annað. Það er mér ein- staklega ljúft að minnast þess hversu gott lag Jóna hafði á að fylla heimili okkar gleði og kæti þegar hún kom með Harald sinn nýfæddan i heimsókn þangað. Ég sagði henni síðar að ég hefði þá, sem ungur piltur, ákveðið að reyna að vera gleðigjafi eins og hún, en hún hló bara að fögrum fyrirheitunum. Það urðu töluverð kaflaskipti i lífi okkar árið 1991 þegar við ákváðum að byggja okkur sum- arhús nánast hlið við hlið í Grímsnesinu. Þá endurnýjuðust kynnin og mikil og ánægjuleg samskipti hafa verið alla daga síðan. Þau Jóna og Örn komu oft til okkar Bjarkar og við til þeirra, þar sem grillað var sam- an og haft gaman. Þau hjón voru einstaklega dugleg og öðr- um til fyrirmyndar í gróðursetn- ingu og umhirðu lóðar sinnar svo gaman var að fylgjast með. Við Björk eigum eftir að sakna þess að eiga ekki lengur von á Jónu í heimsókn, gangandi upp veginn með bros á vör. En góð og ljúf minning er huggun harmi gegn. Kæru Örn, Haraldur og Hall- borg, okkar innilegustu sam- úðarkveðjur til ykkar og fjöl- skyldna. Eiður og Björk. Á kveðjustundu langar okkur, bróðurbörn Jónu, að minnast hennar í nokkrum orðum enda var Jóna í sérlegu uppáhaldi hjá okkur systkinum og okkar börn- um. Frænkan sem allir vildu hafa nálægt sér enda hlýjan, gleðin og kímnigáfan sem frá henni steðjaði hreinlega mann- bætandi. Fyrir okkur bróðurbörn Jónu var hún ekki aðeins frænka og vinkona heldur fékk hún hálf- partinn ömmuhlutverk þegar móðir þeirra systkina, og amma okkar, féll frá fyrir allt of löngu. Jóna átti hlut í okkar lífi rétt eins og fleiri ættingja, hún var eftirlæti barna okkar og lagði sig fram við að veita þeim öllum athygli, vissi hvað var um að vera í þeirra litla heimi og var óspör á hvatningu og hrós. Þegar við minnumst Jónu kemur ýmislegt í hugann en ekki síst skarpur húmor hennar og glaðlyndi. Kaldhæðnin var aldrei langt undan og alltaf var stutt í hlátur og grín og þótt Jóna væri góðmennskan upp- máluð var hún ekki viðkvæm og hægt var að grínast með flest. Fyrir um þremur áratugum reistu systkinin, Jóna og faðir okkar, ásamt fjölskyldum sínum sumarbústaði í Grímsnesinu. Það varð til þess að auka á sam- gang og gæðastundir þar sem allir komu reglulega saman í sveitinni. Við kíktum í kaffi og kræsingar til Jónu og alltaf gengu börnin okkar að því vísu að fá gott atlæti hjá frænku. Það var reyndar svo að við vor- um um tíma farin að takmarka ferðir yngstu krakkanna niður eftir til Jónu og Össa því helst vildu þau fara dag hvern og okkur fannst álagið farið að vera fullmikið á konuna sem auðvitað alltaf tók til allt það besta fyrir börnin, þannig að okkur fannst stundum nóg um fyrirhöfnina. En þannig var Jóna, ósér- hlífin og fórnfús. Hún kvartaði helst aldrei þó svo að síðustu ár- in hafi reynt á hana líkamlega. Hún sinnti öllum og gaf öllum af sér en það mátti aldrei neitt fyr- ir henni hafa. Það klikkaði varla að í hvert sinn sem Jóna og Örn komu í grill til okkar í bústaðinn endaði kvöldið með því að Jóna vildi ekki sitja of lengi og reyndi að kveðja, allt of snemma að okkar mati. Hún var kannski þreytt en auðvitað vildi hún alls ekki ganga of langt á gestrisn- ina, enda sérlega kurteis og vildi lítið láta hafa fyrir sér. En alltaf suðuðum við, nú fullorðið fólk, í henni að vera lengur. Stundum lét hún aðeins eftir okkur, tyllti sér í smástund og við náðum að framlengja kveðjustundinni. Það var ein- faldlega alltaf leiðinlegt að sjá á eftir henni, gleðigjafanum og gæðablóðinu. En þegar hún fór skildi hún alltaf eftir sig góða stemmningu og sögur sem svo voru jafnvel rifjaðar upp þegar hún var á bak og burt. Það er svo sannarlega sárt að sjá á eftir Jónu í hinsta sinn. En nú verður hvorki tautað né raul- að. Kveðjustund er upprunnin og engin framlenging í boði í þetta sinn. Því er við hæfi að þakka fyrir viðkynnin, vináttuna og væntumþykjuna sem bætt hefur miklu við okkar tilveru. Blessuð sé minning einstakr- ar frænku og vinkonu. Erni, Haraldi og Höllu vott- um við okkar dýpstu samúð. Björk Eiðsdóttir Sigurjón Eiðsson Einar Eiðsson. Sigurjóna Haraldsdóttir Sálm. 10.14 biblian.is Þú gefur gaum að mæðu og böli og tekur það í hönd þér. Hinn bágstaddi felur þér málefni sitt, þér sem hjálpar munaðarlausum. Smáauglýsingar Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar  Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum.  Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum.  Smíðum gestahús – margar útfærslur.  Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum.  Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Fasteignir FRÍTT VERÐ MAT Nýbýlavegi 8 Kópavogi - Austurvegi 6 Selfossi & Stillholti 16-18 Akranesi Sími 527 1717 Byggingavörur Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, pallaefni, parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu verði. Nýkomnar Eurotec A2 harð- viðarskrúfur. Penofin harðviðarolía. Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf. Upplýsingar hjá Magnúsi í símum 660 0230 og 561 1122. Verkfæri Giftingar- og trúlofunarhringar frá ERNU - Mikið úrval. Á mynd er silfurpar með alexandrite- steini sem gefur mikið litaflóð. Verð 27.500- á pari með áletrun. ERNA, Skipholti 3, sími 5520775, www.erna.is BátarBílar Volvo XC V70 til sölu Volvo V70 station. Árg. 2000. Mjög góður bíll. Vel viðhaldið. Smurbók frá upphafi. Skoðaður. Sjálfskiptur og með dráttarkrók. Fallegur bíll með góða aksturseiginleika og þægileg leðursæti. Góð sumardekk og ný Michelin nagladekk fylgja. Upp. í síma 893 7719 og 698 7563 Hjólbarðar Bridgestone 4 sumardekk til sölu Notuð aðeins síðasta sumar. 16 tommu. 195/50 R 16 Verð aðeins 40 þús. Upplýsingar í síma 698-2598 Ný Bridgstone ónotuð 4 sumardekk til sölu 18 tommu, 225/40 R 18, Verð aðeins 60 þús. Upplýsingar í síma 698-2598. Húsviðhald FLÍSALAGNIR - MÚRVERK FLOTUN - SANDSPARSL MÁLUN - TRÉVERK Ásamt öllu almennu viðhaldi fasteigna Áratuga reynsla og þekking skilar fagmennsku og gæðum Tímavinna eða tilboð Strúctor byggingaþjónusta ehf. S. 893 6994 Hreinsa þakrennur og tek að mér ýmis smærri verkefni Uppl. í síma 847 8704 manninn@hotmail.com Atvinnuauglýsingar Útgerðarfélag Reykjavíkur Baader-maður Útgerðarfélag Reykjavíkur óskar eftir Baader manni á Kleifaberg RE 70 í veiðiferð sem hefst 24. apríl. Upplýsingar hjá skipstjóra í síma 843 4266, 580 4200 eða 843 4226 Raðauglýsingar Tilkynningar Auglýsing vegna úthlutunar byggða- kvóta á fiskveiðiárinu 2018/2019 sbr. reglugerð um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa nr. 685, 5. júlí 2018 Fiskistofa auglýsir eftir umsóknum um byggðakvóta til fiskiskipa fyrir: Suðurnesjabæ (Sandgerði) Auk reglugerðarinnar er vísað til sérstakra úthlutunarreglna í ofanskráðu byggðarlagi sbr. auglýsingu nr. 356/2019 í Stjórnartíð- indum. ATH. Umsóknum skal skila í gegnum rafræna umsóknargátt en vinnslusamn- ingum er skilað í tölvupósti á byggðakvoti@fiskistofa.is á eyðublöð- um sem er að finna á heimasíðu stofn- unarinnar (fiskistofa.is), þar eru ofan- greindar reglur einnig aðgengilegar. Umsóknarfrestur er til og með 2. maí 2019. Fiskistofa, 17. apríl 2019

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.