Morgunblaðið - 18.04.2019, Side 25

Morgunblaðið - 18.04.2019, Side 25
ÍÞRÓTTIR 25 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. APRÍL 2019 VANDAÐIR RENNIBEKKKIR FRÁ SCHEPPACH OG CROWN TOOLS RENNIJÁRN Laugavegi 29 | sími 552 4320 | www.brynja.is | verslun@brynja.is Rennijárn í stöku og í settum frá kr. 6.280 Opið virka daga frá 9 -18 lau f rá 10 -16 Rennibekkur DMT 460 kr. 69.340 Rennibekkur Lata 5,0 kr. 158.300 Vefverslun brynja.is Fagmennska í 100 ár Jæja, ætli gærkvöldið dugi ekki til þess að ég taki VAR endanlega í sátt? Réttlætinu VAR fullnægt í þremur tilvikum í Meistaradeild- inni í gærkvöld þar sem „Var- sjáin“ úrskurðaði um vafaatriðin í leikjunum tveimur. Fyrsta mark Liverpool gegn Porto var löglegt þegar á reyndi, enda þótt allir virtust telja Sadio Mané rangstæðan þegar hann skoraði. Fernando Llorente skoraði ekki með hendinni þegar hann gerði hið dýrmæta þriðja mark Tottenham gegn Manchester City. Og á örlagastundu var Ser- gio Agüero rangstæður í aðdrag- anda fimmta marks Manchester City, sem hefði komið liðinu í undanúrslit á kostnað Totten- ham. Niðurstaðan er sú að ein- hver skemmtilegustu undan- úrslit í Meistaradeildinni sem ég man eftir eru fram undan í vor. Þar leikur Tottenham við Ajax og Liverpool við Barcelona. Fjög- ur flott lið og að auki erum við laus við allar peningamaskín- urnar. Manchester City, Real Madrid og París SG. Það er gott fyrir fótboltann sem íþrótt að þessi þrjú lið skuli ekki vera hópi þeirra fjögurra liða sem geta orðið Evrópu- meistarar í ár. Skilaboðin eru þau að það er ekki alltaf hægt að kaupa allt. Einvígi Liverpool og Barce- lona verður án efa magnað og framganga Ajax er kannski það skemmtilegasta við keppnina í ár. Þeir sem slá út bæði Real Madrid og Juventus eru engir aukvisar. BAKVÖRÐUR Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Stjarnan varð í gærkvöld Íslandsmeistari í kvennaflokki og Gerpla í karlaflokki þegar Ís- landsmótið í hópfimleikum fór fram í Ásgarði í Garðabæ. Stjarnan var með nokkra yfirburði í meistara- flokki kvenna, sigraði í öllum þremur greinunum og fékk samtals 53.925 stig en Garðabæjarliðið varði þar með Íslandsmeistaratitilinn. Stjörnu- konur fengu 19.925 stig fyrir gólfæfingar, 17.000 stig fyrir æfingar á dýnu og 17.000 stig fyrir stökk á trampólíni. Gerpla varð í öðru sæti með 50.500 stig (18.700, 15.950 og 15.850) en þriðja liðið sem tók þátt, ÍA frá Akranesi, stóð þeim langt að baki og fékk 29.900 stig. Í meistaraflokki karla voru aðeins tvö lið, Gerpla og Stjarnan. Gerplustrákarnir voru betri í öllum greinum og fengu 53.000 stig (17.700, 18.200 og 17.100) en Stjarnan fékk 48.950 stig. Gerpla var með eina liðið í keppni blandaðra liða og fékk því gullið fyrirhafnarlítið með 41.450 stig. Selfoss sigraði í 1. flokki kvenna og hafði þar betur í jafnri keppni við Gerplu og Stjörnuna. Sel- foss fékk 47.450 stig, Gerpla 46.550 og Stjarnan 46.300 stig. Í 1. flokki karla var Stjarnan með eina liðið og fékk þar 31.350 stig. vs@mbl.is Morgunblaðið/Árni Sæberg Íslandsmeistarar Kvennalið Stjörnunnar fagnar Íslandsmeistaratitlinum í hópfimleikum í gærkvöld. Stjörnukonur áfram bestar  Vörðu Íslandsmeistaratitilinn í kvennaflokki í hópfimleikum á sannfærandi hátt HK tryggði sér oddaleik í einvígi sínu gegn KA um Íslandsmeistara- titil kvenna í blaki en HK vann 3:1- sigur gegn KA í háspennuleik í Fragralundi í Kópavogi í gær. Þetta var fjórði leikur liðanna í bar- áttu sinni um Íslandsmeistaratit- ilinn og er staðan í einvíginu nú 2:2. Kópavogsliðið byrjaði leikinn af miklum krafti og Akureyringar virkuðu stressaðir. KA-stúlkur voru að klikka á uppgjöfum og HK gekk á lagi og vann fyrstu hrinu 25:21. Meiri spenna var í annarri hrinu þar sem HK fagnaði sigri, 25:23. KA kom til baka í þriðju hrinu og vann sannfærandi, 25:23. Í fjórðu hrinu var allt í járnum og lið- in skiptust á að leiða. Svo fór að lokum að HK vann, 26:24 eftir upp- hækkun, og HK fagnaði sigri. HK stúlkur lentu 2:0-undir í ein- víginu og voru komnar upp við vegg en þeim hefur nú tekist að jafna metin í 2:2. Oddaleikur lið- anna fer fram á Akureyri 24. apríl og þá ræðst hvort liðið verður Ís- landsmeistari. bjarnih@mbl.is Morgunblaðið/Árni Sæberg Spenna Edda Björg Ásgeirsdóttir slær boltann yfir netið í leik HK og KA en til varnar er Helena Kristín Gunnarsdóttir. HK tókst að knýja fram oddaleik gegn KA

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.