Morgunblaðið - 29.04.2019, Side 16

Morgunblaðið - 29.04.2019, Side 16
16 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. APRÍL 2019 Það er mjög erfitt að skilja hvað hvetur forystu Sjálfstæð- isflokksins til að setja í forgang eins óvin- sælt mál og þriðja orkupakkann. Ég átti erfitt með að skilja ástæðurnar á fjölsótt- um fundi í Valhöll á síðasta ári en sá fund- ur hafnaði orkupakk- anum án mótatkvæða. Eftir allan þann tíma sem hefur liðið og allar útskýringar forystunnar get ég enn ekki skilið hvað það er sem liggur svona á. Af hverju er þetta for- gangsmál? Af hverju liggur svona á að innleiða þriðja orkupakkann? Þetta er grundvallarspurning sem þarf að svara með öðrum hætti en að pakkinn sé enn ein færibanda- lagaflækjan sem kemur frá Brussel og megi helst ekki ræða. Augljóst er að málið mun hafa pólitískar afleiðingar. Þrátt fyrir „óvæntan“ liðsauka úr þingflokki Viðreisnar, Samfylkingar og Pírata, sem fara út um hvippinn og hvappinn í dauðaleit að ein- hverri ástæðu til þess að styðja orkupakkann, er staðreyndin enn sú að þriðji orkupakk- inn er ein stór og afar óvinsæl óvissuferð. Fyrsti óvissuþátt- urinn er sú stjórn- málalega óvissa sem getur fylgt orkupakk- anum. Þverpólitísk sátt hefur ríkt um hinn ald- arfjórðungsgamla EES-samning. Innleið- ing orkupakkans getur gert það að verkum að sú pólitíska sátt kemst í uppnám. Hvað þá ef eina ástæðan er að stjórnvöld eru nauðbeygð og að grundvallarréttur samningsaðila haldi ekki. Annar pólitískur óvissuþáttur snýr að breyttu stjórnmála- umhverfi en stjórnarkreppur vofa yfir okkur í hverjum kosningunum á fætur öðrum. Traust til stjórn- málamanna er lítið og minni kjós- enda er ekki eins gloppótt með til- komu internetsins. Áður en lengra er haldið skulum við hafa eitt á hreinu og það er að hinn almenni sjálfstæðismaður hefur miklar áhyggjur af orkupakkanum. Það sést á síðustu landsfundar- samþykkt, fleiri samþykktum innan flokksins og skoðanakönnun sem sýnir að yfir 90% kjósenda Sjálf- stæðisflokksins eru á móti innleið- ingu orkupakkans. Forysta Sjálf- stæðisflokksins tekur því mikla áhættu með þessum orkupakka og hreinlega treystir á að kjósendur verði búnir að gleyma málinu í næstu kosningum, en er það rök- rétt? Í þessu samhengi megum við ekki gleyma hvernig alþingiskosn- ingarnar 2013 fóru. Sigmundur Davíð leiddi þá flokk sinn til stór- sigurs með um 35% fylgi í þremur kjördæmum af sex. Á sama tíma náði Sjálfstæðisflokkurinn aðeins 30% fylgi í einu kjördæmi. Þetta gerðist eftir að mikill meirihluti Al- þingis, þ. á m. forysta Sjálfstæð- isflokksins, taldi þjóðina ekki eiga „annarra kosta völ“ en að sam- þykkja löglausa afarkosti Breta og Hollendinga í Icesave-deilunni. Annað kom í ljós! Samkvæmt nýjustu skoðana- könnun, þegar þetta er skrifað, er Miðflokkurinn að mælast með rúm- lega 10% fylgi og Sjálfstæðisflokk- urinn eitthvað um 20% fylgi. Er það ásættanlegt? Framsóknarflokkurinn á í sömu vandræðum og er kominn undir Miðflokkinn í skoðanakönnunum. Ofan á orkupakkann bætist að grundvallaratriði EES-samnings- ins, þ.e. innflutningshöft á ákveðnar landbúnaðarafurðir, var dæmt ólögmætt fyrir stuttu og það kemur í hlut Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks að leggja fyrir Alþingi lagafrumvarp sem mun valda ófyrirsjáanlegum skaða á vanmetinni auðlind þjóðarinnar. Þeir sem telja að afnám innflutn- ingshafta hafi engar afleiðingar ættu að kynna sér varnaðarorð smitsjúkdómalækna, örverufræð- inga, lyfjafræðinga og fleiri vísinda- manna. Í því máli þýðir ekki að taka pólitíska afstöðu gegn vís- indum nánast eins og kaþólska kirkjan á sínum tíma. Þriðji óvissuþátturinn er óvissan um sjálfan orkupakkann. Það virð- ist álit flestra að pakkinn geri tvennt. Annars vegar framselur hann vald yfir málaflokknum og hins vegar þrýstir hann á aukna markaðsvæðingu. Óvissan í þessu samhengi er gríðarleg og orku- pakkinn gæti verið tifandi tíma- sprengja. Ég hef varpað fram þeirri spurningu hvort með valda- framsalinu gæti sú staða komið upp að ríkið þyrfti að brjóta upp Landsvirkjun og selja hana? Hvort erlendur úrskurður gæti gert grundvallarbreytingar á fyrir- komulagi orkuframleiðslu, orkusölu og orkudreifingu án aðkomu Al- þingis? Slík var raunin í landbún- aðarmálunum. Þessar grundvall- arspurningar hafa ekki fengið næga umræðu. Síðasti óvissuþátturinn sem ég ætla að nefna snýr að þeim fyrir- vörum sem settir eru við innleið- inguna. Halda slíkir fyrirvarar? Einhver texti í þingsályktun- artillögu sem lýsir einhverri af- stöðu Alþingis. Hver er reynsla okkar Íslendinga af einhliða fyr- irvörum? Var ekki verið að dæma grundvallaratriði EES-samningsins ólögmætt því við höfðum innleitt einhverja færibandalagaflækju frá Brussel? Það þýðir ekki að stimpla alla þá sem hafa áhyggjur af vegferðinni sem fáfróða einangrunarsinna. Slíkt er raunverulegt lýðskrum! Reyndar var sama rökleysan notuð af þessu sama fólki í Icesave- deilunni. Niðurstaða Icesave- deilunnar er samt sem áður nokkuð skýr og Ísland varð aldrei að Kúbu norðursins eins og menn spáðu. Leiðréttið mig ef ég fer með rangt mál! Óvissuferð með orkupakka Eftir Viðar Guðjohnsen » Af hverju liggursvona á að innleiða þriðja orkupakkann? Viðar Guðjohnsen Höfundur er lyfjafræðingur og sjálfstæðismaður. Nú þegar umræðan stendur sem hæst um orkupakka 3 og áhrif þess að samþykkja hann eða hafna er rétt að einfalda málið og fara yfir feril þess. Þann 5. maí 2017 hófst ferill innleið- ingar orkupakka 3, sem fór frekar hljótt, þrátt fyrir að Íslenska þjóðfylkingin hafi hálfum mánuði seinna sent á alla fréttamiðla ályktun um að yfirfara vandlega afleiðingar þessa gjörn- ings og að hann yrði kynntur þjóðinni áður en til samnings kæmi. Áhugi fjölmiðla var enginn! Seinna komu skýrslur frá fyrr- verandi ráðherra, Ragnheiði Árna- dóttur, um að hækkun raforku um að minnsta kosti 15%, yrði vegna almennra kostnaðarliða í stjórn- kerfinu, nokkru síðar kom út skýrsla frá Landsneti um að lá- markshækkun vegna uppbyggingar stofn- línukerfis, vegna væntanlegs sæ- strengs, sem kæmi í kjölfar samþykktar orkupakka 3, yrði 15%. Sá verkliður er þegar hafinn. Ekki leið á löngu þar til útgáfa skýrslu Landsvirkjunar, með þriðju 15% hækk- unina á orkupakkann, leit dagsins ljós, var hækkunin rökstudd með því að virkjunarkostir yrðu óhag- kvæmir. Þetta gerir 52% hækkun uppreiknað þegar þessar pró- sentutölur eru lagðar hver ofan á aðra. Hér er ekki talað um þá hækkun sem verður í hafi, það er að segja orkutap í strengnum, af- skriftar-, viðhalds- og áhættu- kostnað, að ógleymdri hagnaðar- kröfu þeirra er koma til með að leggja fjármagn í strenginn. Áætl- un kostnaðar fyrir utan tengivirki á endastöðvum er 800.000.000.000 kr.! Það skal öllum vera ljóst að verðið sem út úr Evrópuendanum kemur verður markaðsráðandi, þannig að standi sæstrengsverk- efnið ekki undir þeim kostnaði sem þessi hagnaðar- og rekstr- arkrafa krefur, verður hún sett á íslenska neytendur. Sem sagt, orkuverð mun hækka margfalt of- an á það er að ofan greinir. Þá er það spurning: Ert þú sem notandi orkunnar sem við fáum frá virkjunum, fjármögnuðum af íslensku skattfé, tilbúinn að af- henda hana í hendur íslenskra og erlendra auðmanna til að merg- sjúga íslenskan almenning, þar sem ákvörðunarvald orkumála og auðlinda færist til ACER- stofnunarinnar, samkvæmt orku- pakka 4 og yfirlýsingu frá stjórn- endum ESB um orkupakka 5, eða hafna þessu ráðabruggi stjórn- valda og gera kröfu til þess að orka til íslensks samfélags lækki, það er segja, að arður opinberra orkuveitna verði notaður til okkar samfélags, án aðkomu erlends ríkjasambands? Allur málflutningur ráðherra um fyrirvara er einskis virði og ætla ég ekki að rekja þá enda- leysu hér. Vilji stjórnvöld koma á fyrirvörum hafna þau þessum pakka og setjast aftur að samn- ingaborðinu þar sem þessir fyr- irvarar eru skilgreindir, þeir sam- þykktir af öðrum EES- og ESB-þjóðum, síðan kynntir Ís- lendingum á heiðarlegan hátt, án undabragða eða afvegaleiðingar fyrir þjóðina. Best er samt að hafna þessum gjörningi með öllu og taka stjórn á okkar málum sjálf. Stjórnvöld á Íslandi hljóta að geta sett skyn- samlegar reglur um auðlindir, orkumál og hvað annað án atbeina erlendra ríkjasambanda. Íslenska þjóðfylkingin hefur sent nokkur bréf til alþing- ismanna um orkupakka 3, þar sem varað var við samþykkt hans og er það von okkar að þingmenn skoði vandlega afleiðingar þess að samþykkja þennan gjörning. Þá hefur Íslenska þjóðfylkingin leitað til umboðsmanns Alþingis um að fara ofan í saumana á gjörningi ríkisstjórnar Katrínar Jak- obsdóttur. Einföld greining á orkupakkaumræðunni Eftir Guðmund Karl Þorleifsson »Ert þú, sem notandi orkunnar sem við fáum frá virkjunum, tilbúinn að afhenda hana í hendur íslenskra og erlendra auðmanna til að mergsjúga ís- lenskan almenning? Guðmundur Karl Þorleifsson Höfundur er formaður Íslensku þjóðfylkingarinnar. Á síðustu árum hafa neytendur gert kröfu um frekari upplýsingar um uppruna og gæði landbúnaðarafurða. Uppruna- eða stað- artilvísanir (e. geog- raphical indications) eru notaðar í mark- aðssetningu á afurð- um frá afmörkuðum landsvæðum sem hafa sérstaka eig- inleika eða orðspor sem rekja má til upprunans. Skráning á afurðarheiti með uppruna- eða staðartilvísun veitir framleiðendum vernd gegn óréttmætri notkun þriðju aðila á heitinu í markaðssetningu. Árið 2014 tók löggjöf um slíkt skráningarkerfi gildi hér á landi en við samningu laganna var m.a. tekið mið af reglugerð Evrópuþingsins og -ráðsins frá 2012. Vernd afurðar- heita er meginstef í gæðakerfi fyrir landbúnaðarafurðir í Evrópusambandinu og þannig er opinberlega viðurkenndum upplýs- ingum um uppruna og sérstöðu afurða komið á framfæri við neytendur. Neytendur tengja upprunatilvísanir við gæði Gæðakerfi fyrir afurð- arheiti er fyrst og fremst ætlað að tryggja góða viðskiptahætti og neytendavernd en einnig hefur verið sýnt fram á að notkun upprunatilvísana geti haft í för með sér virðisauka fyrir framleiðendur. Þá helst ávinningurinn á viðkom- andi svæði þar sem tengslin milli svæðisins og vörunnar verða ekki rofin. Sem dæmi hefur verð til mjólkurframleiðenda í Compté- héraðinu í Frakklandi hækkað um 10%, auk þess sem dró úr sveiflum á mjólkurverði. Kílóverð á frönsk- um ostum með upprunatilvísun er að meðaltali tveimur evrum hærra en á öðrum frönskum ostum. Í Toskana-héraði á Ítalíu hefur verð á ólífuolíu með upprunatilvísun hækk- að um 20% frá skráningu afurð- arheitisins árið 1998 til ársins 2003. Neytendur tengja vörur með upp- runatilvísun við gæði og sýnt hefur verið fram á að 40% neytenda innan Evrópusambandsins eru reiðubúin til að greiða 10% hærra verð fyrir vörur með upprunatilvísun. Við þetta má bæta að aukin áhersla á vernd og skráningu af- urðaheita í fyrrgreint gæðakerfi getur haft jákvæð umhverfisáhrif á landbúnaðarframleiðslu. Rannsókn sem franska landbúnaðarráðuneytið lét framkvæma árið 2003 sýndi fram á að hefðbundnar fram- leiðsluaðferðir og þær kröfur sem upprunatilvísanakerfi leggur fram- leiðendum mjólkurvara í Compté- héraðinu á herðar, leiddi til bættra framleiðsluaðferða og minni notk- unar varnarefna. Kerfið hafði þann- ig jákvæð áhrif á verndun graslend- is og líffræðilegs fjölbreytileika á umræddu landsvæði. Þar að auki var sýnt fram á að orðspor Compté- osta jók áhuga fólks á héraðinu sjálfu sem hafði jákvæð áhrif á mat- væla- og ferðamannaiðnaðinn á svæðinu. Það síðastnefnda á jafn- framt við um Parma-héraðið á Ítal- íu, hvar tvær af best þekktu upp- runamerktu afurðum heims, Prosciutto di Parma og Parmigiano Reggiano, eru framleiddar og vín- héröðin Bordeaux og Burgundy í Frakklandi. Framleiðendur geta aukið virði afurða Íslenskir framleiðendur geta nú fengið formlega viðurkenningu á sérstöðu íslenskra afurða sem vísa til uppruna, landsvæðis eða hefð- bundinnar sérstöðu og öðlast lög- vernd gegn hvers konar misnotkun, eftirlíkingu, sköpun hugrenninga- tengsla eða gegn hvers konar öðru athæfi sem villt getur um fyrir neytendum Á meðal mögulegs ávinnings af skráningu afurðarheitis er:  Sterkari samkeppnisstaða gagnvart innfluttum afurðum  Aukið virði afurða  Aukin útflutningstækifæri geta skapast  Sterkara vörumerki Íslenskt lambakjöt er fyrsta og eina skráða íslenska afurðarheitið samkvæmt lögum um vernd afurð- arheita. Án efa eru fleiri íslenskar matvörur sem geta fetað í slóð lambsins. Góðar merkingar geta skapað aukið traust á vörunni og fest hana betur í sessi á mörkuðum. Það er til mikils að vinna því upprunamerk- ingin staðfestir sérstöðu sem enginn getur tekið frá okkur og erfitt er að líkja eftir. Eftir Guðrúnu Vöku Steingrímsdóttur » Góðar merkingar geta skapað aukið traust á vörunni og fest hana betur í sessi á mörkuðum. Guðrún Vaka Steingrímsdóttir Höfundur er lögfræðingur hjá Bændasamtökum Íslands og Icelandic Lamb. Upprunatilvísanir á matvælum skapa aukin verðmæti

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.