Morgunblaðið - 29.04.2019, Síða 17

Morgunblaðið - 29.04.2019, Síða 17
MINNINGAR 17 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. APRÍL 2019 ✝ Sigríður BirnaSigurðardóttir fæddist á Siglu- firði 2. október 1938. Hún lést á líknardeild Land- spítalans 19. apríl 2019. Foreldrar Sig- ríðar voru Krist- jana Sigurð- ardóttir frá Hnífsdal, f. 6.3. 1915, d. 26.9. 2007, og Sig- urður Björnsson frá Gufudal, f. 25.11. 1910, d. 3.12. 1965. Sigríður var næstelst sex systkina. Elst var Elísabet Kristinsdóttir, f. 26.10. 1933, d. 19.5. 2015. Reynir Sigurðs- son, f. 21.11. 1940, Hlín Sig- urðardóttir, f. 26.12. 1946, Júl- íana Sigurðardóttir, f. 25.12. 1948, og Hanna Kristín Sig- urðardóttir, f. 25.9. 1953, d. 18.6. 1954. Sigríður giftist Jóhanni Vil- bergssyni frá Siglufirði 12.11. maki Sæbjörn Guðmundsson, f. 5.4. 1961, börn þeirra Andri Búi, f. 16.11. 1997, Eiður Gauti, f. 7.7. 1999, og Elín Rósa, f. 21.11. 2002. Eftir útskrift frá Gagn- fræðaskólanum á Siglufirði hélt Sigríður til Noregs í lýðháskóla í Sogn í Sogndal veturinn 1957-1958 og vann þar eitt sumar. Eftir að heim kom vann hún á símstöðinni á Siglufirði þangað til að þau hjón fluttu saman suður. Hún vann við bókhald hjá Runtal ofnum og seinna hjá G. Ólafs- syni í 17 ár og lauk síðan starfsferli sínum hjá Eimskip 67 ára. Hún var virk í kvenfélagi Bæjarleiða og sat í stjórn kvenfélagsins í tvö ár. Sigríð- ur og Jóhann fluttu suður til Reykjavíkur árið 1964 með tvö börn og bjuggu fyrst í vest- urbænum, síðan á Kleppsvegi þar til þau fluttu í framtíð- arhúsnæði að Vesturbergi 66 þá komin með fjögur börn ár- ið 1972. Þau bjuggu þar til ársins 2017 er þau fluttu að Fróðengi í Grafarvogi. Útförin fer fram frá Graf- arvogskirkju í dag, 29. apríl 2019, klukkan 13. 1960 í Hóladóm- kirkju. Börn þeirra: 1) Anna Kristín, f. 22.8. 1960, dóttir henn- ar og Eiríks Hjálmarssonar, f. 6.11. 1964, er Birna Kristín Ei- ríksdóttir, f. 11.8. 1984, maki Bene- dikt Friðriksson, f. 23.5. 1987, dætur þeirra Ingibjörg Anna, f. 29.8. 2013, og Bergrós Þyrí, f. 25.6. 2015. 2) Kristján Sigurður, f. 15.10. 1963, maki Bryndís J. Jóhannesdóttir, f. 23.4. 1968, synir hans og Hildar Ólafs- dóttur, f. 30.4. 1968, eru Jó- hann Andri, f. 28.7. 1992, og Baldvin Orri, f. 17.6. 1994. 3) Rósa Vilborg, f. 20.9. 1965, maki Pétur Arnþórsson, f. 8.5. 1965, synir þeirra Atli Steinn Sougato, f. 1.3. 2004, og Pétur Máni Arko, f. 3.7. 2009. 4) Auður Elísabet, f. 6.8. 1968, Mamma var fædd og uppalin á síldarárunum á Sigló, næstelst af stórum samrýmdum systkina- hópi. Þau bjuggu fyrst á Eyrinni við hlið barnaskólans, en fluttu svo í tvílyft einbýlishús sem afi byggði á Hólavegi, en þar er ég fædd. Á þessum árum var mann- margt í bænum, þrjú þúsund bjuggu þar yfir veturinn og fjölg- aði í 12 þúsund á sumrin. Meðal annars var mikið tónlistarlíf. Mamma hafði alla tíð gaman af tónlist og var ætíð dugleg að syngja alls konar barnagælur, fyrst fyrir börnin, svo barna- börnin, loks langömmubörnin. Einnig að fara á tónleika, í bíó og leikhús. Hún vann á símstöðinni á Sigló þar til þau fluttu suður, en fyrir sunnan gat hún ekki unnið utan heimilis fyrr en þau fengu loks leikskólapláss fyrir tvö yngstu. Giftar konur áttu bara að vera heima og sjá um börnin sín og það sveið henni ætíð að hafa fengið skellt framan í sig. Enda var það fyrst þegar hún fór að vinna hálfan daginn að þau gátu með sparsemi, dugnaði og þraut- seigju komið sér upp eigin húsnæði, byggt af Reyni frænda, með pabba sem handlangara. Flutt var inn 7́2 í hálfkarað hús- næði, það vantaði hurðir, gólfefni og fleira en það kom með tím- anum og áttu þau 45 góð ár á ættaróðalinu okkar í Vestur- bergi. Mamma lagði sig alltaf fram um að sjá vel um sína. Hún saumaði á sig og okkur fyrir daga Hagkaups. Hún prjónaði á alla afkomendur og eftir hana liggja útsaumslistaverk, ofnir dúkar og stálbakkar, gerðir í Sogndal í Noregi. Hún fylgdist vel með öllum, hvað allir voru að gera, hvar allir voru og hvert þeir ætluðu. Fyrir daga internets gegndi hún hlutverki google. Ef vantaði upplýsingar um nánast hvað sem var þurfti bara hringja í mömmu, ef hún vissi það ekki fann hún út úr því og lét vita. Enginn var lunknari en hún að finna út og muna hvað hvern vantaði í jóla- og afmælisgjafir. Allt var á harða disknum. Hún umvafði barnabörnin ást og umhyggju, Birna mín naut þess fyrst. Ég hefði ekki lokið námi og sinnt krefjandi vakta- vinnu án hennar. Það var alltaf sjálfsagt að sækja hana og sinna henni. Umhyggjan náði til Svíþjóðar, þau komu reglulega í heimsókn. Langömmudæturnar slógu svo endanlega í gegn, en erfitt var að mega ekki dekra þær í ræmur með kökum og kræsingum. Sá dagur vikunnar var heilagur þeg- ar ég sótti þær fyrr úr daggæslu og kom í heimsókn. Mamma hringdi og spurði hvenær við kæmum, hvaða góðgæti mætti kaupa handa þeim, þó við upp- talningu væri yfrið nóg til. Tekið var svo á móti þeim opnum örm- um, dregnar fram bækur, púslog allt sem til var í kotinu. Síðustu mánuðina og vikurnar sem hún lifði, sama hve veik hún var orðin, var alltaf fyrst spurt hvort eitthvað væri að frétta, brosað að öllu sem haft var eftir þeim. Að sjá myndir af þeim á samfélagsmiðlum, tala við þær í myndsamtali var best, þá brosti mamma brosi sem á þeim tíma var orðið sjaldgæft og okkur því enn dýrmætara. Hennar er sárt saknað af okk- ur öllum. Hvíl í friði. Anna Kristín Jóhannsdóttir. Elsku mamma. Nú er þitt æviskeið á enda runnið. Alltof fljótt þurftir þú að kveðja og þó þú hafir náð 80 ára aldri þá áttir þú enn nóg að gefa og hafðir sterka lífslöngun. Þeg- ar ég hugsa til baka þá á ég bara góðar minningar frá mínum upp- vexti. Þær eru óteljandi samlokurn- ar sem þú smurðir fyrir mig í nesti hvort sem ég var að fara í skólann eða á skíði, sem var nán- ast hverja einustu helgi frá jan- úar fram í lok apríl. Svo ekki sé talað um alla morgnana sem þú vaknaðir til að gefa mér flóaða mjólk áður en ég fór í skólann, árum saman. Þú varst óþreyt- andi í að hugsa vel um mig og okkur öll systkinin. Fjölskyldan var þér allt og þú varst alltaf til staðar. Þú saumaðir föt, prjónaðir peysur, húfur og vettlinga og sinntir ýmsum öðrum hannyrð- um. Þú bakaðir líka mikið og mjög oft var steik í hádeginu á sunnudögum þegar við vorum ekki á skíðum. Heimilið var alltaf hreint og fallegt. Á hverju ein- asta fimmtudagskvöldi var skúr- að og hlustað á útvarpssögu á meðan. Barnabörnin veittu þér mikla gleði og áttu hug þinn allan, enda elskuðu þau þig mjög mikið. Þú fylgdist vel með þeim, vissir hvað þau voru að gera, hvernig þeim gekk í skólanum, íþróttum og yf- irleitt öllu sem þau tóku sér fyrir hendur í lífinu. Meira að segja undir það síðasta þegar þú varst orðin mjög veik þá var hugsunin samt skýr. Þú spurðir áfram frétta af öllum, ekki síst barna- börnunum. Þú barðist hraustlega í veik- indum þínum en þurftir að lokum að láta í minni pokann og það á sjálfan föstudaginn langa. Ég veit að þú munt halda áfram að fylgjast með okkur af himnum ofan og passa okkur öll. Hvíl í friði. Þinn sonur, Kristján. Elsku mamma, nú eru þín lífs- ins verkefni á enda komin og þú getur með stolti haldið áfram inn í ljósið þar sem vel verður tekið á móti þér. Flotti hópurinn þinn sem þú lætur eftir þig og þú varst alltaf svo óendanlega stolt af minnist þín með kærleika og þakklæti. Mömmu og ömmu sem lagði sig alla fram í húsmæðra- hlutverkinu, það var þitt stolt ásamt hannyrðum en mikið af prjónaflíkum, púðum, lampas- kermum og ótrúlega fallegur skírnakjóll liggur eftir þig svo fátt eitt sé nefnt. Fyrir öll mat- arboðin þar sem allt var upp á tíu eða kannski frekar ellefu og jóla- kökubaksturinn, svona ca. 10-12 tegundir. Tölur, debet og kredit, voru þitt líf, nákvæmari og samvisku- samari einstaklingur finnst varla hér á norðurhveli jarðar nema þá dóttir þín, hún Rósa. Heimilis- bókhaldið var í góðum höndum í þinni umsjón. Skíðin vildir þú ekki stunda með öðrum í fjölskyldunni en tókst yfirleitt á móti okkur með eitthvað nýbakað þegar við kom- um úr fjallinu, alltaf umhugað um að nóg væri til. Fjölskyldan var þér allt og þú vildir fylgjast með öllum þeim verkefnum sem við börnin eða barnabörnin vor- um að takast á við og vorum við því öll dugleg að hringja og láta þig vita hvað stæði til. Þegar fésbókin kom til sög- unnar þá áttir þú auðveldara með að fylgjast með öllum í máli og myndum, það veitti þér ómælda gleði allt undir það síðasta. Allar æskuferðirnar á Sigló hafa orðið til þess að við fjöl- skyldan höfum tekið ástfóstri við þennan fallega fjörð og það veitti ykkur pabba mikla gleði að fara með öllum hópnum ár eftir ár á æskuslóðirnar á Siglufirði. Þið systkinin voruð mjög náin og var passað upp á að halda ættarboð reglulega svo við þekktum stórfjölskyldu okkar. Það hefur tekist mjög vel, þökk sé ykkur systrunum sem voruð svo öflugar en nú hefur komið í ljós að börnin ykkar eru ekki síð- ur öflug og hafa tekið við að sjá um ættarjólaboðin með glæsi- brag. Erfitt var að horfa upp á þig í þínum erfiðu veikindum og var því hvíldin þér kærkomin, elsku mamma mín, nú líður þér betur. Skiljast nú leiðir og farin ert þú. Við hittast munum aftur, það er mín trú. Hvíl þú í friði í ljósinu bjarta. Ég kveð þig að sinni af öllu mínu hjarta. (Maren Jakobsdóttir) Þín dóttir Auður. Elsku mamma. Þú varst stoð mín og stytta í lífinu. Þú varst alltaf til staðar fyrir okkur og umhyggja þín fyrir okkur afkomendunum var engri lík. Erfitt var að horfa upp á orkuna þína fara frá þér í veik- indum þínum en að vita hvort ekki væri í lagi hjá öllum og um- hyggjan hvarf aldrei – þú sagðir ekki margt undir það síðasta en alltaf spurðir þú hvort ekki væri í lagi með alla þótt þú opnaðir ekki einu sinni augun þín. Þannig varst þú. Best og alltaf að hugsa um allt þitt fólk. Elsku mamma, ég veit að Beta systir þín, amma Jana og allir aðrir fráfallnir ættingjar hafa tekið á móti þér opnum örmum og efast ekki um að þar séu fagn- aðarfundir. Minningin um þig lifir í hjarta mínu, elska þig endalaust. Þín dóttir, Rósa. Hún elsku amma kvaddi þessa tilvist á sjálfan föstudaginn langa eftir erfið veikindi. Það er virki- lega sárt að kveðja, sérstaklega þar sem mér finnst ég hafa misst af verðmætum tíma síðustu tvö árin, eftir að við fjölskyldan flutt- um út. Samtímis þá er ég verulega þakklát fyrir stundirnar sem við áttum saman þegar við komum í heimsókn til Íslands, þá sérstak- lega um síðustu jól þegar við komumst á flug að ræða lífið á Sigló á uppvaxtarárum hennar og afa. Ég fékk alveg nýja mynd af lífsviðurværinu á þessum tíma eftir það samtal og fannst ég fá skýrari innsýn í lífshlaup þeirra beggja. Amma hefur leikið stórt hlut- verk í mínu lífi. Heimili ömmu og afa að Vesturbergi var lengi vel fasti punkturinn í tilverunni og þar var alltaf gott að vera. Það var alveg sama hvernig á stóð, ég upplifði mig alltaf velkomna og móttökurnar voru hlýjar. Það var annað heimili mitt í gegnum alla barnæskuna, þar bjó ég þeg- ar mamma var á vakt, þegar við komum í helgarheimsóknir frá Sigló, í vikulangar heimsóknir frá Svíþjóð og síðan bjó ég alfarið hjá þeim í fjóra mánuði þegar ég var 10 ára, á meðan mamma klár- aði sérnámið sitt. Að búa hjá ömmu og afa var alveg einstaklega skemmtilegt tímabil í mínu lífi. Það var nú svo sem passað upp á að ég lærði heima og væri með gott nesti í skólann, en á sama tíma mátti ég samt líka stundum fá kókópöffs og súkkulaðismjör – og það mátti alltaf skríða upp í nóttunni. Þol- inmæðin var ótakmörkuð gagn- vart því að fá vinkonurnar úr hverfinu heim, oft nokkrar sam- an og með allskonar uppátæki, svo sem að setja upp söngleiki, leikrit og alls konar gjörninga. Amma hafði nefnilega alveg einstaklega gott lag að sjá til þess að öllum liði vel, að allir væru saddir, að það færi vel um alla og var með á tæru hvað allir í fjölskyldunni voru að fást við hverju sinni. Þó að ég hitti hana ekki í einhverjar vikur þá mundi hún hvað við höfðum rætt síðast og hvað maður hafði verið að fást við. Hún fylgdist vel með frétt- um, tískunni og öðrum nýjung- um. Til dæmis þá var í nokkur skipti sem ég, bleika blúndan í sænsku sumarfötunum úr H&M, kom heim aftur í tískufatnaði samtímans, stundum sérsaumuð- um af ömmu, sem vakti iðulega athygli þegar ég mætti aftur í skóla og frístund eftir Íslands- heimsókn. Hún var með stál- minni – miklu betra minni en sveimhuginn ég – alveg fram á síðasta dag. Hún var með hlýjan faðm sem við fengum virkilega að njóta. Það er með sorg og miklu þakk- læti sem ég kveð þig, amma. Stærsta huggunin í sorginni er að sjá þig lifa áfram í börnum þínum, barnabörnum og barnabarnabörnunum, í hverju tilviki á sinn einstaka hátt. Birna Kristín. Það eru forréttindi að eiga góðar frænkur og frændur, og ég vann stóra vinninginn í frænku- happdrættinu, hana Siggu frænku, móðursystur mína. Það er margs að minnast eftir ára- tuga sameiginlega vegferð sem hófst á Siglufirði fyrir allmörgum árum. Ég man eftir frænku minni, fimmtán árum eldri, sem alltaf var tilbúin að taka á móti mér, alltaf jafn hlý, glaðleg og notaleg, bauð í mat og töfraði fram alls konar góðgæti ef ég leit inn. Það er líka minnisstætt þegar hún kom til Sigló eftir árs skólavist í Noregi, með fullar töskur af alls konar fallegum hlutum sem hún hafði gert, enda einstaklega vandvirk og flink hannyrðakona. Ekki má gleyma alls konar skrautmunum sem hún kom með, tvennt af öllu, fyrir sig og mömmu. Þannig var Sigga, höfð- ingi alla tíð, alltaf tilbúin með gjafir við öll tækifæri. Svo fluttist stórfjölskyldan til Reykjavíkur, Sigga og Jonni komin með tvö börn, Önnu Krist- ínu og Kristján Sigurð, og svo fæddist Rósa Vilborg. Ég var tíð- ur gestur á Amtmannsstíg, Vest- urgötu, Kleppsvegi, þar sem Auður Elísabet bættist við, og í Vesturbergi þar sem fjölskyldan átti heimili lengst af. Oft var ég að sendast fyrir systurnar, El- ísabetu móður mína og Siggu, með dönsku og norsku blöðin sem þær skiptust á árum saman eða bækur sem þær lánuðu hvor annarri. Þær systur voru einstaklega samrýndar alla tíð. Þær hittust eða töluðu saman í síma daglega, enda báðar þaulvanar talsíma- konur frá síldarárunum á Siglu- firði. Þá var lífsgátan leyst og skipst á skoðunum um allt mögu- legt: Bækur, fréttir, bíó, sjón- varp, mataruppskriftir, hann- yrðaverkefni, barnauppeldi; allt varð systrunum að umræðuefni. Þær fylgdust að með vor- og jóla- hreingerningar, jólabakstur, veislur, útsaum og prjónaskap áratugum saman, alltaf í takt. Frænka mín var gestrisin og góð heim að sækja, einstaklega snyrtileg og nákvæm með allt í daglegu lífi. Allir hlutir áttu stað og stund hjá henni, stórt heimili krafðist skipulags, en það var sjaldgæft að sjá hana skipta skapi. Hún vann sín verk heima og heiman af trúmennsku, fór út á vinnumarkaðinn þegar börnin fjögur voru komin nokkuð á legg, en aldrei sló hún af kröfum sem hún gerði til sjálfrar sín. Hún hlífði sér aldrei og kvartaði aldrei þótt mikið væri að gera og jafnan mannmargt á stóru heimili. Sigga frænka var tryggðatröll, og tryggð hennar við mömmu í veikindum hennar var einstök. Hún heimsótti hana reglulega, hringdi daglega og var alltaf tilbúin til aðstoðar. Síðan þegar heilsa hennar sjálfrar fór að gefa sig var gott að geta fylgst með henni. Æðruleysi hennar var ótrúlegt, þrátt fyrir marga erfiða mánuði, og alltaf brosti hún hlý- lega og fagnaði heimsóknum. Við rifjuðum upp gamlar minningar, hún spurði frétta af stórfjöl- skyldunni, og svo skoðuðum við stundum fésbókina. Ég kvaddi hana tveimur dögum fyrir andlát hennar og er óendanlega þakklát fyrir að hafa átt hana. Jonna og fjölskyldunni sendi ég innilegar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning kærrar frænku. Sjöfn. Sigríður Sigurðardóttir æsku- vinkona mín er fallin frá, það er sárt að kveðja hana. Minningarnar streyma fram, hvernig á annað að vera? Búnar að vera vinkonur síðan ég man eftir mér. Við ólumst upp á síldarárum Siglufjarðar og átt- um sem leiksvæði skólabalann og eyrina þar sem farið var í allskonar boltaleiki, ræningja- leik, parís, yfir og fleira. Æsku- árin fóru líka í dúkkulísuleik, söfnun leikaramynda sem við límdum inn í gamlar skóla- bækur. Við vorum ekki skólasystur, þar sem ég er einu ári eldri, en allir frídagar voru notaðir í leiki og spássitúra á plönunum og öldubrjótnum áður en síldarver- tíðin byrjaði. Auðvitað var farið í síld en við urðum aldrei ekta síld- arkellur. Þegar gagnfræðaskóla lauk urðum við algjörar samlokur, gáfum hvor annarri eins jólagjaf- ir, klæddum okkur stundum eins, keyptum krosssaumsstóla (rennibrautir) og fórum í kapp hver væri á undan að klára, auð- vitað var hún á undan. Við keypt- um okkur eins saumavélar í Lallabúð með tilheyrandi nám- skeiði. Tíminn leið og á ég margar ljúfar minningar frá sokkabands- árunum okkar. Leið mín lá suð- ur, hún varð eftir á Sigló, giftist Jonna sínum, einum flottasta skíðagæja á landinu og stofnaði heimili, nokkrum árum síðar fluttu þau suður. Hjá okkur eins og fleirum fór tíminn í barneignir og bygginga- basl svo oft var langt á milli hitt- inga en aldrei slitnaði þráðurinn. Þegar börnin voru flogin úr hreiðrinu fórum við að fara í göngutúra um náttúruperlur Reykjavíkur og nágrenni sem enduðu gjarnan á kaffihúsi og spjalli. Sigga, eins og hún var alltaf kölluð, vann við skrifstofustörf seinustu árin hjá Eimskip. Henni féll sjaldan verk úr hendi, enda stórt heimili að sjá um, fjögur fjörug börn sem öll voru í íþrótt- um og á skíðum. Einhvern veg- inn fórst henni allt svo vel úr hendi, sama hvað hún gerði - allt lék í höndum hennar. Hún var ekta mamma og amma, það var bara ekki um annað að ræða en að vera til staðar þegar þau þurftu á henni að halda, enda var hún kjölfestan í fjölskyldunni, stoð og stytta. Tilfinningar sínar bar hún ekki á torg, var orðvör og talaði aldrei illa um náungann, gat haft sterkar skoðanir og stundum nokkuð föst fyrir. Hún var ekki dugleg að gera vel við sjálfa sig, lét sig stundum sitja á hakanum. Fjölskyldan átti athvarf á Siglu- firði og nutu þau sín vel í heima- högum. Einn daginn dró ský fyrir sólu, óboðinn gestur kom og settist að, síðan lagði krabbameinið hana að velli. Takk fyrir tryggðina og sam- fylgdina og góða ferð inn í sum- arlandið, Sigga mín. Elsku Jonni og stórfjölskylda, mínar samúðarkveðjur. Anna. Sigríður Birna Sigurðardóttir Sálm. 16.1-2 biblian.is Varðveit mig, Guð, því að hjá þér leita ég hælis. Ég segi við Drottin: „Þú ert Drottinn minn, ég á engin gæði nema þig.”

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.