Morgunblaðið - 29.04.2019, Page 18

Morgunblaðið - 29.04.2019, Page 18
18 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. APRÍL 2019 ✝ Gylfi Lárussonfæddist í Stykkishólmi 23. október 1946. Hann lést á Land- spítalanum 10. apríl 2019. Foreldrar hans voru Lárus Rögn- valdsson rafvirki, f. á Straumi á Skógarströnd 27. júní 1904, d. 13. apríl 1956, og Ásta Halldóra Gestsdóttir húsfreyja, f. í Hvammi í Dýrafirði 23. des- ember 1910, d. 9. júlí 1991. Þau eignuðust fjóra syni og var Gylfi næstyngstur. Elstur var Grétar, vélstjóri, f. 31.ágúst 1935, d. 12. nóv- ember 2001, hann var kvænt- ur Önnu Birnu Ragnars- dóttur, f. 19.júlí 1944, þau eignuðust þrjú börn. Næst- elstur var Rögnvaldur, vél- smíðameistari, f. 8. mars 1938, d. 7. febrúar 2003. Hann var kvæntur Sveinlaugu eru Margrét Rósa Magnús- dóttir, f. 1998, og Ásta Hall- dóra Magnúsdóttir, f. 2002. 2) Inga Lára, f. 1975, gift Hilm- ari Baldri Baldurssyni, börn Ólöf Ásta Arnþórsdóttir, f. 1999, og Þorgeir Örn Hilm- arsson, f. 2015. 3) Eiður Örn, f. 1982, sambýliskona hans er Margrét Róbertsdóttir, barn Annabella Eiðsdóttir, f. 2016. Einnig eignaðist Gylfi dóttur í Svíþjóð, Malin Karlsson, f. 1970, börn hennar eru Sandra Emretsson, f. 1989, og Ham- pus Emretsson, f. 1991, barnabörn Malin eru Teddy, Emma og Signe. Gylfi vann sem trésmiður frá unglingsárum og lauk sveinsprófi í húsasmíði 1967 og síðar meistaraprófi 1975. Hann stofnaði ásamt bróður sínum Haraldi og frænda þeirra, Skúla Gíslasyni, bygg- ingafyrirtækið Sökkul sf. árið 1975, bræðurnir ráku félagið allt til ársins 2010. Hann var félagi í Frímúrarareglunni á Íslandi frá 1991. Útför Gylfa fer fram frá Lindakirkju í dag, 29. apríl 2019, klukkan 13. Salóme Valtýs- dóttur, f. 27. ágúst 1947, og eignuðust þau þrjár dætur. Yngstur og eini eftirlifandi bróð- irinn er tvíbura- bróðir Gylfa, Haraldur, húsa- smíðameistari, hann er kvæntur Auði Jóhann- esdóttur, f. 9. júní 1947, þau eiga þrjú börn. Gylfi kvæntist 27. desem- ber 1969 Ólöfu Jónsdóttur, f. 9. apríl 1950. Foreldrar henn- ar voru Jón Einarsson, vél- stjóri frá Siglufirði, f. 6. jan- úar 1917, d. 6. ágúst 2010, og Anna Halldórsdóttir, sauma- kona og húsfreyja frá Ísa- firði, f. 18. ágúst 1913, d. 24. nóvember 1978. Börn Gylfa og Ólafar eru þrjú: 1) Helena, f. 1969, var gift Magnúsi R. Sigtryggs- syni, þau skildu. Börn þeirra Það er margt sem bærist um í manni þegar pabbi manns kveður. Minningar um hlátur og bros, dugnað og vinnusemi, sigra og ósigra. Í raun minn- ingar um lífið í öllum sínum skrúða. Pabbi var karl sinnar kyn- slóðar, fyrirvinna heimilisins og móðir mín sá um heimilisstörfin. Pitsa og pasta var þannig ekki matur og dósaupptakari var flóknari en vélsög. Hann vann mikið og byggði að mestu leyti sjálfur hús fyrir fjölskylduna samhliða rekstri fyrirtækis sem takmarkaði oft tíma hans með fjölskyldunni. Þungi uppeldisins var því á herðum mömmu og stundirnar með pabba voru oft af skornum skammti. Tíminn með pabba í æsku er mér þó af- ar minnisstæður og sérstaklega hláturinn og frekjuskarðið sem blasti við þegar brosið náði augna á milli. Hann hafði mikið langlundargeð gagnvart mér, sama hversu uppátækjasöm og ófyrirsjáanleg ég gat verið en ég minnist þess sjaldan að hann hafi reiðst okkur systkinunum eða skammað. Vinir okkar syst- kinanna voru einnig ávallt vel- komnir og minnast þeir þess með hlýju að koma heim í Trönuhóla, horfa á myndbönd og fara í pottinn. Mikið verksvit einkenndi pabba alla tíð en við systkinin eigum margar minningar úr byggingargrunninum þar sem við fylgdum foreldrum okkar og lærðum að sveifla hamri eins og fagmenn. Þá vorum við iðulega með í för þegar hann fór á byggingarsvæði að líta eftir verkum Sökkuls. Í seinni tíð nutum við hjónin svo oft góðs af útsjónarsemi hans og fag- mennsku við byggingu sumar- húss okkar sem og í öðrum verkefnum. Undanfarna daga höfum við rennt í gegnum marga kassa af myndum af árunum með pabba. Myndirnar vekja minningar um líflega æsku okkar, uppfulla af gleði og dásamlegu fólki, og ljúfsárar tilfinningar og söknuð eftir pabba. Það vakna einnig minningar um lífsins erfiðleika en undirliggjandi þunglyndi hafði oft áhrif á líðan hans. Að sumu leyti má rekja það til erf- iðrar æsku en það hafði mikil áhrif þegar hann missti föður sinn ungur, einungis tíu ára, en faðir hans var fyrirmynd hans og fyrirvinna heimilisins. Elsti bróðir hans, Grétar, tók við sem fyrirvinna heimilisins og hinir yngri lögðu hönd á plóginn eins og við varð komið, m.a. með sendlastörfum og vinnu á verk- stæðum í Stykkishólmi. Pabbi ræddi þetta stundum við okkur, hvað hann var mikill pabbast- rákur og það voru einu skiptin sem maður sá þennan mann sinnar kynslóðar, sem átti að kyngja tilfinningum sínum og standa keikur sama hvað gekk á, fella tár. Þegar leið á þyngdust sporin og heilsan versnaði og var hon- um ekki hugað líf þegar hann veiktist alvarlega 2009. Við heilsubrestinn og fall fyrir- tækisins þar sem hann missti svo mikið af sjálfsmynd sinni, átti hann erfitt með að fóta sig á ný. Pabbi kvaddi þennan heim í faðmi fjölskyldunnar, reiðubú- inn til að hitta á ný föður sinn og móður og aðra ástvini sem gengnir eru. Nú kveð ég klára, brosmilda, afskaplega þrjóska en umfram allt góða pabba minn. Í hjarta mínu er sorg en nú veit ég að hann hefur fundið frið og brosið nær aftur augna á milli. Svo verður líka þegar við hittumst aftur. Ég elska þig, pabbi minn. Inga Lára Gylfadóttir. Öðlingurinn Gylfi Lárusson hefur lokið þessari jarðvist sinni nú. Rétt þykir að þakka fyrir góð kynni með því að rita örfáar línur í tilefni þess. Fyrir um 27 eða 28 árum höguðu atvikin því þannig að við tókum að okkur tímabundin þrif í fyrirtæki þeirra bræðra í Sökkli hf. í Dugguvoginum. Það var og er bara eitt orð yfir þá bræður: Aldrei hefi ég unnið með fólki sem fór eins vel með starfsfólk sitt. Aldrei. Ekki síst hið góða geð Gylfa sem var engu líkt, að öllum öðrum ólöst- uðum. Ef mikið var að gera á verkstæðinu gripu þeir bræður í sögina eða báru hluti fram og til baka og hjálpuðu starfsfólki sínu í hvívetna. Alltaf þar sem ég sá til voru leiðbeiningar, góð- vild og hjálpsemi til staðar. Þetta var hálfundarlegur vinnustaður, trésmíðaverkstæð- ið Sökkull hf. Nánast ekkert nema Hólmarar unnu þar, ætt- aðir eða burtfluttir Stykkis- hólmarar, eins og þeir bræður. Nú, eða vel ættaðir þaðan eða úr nærstöddum hreppum eða sýslum. Ég skil eiginlega ekki enn hvers vegna við vorum ráðnir þar á sínum tíma. Akk- úrat bara ekkert úr Hólminum. Það voru örfáir eymingjar eins og við sem fengu að vera í hópn- um sem ekki voru að vestan. Jú, þegar árin liðu og fyrirtækið stækkaði fjölgaði ekki-Hólmur- um á staðnum, en alltaf voru 1. flokks Íslendingar í meirihluta þar, og/eða í lykilstörfum stað- arins. Þetta var alveg furðulegt fyrirtæki. Við höfðum aldrei kynnst nokkru þessu líku. Og þetta fyrirkomulag gekk vel. Bara mjög vel. Enda þeir tví- burabræðurnir Haraldur og Gylfi hörkuduglegir og ákaflega vel liðnir báðir tveir á staðnum. Að þessum leiðarlokum er rétt að þakka vel fyrir þessi ár þar, sem urðu á endanum nærri 14 eða 15. Allt þar til fyrirtækið var lagt niður, því miður. En ákaflega góð ár, vægast sagt. Eftir þetta hef ég alltaf litið upp til átthagafyrirtækja hér á mölinni. Ekki síst þar sem bara Breiðdælingar, Hólmarar eða Ólsarar, eða bara hvaða annar átthagi sem er, er einráður. Það gafst vel þarna. Við ættingja og vini Gylfa vil ég bara segja þetta: Örvæntið ekki þótt um tímabundinn að- skilnað sé að ræða við ljúfmenn- ið sem nú hefur kvatt okkur. Líkurnar á lífi eftir dauðann eru yfirgnæfandi fyrir alla sem kynnt hafa sér það. Yfirgnæf- andi. Það sofa allir fyrstu vik- urnar í Sumarlandinu, þótt þeir smávakni og hitti sína nánustu þar smám saman. Samhliða því að fá hægt og rólega að fylgjast með sínu fólki sem enn er eftir hér á jörðinni. Og eitt er víst. Þar sem Gylfi Lárusson er kominn verður mikið hlegið og gantast. Það er nefnilega mikill húmor þarna á grænu grundunum, að því er áreiðanlegar heimildir herma. Eiginlega mun meiri en oftast er hér í efnisheiminum góða. Góða ferð, Gylfi minn. Við sjáumst, eða réttara sagt skynj- umst, síðar. Magnús H. Skarphéðinsson. Gylfi Lárusson Hjartkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, PETRÍNA HELGA STEINADÓTTIR, Sólvangi, Hafnarfirði, lést 25. apríl á LSH Fossvogi. Útför verður frá Grensáskirkju föstudaginn 3. maí klukkan 13. Þeim er vildu minnast hennar er bent á KFUM og K og Kristniboðssambandið. Elín Einarsdóttir Guðmundur Ingi Leifsson Guðmundur Th. Einarsson Þórstína Aðalsteinsdóttir Rósa Einarsdóttir Ragnar Baldursson Steinunn E. Egeland Torstein Egeland barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginkona, móðir, amma og langamma okkar, ANGELA BALDVINS, áður til heimilis að Hvassaleiti 12, lést á Hrafnistu í Reykjavík þann 25. apríl. Jarðarför auglýst síðar. Stefán Valur Pálsson Erna Stefánsdóttir Inga Stefánsdóttir Hulda Stefánsdóttir Sverrir Ólafsson barnabörn og barnabarnabörn Okkar yndislega eiginkona, móðir, tengdamóðir og amma, ÓLÖF ELFA LEIFSDÓTTIR, iðjuþjálfi, Akureyri, lést á Akureyri 23. apríl. Kveðjuathöfn fer fram að Laugarborg í Eyjafjarðarsveit föstudaginn 3. maí klukkan 13. Kransar og blómaskreytingar vinsamlegast afþökkuð, en þeim sem vilja minnast hennar er bent á minningarsjóð Heimahlynningar á Akureyri. Alfreð Schiöth Kristín Helga Schiöth Axel Aage Schiöth Ottó Elíasson Sigrún Skaftadóttir Ólafur Elías Snæfríður Björt Unnsteinn Ægir ✝ Stefanía RósaSigurjóns- dóttir fæddist í Reykjavík 28. jan- úar 1940. Hún lést á hjúkrunarheim- ilinu Hlíð 15. febr- úar 2019. Foreldrar henn- ar voru hjónin Lára Antonsdóttir og Sigurjón Guð- mundsson, bæði úr Reykjavík. Þegar Rósa var á fjórða ári skildu foreldrar hennar en föðuramman, Þór- anna Rósa Sigurðardóttir (Skáld-Rósuætt), tók barnið að sér og annaðist það fram á fullorðinsár ásamt manni sín- um, Símoni Guðmundssyni. Var Rósu, en það nafn notaði hún mest daglega, jafnan of- arlega í þakklátum huga það atlæti sem hún naut í uppvext- inum, þótt heimilið væri að- eins í einu herbergi og eldhúsi á Bergþórugötu 45. Hálfsystkin Rósu, sam- mæðra, eru Sigrún, Björk og Erna Valsdætur, en samfeðra Þuríður Edda, sem er látin, og Guðmundur. Rósa hóf sambúð með Heimi Ingimarssyni frá Bíldudal árið 1956 en það sama ár eign- uðust þau sitt fyrsta barn, 1986, og Einar, f. 1988, sem á soninn Atla. Sigþór og Hrönn skildu en hann er nú í sambúð með Hildi Óladóttur, þau búa á Akureyri. Lára Ósk giftist Birni Kr. Björnssyni, búsett í Kópavogi. Þau eiga börnin Heimi, f. 1984, sem á börnin Stefaníu, Iðunni Birnu og Atla Hrafn, og tvíburadæturnar Björk og Laufeyju, f. 1989. Hafþór er kvæntur Jenný Valdimarsdóttur og eru börn þeirra Össur og María. Öll bú- sett á Akureyri. Alls urðu afkomendur Rósu 22 talsins. Rósa réðst strax árið 1976 til starfa hjá Skattstjóranum í Norðurlandsumdæmi eystra og starfaði þar meðan heilsa hennar leyfði, eða til 2002. Hún greindist með parkinsons- veiki um 1989 og lifði með þann sjúkdóm síðustu 30 ár ævinnar. Hún dvaldi síðustu þrjú árin á hjúkrunarheim- ilinu Hlíð en fram að því héldu þau hjónin heimili saman. Við fyrstu endurhæfing- ardvöl hennar á Reykjalundi fyrir rúmum 20 árum kom í ljós að hún hafði hæfileika til myndlistar sem hún sinnti til dauðadags. Rósa starfaði mikið að félagsmálum og mest á Ak- ureyri. Þar var hún m.a. í stjórn Parkinsonssamtakanna um árabil. Rósa var jarðsett í kyrrþey í Höfðakirkjugarði á Akureyri 1. mars 2019. Guðgeir Hall. Son- urinn Sigþór fæddist 1960 en árið eftir fluttist fjölskyldan til Bíldudals þar sem Heimir hugðist stunda iðn sína, húsasmíði, sem hann hafði þá ný- lokið námi í. Á Bíldudal bjuggu þau í níu ár og þar fæddust yngri börnin tvö; Lára Ósk, f. 1963, og Hafþór Ingi, f. 1966. Haustið 1970 flutti fjöl- skyldan aftur á höfuðborg- arsvæðið og þaðan til Rauf- arhafnar 1973 og síðan til Akureyrar 1976 þar sem Rósa bjó fram að andláti. Hallur átti soninn Þröst, f. 1981, með Kristbjörgu Hilm- arsdóttur, búsett á Vopna- firði. Hann kvæntist Sigríði Benjamínsdóttur, búsett á Ak- ureyri, og eru börn þeirra Rósa Dröfn, f. 1985, hún á Sigríði Karen og Guðgeir Inga, og Benjamín Ingi, f. 1989, sem á soninn Fenri Inga. Hallur andaðist 2014. Sigþór kvæntist Hrönn Einarsdóttur og eiga þau börnin Atla, f. 1983, Olgu, f. Ung heyrði ég um hana. Hún var persóna í sögu um lífið á Bíldudal. Pétur, kærastinn minn, rifjaði upp æsku sína og unglingsár, hvað þeir Gági og hinir strákaguttarnir brölluðu; Snæbjörn, Öddi og Ági og svo kom Heimir heim að sunnan með stúlkuna sína. Ekki minnist ég annars um Heimi en frásagn- arinnar um fallegu Rósu, strák- arnir dáðust að henni úr fjar- lægð og Pétur var skotinn í henni en Rósa var stúlkan hans Heimis. Svo giftust þau Rósa og Heimir og áttu börn og buru og Heimir varð áberandi í verk- lýðsmálum og pólitík. Leiðir þeirra og okkar Péturs lágu ekki saman. Mér var þó alltaf ljóst að bak við manninn Heimi væri kona, hún Rósa sem Pétur talaði um af hlýju og það gerði einnig mitt fólk sem af henni hafði kynni. Haustið 2009 fórum við Pétur í Hveragerði til dvalar. Þar voru einnig Rósa og Heimir, og Rósa var með Parkinson sem þá hafði þá náð tökum á henni og yfirgaf hana ekki upp frá því. Þarna, hitti ég hana fyrst, 48 árum eftir að mér var sagt frá henni. Með okkur tókust kynni. Við bjugg- um þá öll á Akureyri og héldum sambandi er heim var komið. Pétur lést árið 2012. Eftir útför hans sýndi Rósa mér ræktar- semi og hlýju, hún hefur þó sjálfsagt átt nóg með sig og Parkinson. Vorið 2013 ákvað ég að fara akandi til Bíldudals, áform mín tengdust siglingu Húna II um- hverfis landið vegna strand- menningarverkefnis. Húnamenn hugðust í leiðinni minnast Pét- urs Brynjólfssonar á æskuslóð- um hans. Mig langaði til að vera á Bíldudal þegar Húni legðist að bryggju og fagna skipinu en vissi ekki hvernig. Í ráðleysi mínu fór ég til Rósu. Frá henni fór ég vestur með hugmyndir, trjágreinar og borða í fartesk- inu. Rósa var hugmyndarík og úrræðagóð. Það er gott að minn- ast þessa og einnig þess að Hall- ur sonur Rósu og Heimis var skipverji á Húna. Þótt Rósa væri engin sveita- kona langaði hana á vorin að líta á lambær og hesta. Ég tók hana með í hesthúsið en hún var þá tilbúin með nestiskörfu, smurt brauð og drykki, nokkuð sem ég hugsaði ekki út í en Rósa vildi alltaf veita öðrum. Lyfin voru tekin með því Parkinson var þá miskunnarlaust farinn að stjórna hreyfingum hennar, lyf- in þurfti hún að taka inn með vissu millibili. Við Rósa gleymd- um okkur aðeins í spjalli yfir veitingunum, lyfin voru tekin of seint og Parkinson meinaði Rósu að ganga út úr hesthúsinu. Hún tók því af æðruleysi, taldi upp að tíu og tókst að færa ann- an fótinn aðeins fram. Áfram taldi hún og færði hinn fótinn og þannig koll af kolli uns við að lokum komumst út úr hesthús- inu en það tók langan tíma. Þessi samverustund okkar var þó ánægjuleg og ég dáðist að Rósu, kjarkinum og því hve ein- beitt hún var í því að láta ekki sjúkdóminn knésetja sig fyrr en í fulla hnefana. Samfundir okkar Rósu urðu strjálli, ég flutti úr bænum, hún á Hlíð. Þegar ég heimsótti hana þangað tók hún fram veitingar þótt sjúkdómurinn færi verr og verr með hana. Hún var alltaf að gefa. Ég er þakklát fyrir að hafa kynnst þessari góðu konu og sendi Heimi og börnum þeirra samúðarkveðjur. Sigfríður L. Angantýsdóttir. Stefanía Rósa Sigurjónsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.