Morgunblaðið - 29.04.2019, Side 26

Morgunblaðið - 29.04.2019, Side 26
26 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. APRÍL 2019 Pepsi Max-deild karla Grindavík – Breiðablik............................. 0:2 ÍBV – Fylkir.............................................. 0:3 FH – HK ................................................... 2:0 ÍA – KA ..................................................... 3:1 Stjarnan – KR........................................... 1:1 Staðan: Fylkir 1 1 0 0 3:0 3 ÍA 1 1 0 0 3:1 3 Breiðablik 1 1 0 0 2:0 3 FH 1 1 0 0 2:0 3 Valur 1 0 1 0 3:3 1 Víkingur R. 1 0 1 0 3:3 1 KR 1 0 1 0 1:1 1 Stjarnan 1 0 1 0 1:1 1 KA 1 0 0 1 1:3 0 Grindavík 1 0 0 1 0:2 0 HK 1 0 0 1 0:2 0 ÍBV 1 0 0 1 0:3 0 Mjólkurbikar karla Bikarkeppni KSÍ, 32 liða úrslit: Vestri – Úlfarnir ......................(e. framl.) 2:1 Þýskaland Düsseldorf – Werder Bremen................ 4:1  Aron Jóhannsson var ekki í leikmanna- hópi Werder Bremen. B-deild: Sandhausen – Holstein Kiel ................... 3:2  Rúrik Gíslason var í liði Sandhausen fram á 72. mínútu og lagði upp mark. A-deild kvenna: Wolfsburg – Sand .................................... 7:0  Sara Björk Gunnarsdóttir skoraði eitt marka Wolfsburg og lék allan leikinn. Leverkusen – Turbine Potsdam ............ 1:1  Sandra María Jessen lék allan leikinn fyrir Leverkusen. Frakkland Caen – Dijon ............................................. 1:0  Rúnar Alex Rúnarsson varði mark Di- jon. Rússland Anzhi – Rostov ......................................... 1:1  Ragnar Sigurðsson lék allan leikinn fyrir Rostov og Björn Bergmann Sigurðarson fram á 69. mínútu. Krasnodar – CSKA Moskva ................... 2:0  Jón Guðni Fjóluson lék allan leikinn fyr- ir Krasnodar.  Arnór Sigurðsson lék allan leikinn fyrir CSKA en Hörður Björgvin Magnússon var á bekknum. Sviss Xamax – Grasshoppers........................... 1:1  Rúnar Már Sigurjónsson var ekki með Grasshoppers vegna meiðsla. Úkraína Chornomorets – Vorskla Poltava.......... 1:2  Árni Vilhjálmsson skoraði mark Chor- nomorets og lék fram á 77. mínútu. Austurríki Vorderland – Kleinmünchen ................. 5:2  Andrea Mist Pálsdóttir lék allan leikinn fyrir Vorderland og skoraði þrennu. KNATTSPYRNA FÓTBOLTINN Sindri Sverrisson Stefán Stefánsson Björn Már Ólafsson Bjarni Helgason Þórður Yngvi Sigursveinsson Hvort er lið Stjörnunnar eða KR líklegra til að berjast um Íslands- meistaratitil karla í fótbolta fram á haust? Eftir að hafa horft á 1:1- jafntefli liðanna í Garðabæ í stórleik 1. umferðar get ég ekki annað sagt en að þau séu bæði ámóta líkleg og hafi til þess fulla burði, þó að þau hafi sent frá sér misvísandi skilaboð eins og búast má við svona í upphafi móts. Mér fannst Stjörnumenn sýna það betur í fyrri hálfleik, 11 gegn 11, að þeir eru til alls líklegir í sum- ar. Það væri vitleysa að reyna að lesa eitthvað í úrslit vetrarmóta, sem Garðbæingar leggja enga áherslu á. Endurkoma Martins Rauschenberg virðist færa mikið öryggi í varnarleik liðsins. Guðjón Baldvinsson og Hilmar Árni Hall- dórsson minntu strax á sig og hefðu báðir getað skorað áður en Hilmar gerði það úr vítaspyrnu rétt fyrir leikhlé. Þá var vendipunktur leiks- ins þegar Aron Bjarki Jósepsson fékk réttilega rautt spjald fyrir að verja með hendi á marklínu. KR-ingar sýndu hins vegar í seinni hálfleik, 10 gegn 11, hve mik- ið er spunnið í liðið. Þar eru hæfi- leikar í hverju horni en það gefur ekki síður góð fyrirheit um hvernig liðið þétti sig saman sem einn mað- ur og náði í stig með góðu skipulagi og gríðarlegri baráttu. Pálmi Rafn Pálmason sá um að ná jöfn- unarmarkinu með því að næla í og skora úr vítaspyrnu, sem einnig var réttilega dæmd af glöggum dómara leiksins, Ívari Orra Kristjánssyni. Arnór Sveinn Aðalsteinsson og Gunnar Þór Gunnarsson voru svo vel með á nótunum við að verjast sóknum Stjörnunnar með vel hreyf- anlega menn fyrir framan sig en mikið munaði einnig um öryggi Beitis Ólafssonar í vítateignum í seinni hálfleik eftir mistök í upphafi leiks auk þess sem hann varði eitt sinn stórkostlega frá Guðjóni. Stjarnan þarf hins vegar að finna betri og fjölbreyttari leiðir til að opna varnir andstæðinganna og það er dapurt hjá liðinu að ná ekki að nýta liðsmuninn heilan seinni hálf- leik, þó að Stjarnan hafi haft fulla stjórn á leiknum. Þetta er nokkuð sem liðið verður að bæta úr til að berjast um titilinn, rétt eins og KR þarf að fá meira út úr Tobias Thom- sen og Björgvini Stefánssyni en þeir gátu sýnt þegar jafnt var í lið- unum í fyrri hálfleiknum. Skagamenn unnu fyrir sinni heppni Skagamenn gáfu ekki mikil grið til að byrja með þegar KA-menn sóttu þá heim á Skipaskaga á laug- ardaginn, pressuðu stíft í byrjun eins og þeir hafa gert á undirbún- ingstímabilinu og áreiðanlega líka til að sýna Akurnesingum, sem voru mættir í brekkuna að horfa aftur á sína menn í efstu deild, að þeir ættu fullt erindi þangað. Það gekk síðan eftir í 3:1 sigri og þó að sum mörkin mætti þakka að hluta slakri vörn gestanna að norðan þá má setja það í flokkinn að vinna fyrir sinni heppni. Bæði lið léku eins konar 5-2-3 kerfi þar sem menn stóðu þétta vörnina en bakverðir komu síðan til aðstoðar í sókninni. Fyrir vikið var oft fjör, margar sóknir í gangi en þar sem áherslan var mikil á vörn- ina vantaði oft að komast síðasta spölinn enda ætlaði hvorugt liðið að láta andstæðinga sína laumast bak við vörnina. Það kæmi ekki á óvart að öll lið reyndu að hafa tök á slík- um varnarleik í sumar. ÍA sýndi í þessum leik mikla bar- áttu og vilja, allt fyrir Akranes. Nú reynir á að halda mönnum við efnið og halda sínu striki, sem verður ef- laust helsta verkefni Jóhannesar Karls Guðjónssonar þjálfara þegar líður á mótið en miðað við leikinn á laugardaginn er hann á góðri leið. KA-menn vissu alveg hvað biði þeirra á Akranesi – heimamenn ólmir að byrja með látum á heima- velli. Þeim tókst að hemja það, en ekki nóg gegn djarfri sókn heima- manna. Það vantaði aðeins bit í sókn KA, vissulega tókst liðinu að spila boltanum og byggja upp sóknir en náðu ekki að reka endahnútinn á sóknir sínar. Breytingar Ágústs báru ávöxt Talsverðar breytingar eru á liði Breiðabliks frá síðasta tímabili og margir spá þeim góðu gengi í deild- inni. En eftir nokkra brösuglega æf- ingaleiki skömmu fyrir mót ákvað Ágúst Gylfason að henda öllum þremur nýjustu leikmönnum liðsins í byrjunarliðið gegn Grindavík á laugardaginn, þeim Höskuldi, Arnari Sveini og Guðjóni Pétri. Það bar ávöxt því liðið vann nokkuð þægilegan 2:0-útisigur. Fyrri hálf- leikurinn var nokkuð jafn þótt Blik- ar væru meira með boltann. Grind- víkingar voru að vonum þéttir fyrir. Miðverðir Grindavíkur litu nokkuð vel út og miðjuspilið var flott á köfl- um. En eftir því sem leið á leikinn jókst pressa Breiðabliks á markið og voru það að lokum einstaklings- gæði Arons Bjarnasonar sem komu Blikum á bragðið. Sóknarleikur Grindavíkur í leikn- um var ekki sérlega góður og ljóst að Tufegdzic verður að finna betri sóknaraðferðir. Sérstaklega á heimavelli verður liðið einfaldlega að skapa sér meira. Þeir grænklæddu geta verið nokkuð sáttir með þennan fyrsta leik sinn, á tímabili það sem þeir ætla sér að berjast um titla. Frammistaðan var þroskuð og þeir gerðu sér það sem þeir ætluðu að gera. En það sem meira er: Þeir litu heldur ekki of vel út strax í fyrsta leik. Það er lykilatriði. HK engin fyrirstaða fyrir FH FH fer vel af stað í Pepsi Max- deildinni en liðið vann sannfærandi sigur gegn nýliðum HK í Hafn- arfirðinum, 2:0. Jónatan Ingi Jónsson kom FH yf- ir strax á 8. mínútu en Hafnfirð- ingar stjórnuðu ferðinni í fyrri hálf- leik og Brandur Olsen fékk tvö góð færi til þess að bæta við mörkum en inn vildi boltinn ekki og staðan því 1:0 í hálfleik. Brandur nýtti sér varnarmistök HK-inga á 65. mínútu þegar hann komst inn í slaka send- ingu út úr vörn HK og Færeying- urinn setti boltann yfir Arnar Frey  Tíu KR-ingar náðu í stig gegn Stjörnunni  Flottir sigrar Fylkis og ÍA Skalli Guðmundur Steinn Hafsteinsson teygir sig í boltann í stórleiknum í Garðabæ en Beitir Ólafsson fer í úthlaup. Beitir var mistækur í upphafi leiks en átti frábæran seinni hálfleik þegar KR var manni færra. Misvísandi skilaboð Stjarnan – KR 1:1 Rautt spjald: Aron Bjarki Jósepsson (KR) 44. 1:0 Hilmar Á. Halldórsson 45. (víti). 1:1 Pálmi Rafn Pálmason 50. (víti). M Martin Rauschenberg (Stjörnunni) Eyjólfur Héðinsson (Stjörnunni) Hilmar Árni Halldórsson (Stjörnunni) Guðjón Baldvinsson (Stjörnunni) Beitir Ólafsson (KR) Arnór Sveinn Aðalsteinsson (KR) Gunnar Þór Gunnarsson (KR) Finnur Orri Margeirsson (KR) Pálmi Rafn Pálmason (KR) Dómari: Ívar Orri Kristjánsson – 9 ÍA – KA 3:1 1:0 Tryggvi Hrafn Haraldsson 33. 2:0 Viktor Jónsson 40. 2:1 Hallgrímur Mar Steingrímsson 45. 3:1 Tryggvi Hrafn Haraldsson 58. M Tryggvi Hrafn Haraldsson (ÍA) Viktor Jónsson (ÍA) Arnar Már Guðjónsson (ÍA) Stefán Teitur Þórðarson (ÍA) Óttar Bjarni Guðmundsson (ÍA) Einar Logi Einarsson (ÍA) Hörður Ingi Gunnarsson (ÍA) Daníel Hafsteinsson (KA) Almarr Ormarsson (KA) Hallgrímur Mar Steingrímsson (KA) Steinþór Freyr Þorsteinsson (KA) Dómari: Vilhjálmur Alvar Þórarinsson – 8 Grindavík – Breiðablik 0:2 0:1 Aron Bjarnason 62. 0:2 Kolbeinn Þórðarson 90. 1. umferðin – mörkin Norðlingabraut 8 110 Reykjavík S: 530-2005 Bíldshöfði 16 110 Reykjavík S: 530-2002 Tryggvabraut 24 600 Akureyri S: 461-4800 &530 2000 www.wurth.is Verkfæri – Festingar – Fatnaður – Persónuhlífar – Efnavara – Bílaperur – Rafmagnsvörur Skrúfbitasett • Skrúfbitasett með 12 bitum, bitahaldara, bitaskralli og beltisklemmu • Fyrir heimilið og vinnustaðinn Vnr: 0614 250 013 Verð: 3.708 kr. Magasín skrúfjárn • Glæsilegt magasín skrúfjárn fyrir hvert heimili • 13 tví-enda bitar Vnr: 0613 600 10 Verð: 9.500 kr.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.