Morgunblaðið - 29.04.2019, Síða 29

Morgunblaðið - 29.04.2019, Síða 29
MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. APRÍL 2019 » Lestrarhópur semkallar sig Skrudd- urnar hefur hist einu sinni í mánuði í að verða tuttugu ár. Þá hittast þær í húsakynn- um þeirrar sem velur bók hverju sinni. Síð- astliðinn laugardag var hist og rætt um bókina Blá eftir Maju Lunde. Var hittingurinn nokk- uð óvenjulegur fyrir þær sakir að höfund- urinn sjálfur mætti á staðinn. Skruddurnar fengu Maju Lunde sem gest Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Lestrarhópur og höfundur Auður Ögn Árnadóttir, Helga Melkorka Óttarsdóttir, Pála María Árnadóttir, Maja Lunde, Lydía Ósk, Linda Kristmannsdóttir, Helen Gray, Guðlaug Björgvinsdóttir og Guðbjörg Konráðsdóttir. Höfundur og lesari Maja Lunde og Lydía Ósk með bókina Blá. Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl.is Hljómsveitin Melchior hefur gefið út nýja plötu, Hótel Borg. Á plötunni eru tólf frumsamin lög eftir Hilmar Oddsson, Hróðmar I. Sigurbjörns- son og Karl Roth, lagasmiði sveit- arinnar. „Hótel Borg skipaði stóran sess í okkar skemmtanalífi þegar við vorum að byrja að fara á böll og bari. Hótel Borg hefur þótt eiga mikinn þátt í tónlistarmenningu Reykjavík- ur allt frá því að það var byggt, sér- staklega fyrstu árin,“ útskýrir Hróð- mar spurður um tenginguna við miðbæjarhótelið við Austurvöll. „Þegar við settumst niður og ákváðum að gera þessa plötu langaði okkur svolítið í konsept-verk af því að á síðustu plötum hefur verið svo- lítið hvað úr sinni áttinni. Við höfum verið að reyna að einbeita okkur að einhverjum ákveðnum stað og þegar þessi hugmynd kom upp vorum við allir sammála um að þetta væri eitt- hvað sem við gætum unnið með,“ bætir hann við. Ekki lengi að semja „Þetta er efni sem við höfum verið að semja og vinna síðastliðin fimm eða sex ár, bæði lög og textar,“ segir Hróðmar sem segir lagasmíðina ekki taka langan tíma. „Nei, við er- um ekki lengi að semja, en það tek- ur lengri tíma að ganga frá þessu með öðrum störfum.“ „Við byrjuðum að taka þessa plötu upp fyrir um fjórum árum, en efnið var tilbúið fyrir fjórum eða fimm. Síðan höfum við verið að dunda okkur við að taka upp og laga og breyta, eins og gengur. Langt ferli, sem er skemmtilegt, en verður líka svolítið leiðinlegt í lokin,“ segir hann og hlær. Ekki klassík „Það er alltaf langskemmtilegast þegar þetta fer að klárast, það er búið að vera dálítil törn við hljóð- blöndun og svoleiðis, sem er mjög skemmtilegt ferli, og á endanum koma þessu saman,“ bætir hann við. „Við köllum þetta kammerpopp,“ svarar Hróðmar er blaðamaður spyr hvernig best sé að flokka tónlistar- stíl hljómsveitarinnar. „Við blöndum saman, þetta er ekki klassík, þetta er popptónlist. Þetta byggist á því sem við vorum að gera í gamla daga, en við erum eldri og þroskaðri. Ger- um þetta betur og njótum þess að vera til, búa til tónlist og skemmta okkur.“ Spurður hvort orð hans merki að tónlistin sé þroskaðri en áður svarar hann: „Nei, það er ým- islegt annað sem kemur kannski helst í sambandi við útsetningu, lagasmíð og textasmíð. Þá vita menn meira hvað þeir eru að gera en þeg- ar við vorum um tvítugt.“ Stofnuð 1973 Hann segir hljómsveitina Melchi- or alls ekki nýja af nálinni enda hafi hún verið stofnuð árið 1973. „Við gáfum út tvær plötur á áttunda ára- tugnum og síðan byrjuðum við aftur og gáfum út plötu 2009 og aðra 2012. Við vorum náttúrlega að semja svona popp-kammermúsík einhvers konar á áttunda áratugnum. Not- uðum mikið akústísk hljóðfæri, þannig að við vorum með kassagít- ara, óbó, selló og píanó, vorum að leika okkur með svoleiðis hljóðfæra- samsetningar. Við höfum haldið því áfram þótt við séum með ryþmasveit með okkur.“ Auk lagasmiðanna þriggja, sem syngja og leika á gítara og hljóm- borð, eru í sveitinni þau Kristín Jó- hannsdóttir söngkona, Gunnar Hrafnsson bassaleikari og Kjartan Guðnason trommuleikari. Hljóm- sveitin heldur útgáfutónleika í Tjarnarbíói annað kvöld klukkan átta. Kynna frumsamið kammerpopp  Hljómsveitin Melchior gefur út plötuna Hótel Borg  Þýðing hótelsins fyrir íslenska tónlistar- menningu innblástur plötunnar  Fimmta plata hljómsveitarinnar  Útgáfutónleikar annað kvöld Kammerpopp Tónlist Melchior er sögð í sama stíl og áður, en Hróðmar segir meðlimina þó eldri og þroskaðri. Bíldshöfða 16, 110 Reykjavík 414 84 00 www.martex.is Góð þjónusta byrjar með flottum fatnaði. Fatnaður fyrir fagfólk

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.