Hugrún - 01.08.1923, Blaðsíða 7

Hugrún - 01.08.1923, Blaðsíða 7
5 Liðin var nóttin er menningu mannkynsins tafði mörg hundruð aldir, og skugga á forntímann þandi. Bátinn frá voginum flóðaldan háreista hafði frá háskanum borið, að skrúðgrænu ónumdu landi. Mannsbörnin ungu héldust kvíðin í hendur, horfðu á mannkynsins óruddu framtíðarlendur, Hverju er að kvíða, þó hverfi álfur og þjóðir og Helja og Tími starfi að eyðingarverki? Lífið er eilíft, vér eigum í sál vorri glóðir frá arni þess máttar, er sífelt verður hinn sterki, sem hnettina Ieiðir, skapar úr auðnuin og eldi hið eilífa líf þann dag, sem ei líður að kveldi. Kristmann Guðmundsson. Atlantis (skýring). í mörgum ritum forngríska heimspekingsins Platons, kemur fyrir sögnin um eyríkið »Atlantis«. Lýsir hann því sem afarstórri eyju í Atlantshafi og áttu íbiiarnir að hafa verið á mjög háu menningar- stigi og vald þeirra að ná út yfir Evrópu og Norður-Afríku. En dag einn sekkur svo ött eyjan í hafið. Eigi vita menn, hvort Platon hefir ætlast til að þessi frásögn yrði tekin sem söguleg sannindi eða senr munnmæli, — en alt fram á vora daga hafa menn reynt að færa sannanir fyrir því, að Atlantis hafi verið til. Nokkrir hafa álitið það hafi verið Miðgarður, er kemur fram í trú forn-norrænu þjóðanna. — Aðrir hafa viljað heimfæra frásöguna á Ameríku. —■ En að flestra áliti er sögnin um Atlantis aðeins æfintýri og flestar jarðfræðirannsóknir benda í þá átt. Ritstj.

x

Hugrún

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugrún
https://timarit.is/publication/1335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.