Hugrún - 01.08.1923, Blaðsíða 20

Hugrún - 01.08.1923, Blaðsíða 20
18 ástum. Þetta eru þau boðorð, sem við eigum að tigna, — hikk — Hjónabandið er hættulegasta ílónsku kredda fáíræðinganna — — elskaðu, — iiikk — njóttu, — hikk — alls. — Ve!kominn!« Læknirinn valt undir borðið. — Tveir komust hjálparlaust heim. Arni settist að hjá læknir.um um tíma. Læknirinn var nýgiftur. — Konan var ung og fögur. — — Hálfutn mánuði síðar: — Klukkan 7 að morgni dags. Engin flaska á borðinu. Læknirinn, nýkominu úr ferðalagi, stendur frammi fyrir Arna Arni er snögglæddur. — Hárið úfíð. Kæfður grátur í næsta herbergi. Læknirinn talar: — — — » . . . Óþokki! Þú kemur hingað með lesti og svívirðingar-taumleysi stórborganna til að eyðileggja heimili gamals félaga þíns. í kyrláta, hreinlífa smáþorpinu okkar eitrar þú andrúmsloftíð með spillingu og ólifnaði. ...» — — — Arni fór brott. Arni var rauðhærður. Fyrsta barn ungu læknisfiúarinnar var rauðhært. — — — Steindór Sigurðsson ■ Við vorum leiksystkin. Hún var fimtán ára, ég fjórtán. Hún fór um voriö til frænda síns, sem bjó uppi í sveit, til sumardvalar, en ég varð eftir í kaupstaðnum. Ég saknaði hennar ósköp mikið. Við höfðum verið saman alla daga, svo lengi sem ég mundi eftir mér, leikið okkur saman, lesið saman og verið saman í skólanum. LITÍL SA6A i

x

Hugrún

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugrún
https://timarit.is/publication/1335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.