Hugrún - 01.08.1923, Blaðsíða 12

Hugrún - 01.08.1923, Blaðsíða 12
10 eftir að læra betur. Reynslan varð sú, að sönn ást er aðeins hugarburður, — nautnasýki vafin í hræsni og fiáttskap. Pegar augu mín opnuðust fyrir því, byrjaði ég að fyrirlíta sjálfan mig og mannkynið og í þeim skóla er ég nú!« Hún þagði. — Svo greip hún hönd mína og þrýsti hana.— Sælutilkenning augnabliksins greip mig. Ég hélt ákafur áfram: »En þrátt fyrir alt vaknar stundum hjá mér ósegjanleg þrá eftir viðkvæmni og frið. — Ég rnundi glaður fórna mörgum árum af æfi minni fyrir eitt einasta augnablik, sem gæfi hvíld, — eitt augnablik, sem ég gæti trúað á ást og sannleika. Og með glampann af þeirri minningu, vildi ég gjarnan ráfa það, sem eftir væri æfinnar, í skuggum vonleysis og bölsýnismyrkri. Hún hafði meðan ég talaði horft án afiáts út í myrkrið. »Ef þér reynið að gera tilraun til þess, að létta af yður sorg- inni, hljótið þér að geta það. — Og þá fáið þér þrá yðar uppfylta, — efalaust hafið þér fengið hana uppfylta — en þér hafið eigi getað né viljað sjá það. — Rér gangið með lokuð augun og viljið ekki opna þau, sökum þess að þér álítið, að þér getið það eigi, eða að þér séuð blindur svo það þýði eigi. — — Látið eigi einn óveðursdag eyðileggja alt líf yðar. — Varpið minningunum fyrir borð............Viljið þér gera það fyrir mig?« Eitt augnablik hikaði ég. — Svo greip ég hendinni niður í brjóstvasa minn og tók upp myndina, er ég geymdi þar, og grýtti henni út í náttmyrkrið, — út í hafið. »Hvað gerðuð þér?« spurði hún. »Ég varpaði minningunum fyrir borð,« svaraði ég hálfbiturt — — »Hvað gefið þér mér í staðinn?* Ég greip hönd hennar og bar hana að vörum inér og kysti hana ákaft. »Eitt augnablik hreifði hún sig eigi, svo kipti hún að sér hend-

x

Hugrún

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugrún
https://timarit.is/publication/1335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.