Hugrún - 01.08.1923, Blaðsíða 13
11
inni og hljóp brott. — Rétt á eftir kom eg inn í ljósið. — Rá
virtist mér ég sjá tár glampa í augum hennar. —
Skipið nálgaðist óðum áfangastaðinn. Næsta kvöld sigldum
við inn Eyrarsund. Ég sat inni í borðsalnum með nokkrum
farþegum og drakk. Hver flaskan eftir aðra var tæmd og ég
var þegar mjög ölvaður. — Meðan drykkjan stóð sem hæst,
korn Ingeborg irm. — Við höfðum lítið talast við um daginn
hún hafði dregið sig í hlé, sem hún forðaðist mig. Ég yrti nú
á hana og bauð henni sætí og glas. — Ymsar stúlkur, þar á
meðal hinar tvær stallsystur hennar höfðu tekið drjúgan þátt í
drykkjunni. — Ingeborgýtti glasinu frá sér með viðbjóði.
»Ég fyrirlít áfengil* Að svo mæltu vék hún út úr borðsalnum.
Ég hraðaði mér á eftir henni.
»Fyrirgefið mér hafi ég stygt yður?« mælti ég loðmæltur af
ölvímu.
Hún bandaði við mér með handinni.
»Hvað á þetta að þýða? — Viljið þér gera svo vel og láta
mig í friði framvegis.«
Svo hraðaði hún sér brott.
Ég snéri inn í borðsalinn aftur, — greip glasið og bar það
að vörum mér, en setti það samstundis frá mér aftur. Ég fékk
alt í einu viðbjóð á víninu og öllu því sem inni var.
Ég gekk upp á þíljur. Byrjað var að rökkva. Hæg, hlý
gola. Varla nokkur maður var sjáanlegur á þilfarinu. Ég hall-
aði mér út að borðstokknum á afviknum stað, og reyndi að
njóta vindsvalans, sem straukst ljúflega gegnum hár mitt. —
Það greip mig hrollkendur skjálfti. Lífið virtist mér svo ömur-
legt, tómt og dautt. — Blæstraumar kvöldgolunnar léku um
brennheitt ennið, en þeir svöluðu mér eigi.
Það greip mig sami hræðslu-viðbjóðurinn og að horfa á lif-