Hugrún - 01.08.1923, Blaðsíða 9

Hugrún - 01.08.1923, Blaðsíða 9
7 Ég var þó þrátt fyrir alt enginn »pipraður« kvenhatari eða úr- kynja aumingi. Við gengum inn í borðsalinn og í sömu svipan kom ég auga á hana. — »Færeysku fegurðina* hafði Orímur nefnt hana. Margar meyjar hefi ég séð fríðari, en enga jafn aðlað- asidi. Sakleysi barnsins og ástúð var skráð í hvern andlitsdrátt. Stór brún engilaugu, glampandi af kátínu..............Ég hrökk við........Petta mikla ljósbrúna hár, er annarlegum gulllituðum bjarma brá yfir, er gerfiljósin glömpuðu á því. — Ósjálfrátt varð mér að taka upp mynd úr brjóstvasa mt'num. — Sama hárið. — Ég leit fyrst á myndina og svo á ’færeysku meyjuna, Enginn vafi á, að meyjarmyndin var fríðari. Ég fann ónota- hroll fara um mig. Ég fann að minningarnar, sem ég var að flýja frá, steyptust yfir mig, eins og brimsogið, sem skolar út skipbrotsmanninum í því að hann er að ná í bakkann, og drekkir honum í iendingunni. Oft hefir mér virst, að minnið hljóti að hafa verið ein af reiði-gjöfum alföðurs. — — Ég kyntist henni óðara. — Ingeborg hét hún. Mér fanst hreimurinn í því nafni hljómfegurri en endrarnær. Pað var auðséð, að fingur lífsskugganna höfðu eigi snert við henni. Hún hló hversu lítið sem hlátursefnið var, barnshlátrin- um, sem sá einn getur hlegið, sem hefir óspilt hjarta. — Hún hló allan daginn, — og mjúki, hreimskæri hláturinn hennar sveif eins og lítill verndarengill yfir sál minni og bægði ófresk- um fortíðarinnar frá því að ná tökum á mér, meðan ég var í nálægð hennar. Ég undi hvergi á skipinu, þar sem hún var eigi. Var eirðar- laus væri ég eigi í nálægð hennar, það þegar fyrsta daginn. — En þetta vakti hjá mér gremju og óánægju aðra stundina, því ég hafði álitið, að það, sem liðnu árin höfðu borið á borð fyrir mig væri nægiiegt til þess að ég »forðaðíst eldinn« fyrst um sinn.

x

Hugrún

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugrún
https://timarit.is/publication/1335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.