Hugrún - 01.08.1923, Blaðsíða 30
28
aðist, að hann væri farþegi á fyrsta farrými> Provence.* — Ef
til vill var hann maðurinn, sem sat þarna afsíðis, eða ef til vill
klefanautur minn.
Ungfrú Nelly Undeivood, sem var indælasta veran um borð
sagði við mig næsta dag:
»Pað er skelfílegt að hugsa til þess, að maður skuli eigaeftir
að vera fimm dægur á sama skipi og þessi hættulegi glæpamaður
Pað er óþolandi! En haldið þér ekki, herra Andrezy, að hann
finnist og verði handtekinn?*
Ég hefði gjarnan viljað hughreysta ungfrú Nelly, því hún var
ung, rík og fögur. Húti hafði eitthvað töfrandi við sig, er heill-
aði alla er komu í nálægð hennar. Ungfrú Nelly Undervood
hafði um tíma dvalið í Evrópu og var nú á leið til föður síns
er var miljónaeigandi í Chicago. í fylgd með henni var frænka
hennar, lávarðarfrú Jerland. Mér hafði virst að Nelly sýndi mér
þýðara viðmót en öðrum af hinum mörgu meðbiðlum mínum.
Sá eini, er ég óttaðist að gæti orðið mér hættulegur, var fríður,
Ijóshærður maður, er einmitt þetta augnablik stóð við hlið okk-
ar. Við stóðum öll uppi á þilfari.
»Ég álít, ungfrú,« svaraði ég henrti, «að glæpamaðurinn hljóti
að finnast. í skeytinu er skýrt frá ýmsum auðkennum. Hann
ferðast undir nafni, sein byrjar á R., er ljóshærður og ferðast
einn síns liðs. Við skulutn nú athuga, hvort þessi auðkenni
finnast hjá nokkrum af farþegunum á fyrsta farrými, Hér er
nafnaskráin og við sjáum, að nöfn 13 farþega byrja á R. Par af
eru 9 með fjölskyldu sinni. 11. er Raverdan greifi.«
Hann er sendiherraritati, sem ég þekki mjög vel,« greip
ungfrú Nelly fram í.
»Sá 11. er Rovson major.«
»Pað er föðurbróðír minnn,« sagði einn af þeim, sem við-
staddur var.
»Nr. 12. er herta Rivolta.«