Hugrún - 01.08.1923, Blaðsíða 8
6
iw(tT^T^OT?Ci ^nh
Saga eftir
§#§#Í
-iN^NM Steindór Sigurðsson.
r
I—' G var á leið til Kaupmannahafnar í þjónustu óvissunnar. —
*—' Á flótta undan hefndarsvipum æskuafglapa og auðnu-
leysisörlaga. Æfin bak við mig Iá í brotum, og framundan
eygði ég aðeins dimrna eyðimörk auðnuleysis og endurgjalds.
Ég hafði á liðnum dögum spilað hátt og tapað eins og fleiri.
— Nú flúði ég án þess að vita hvað við mér tæki, — hvar
ég lenti.
— — Hæddur og svikinn af tilfinningarlausu léttúðarkvendi
flúði ég til að hverfa og gléyma. — — —
— — En í farþegarúminu var glaumur og gleði. Ég reyndi
sem svo oft áður að njóta augnabliksins, — en veitti það
örðugt.
Milliferðaskipið hafði komið við í Færeyjum. Allmargt nýrra
farþega hafði bæst við í hinn glaðværa hóp, sem fyrir var, þar
á meðal þrjár barnungar stúlkur.
Ég sat inni í reykingasalnum, þegar einn farþeginn, — ungur
og ærslagjarn náungi, er ég þekti frá fo.nu fari, — kom inn
með ferð mikilli.
»Hvað gengur á fyrir þér?« spurði ég stuttur í spuna. Ég
var að lesa »Rökfræði konunnar!« eftir einhvern kvenhaturs-
postula.
»Hefirðu séð færeysku fegurðina, — þá nýkomnu?«
»Nei,« svaraði ég og allur lestraráhugi hvarf á svipstundu.