Hugrún - 01.08.1923, Blaðsíða 11
9
sína ofan á mína og mælti gletnisléga um leið og bún leit
framan í mig:
»Þér eruð altaf svo sorgbitinn.«
»Finst yður það?« svaraði ég, til að segja eitthvað.
Hún þagði um hríð. En eftir litla stund hélt hún áfram:
»Mér finst svo undarlegt, að mennirnir skuli ætíð geyma
sorgirnar eins og einhverja minjagripi, — geytna þær ár
eftir ár og vilja eigi festa augun á gleðinni, sem lífið býður
þeim.«
íFetta segið þér ungfrú,« svaraði ég »sökum þess, að þér
eruð barn, — þér hafið aldrei kynst sorginni.«
»Ég hefi mist móður mína,« mælti hún, og eg fann að
hönd hennar skalf og röddin titraði.
»Ástvinarnissir er eigi stærsta sorgin, — það er í raun og
veru engin sorg. Dauðinn er öllum ákvarðaður. En það eru
til ólæknandi sorgir, — það er ástvinamissir eigi. — Mennirnir
bera sorgirna alt eftir því, hvernig þeir eru gerðir. Sumir virð-
ast í fljótu bragði njóta lífsgleðinnar, — en í raun og veru
gera þeir það til þess að heimurinn sjái eigi blóðslóð þeirra.—
Aðrir draga sig í hlé og taka harma sítta með sér í gröfina. —
Þeir geta ekki kvalist hlæjandi. Sorgin vérður þeim að nautn.
En þetta getið þér eðlilega eigi skilið, því að þér eruð barnið
sem aðeins þekkið gleði og sakleysi. Sakleysi barnsins varnar
yður þess að skilja sorgirnar, — að kynnast þeim. Meðan eigi
falla blettir á æskusálina hverfa allar sorgir eins og ský fyrir
vindi. — Pegar sakleysið er mist, birtast skuggamyndir lífsins, og
vér sjáurn aðeins harm, svívirðingu og uppgerð.«
Hún kipti hendinni að sér, hálfhrædd.
Við þögðum litla stund. Svo mælti hún lágt.
»En kærleikurinn, er ástin eigi göfug og fögur?
Ég hló biturt.
»Ástin! — Jú einu sinni trúði ég á ástina. — En þá átti ég