Hugrún - 01.08.1923, Blaðsíða 15
13
— — Koss! — Koss! — —
— — Detta! — Deíta! — —
— — Djúpt! — Djúpt!
Ég hallaði mér langt út yfír borðstokkinn, breiddi faðminn
út og...................
Tvær litlar hendur gripu utan rnig, mjúkar og heitar.
»í guðs nafni, varið þér yður. Hvað ætlið þér að gera?«
Éað var gráthljóð í röddinni.
»Ingeborg!« hvíslaði ég og greip hana í faðm mér í alsælu-
æði. Varir okkar mættust aftur og aflur, heitar eins og raf-
straumar. Kossar, — lengri en eilífðin, — styttri en andartakið.
Hún skalf í faðmi mínum eins og lítið vorblóm við fyrsta vind-
kastið. Ég kysti silkimjúka, ylmríka hárið hennar, — andaði
kossi á augnalokin, mjúk eins og vængir fiðrildisins, er huldu
augun hennar, — sál sakleysis og fegurðar.
Alt í einu varð ég þess var að hún grét. Ég skyldi óðara
orsökina...........»til dauðans,® hvíslaði ég.
Óðara en ég hafði slept orðinu, fyrirleit ég sjálfan mig. — Ég
slepti henni úr faðmi mínum, en andartaki síðar fann ég heitar
titrandi varir hennar á vanga mínum. — —
-— — Engill og djöfull! — — — —
Skipið var nú komið að landganginum. Farþegarnir voru
farnir að ryðjast í land. Eg sá íngeborg og stallsystur hennar
búa sig undir landgöngu. Eigi fékk ég tækifæri til að tala við
hana einslega, en heimilisfang hennar hafði eg og höfðum við
ákveðið að hittast, þegar ég hefði komið mér fyrir og ákvarðað
framtíðina.
Ég sá þær stallsystur stíga inn í bifreið og uin leið og hún
brunaði brott sendi Ingeborg mér hinstu kveðju sína með því
að veifa til mín.