Hugrún - 01.08.1923, Blaðsíða 21
14
Og svo í rökkrinu á kvöldin höfðum við setið saman í stóra
legubekknum hans afa og sagt hvort öðru sögur og bygt loft-
kastala. — Við ætluðum að verða svo mikið og margt, þegar
við yrðum stór.
— Já, ég saknaði hennar ósköp mikið.
Og svo fór ég að verða svo undarlegur. Þegar strákarnir
komu á kvöldin og vildu fá mig út með sér, sagðist ég vera
þreyttur og fór hvergi; — það er að segja, ég fór upp í hlíð-
ina fyrir ofan og Iá þar í lynginu, stundum heilar nætur.
Og hvað haldið þið að ég hafi verið að gera? Ég var að
yrkja, — ég orkti mikið á þeim kvöldum.
Fyrst byrjaði ég venjulega að yrkja um náttúruna, fossana,
fjöllin, og svo framvegis. Eri áður en ég vissi af, voru gulir
lokkar og blá augu komin inn í kvæðið, —
Svona Ieið sumarið, og það var afariengi að líða. Og ég
var altaf að verða undarlegri og undarlegn', til mikillar skelf-
ingar fyrir hana mömmu mína, sem hélt að ég væri að verða
veikur.
Að sfðustu fór hún til afa og sagði honum frá raunum sín-
uro. En afi bara sat og tottaði löngu pípuna sína, brosti og
kinkaði kolli. — Alveg eins og mér finst það hljóta að vera,
þegar góðu sálirnar koma fram fyrir Föður vorn á himnum,
feimnar og kvíðandi, og Faðir vor situr í gullstólnum sínum,
strýkur mjallahvítt skeggið, brosir og kinkar kolli, — alveg
eins og hann afi.
Afi þekíi lífið, gatnli maðurinn. Ég veit ekki hvað hann
sagði mömrnu, en eftir það var hún röleg, þó hún reyndar horfði
á mig nokkuð undarlega stundum og klappaði á kollinn á mér
og kallaði mig stóra drenginn sinn, svo einkennilega, að mig
•angaði helst til að gráta.