Hugrún - 01.08.1923, Blaðsíða 22
20
Um haustið kom hún og ég fór þegar heim til hermar tii
að heilsa henni,
Litla hjjrtað mitt barðist, þegar ég gékk upp að húsinu.
Ég veit ekki, hveinig á því stóð, en þá stundina Iangaði mig
til að hlaupa heim aftur og fela mig.
Ég barði að dyrum með hálfutn huga og hún kom einmitt
sjálf ti! dyranna. En hvað hún var orðin stór og — falleg
Og hún var ekki eins feimin og ég, hún vafði handleggjunum
um hálsinn á mér og kallaði mig elsku besta iSonna sinn og
svo kysti hún mig, — beint á miinninn.
Og ég var ekki vitund feiminn letigur, alt þunglyndi sumars-
ins var fokið út í veður og vind.
Ég var svo glaður, að ég vissi hvorki í þennan heirn né
annan. Þegar ég kom heim um kvöldið var ég eins og ölvað-
ur maður. Ég bauð góðan daginn og þó var klukkan orðin
átta og við kvöldborðið helti ég úr rjómakönnunni í bollann
minn í staðinn fyrir te, og auðvitað gat ég ekkert borðað.
En afi brosti og kinkaði kolli. Ég skaust inn til hans áður
en ég fór að sofa, hann sat í hægindastólnum með pípuna.
Ég kraup niður við hliðina á honum, — ég þuríti ekkert að
segja, því afi skildi alt og vissi alt milli himins og jarðar.
Hann klappaði ósköp hægt á kollinn á mér og sagði:
»Guð blessi þig, litli vinur, þú ert ennþá svo hreinn og
saklaus og ég vona að þú verðir altaf góður drengur.
Síðar kemur lífið með nýjar tilfinningar, nýja gleði og nýjar
freístingar. Pá verður afi gamli kominn upp í himininn og ég
vona að þú látir hann aldrei sjá neitt til þín þaðan, sem getur
valdið honum vonbrigða. Farðu nú að sofa vinur minn og
guð gefi þér góða nótt.«
Ég sofnaði fljótt og dreymdi að ég væri kominn upp í himna-
ríki. Þar sat afi við hliðina á Föður vorum og báðir gömlu
karlarnir kinkuðu til mín gráhærðum kollunum og brostu.