Hugrún - 01.08.1923, Blaðsíða 19

Hugrún - 01.08.1923, Blaðsíða 19
17 — — — Læknirinn lyfti glasinu.— — — _ — — — — aVelkominn til litla sjávarþorpsins, — þú sem kemur með gust frá framandi ströndum. Við þurfum fellibyl til að sópa brott rykinu hérna úr þorpinu, þar sem smáborgarstæri- lætið er orðið klafi á hverjum manni með heilbrigða skynsemi, þar sem flónskan og fáfræðin haldast í hendur við kotungs- braginn. — Velkominn, gamli félagi, — hikk!« — F*að var auðséð að læknirinn hafði átt hluttöku í, að sjötta Whisky-flaskan var tæmd. Hann hélt áfram: »Við bjóðum þig velkominn, — þessi fámenni hópur, sem hér er saman kominn af frjálslyndum mönnum, sem eru ofur- lítið víðsýnni en fjöldinn, — hikk. — Pað gleður okkur að hingað er kominn n.aður með hressandi frjálsræðisblæ stórborg- anna, — hikk, — Maður, sern ekki heldur sér dauðahaldi í eld- gömul steintöflu-boðorð, — þúsrmd ára þvingunar- og fáfræðis- kreddur, — hikk. — Við erum menn, sem viljum lifa, — hikk — njóta lífsins, en ekki grafa okkur í ösku þtöngsýnis og fávisku Hann hætti. Ritstjórinn, gullsmiðurinn (frá Rvk.), guðfræðisneminn og yngsti kaupmaður þorpsins klöppuðu. Sjöunda flaskan var sett á borðið. Árni var ungur rithöfundur, nýkominn frá útlöndum. Gamall skólabróðir unga læknisins. Samræðurnar urðu fjörugri eftir því sem lækkaði f flöskunni. Læknirinn talaði enn: — — — »Fre!sið á að vera ótakmarkað. — Menn og konur eru aðeins skapaðar til að njóta, og alt er leyfilegt í

x

Hugrún

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugrún
https://timarit.is/publication/1335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.