Fréttablaðið - 30.05.2019, Side 4
Veður
Norðlæg átt, yfirleitt 5-10 m/s.
Rigning eða slydda með köflum
um landið NA-vert og dálítil snjó-
koma á heiðum, en víða léttskýjað
S- og V-lands. Hiti 1 til 14 stig,
mildast sunnan heiða.
SJÁ SÍÐU 24
Rjómablíða í Reykjavík
Íbúar höfuð borgar svæðisins hafa nú í marga daga í röð notið mikillar sumar blíðu. Ekkert lát varð á í gær og þegar ljós myndarar blaðsins fóru um
bæinn mátti sjá full orðna og börn njóta sín í góða veðrinu. Spár gera ráð fyrir áframhaldandi veðurblíðu í borginni í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
Erum með mikið úrval af allskonar
bílaverkfærum á frábæru verði!
ViAir 12V loftdælur
í miklu úvali.
Hleðslutæki
12V 6A
6T Búkkar
605mm Par
Jeppatjakkur
2.25t 52cm.
Omega
Viðgerðarkollur
4.995
9.999
17.995
7.495
Smáratorgi 1, 201 Kópavogi, sími 588 6090, vl@verkfaeralagerinn.is
Mán.-fim. kl. 9-18, fös. kl. 9-18:30, lau. kl. 10-18, sun. kl. 12-17
Verkfæralagerinn
STJÓRNSÝSLA Skjálfandi sund-
krakkar jafnt sem fullorðið fólk í
vatnsleikfimi kvarta sáran undan
kulda í innisundlauginni í Mýrinni í
Garðabæ. Guðríður Jóna Örlygsdótt-
ir íþróttakennari, sem hefur sérhæft
sig í þjálfun fullorðinna einstaklinga
í vatnsleikfimi, biðlar til bæjaryfir-
valda að ráðast í úrbætur á lauginni
því kúnnar hennar flýi nú kuldann.
Yfirvöld í bænum segja að verið sé að
vinna að lausn vandans með hönnun
og endurnýjun á loftræstisamstæðu
sundlaugarinnar.
Erindi Guðríðar Jónu var lagt
fram á fundi bæjarráðs Garðabæjar
á þriðjudag. Þar segist hún hafa
verið með starfsemi í Mýrinni frá
árinu 2007 við að kenna fólki vatns-
leikfimi. Fólki með hreyfiskerðingu
eða minnkandi getu til þjálfunar
vegna stoðkerfisverkja, gigtarsjúk-
dóma eða slysa. Hitastig laugar og
loftræsting í húsinu hafi þó verið
versnandi vandamál. Í byrjun var
hún í kringum 31-31,5 gráður sem
þyki mikið til þjálfunar en á móti
hafi komið að loftið var frekar kalt
og rakt svo það jafnaðist út.
„Á síðastliðnum árum hefur laug-
in verið kæld töluvert, á sama tíma
hefur loftræstingin ekki verið lag-
færð til að koma til móts við laugar-
hitann og andrúmsloftið hefur farið
versnandi. Mælitæki á vegg sund-
laugar sýna að vatnið sé á bilinu 29,2-
29,6 en með vatnsmæli ofan í laug
mælist raunhiti laugarinnar núna
um 28 gráður. Úr loftinu kemur svo
ískaldur, rakur gustur, sem er veru-
lega óþægilegt fyrir axlir og brjóst-
kassa sem standa upp úr vatninu.
Það er auðvitað augljóst að þetta er
ekki einungis slæmt fyrir fólk, held-
ur er þetta ekki gott fyrir húsnæðið
sjálft, of mikill raki leiðir auðvitað
til margvíslegra vandamála,“ segir
Guðríður í erindi sínu. Þar kveðst
hún hafa fengið þau svör að lítið sé
hægt að gera. Loftræstikerfið anni
ekki því sem það á að gera. Yfir-
maður sunddeildar Stjörnunnar hafi
einnig verið henni sammála um að
úrbóta væri þörf og það fyrir löngu.
„Yngstu iðkendurnir hjá sund-
deildinni eru oft skjálfandi og kaldir
meðan á æfingum stendur þannig
að ánægjan af sundiðkun verður
ekki sem skyldi. Íþróttakennarar
skólanna hafa einnig lengi kvartað
undan lélegum loftgæðum, raki í
sundlaugarsalnum er allt of mikill
og loftið þungt. Búningsklefarnir
eru kaldir og óþægilegt að koma
þar inn eftir veruna í sundlauginni.
Þetta ástand hefur farið versnandi
nú seinnipart vetrar. Aldrei fyrr hef
ég heyrt jafn margar kvartanir um
kulda og óþægindi og því miður
hafa fjölmargir hætt í þjálfun hjá
mér vegna þessara aðstæðna,“ segir
Guðríður sem kveðst hafa fengið þær
upplýsingar að Starfsendurhæfingin
Virk, sem hún hafi átt í samstarfi við,
sé farin að fækka verulega beiðnum
til hennar vegna kuldans.
„Ég veit að allir helstu fræðingar
bæjarins á þessu sviði vita af vanda-
málinu og hafa gert í mörg ár. Með
þessu bréfi vil ég hvetja til þess að
varanlegar útbætur verði gerðar sem
allra fyrst.“
Bæjarráð færir til bókar á fundi
sínum svör bæjarverkfræðings sem
boðar endurnýjun á búnaði.
mikael@frettabladid.is
Iðkendur skjálfa í of
kaldri innisundlaug
Íþróttakennari segir innilaug í Garðabæ svo kalda og loftræstingu svo slæma
að þáttakendur í vatnsleikfimi flýi nepjuna. Kvartað undan því að yngstu
sundiðkendur Stjörnunnnar skjálfi á æfingum. Bærinn boðar úrbætur.
Sundgestir hafa kvartað undan hitastiginu í kennslulauginni í Mýrinni og
loftræstingu. Þessar létu þó engan bilbug á sér finna. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Yngstu iðkendurnir
hjá sunddeildinni
eru oft skjálfandi og kaldir
meðan á æfingum stendur.
Guðríður Jóna Örlygsdóttir,
íþróttakennari
STJÓRNMÁL Árlegur sumarfundur
ríkisstjórnarinnar verður haldinn
í Mývatnssveit um miðjan júní – að
því gefnu að þingið hafi lokið störf-
um. Sumarfundirnir eru haldnir á
landsbyggðinni en í fyrra fundaði
stjórnin á Snæfellsnesi og hitti við
það tækifæri sveitarstjórnarmenn á
svæðinu. Sveitarfélögum á Eyþings-
svæðinu í nágrenni Mývatns hefur
verið gert viðvart um fyrirhugaða
komu stjórnarinnar.
Heimildir blaðsins herma að tvær
grímur séu þegar farnar að renna á
ráðherra í ríkisstjórn. Mögulega
þurfi að blása fundinn af vegna tafa
sem eru að verða áþinglokum. – aá
Málþóf gæti
eyðilagt
Mývatnsferð
Katrín Jakobs-
dóttir, forsætis-
ráðherra.
DÓMSMÁL Helgi Steinarsson og
Brynjar Guðmundsson eiga yfir
höfði sér þunga dóma fyrir að hafa
f lutt með sér mikið magn af kóka-
íni til borgarinnar Melbourne í
Ástralíu í nóvember síðastliðnum.
Þeir játuðu sök fyrir dómi í gær þar
sem dómari málsins sagði þá aðeins
tannhjól í gangvirki alþjóðlegra
glæpasamtaka.
Ástralski f jölmiðillinn Blue
Mountains Gazette greinir frá
þessu í gær. Brynjar, sem er 26 ára,
var handtekinn á f lugvellinum
í Melbourne í byrjun nóvember
eftir að tollverðir fundu 2,1 kíló af
kókaíni í tösku hans. Söluandvirði
efnisins er metið á 145 milljónir
íslenskra króna.
Rannsókn leiddi í ljós að ferða-
bókanir Brynjars voru nánast sam-
hljóða bókunum annars Íslendings
sem hafði komið til borgarinnar
nokkrum dögum fyrr, Helga Stein-
arssonar sem er þrítugur. Lögregla
handtók Helga á hóteli í borginni og
fundust 1,5 kíló af hreinu kókaíni í
herberginu sem er metið á um 103
milljónir króna.
John Carmody héraðsdómari
sagði í samtali við ástralska fjöl-
miðla að það yrði sífellt algengara
að ungt menntafólk af góðum
heimilum væri notað til að smygla
fíkniefnum.
Fjölskyldur beggja mannanna
voru viðstaddar réttarhöld yfir
þeim í gær. Þeir játuðu sök. Dómur
hefur enn ekki verið kveðinn upp
en Brynjar gæti átt yfir höfði sér
lífstíðarfangelsisdóm. Helgi allt að
25 ár.
Verjandi Brynjars segir hann hafa
tekið að sér að gerast burðardýr til
að greiða fíkniefnaskuld upp á 1,7
milljónir króna. Verjandi Helga
segir svipaða sögu en Helgi hafði þá
safnað upp um helmingi lægri skuld
aðallega til að greiða fyrir fíkniefna-
notkun kærustu sinnar. – ókp
Gætu átt þunga
dóma yfir höfði
sér í Ástralíu
3 0 . M A Í 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
3
0
-0
5
-2
0
1
9
0
7
:5
4
F
B
0
6
4
s
_
P
0
6
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
0
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
3
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
3
2
1
-E
3
4
0
2
3
2
1
-E
2
0
4
2
3
2
1
-E
0
C
8
2
3
2
1
-D
F
8
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
B
F
B
0
6
4
s
_
2
9
_
5
_
2
0
1
9
C
M
Y
K