Fréttablaðið - 30.05.2019, Side 44

Fréttablaðið - 30.05.2019, Side 44
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, Gísli Guðmundsson húsasmíðameistari, Bergsmára 13, Kópavogi, verður jarðsunginn frá Lindakirkju í Kópavogi mánudaginn 3. júní kl. 13. Sólveig Margrét Ásmundsdóttir Ásmundur Óli Gíslason Aron Freyr Gíslason Katla Sif Friðriksdóttir Hafdís Gerður Gísladóttir Bjartmar Ingi Sigurðsson Lilja Björg Gísladóttir Jón Baldvin Jónsson Erla Guðrún Gísladóttir Finnur Dellsén Guðmundur Garðar Gíslason og barnabörn. Ástkær móðir okkar, systir, tengdamóðir, amma og langamma, Sigurbjörg G. Karlsdóttir lést að Hrafnistu Ísafold Garðabæ sunnudaginn 26. maí. Útför hennar fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju miðvikudaginn 12. júní klukkan 13. Guðrún Björg Einarsdóttir Hera Ósk Einarsdóttir Þorsteinn Pálmar Einarsson og aðrir aðstandendur. Elskulegur eiginmaður minn og besti vinur, faðir okkar, tengdafaðir, besti afi og bróðir, Albert Sigurjónsson Ásvöllum 2, Grindavík, lést í faðmi stórfjölskyldunnar miðvikudaginn 22. maí. Útförin fer fram frá Grindavíkurkirkju, mánudaginn 3. júní kl. 14. Svanhvít Daðey Pálsdóttir Þórkatla Sif Albertsdóttir Þorleifur Ólafsson Þórey Tea, Albert, Jóhann Daði, Sif Margrét Albertsdóttir Steinn Freyr Þorleifsson Þorleifur Freyr Sigurpáll Albertsson Katarzyna Kujawa Hallgrímur Sigurjónsson og Rúnar Sigurjónsson Mark mið Vöku er að styrkja þjóðlagasenuna á Íslandi og deila tónum og sporum,“ segir Linus Orri Gunnarsson sem er talsmaður þjóðlagahelgarinnar Vöku sem haldin verður í Dósaverk- smiðjunni, Borgartúni 1 í Reykjavík, og hefst í kvöld. Tvennir tónleikar verða haldnir, í kvöld og annað kvöld, þar sem fram koma: Ragnheiður Gröndal, Skuggamyndir frá Býsans, Voces Thules, Umbra, Funi, Mandólín og Gýa. Sjálfur er Linus í síðasttalda bandinu. „Ég hef stússast í alls konar músík og held ég geti spilað hvaða tónlist sem er en lenti alveg óvart í þjóðlagatónlistinni og það er gaman, menningin í kringum hana er svo lýðræðisleg, maður bara kemur og spilar. Stemningin snýst ekki um að verða frægur, meika’ða, komast á samning hjá plötufyrirtæki eða neitt svoleiðis. Allt snýst bara um tónlistina og hvenær við getum hist og spilað.“ Linus telur þjóðlagahefðina á Íslandi lítið áberandi miðað við í löndunum í kringum okkur. „Hér hefur aldrei verið sú hljóðfærahefð sem víða er. Sterkasta hefðin okkar er kringum kvæðin og rímurnar og hún rétt heldur lífsmarki. Við sem höfum ánetjast henni grínumst stundum með það að Ísland ætti að vera miðstöð fyrir þjóðlagatónlist Norður- Atlantshafslandanna, það mundi passa svo vel landfræðilega að við héldum utan um tónlistararf Norður-Ameríku og Norður-Evrópu.“ Gýa, hópurinn sem Linus Orri er í hittist vikulega og spilar á Bar-Ananas á Klapparstíg. „Við höfum gert það næstum í fjögur ár og það er opið hús. Þar spilum við mikið af írskri tónlist. En á Vöku annað kvöld erum við í rauninni að koma í fyrsta skipti opinberlega fram og frumflytja það sem við höfum verið að búa til og það er rammíslenskt. Ég hef verið að taka alls konar stef úr íslenskri sönghefð og búa til hljóðfæratónlist úr því. Meðal þess sem ég hef notað er stemma úr Hænsna-Þórisrímum og líka sönglag úr Melódíu sem er handrit frá 1666. Við hlökkum til að kynna þessa afurð. Það er alltaf áhugavert þegar maður fær strax tilfinninguna fyrir því að eitthvað sé íslenskt, að það sé þannig bragur á því.“ Vaka stendur sem sagt í þrjá daga. „Þess vegna köllum við þetta þjóðlaga- helgi en ekki hátíð,“ segir Linus Orri. „Við fengum inni í tungumálaskólan- um Dósaverksmiðjunni. Hljómsveitin Mandólín hefur haldið tvenna tónleika þar og gengið vel. Það sem ég er spennt- astur fyrir um helgina er dansinn. Því að á laugardeginum eru tvö dansnámskeið og þá getur fólk lært sporin og eftir tón- leikana um kvöldið verður spilað fyrir dansi svo þá gefst því tækifæri til að spreyta sig og nýta þekkinguna.“ Hann segir stemninguna um helgina verða heimilislega. „Það er meira að segja kvöldmatur fyrir tónleikana og ef ég mætti ráða mundum við öll bara gista þarna! Ég vil að þetta sé þannig að fólk komi í dag og verði fram á sunnudag!“ Fram að þessu hefur Vaka verið haldin á Akureyri og Linus segist eiga góðar minningar þaðan, meðal annars af stuðinu á tjaldstæðinu. „En við reyn- um að hafa prógrammið okkar þannig að fólk geti mætt og verið alla helgina.“ Dagskrána í heild sinni má kynna sér á vakareykjavik.is. gun@frettabladid.is Deila tónum og sporum Dillandi tónlist og fjörugir dansar munu fylla gamla niðursuðuverksmiðju nú þegar þjóðlagahelgin Vaka verður haldin í fimmta sinn, en í fyrsta skipti sunnan heiða. Linus Orri hlakkar til að læra dans. Á Vöku verða evrópskir þjóðdansar og íslenskir sagnadansar. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Söngkonan Ragnheiður Gröndal er meðal þeirra sem koma fram á Vöku. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN 1768 Eggert Ólafsson, skáld og varalögmaður, ferst á Breiðafirði ásamt konu sinni og sex öðrum á leið sinni úr vetursetu í Sauð- lauksdal. 1829 Jónas Hallgrímsson flytur prófræðu sína í Bessastaðakirkju. 1836 Paul Gaimard kemur með leiðangur sinn til Reykjavíkur sem fer víða um land. Einn leiðangursmanna, August Mayer, teiknar fjölda mynda hérlendis. 1851 Jón Sigurðsson er kosinn forseti Kaupmannahafnardeildar Hins íslenska bókmenntafélags og gegnir þeirri stöðu til dauðadags. Af því er hann nefndur Jón forseti. 1894 Eldey er klifin í fyrsta skipti. Þar er að verki Eldeyjar- Hjalti (Hjalti Jónsson) og tveir aðrir Vestmannaeyingar. Þetta er hættuför hin mesta. 1919 Fyrsti íslenski ríkisráðs- fundurinn er haldinn í Fredens- borgarhöll í Danmörku. 1940 Róstur verða eftir knatt- spyrnuleik milli Fram og Víkings í Reykjavík. Þrjátíu manns eru handteknir. 1962 HM í knattspyrnu hefst í Síle. 1977 Kvikmynd Hrafns Gunn- laugssonar, Blóðrautt sólarlag, er frumsýnd. Deilur verða um hana. 1979 Brúðubíllinn hefur starfsemi sína í Reykjavík. 1984 Alþingismönnum er fjölgað úr 60 í 63 á Íslandi og kosninga- aldur lækkaður úr 20 árum í 18 ár. 1996 Hoover-stofnunin lætur frá sér bjartsýnisskýrslu þar sem ályktað er að hnattræn hlýnun muni draga úr dánartíðni í Norður- Ameríku. Merkisatburðir Vinnuhelgi er fram undan hjá sjálf boðaliðum í Selárdal í Arnarfirði. Hafist verður handa strax í dag við að lagfæra lóð og hús listamannsins Samúels Jónssonar (1884-1969) og gera það heimilislegt. Söfnun á heimilistækjum í húsið stend- ur yfir á fésbók, vöff lujárni, brauðrist, pottum, pönnum, hraðsuðukatli, hnífa- pörum, bollum og tilheyrandi. Haldið verður áfram næstu daga við tiltekt og f leiri komast að, en þeir sem vilja mæta eru varaðir við að Breiðafjarðarferjan Baldur verður ekki í förum á sunnu- daginn. Frí gisting og fæði er í boði í Selárdal en hafa þarf samband við Ólaf J. Engilbertsson í síma 698-7533. – gun Vinnuhelgi í Selárdal í Arnarfirði Listaverk- unum hefur verið gert til góða og allt að komast í topplag. 3 0 . M A Í 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R22 T Í M A M Ó T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð TÍMAMÓT 3 0 -0 5 -2 0 1 9 0 7 :5 4 F B 0 6 4 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 3 2 1 -F B F 0 2 3 2 1 -F A B 4 2 3 2 1 -F 9 7 8 2 3 2 1 -F 8 3 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 6 4 s _ 2 9 _ 5 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.