Fréttablaðið


Fréttablaðið - 20.07.2019, Qupperneq 6

Fréttablaðið - 20.07.2019, Qupperneq 6
UMHVERFISMÁL „Þessu fylgir auðvit- að mengun eins og öllum ferðamáta en það eru eiginlega allir á fleygiferð við að bæta ástandið. Mér finnst við varla hafa séð reyk úr þessum skip- um í sumar. Maður sér miklar breyt- ingar milli ára,“ segir Pétur Ólafsson, hafnarstjóri á Akureyri, um mengun af völdum skemmtiferðaskipa. Í ár er gert ráð fyrir að komur skemmtiferðaskipa til Akureyrar verði 208 en þær voru 179 á síðasta ári. Á meðan skipin liggja í höfn nota þau dísilolíu eða skipagasolíu til að framleiða rafmagn. Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxa- flóahafna, segir ástandið almennt séð ágætt. „Eigendur þessara skipa sem eru að koma eru allir af vilja gerðir. Þeir vita það auðvitað að ef þeir eru ekki að reyna að draga úr umhverfisáhrifum þá lenda þeir bara í vandræðum sjálfir.“ Telja skemmtiferðaskipin á réttri leið í mengunarmálum Skipið Zuiderdam sem er hér í Sundahöfn fær góða einkunn hjá umhverfissamtökunum Friends of the Earth sem birtist í júní. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Hafnarstjórar Faxaflóa- hafna og Akureyrar- hafnar eru sammála því að langt sé í að stærstu skemmtiferðaskipin geti tengst rafmagni í höfn- um landsins sem myndi draga úr loftmengun. Fyrst þurfi að byggja upp innviði sem dugi minni skipunum. Komum skemmtiferðaskipa hefur fjölgað mikið á undan- förnum árum. Umhverfiseinkunn Friends of the Earth 2019 Nokkur skip sem hafa viðkomu í júlí Farþegar og áhöfn Loftslags- einkunn Heildar- einkunn Queen Victoria 3.200 F C- MSC Orchestra 4.187 F F Zuiderdam 3.200 B- A- Queen Mary 2 3.948 B- A- Disney Magic 3.754 F C- Samkvæmt árlegu útstreymis- bókhaldi losuðu skip 47.500 tonn af koltvísýringi innan hafnarsvæða Faxaflóahafna á síðasta ári. Tæpur þriðjungur losunarinnar var vegna skemmtiferðaskipa eða rúmlega 14 þúsund tonn. „Við höfum talað gegn svartolí- unni býsna lengi og nú taka gildi um næstu áramót reglur þar sem verður dregið verulega úr brenni- steinsinnihaldinu. En að vísu er alltaf þessi koltvísýringslosun sem fylgir skipunum. Ég held að menn séu á réttri leið en þetta tekur tíma,“ segir Gísli. Það sé gott skref og skipin muni þá keyra á eins hreinni olíu og kostur sé og þar með dragi verulega úr útblæstri óheilnæmra efna. Pétur hefur í sumar tekið saman gögn úr skipunum sem komið hafa til Akureyrar þótt ekki hafi allir skilað. Samkvæmt þeim eru langflest skipin að nota olíu með brennisteinsinnihaldi undir þeim mörkum sem tekin verða upp um næstu áramót. „Það verður ef laust ekki mikil breyting á losuninni fyrr en við náum að tengja eitthvað af þessum smærri skemmtiferðaskipum við rafmagn í höfnum. Við erum að skoða það og bíðum skýrslu sem er væntanleg með haustinu,“ segir Gísli. Hann segir að það þurfi líka að horfa á f lutningaskipin sem séu álíka stór hluti losunarinnar. „Flutningaskipin taka minni orku þannig að það er viðráðanlegt að setja tengingar fyrir þau. Það er það sem við erum að setja á áætlun hjá okkur.“ Þegar komi hins vegar að raf- tengingu stærri skipanna við hafnir sé það spurning hvenær slíkt verði valkostur. Hver tenging kosti að minnsta kosti einn milljarð króna. „Í stærstu tengingunum þyrftu stjórnvöld að koma að. En það væri ekki nóg að tengja bara í Reykjavík, því það koma líka mjög mörg skip til Ísafjarðar og Akureyrar. Það er framtíðarsýnin en við eigum auð- vitað að byrja á því sem við ráðum við og það er planið.“ Pétur Ólafsson tekur undir með Gísla og segir langt í að hægt verði að tengja stærri skipin á Akur- eyri. „Við erum núna að undirbúa lengingu einnar bryggju hjá okkur og ætlum að gera klárt til að hægt sé að draga í háspennukapla fyrir minni skemmtiferðaskip. En þetta er gríðarlegur kostnaður og það hefur enginn komið að þessu með okkur enn þá.“ Hann segist áætla að kostnaður við það að koma fyrir lögnum og gera innviði klára fyrir eina bryggju sé um 500 milljónir króna. Sótt hafi verið um styrk í tengslum við sam- gönguáætlun en ekkert svar borist enn þá. sighvatur@frettabladid.is 250 200 150 100 50 ✿ Komur skemmtiferðaskipa n Akureyri n Faxaflóahafnir 2013 2014 2015 2016 2017 2018 2019 mest lesið 1 Sólrún Diego sendir lögmenn á DV 2 Engin ákæra gefin út vegna andláts ungu konunnar 3 E. coli-smit í Efstadal 2 eftir að gripið var til aðgerða 4 Ásta um Birgittuárin: „Er enn að vinna mig úr þessu tímabili.“ 5 Hafði hótað að skera kærustu hins stungna á háls 30% 20% ✿ Fylgi flokka samkvæmt skoðanakönnun MMR 25 ,2 % 19 % 9, 2% 14 ,9 % 10 ,9 % 14 ,4 % 12 ,1 % 13 ,5 % 16 ,9 % 10 ,3 % 6, 7% 9 ,7 % 10 ,7 % 8, 4% 6, 9% 4, 8% 4, 3% 1, 5% 0, 3% 0% Annað STJÓRNMÁL Miðflokkurinn mælist með 14,4 prósenta fylgi á sama tíma og fylgi Sjálfstæðisf lokksins hefur aldrei mælst minna, eða 19 prósent. Þetta kemur fram í niður- stöðum nýrrar könnunar MMR á fylgi f lokka á Alþingi. „Það er alltaf óvarlegt að taka of mikið mark á einni könnun. Við þurfum að sjá f leiri kannanir til að sjá hvort þetta sé varanleg breyting,“ segir Ólafur Þ. Harðar- son, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. „Það er mjög athyglisvert að sjá Sjálfstæðis- f lokkinn fara niður, ekki mjög mikið að vísu, og Miðf lokkurinn er að bæta verulega í. Miðað við hvað hinir hreyfast lítið þá er ekki ólíklegt að eitthvert fylgi fari frá Sjálfstæðisf lokknum yfir á Mið- f lokkinn án þess að hægt sé að fullyrða það.“ Píratar mælast næststærsti f lokkurinn með 14,9 prósenta f ylgi. Samf ylkingin er f jórði stærsti f lokkurinn með 13,5 pró- senta fylgi. Viðreisn og Vinstri græn mælast með rúmlega tíu prósenta fylgi. Framsókn mælist svo með 8,4 prósent fylgi. Flokkur fólksins og Sósíalistaf lokkurinn mælast með fylgi undir fimm pró- sentum. „Það er athyglisvert að sjá að fylgi stjórnarf lokkanna saman- lagt er það minnsta sem hefur mælst frá kosningum, rúm 40 pró- sent. Það kemur ekki á óvart því það hefur verið tilhneigingin hér á landi frá hruni að stjórnarf lokkar hafa tapað fylgi, það gerist tiltölu- lega hratt,“ segir Ólafur. „Það er athyglis verðast til lengri tíma litið hvað dreifing fylgisins er mikil. Það hefðu einhvern tímann þótt tíðindi að stærsti f lokkurinn mældist með 19 prósenta fylgi.“ – ab Hefðu þótt tíðindi að stærsti flokkurinn mældist með 19 prósent STJÓRNMÁL Þingmenn Pírata tala hver við annan en ekki hver um annan samkvæmt siðareglum þing- flokksins sem settar voru á síðasta kjörtímabili. „Þetta er upprunnið úr deilum sem komu upp innan f lokksins á þar seinasta kjörtímabili,“ segir Helgi Hrafn Gunnarsson, þing- maður Pírata. Mikilvægt sé að þingmennirnir hafi þessi viðmið um samskipti. Sér í lagi á Alþingi þar sem fólk komi saman til að vera ósammála. „Þá getur hin almenna skynsemi auðveldlega dottið út.“ Undanfarna daga hafa Píratar rætt opinskátt um framkomu Birg- ittu Jónsdóttur, fyrrverandi for- manns f lokksins. Myndband af ræðu Helga Hrafns um samskipta- vanda vakti athygli. Þá hafa bæði Ásta Guðrún Helgadóttir, fyrrver- andi þingmaður, og Sara Elíza Þórð- ardóttir varaþingmaður greint frá erfiðum samskiptum við Birgittu. „Ein reglan er sú að við tölum ekki um fólk heldur við það,“ segir Helgi. „Það kemur alveg fyrir að eitthvert okkar segi eitthvað á borð við: „Þessi er nú svolítið svona eða hinsegin.“ Þegar það kemur upp hjá okkur þá þarf ekki nema einn í hópnum að segja bara „nei við tölum við hann eða hana en ekki um hann eða hana“. Þannig eru áhrifin sem svona baktal getur haft bara kæfð í fæðingu,“ segir Helgi. Helgi segir reglurnar settar fram sem jákvæðar staðhæfingar í stað skipana. „Við segjum til dæmis „Við berum sjálf ábyrgð á eigin til- finningum“ en ekki „Berðu ábyrgð á eigin tilfinningum“.“ Sjá má siða- reglur Pírata á frettabladid.is. – bdj Siðareglur eftir deilur og ósætti Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður Pírata. 2 0 . J Ú L Í 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 2 0 -0 7 -2 0 1 9 0 5 :0 2 F B 0 7 2 s _ P 0 6 7 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 6 6 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 7 3 -F 3 1 4 2 3 7 3 -F 1 D 8 2 3 7 3 -F 0 9 C 2 3 7 3 -E F 6 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 7 2 s _ 1 9 _ 7 _ 2 0 1 9 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.