Fréttablaðið


Fréttablaðið - 20.07.2019, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 20.07.2019, Qupperneq 8
Fjöldamorð í Japan Lögreglan í japönsku borginni Kyoto rannsakaði í gær framleiðsluhús teiknimyndaframleiðslufyrirtækisins Kyoto Animations sem brann á fimmtu- dag. Lögreglu grunar að 41 árs gamall karlmaður sem sakaði fyrirtækið um ritstuld hafi kveikt í byggingunni og drepið 33 starfsmenn. NORDICPHOTOS/AFP Fæst án lyfseðils í öllum apótekum www.florealis.is Notkun fyrir konur, 18 ára og eldri: 2 töflur 2–4 sinnum á dag. Ekki nota Lyngonia ef þú ert með einhverja truflun á nýrnastarfsemi. Notið ekki lengur en viku. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og auka– verkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is. Lyngonia við vægum þvagfærasýkingum Einstök lausn án sýklaly a JAPAN Taro Kono, utanríkisráð- herra Japans, kallaði sendiherra Suður-Kóreu á fund til sín í gær. Þar húðskammaði Japaninn sendiherr- ann Nam Gwan-pyo fyrir að Suður- Kórea hafi ekki samþykkt kröfu Japana um að þriðji aðili dæmdi í áratugagamalli deilu ríkjanna. Málið snýst um bætur fyrir þá Kóreumenn sem voru látnir vinna nauðungarvinnu þegar Japan hélt Kóreuskaganum frá 1910 til 1945. Suðurkóreskur dómstóll úrskurð- aði svo á síðasta ári að tvö japönsk fyrirtæki þyrftu að greiða bætur en Japansstjórn lítur svo á að málið hafi verið til lykta leitt með undir- ritun sáttmála árið 1965 Að sögn Kono höfðu Japanar gefið Suður-Kóreumönnum frest til fimmtudagsins til þess að sam- þykkja kröfuna. Reuters greindi frá því á fimmtudaginn að Japan íhug- aði að leita til Alþjóðadómstólsins og ekki lítur út fyrir að ríkin muni útkljá málið án aðstoðar. Sagði Kono að Suður-Kórea ætti að leiðrétta úrskurð dómstólsins hið fyrsta. „Það sem suðurkóresk stjórnvöld gera nú er í raun að grafa undan stoðum alþjóðasamfélagsins eins og það hefur verið frá lokum síðari heimsstyrjaldar.“ Nam svaraði fyrir ríki sitt og sagði Suður-Kóreu vinna nótt sem nýtan dag að því að skapa umhverfi þar sem hægt væri að útkljá mál sem þessi á þann hátt sem báðum ríkj- um þætti þóknanlegur og myndi ekki skaða tengsl ríkjanna. Suður- Kórea hefði nú þegar lagt fram til- lögur um hvernig hægt væri að ná sáttum. „Heyrðu mig nú,“ sagði Kono þá. „Við höfum nú þegar sagt Suður- Kóreumönnum að tillaga þeirra sé algjörlega óásættanleg. Hún myndi ekki laga ástandið þar sem brotið er gegn alþjóðalögum. Það er gríðar- lega ósvífið að leggja fram slíka til- lögu á ný og þykjast ekki vita það,“ sagði ráðherrann en hvorugur mannanna greindi frá því hvað fólst í tillögunni. Á sama tíma og þessi deila stend- ur sem hæst hefur Japan þrengt reglur um útf lutning á vörum til Suður-Kóreu. Stjórnvöld í Japan segja málin ótengd en þau hafa reitt marga Suður-Kóreumenn til reiði. Þannig greindi Reuters frá því í gær að verslunareigendur hefðu fjarlægt allar japanskar vörur úr hillum sínum og slökkviliðið í höf- uðborginni Seúl sagði frá því að 78 ára gamall karlmaður hefði lagt bíl sínum fyrir utan japanska sendiráð- ið í gær og kveikt í bílnum meðan hann sat í honum. Karlmaðurinn lést af sárum sínum en greint hefur verið frá því að faðir hans var einn þeirra sem var látinn vinna nauð- ungarvinnu í síðari heimsstyrjöld. thorgnyr@frettabladid.is Kastast í kekki á milli Japans og Suður-Kóreu Mikið ósætti er á milli Japans og Suður-Kóreu vegna úrskurðar um bætur fyrir nauðungarvinnu síðustu aldar. Utanríkisráðherra Japans skammaði suðurkóreska sendiherrann. Karlmaður stytti sér aldur í mótmælaskyni. Utanríkisráðherrann og sendiherrann funduðu í gær. NORDICPHOTOS/AFP Deilan snýst um bóta- greiðslur til þeirra Kóreu- manna sem látnir voru vinna nauðungarvinnu á síðustu öld. BRETLAND Næsti forsætisráðherra Breta, hvort sem það verður Boris Johnson eða Jeremy Hunt, þarf að drífa í því að taka ákvörðun um þátt kínverska tæknirisans Huawei í 5G-væðingu fjarskiptanets lands- ins. Þessi afstaða var afrakstur fundar upplýsinga- og ör yg g ismá la nef nd a r breska þingsins í gær. Huawei hefur sætt harðri gagnrýni og þungum ásökunum í Bandar ík junum. Þar hefur fyrirtækið verið sett á svartan lista, í viðskiptabann, og verið sakað um að stunda njósnir fyrir kínversk stjórnvöld. Bandaríkjamenn hafa biðlað til bandamanna sinna um að stunda ekki viðskipti við kínverska risann. Breska þjóðaröryggisráðið, sem fráfarandi forsætisráðherra, Ther- esa May, hefur stýrt, ákvað í apríl að Huawei fengi ekki að koma að mikilvægustu þáttum fjarskipta- uppbyggingarinnar en endanleg ákvörðun í málinu liggur hins vegar ekki enn fyrir. Leiðtogaskiptin hafa tafið ferlið, að því er Reuters greinir frá. „ S v o m i k i l v æ g ák vörðun þar f nast vandlegrar umhugs- unar. En þessi mikla töf er nú að valda verulegum skaða. Hún skaðar tengsl okkar við umheiminn og því er áríðandi að taka ákvörðun,“ sagði í yfirlýsingu frá nefndinni. Þá sagðist nefndin enn fremur telja heppilegast að f leiri aðilar kæmu að 5G-væðingunni til að fyrirbyggja árásir. – þea Afstöðuleysi Bretlands í Huawei-máli skaðlegt GRIKKLAND Jarðskjálfti, 5,3 stig, skall á g rísku höf uðborg inni Aþenu í gær. Samkvæmt gríska miðlinum Kathimerini bárust engar til- kynningar um alvarleg meiðsli eða alvarlegt tjón á eignum en upptök skjálftans voru um 23 kílómetra norðvestur af borginni. Rafmagn fór af og fjarskiptanet urðu óvirk í ýmsum hverfum borgarinnar eftir að skjálftinn reið yfir. Að sögn breska ríkis- útvarpsins, BBC, voru áhrifin mest í miðborginni. Þurfti því að kalla út slökkvilið til þess að bjarga fólki – milli tíu og tuttugu manns – sem hafði lokast inni í lyftum vegna raf- magnsleysisins. „Það er engin ástæða til þess að hafa áhyggjur. Byggingar höfuð- borgarinnar eru hannaðar til þess að standa af sér mun öf lugri skjálfta en þennan,“ sagði Efthym- ios Lekkas, yfirmaður jarðskjálfta- varnastofnunar Grikklands. Biðlaði hann jafnframt til íbúa Aþenu og nærliggjandi bæja að örvænta ekki. Þetta var fyrsti jarðskjálftinn sem Aþenubúar finna fyrir frá því í september 1999. Samkvæmt þeim sérfræðingum sem BBC vitnaði til átti skjálftinn nú upptök á nærri sama stað og skjálftinn þá, það er að segja við Parnitha-fjall. Skjálftinn sem reið yfir fyrir tuttugu árum var hins vegar mun skaðlegri. 143 fórust og tugir þús- unda bygginga skemmdust. – þea Jörð skalf í Aþenuborg 2 0 . J Ú L Í 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R8 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 2 0 -0 7 -2 0 1 9 0 5 :0 2 F B 0 7 2 s _ P 0 6 8 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 6 5 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 7 3 -E E 2 4 2 3 7 3 -E C E 8 2 3 7 3 -E B A C 2 3 7 3 -E A 7 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 7 2 s _ 1 9 _ 7 _ 2 0 1 9 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.