Fréttablaðið - 20.07.2019, Síða 27

Fréttablaðið - 20.07.2019, Síða 27
Framhald á síðu 2 ➛ L AU G A R DAG U R 2 0 . J Ú L Í 2 0 1 9 Kynningar: Náttúruminjasafn Íslands, Listasafn Íslands, Hafnarfjörður, Reykjavíkurborg, Hvalasafnið Söfn á Íslandi Guðmunda og sonur hennar, Benjamín, voru hugfangin af safninu. Benjamín fannst æðislegt að skoða steina og kristalla. FRETTABLAÐIÐ/VILHELM Sýningin veitir á nýstárlegan og heildstæðan hátt innsýn í eina mikilvægustu auðlind landsins, vatnið, og höfðar jafnt til barna og fullorðinna. Tveir safnkennarar starfa við safnið og taka á móti skólahópum. Einnig er tilvalið fyrir fjölskyldur að koma og fræðast saman. Í fjórða skipti á sýninguna Guðmunda Kristjánsdóttir og sonur hennar, Benjamín Krist- jánsson 10 ára, fóru saman á sýninguna á þriðjudag. Þetta var í fjórða skiptið sem Benjamín fer á sýninguna en hann langaði að sýna móður sinni hvernig hún væri uppbyggð. Guðmunda og eig- inmaður hennar, Kristján Benja- mínsson, eru mikið útivistarfólk, fara gjarnan í útilegur og göngur. Guðmunda segir að Benjamín hafi einstakan áhuga á náttúrunni og hann sé steinasafnari. „Við sáum viðburð auglýstan sem var tilraunastofa. Það vakti athygli okkar og við ákváðum að skella okkur sem var frábært. Að ganga inn í þetta rými var mögnuð upplifun. Lýsingin og hljóðið gerðu umhverfið áhuga- vert. Vatnshljóð og fuglasöngur í loftinu og mér fannst ég vera komin í útilegu. Strax og maður gekk inn var eitthvað um að vera sem vakti athygli, skjáir með ýmsum fróðleik, en einnig var hægt að klifra og leika sér. Þá var hægt að gefa fiskum að borða og alveg magnað að horfa á fiskana elta hreyfinguna,“ segir Guð- munda. Holufyllingar vöktu áhuga Benjamín fór í fyrsta skipti með afa sínum á sýninguna og hafði mjög gaman af því. Næst fór hann með skólanum og var stoltur að fá vildarvinakort Perlunnar. Í þriðja skiptið fór hann með ömmu sinni og frændsystkinum og nú með móður sinni. „Honum fannst holufyllingarnar afar spennandi. Við ferðumst mikið um landið og á sýningunni gátum við tengt við staði þar sem við höfum dvalið og urðum margs vísari um þá. Þarna fræddumst við um grunn- vatn, lindarvatn og jökulvatn. Fengum að vita allt mögulegt um vatnið sem er allt í kringum okkur hér á landi. Jöklar, fossar, rennandi vatn, rigningin og allt þetta sem við upplifum í daglegu lífi. Ástæða þess að Benjamín var svona hrifinn af holufyllingum tengist áhuga hans á steinum og kristöllum. Hann tínir upp steina allan daginn þegar við erum á ferðalögum. Þessi sýning er algjörlega bæði fyrir börn og full- orðna,“ segir Guðmunda og bætir við að það sé svo skemmtilegt að sýningin bjóði upp á samtal barna og fullorðinna um náttúru Íslands. „Bæði eru þarna hlutir sem börnin geta skoðað sjálf af áhuga en einnig stöðvar þar sem efnið er sett upp á myndrænan hátt og gaman að spjalla um. Til dæmis er hægt að fræðast um vatnsmagn í ólíkum ám á Íslandi. Fram- setningin er mismunandi stórar vatnskúlur. Það er eins og þær séu lifandi og vekja mikla athygli ungra gesta, mikill fróðleikur. Einnig er þarna stórt borð sem Mögnuð upplifun í Perlunni Sýning Náttúruminjasafns Íslands í Perlunni, Vatnið í náttúru Íslands, hefur vakið athygli. Sýningin er glæsileg og miðlar nýjustu tækni til áhorfenda sem geta notið undra íslenskrar náttúru. KYNNINGARBLAÐ 2 0 -0 7 -2 0 1 9 0 5 :0 2 F B 0 7 2 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 3 7 4 -1 5 A 4 2 3 7 4 -1 4 6 8 2 3 7 4 -1 3 2 C 2 3 7 4 -1 1 F 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 0 7 2 s _ 1 9 _ 7 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.