Fréttablaðið - 20.07.2019, Side 29

Fréttablaðið - 20.07.2019, Side 29
Það er svo gaman að sjá fjölskyldur koma saman á safnið og eiga samræður um verkin sem þau skoða með fjársjóðskortinu. Að sögn Ragnheiðar Vignis-dóttur, verkefnastjóra viðburða og fræðslu hjá Listasafni Íslands, er sumarið einstaklega skemmtilegur tími í Listasafni Íslands. Á hverjum fimmtudegi er jazztónleikaröðin Freyjujazz með tónleika í safninu við Fríkirkjuveg þar sem tónlistin ómar um húsið. Einnig eru sumar- tónleikar í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar í Laugarnesi á hverju þriðjudagskvöldi fram í ágúst. „Við erum með skipulagðar leiðsagnir á ensku fyrir erlenda gesti einu sinni í viku og sérstakt fræðsluefni fyrir börn sem heim- sækja safnið á eigin vegum eða með fjölskyldum sínum,“ segir Ragnheiður. Fræðsluefnið er í formi fjársjóðskorts sem leiðir fjölskyldur í gegnum sýninguna Fjársjóður þjóðar. „Það er svo gaman að sjá fjölskyldur koma saman á safnið og eiga samræður um verkin sem þau skoða með fjársjóðskortinu.“ Áhugaverðar sýningar „Gestir geta gengið að sýningu á verkum úr safneign Listasafns Íslands og það vekur mikla gleði. Sýningin sem um ræðir, Fjársjóður þjóðar, gefur innsýn í íslenska listasögu frá aldamótum 1900 til dagsins í dag. Það er ánægjulegt að miðla safnkostinum í bland við sýningar á verkum eftir starfandi listamenn eins og yfir- litssýningu Huldu Hákon – Hverra manna ertu? sem nú stendur yfir fram í septem- ber. Hulda Hákon markaði sér f ljótt sérstöðu í íslenskri listasögu bæði í efnisvali og myndmáli. Flest verka hennar eru lágmyndir og eru elstu verkin gerð úr spýtnabraki. Verkin á sýningunni spanna allan feril Huldu, frá 1983 til 2019. Auk þeirra sýnir Listasafn Íslands viðtalsmynd við listamanninn sem unnin var sérstaklega í tengslum við sýninguna. „Þessi sýning er alveg mögnuð og hún á erindi við almenning. Við sjáum og heyrum hversu vel þessi sýning höfðar til gestanna okkar, bæði erlendra gesta og íslenskra. Verkin skír- skota bæði til hversdagsleikans sem við öll þekkjum og til samfélagsins, oft með gagn- rýnum hætti. Hulda sækir einnig í sagnaarf þjóðarinnar og miðlar honum á áhugaverðan hátt. Sýningin er uppfull af skilaboðum og verkum sem fá mann til þess að hugsa og tengja við sitt eigið líf og sitt eigið samfélag – það er það sem er svo gefandi, þetta er sýning sem skilur eitthvað eftir, og ég leyfi mér að segja sýning sem enginn má missa af,“ útskýrir Ragnheiður. Margt í boði Hægt er að kaupa aðgöngumiða á safnið en innifalin í honum er einnig heim- sókn í Listasafn Sigurjóns Ólafssonar í Laugarnesinu, Safn Ásgríms Jónssonar við Bergstaðastræti 74 og Safnahúsið við Hverfis- götu. „Listasafnið hóf nýlega samstarf við Þjóðminjasafn Íslands þar sem gestum safnsins er sérstaklega boðið í Safnahúsið við Hverfis- götu sem hýsir mörg verk úr safneign Listasafns Íslands, en Safnahúsið er rekið af Þjóð- minjasafninu. Samstarfið felst einnig í því að gestum Þjóðminja- safnsins er boðinn aðgangur að Safni Ásgríms Jónssonar, heimili listamannsins.“ segir Ragnheiður. „Í raun fá gestirnir okkar einn miða sem gildir á fjögur söfn sem upplagt er að nýta sumarið til að skoða og njóta.“ Safnið býður einnig upp á skemmtilega viðburða- og fræðsludagskrá. „Í Listasafninu er fjölbreytt viðburða- og fræðslu- dagskrá sem tengist sýningum safnsins. Krakkaklúbburinn Krummi er öflug viðbót við safnastarfið okkar og verður haustdagskrá klúbbsins kynnt á Menningarnótt með stórum við- burði. Sérsniðnar leiðsagnir fyrir eldri borgara sem kallast Gæða- stundir eru einu sinni í mánuði á safninu þar sem boðið er upp á fræðslu og leiðsagnir ásamt kaffi og bakkelsi sem er alltaf vel þegið,“ segir Ragnheiður. „Við erum einnig með leiðsagnir fyrir almenning og viðburði í tengslum við yfirstandandi sýn- ingar og vinnum nú að haustdag- skránni sem ég get lofað að verður viðburðarík og skemmtilegt.“ Vert er að minnast á safnbúð listasafnsins, en þar eru fram- leiddar vörur sem tengjast safninu og íslenskri myndlist. „Þar eru listaverkabækur til sölu og einstök gjafavara. Heimsókn í safnbúðina er upplifun út af fyrir sig.“ Til að fylgjast með tilkynningum um nýjar sýningar, fræðslu og viðburði er hægt að heimsækja heimasíðu Listasafns Íslands www.listasafn.is. Safnið er opið alla daga í sumar frá 10.00-17.00. Lífið í Listasafni Íslands er einstakt á sumrin Það er mikið um að vera í Listasafni Íslands yfir sumartímann. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR „Heimsókn í safnbúðina er upplifun út af fyrir sig,“ segir Ragnheiður. Boðið er upp á skipulagðar leiðsagnir á ensku fyrir erlenda gesti einu sinni í viku. „Það er gaman að sjá hvað erlendir gestir eru heillaðir af safninu.“ Gestunum fjölgar, Íslend- ingar í sumar- leyfum mæta og njóta sýninga safnsins og er- lendir ferða- menn streyma að og heillast af íslenskri list. KYNNINGARBLAÐ 3 L AU G A R DAG U R 2 0 . J Ú L Í 2 0 1 9 SÖFN Á ÍSLANDI 2 0 -0 7 -2 0 1 9 0 5 :0 2 F B 0 7 2 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 3 7 4 -1 A 9 4 2 3 7 4 -1 9 5 8 2 3 7 4 -1 8 1 C 2 3 7 4 -1 6 E 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 7 2 s _ 1 9 _ 7 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.