Fréttablaðið - 20.07.2019, Side 30

Fréttablaðið - 20.07.2019, Side 30
Á síðustu árum hefur sprottið upp um allan bæ fjölbreytt verslun og þjónusta, veit- ingastaðir og kaffihús sem íbúar og vinir Hafnarfjarðar nýta sér óspart. Þannig geta allir fundið eitthvað við sitt hæfi. Hvort sem það er útivist í upp- landi Hafnarfjarðar á Helgafelli, við Hvaleyrarvatn eða Ásfjallið, leikur og fjör á Víðistaðatúni og í Hellisgerði eða menningarleg upplifun í miðbæ Hafnarfjarðar þar sem finna má hvort tveggja Byggðasafn Hafnarfjarðar, sem er með sýningar í fimm húsum og á Strandstíg, og listasafnið Hafnar- borg. Frítt á öll söfn Menningarbærinn Hafnarfjörður tekur vel á móti listunnendum og áhugasömum um sögu Fjarðarins og fólksins sem hann byggði. Þannig hefur list og menning frá upphafi spilað mikilvægt hlut- verk í hafnfirsku samfélagi. Frítt er inn á öll söfn Hafnarfjarðar. Því er tilvalið að njóta dagsins á rölti um miðbæinn, drekka í sig söguna og menninguna og upplifa á sama tíma allt það sem miðbær Hafnar- fjarðar hefur upp á að bjóða. Hafnarborg, menningar- og listamiðstöð Hafnarfjarðar, er opin frá kl. 12 til 17 alla daga vikunnar nema á þriðjudögum þegar safnið er lokað. Frá 1. júní til 31. ágúst er Byggðasafn Hafnar- fjarðar opið alla daga frá kl. 11 til 17. Hafnfirðingar og aðrir Íslend- ingar eru duglegir að heimsækja söfnin í Hafnarfirði en erlendir ferðamenn eru líka farnir að gera það í auknum mæli. Fólk er farið að sjá hve greitt aðgengið er að hafnfirskri menningu og sögu. Fjölbreytileiki sýninga, viðburða og hvers kyns skemmtana er gríðarlega mikill. Hið náttúrulega umhverfi Þessa dagana stendur meðal ann- ars yfir í Hafnarborg áhugaverð sýning átta samtímaljósmyndara sem endurspeglar sýn þeirra á Hafnarfjörð. Sýningarstjóri er Kirsten Simonsen og listamenn- irnir eru Daniel Reuter, Marino Thorlacius, Pamela Perez, Pétur Thomsen, Spessi, Staś Zawada, Stuart Richardson og Svala Ragnars. Öll eiga þau það sameiginlegt að hafa unnið að ljósmyndaverk- efnum í Hafnarfirði og umhverfis bæinn á árunum 2006 til 2019. Verkin á sýningunni varpa ljósi á tímahvörf bæjarins. Þau gefa inn- sýn í hið nýja og oft á tíðum flókna bæjarfélag sem er að myndast, hið náttúrulega umhverfi í Hafnarfirði árið 2019. Áherslur og nálgun lista- mannanna er mjög ólík. Þeir hafa reikað um götur Hafnarfjarðar, meðal annars með barnavagn, séð heilu hverfin taka á sig mynd í útjaðri bæjarins, heimsótt iðnaðar- hverfi sem þarfnast endurbóta og fundið merki um huldufólk. Listamennirnir hafa upplifað óspillta fegurð og einstæð augna- blik í umhverfinu og samfélaginu sem oft falla í skuggann. Myndir þeirra fanga á sama tíma fersk- leika, hlýju og fábrotin sérkenni sem gera Hafnarfjörð einstakan og öðruvísi. Sýningarskrá Hafnarborgar er fjölbreytt en að jafnaði eru í safn- inu haldnar 10–12 myndlistar- sýningar á ári, þar sem finna má verk er spanna íslenska listasögu allt frá þjóðargersemum frum- kvöðlanna til tilraunakenndra verka samtímalistamanna. Fyrir- lestrar og málþing í tengslum við sýningar safnsins eru fastur liður í dagskránni. Áhersla er lögð á að bjóða upp á samtal gesta við listamenn og sýningarstjóra og stuðla þann- ig að áhugaverðari upplifun af sýningum. Listasmiðjur og leið- sagnir fyrir börn eru einnig reglu- legir viðburðir. Yfir veturinn eru hádegistónleikar haldnir mán- aðarlega og er þar lögð áhersla á klassíska tónlist, auk þess sem samtímatónleikaröðin Hljóðön skipar veglegan sess í dagskránni. Komdu og upplifðu Hafnarfjörð Áhugaverð sýning um sýn átta samtímaljósmyndara á Hafnarfjörð stendur nú yfir í Hafnarborg. Mannauður safna Hafnarfjarðar er mikill. Hér má sjá Rósu Karen Borgþórsdóttur, safnvörð á Byggðasafni, og Nínu Friðriksdóttur, afgreiðslufulltrúa í Hafnarborg. Hafnarfjörður er einstakur bær. Þar eru ævintýri og djúp saga við hvert fótmál, miðbærinn er fullur af lífi og hafnarsvæðið heillandi. Nánari upplýsingar má finna á: www.skogasafn.is www.facebook.com/SkogarMuseum netfang: booking@skogasafn.is Opið: Vetur: 11:00-17:00 Sumar: 09:00-18:00 Góður afsláttur fyrir hvers kyns hópa, sendið okkur fyrirspurnir á booking@skogasafn.is og fáið tilboð. Þar er að finna byggðasafn, húsasafn og samgöngu- og tækniminjasafn með fjölbreyttar sýningar á um 2.500 m2. Minjagripaverslun og veitingastaðurinn Skógakaffi eru í Samgöngusafninu. Skógasafn er stærsta og fjölsóttasta safnið á landsbyggðinni KÍNASAFN UNNAR Í safninu eru fornmunir, allt að 1500 ára gamlir, úr bronsi, látúni, keramik, postulíni, silki, fílabeini og viði. Mjög gott aðgengi er að safninu, sem er á baklóð Njálsgötu 33. Hægt er að aka í hjólastól frá gang stéttinni og alla leið inn í safnsalinn. Safnið er fyrir alla, frá 12 ára aldri og upp úr. Símar 551 2596 og 868 2726. Netfang: kinaklubbur@simnet.is Unnur Guðjónsdóttir í kínverskri lokrekkju frá 18. öld. KÍNASAFN UNNAR, Njálsgötu 33b, Reykjavík, er opið almenningi laugardaga og sunnudaga frá kl. 14.00 til 16.00. Gestir safnsins eru líka velkomnir að skoða stofur íbúðar Unnar, á Njálsgötu 33, en þær eru fullbúnar kínverskum húsgögnum og munum. Hægt að panta sérsýningar utan almenns sýningartíma. www.kinaklubbur.weebly.com 4 KYNNINGARBLAÐ 2 0 . J Ú L Í 2 0 1 9 L AU G A R DAG U RSÖFN Á ÍSLANDI 2 0 -0 7 -2 0 1 9 0 5 :0 2 F B 0 7 2 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 7 4 -1 5 A 4 2 3 7 4 -1 4 6 8 2 3 7 4 -1 3 2 C 2 3 7 4 -1 1 F 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 0 7 2 s _ 1 9 _ 7 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.