Fréttablaðið - 20.07.2019, Page 43

Fréttablaðið - 20.07.2019, Page 43
Pakkhúsið að Vesturgötu 6 Í Pakkhúsinu eru að öllu jöfnu þrjár sýningar í gangi í einu, fastasýning um sögu bæjarins, leikfangasýning og þemasýning. Fastasýningin tekur á sögu Hafnar- fjarðar og nágrennis í máli og myndum. Sagan er rakin frá landnámi til okkar daga. Þar er meðal annars hægt að fræðast um þýska og enska tímabilið, verslunar- söguna, útgerðarsöguna, íþróttasöguna, hernámið og kvikmyndahúsin. Leikfangasýningin er vinsæl og þá sér í lagi meðal barna. Þar má skoða fjöldann allan af leikföngum sem skipt er út reglulega þannig að alltaf er eitthvað nýtt og ferskt að sjá. Þemasýningin í forsal Pakkhússins þetta sumarið ber nafnið Í skjóli klausturs og er henni ætlað að varpa ljósi á 80 ára sögu Karmelklaustursins í Hafnarfirði og starfsemi þess með mjög myndrænum og áhugaverðum hætti. Sex frábærir safnstaðir í miðbæ Hafnarfjarðar Byggðasafn Hafnarfjarðar er minja- og ljósmyndasafn bæjar- ins. Safnið hefur það mikilvæga hlutverk að safna og skrásetja, varðveita, forverja og rannsaka muni og minjar sem tengjast menningarsögu svæðisins og kynna fyrir gestum og gangandi. Starfsemi Byggðasafnsins nær til sex safnstaða. Safnstaðir í miðbæ Hafnarfjarðar eru sex talsins, sjö með Hafnarborg. Á Strandstígnum má finna ljós- myndasýningu sem varpar ljósi á dagleg störf og sögu fólksins sem bæinn byggði. Sívertsenshúsið að Vesturgötu 6 er elsta hús Hafnarfjarðar, byggt á árunum 1803-1805 af Bjarna Sívertsen. Hann var mikill athafnamaður í Hafnarfirði á árunum 1794-1830 og rak þá útgerð, verslun og skipasmíðastöð í bænum. Húsið hefur verið gert upp í upprunalega mynd og er þar sýnt hvernig yfirstéttarfjölskylda í Hafnarfirði bjó í byrjun 19. aldar, auk þess sem varpað er ljósi á merkilega sögu Bjarna Sívertsens og fjölskyldu hans. Bungalow að Vesturgötu 32 var byggt sem íbúðarhús fyrir skosku bræðurna Harry og Douglas Book- less árið 1918. Þeir ráku umfangsmikla útgerð frá Hafnarfirði á fyrri hluta 20. aldar. Bræðurnir voru áhrifamiklir og lang- stærstu atvinnurekend- urnir í bænum um árabil. Eftir daga Bookless Bros tók annað breskt fyrir- tæki, Hellyer Bros Ltd frá Hull, við eignum fyrirtækis- ins og rak blómlega útgerð um tíma. Húsið var opnað eftir endurbætur árið 2008 og er þar að finna sýningu um tímabil erlendu útgerðanna í Hafnarfirði á fyrri hluta 20. aldar. Þar að auki má sjá þar stássstofu þeirra Bookless-bræðra. Beggubúð að Vesturgötu 6 er verslunarminjasafn Byggða- safns Hafnarfjarðar. Húsið, sem byggt var árið 1906, stóð áður við aðalverslunargötu bæjarins. Húsið var síðan flutt á lóð safnsins, gert upp og opnað sem sýningahús árið 2008. Siggubær að Kirkjuvegi 10 Erlendur Mar- teinsson sjó- maður byggði Siggubæ árið 1902. Dóttir hans, Sigríður Erlendsdóttir, var tíu ára gömul þegar hún flutti í húsið og bjó þar allt til ársins 1978, þegar hún fluttist á elli- og hjúkrunarheimilið Sól- vang. Bær hennar er varðveittur sem sýnishorn af heimili verka- manns og sjómanns í Hafnarfirði frá fyrri hluta 20. aldar, þar sem hægt er að upplifa og kynnast því hvernig alþýðufólk í bænum bjó á þeim tíma. Strandstígurinn Á Strandstígnum meðfram höfninni í Hafnarfirði er Byggðasafn Hafnarfjarðar með sýningaraðstöðu fyrir ljósmynda- safn sitt. Þar eru settar upp ljósmynda- sýningar er varpa ljósi á dagleg störf og sögu fólksins sem bæinn byggði. Uppskrift að góðum degi! Auðvelt er að skipuleggja heilan dag með fjölskyldu eða vinum í Hafnarfirði. Tilvalið er að byrja daginn á sundferð í Ásvallalaug eða Suðurbæjarlaug, skella sér á kaffihús eða í bakarí að sundferð lokinni og upplifa svo miðbæinn eða upplandið, hjólandi eða gangandi. Það er hægur leikur að rölta safna á milli í miðbænum, síðan eru álfar og ævintýri í Hellisgerði í aðeins fimm mínútna göngufjarlægð. Einstakt útsýni yfir mynni Hafnarfjarðar er frá Norðurbakkanum, hönnun, sköpun og handverk er alls ráðandi við Flensborgar- höfn í bland við lífið á höfninni, báta og skip af öllum stærðum og gerðum. Húsið var opnað eftir endurbætur árið 2008 og er þar að finna sýningu um tímabil erlendu útgerðanna. Sýnis- horn af heimili verkamanns og sjómanns í Hafnarfirði. KYNNINGARBLAÐ 5 L AU G A R DAG U R 2 0 . J Ú L Í 2 0 1 9 SÖFN Á ÍSLANDI 2 0 -0 7 -2 0 1 9 0 5 :0 2 F B 0 7 2 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 7 4 -1 5 A 4 2 3 7 4 -1 4 6 8 2 3 7 4 -1 3 2 C 2 3 7 4 -1 1 F 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 0 7 2 s _ 1 9 _ 7 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.