Fréttablaðið - 20.07.2019, Blaðsíða 45

Fréttablaðið - 20.07.2019, Blaðsíða 45
Á Kjarvalsstöðum er vinsælt kaffihús. MYND/SIGTRYGGURARI Verk Williams Morris eru vel þekkt í dag því enn er verið að framleiða ýmsa muni sem eru skreyttir með munstrum eftir hann. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Á Kjarvalsstöðum er hálfgert blómaþema um þessar mundir. MYND/SIGTRYGGUR ARI Á Listasafni Reykjavíkur er hægt að skoða mikinn fjölda glæsilegra mál- verka. Í einum salnum eru glæsileg verk eftir Erró. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Árið 2019 er tileinkað list í almannarými og því hefur safnið lagt áherslu á að vekja athygli á þeim fjölmörgu lista- verkum sem eru í borginni. Um alla borg er hægt að skoða falleg listaverk sem gleðja. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Á Ásmundarsafni eru verk Ásmundar til sýnis ásamt verkum eftir starfandi listamenn sem eiga verk í borgarlandinu. Þar er nú verið að sýna upprunalegar skissur og afsteypur af verkum í borgarlandinu. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI 1820 og var alþýðulistamaður, f lakkari og utangarðsmaður sem fór sínar eigin leiðir. Það er í raun ótrúlegt hvernig honum tókst að varðveita verk sín, því hann virðist hvergi hafa átt heima, blessaður. Við hliðina á Sölva er sýning á verkum eftir breskan samtíma- mann hans, William Morris. Hans verk eru vel þekkt í dag því enn er verið að framleiða til dæmis húsbúnað og fatnað sem er skreyttur með munstrum eftir hann, til dæmis flísar, veggfóður, slæður, regnhlífar og fleira. H&M gaf líka nýlega út línu sem var undir áhrifum hans,“ segir Áslaug. „Morris lærði íslensku og kom hingað árin 1871 og 1873. Hann þýddi Íslendingasögurnar og talið er að þannig hafi J.R.R. Tolkien kynnst þeim. Þetta eru allt mjög áhugaverðar sýningar og það var einn gestur sem sagði „ég held að þið gerið ykkur ekki grein fyrir hvað Kjar- valsstaðir eru mikill „blockbuster“ núna!“ Hægt að sjá hljóð og Erró „Í Hafnarhúsinu er verið að sýna verk eftir Erró sem eru sívinsæl, ekki síst meðal erlendra ferða- manna. Nú er verið að sýna meðal annars Kínversku seríuna, sem kom honum á kortið erlendis,“ segir Áslaug. „Hann málaði fullt af myndum af Maó að ferðast um heiminn, en í raun fór Maó aldrei út fyrir Kína nema í tvær ferðir til Moskvu. Kínverjar hafa sérstak- lega gaman af þessari sýningu. Í aðalsalnum er verk eftir Finn- boga Pétursson, sem hefur unnið í myndlist í 40 ár, mikið með hljóðverk. Hann byggði stóra laug og undir henni eru þrír öflugir hátalarar sem gefa frá sér tíðni sem myndar gárur á vatninu, þannig að maður sér hljóðið, ef svo má segja,“ segir Áslaug. „Salurinn er myrkv- aður og ljóskastarar lýsa á vatnið þannig að gárurnar endurspeglast á veggjunum. Þetta er rosalega flott og það er gaman að dvelja í þessum sal. Það er líka gaman að velta fyrir sér hvað myndlist getur verið fjölbreytt. Í D-sal eru svo sýningar lista- manna sem hafa ekki áður sýnt í opinberu safni, en það er yfirleitt ungt fólk. Lengi vel hafa starfs- menn valið listamenn til að sýna þarna en í fyrra auglýstum við eftir hugmyndum og það komu 130 umsóknir frá starfandi lista- fólki sem er á þessum stað í lífinu, sem sýnir hvað það er mikil gróska í listalífinu hér. Við fengum alveg sjokk,“ segir Áslaug og hlær. Svo er stór sýning á ýmsum verkum úr safninu okkar. Sýning- arnar eru þematískar og núna er þemað tilvist mannsins, svo þar eru verk eftir marga ólíka lista- menn sem fjalla um mannlegt eðli hver á sinn hátt,“ segir Áslaug. Alltaf eitthvað um að vera „Það er heilmikil dagskrá í hverri viku og á heimasíðunni okkar eru allir viðburðir skráðir,“ segir Áslaug. „Við héldum nýlega nám- skeið fyrir börn og það er reglu- lega boðið upp á leiðsagnir á bæði íslensku og ensku, stundum frá listamönnum. Það er alltaf eitt- hvað um að vera. Á hverju safni er verslun og fólk getur stutt við myndlist og listastarf með því að versla þar. Við höfum fengið mjög góðar viðtökur við vörum sem tengjast William Morris-sýningunni á Kjarvalsstöðum. Slæðurnar okkar seldust upp á tveimur dögum,“ segir Áslaug. „Svo erum við líka með fullt af skemmtilegu dóti fyrir krakka. Listasafnið selur þrjár gerðir af árskortum, en það vinsælasta leyfir fólki að taka með sér gest. Það kostar 6.500 krónur og veitir aðgang að öllum leiðsögnum og afslátt í búðunum og á kaffihúsinu á Kjarvalsstöðum,“ segir Áslaug. „Það er ekki lengur frítt fyrir eldri borgara, en þeir þurfa bara að kaupa árskort á 1.800 krónur einu sinni og svo er það endurnýjað endurgjaldslaust.“ Það er hægt að fá allar nánari upplýsingar á heimasíðunni www.listasafnreykjavikur.is og Listasafn Reykjavíkur er að sjálf- sögðu að finna bæði á Facebook og á Instagram. XXXXXXXXXXXXXXXXXXXXKYNNINGARBLAÐ 7 L AU G A R DAG U R 2 0 . J Ú L Í 2 0 1 9 SÖFN Á ÍSLANDI 2 0 -0 7 -2 0 1 9 0 5 :0 2 F B 0 7 2 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 7 4 -1 A 9 4 2 3 7 4 -1 9 5 8 2 3 7 4 -1 8 1 C 2 3 7 4 -1 6 E 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 7 2 s _ 1 9 _ 7 _ 2 0 1 9 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.