Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2019, Page 7

Náttúrufræðingurinn - 2019, Page 7
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags 7 BERGHLAUPIÐ 21. JÚLÍ 2014 Berghlaupið í Öskju í júlí 2014 er eitt mesta berghlaup á sögulegum tíma á Íslandi (1. og 2. mynd), af þeim sem urðu án þess að á eldgosi stæði. Rúmmál efnis sem komst á hreyfingu var væntanlega nokkuð umfram stærð Steinsholts- hlaupsins sem féll árið 1967. Það er talið hafa verið um 15 milljónir m3,4,5 og fram- hlaupið úr Fagraskógarfjalli í Hítardal í júlí 2018 10–20 milljónir m3 (Veðurstofa Íslands, óbirt gögn). Berghlaup úr Hall- bjarnarstaðatindi í Skriðdal, sem líkur benda til að orðið hafi á landnámsöld,6 kann að vera svipað að stærð. Rúmmál þess hefur ekki verið metið þar sem þykkt hlaupurðarinnar er óþekkt, en hún er um 2,9 km2 að flatarmáli og 3 km að lengd. Stærri berghlaup hafa hugs- anlega orðið nokkrum sinnum á sögu- legum tíma sem beinn þáttur í eldsum- brotum, svo sem í tengslum við eldgosið í Öskju 1875. Þá eða skömmu áður hófst myndun Öskjuvatns sem síðan stækk- aði á nokkrum áratugum upp í núver- andi stærð.7 Í lýsingu Williams Lords Watts8 á ferð í Öskju í júlí 1875 segir frá því að þeir félagar urðu vitni að hruni bergspildu niður í eldgjána, sem þeir komu að og könnuðu:8 Djúpt undir fótum okkar og um eina mílu til norðurs grilltum við brátt barm gígsins, og meðan við störðum niður í hann opnaðist víð sprunga og stór spilda steyptist hávaðalítið niður í botn- laust hyldýpið. Nú rofaði dálítið gegnum gosbræluna, og gapti þá við jarðfall, eins og op á stórri kolanámu, norðan- norðaustan við gígbarminn, og úr því lagði kolsvartan mökk beint upp í loftið. Lýsing þessi, í kjarnyrtri þýðingu Jóns Eyþórssonar, gefur til kynna miklar hamfarir og er auðvelt að geta sér þess til að stórkostleg skriðuföll hafi orðið samfara myndun hinna miklu öskjubarma sem að hluta urðu til í gos- inu 1875. Ekki er unnt að leggja tölulegt mat á stærð hrunsins sem Watts lýsir. Þegar litið er til jarðskjálftagagna og gasmælinga bendir ekkert til þess að berghlaupið 2014 hafi átt sér stað vegna jarðhræringa eða eldvirkni á þeim tíma. Mikill snjór var á svæðinu og hlýtt hafði verið í veðri, og er líklegt að leysing hafi hleypt skriðunni af stað um sprungu þar sem hreyfing var hafin nokkrum árum fyrr. Berghlaup sem þessi eru hluti af langtímaþróun öskjunnar af völdum eldvirkni og jarðskorpuhreyfinga. BERGHLAUPIÐ OG JARÐ- FRÆÐILEGAR AÐSTÆÐUR Berghlaupið huldi að mestu Suðurbotnahraun og lagðist upp að Kvíslahrauni (sjá örnefni á 3. mynd). Hlaupurðin nær þó ekki yfir sjálfar eldstöðvar Suðurbotnahrauns. Upp- tök berghlaupsins eru efst í brún öskj- unnar á um 900 m breiðu svæði í 350 m hæð yfir yfirborði vatnsins og myndað- ist þar stór brotskál. Hluti efnisins nam staðar í miðri hlíðinni og myndaði 250 m breiðan hjalla í um 150 m hæð yfir vatninu. Hjallanum hallar að mestu til suðurs inn að brún öskjunnar. Ummerki á yfirborði benda til þess að meirihluti efnisins sem hljóp út í vatnið eigi upptök í brúninni sunnanverðri þar sem hreyfing var mest í aðdraganda hlaupsins. Efnið sem hljóp úr brúninni norðanverðri stöðvaðist að mestu neðar í hlíðinni þar sem það hlóðst upp og mynd- aði fyrrnefndan hjalla, sem er stærri og þykkari í norðanverðri brotskál- inni. Lárétt fjarlægð frá brún öskjunn- ar að strönd vatnsins er rúmir 1.100 m. Meginorsök hlaupsins má rekja til hreyfingar um misgengissprungu í brún öskjunnar. Sprunga þessi var þekkt og er hún merkt á sprungu- og misgengiskorti 2. mynd. Horft yfir berghlaupið ofanvert. Sjá má óbrotið berg- flikki sem stendur hátt upp úr urðinni og hliðarstraum sem hljóp til norðausturs út úr meginstraumnum miðhlíðis og stöðvaðist þar. – An aerial view over the upper part of the rockslide. A large unbroken piece of bedrock can be seen standing above the de- bris. A part of the slide travelled to the northeast out of the main flow and stopped before reaching the lake. Ljósm./Photo: Jón Kristinn Helgason, 3.8. 2014.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.