Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2019, Blaðsíða 8

Náttúrufræðingurinn - 2019, Blaðsíða 8
Náttúrufræðingurinn 8 Hartleys og Þorvalds Þórðarsonar.9 Tek- ist hefur að safna ljósmyndum af berg- hlaupssvæðinu frá árunum fyrir hlaupið og er því hægt að rekja hreyfingu um sprunguna í aðdraganda hlaupsins. Hægfara hreyfing virðist hafa verið á berginu í brún öskjunnar frá 2007 og herti mjög á skriðinu sumarið 2014 (4. mynd). Einnig sýna ljósmyndir frá 2013 sprungur nærri upptökum hlaupsins, sem eru til marks um að víðtæk hreyf- ing í berggrunni hafi þá verið hafin á þessu svæði (5. mynd). Þar til nokkru fyrir hlaupið var mesta hreyfingin á árabilinu 2011–2012 en samkvæmt eðli máls var hreyfingin mest skömmu fyrir hlaupið. Á ljósmyndum sem teknar voru 10 dögum fyrir hlaupið sést að talsverð hreyfing var orðin um sprunguna og höfðu jarðlögin sem síðar hlupu sigið mikið. Auk þess voru sprungur farnar að myndast í snjóhulu í hjallanum neðan við brún öskjunnar. Á ljósmynd sem tekin var örfáum klukkustundum fyrir hlaupið sést að næstum öll hlíðin ofan Suðurbotna færðist úr stað. Mánuðinn fyrir hlaupið var fremur hlýtt og mikið rigndi á svæðinu að sögn landvarða, og mikill snjór var til fjalla, sérstaklega í Öskju austanverðri. Það er því lík- legt að leysingar hafi hert á skriðinu í aðdraganda hlaupsins og hugsanlega komið því af stað. Eldstöðin Askja í Dyngjufjöllum samanstendur af þremur til fjórum öskjum og er Öskjuvatn í þeirri yngstu (6. mynd). Hún myndaðist á um þrjá- tíu árum eftir eldgosið 1875.7,9 Fyrir þann tíma var Öskjuvatn ekki til og því eru öskjubarmarnir við vatnið jarð- fræðilega mjög ungir. Slíkar hlíðar eru óstöðugri en hlíðar í eldra landslagi sem komist hafa í ákveðið jafnvægi. Ljóst þykir af ummerkjum að berghlaup hafa áður komið úr hlíðum Öskju eftir 1875 þótt menn hafi ekki orðið þeirra varir. Stór hlaup hafa þó ekki náð niður í vatnið á þessum tíma. Upptakasvæði berghlaupsins 2014 er í jarðlögum sem hlóðust upp á síðustu ísöld, að megin- hluta lagskipt móberg. Jarðhitasvæði er í hlíðinni á upptakasvæði berg- hlaupsins og er það tengt súrum líp- aríthraungúl sem hefur troðist inn í móbergslögin.10,11 Í berghlaupinu finnst hvort tveggja, móbergsbjörg og brot úr líparíthraungúlnum. Auk misgengissprungunnar í suð- austurjaðri öskjunnar er talið að jarð- hitinn í upptökum berghlaupsins hafi komið við sögu í aðdraganda hlaups- ins. Jarðhitaummyndun veikir bergið,15 breytir grunnvatnsstöðu16,17 og myndar leirlög sem skriður geta hlaupið um. Mælingar á jarðskorpuhreyfingum í Öskju hófust árið 1966. Í upphafi skipt- ust á tímabil með risi og sigi en síðan 1983 hefur askjan sigið stöðugt. Sig- miðjan er skammt norðan við Ólafs- 3. mynd. Yfirlitsmynd af Öskjuvatni frá því fyrir berghlaupið með helstu örnefnum. Útlínur berghlaups ins 21. júlí 2014 eru rauðar. Upprétt loftmynd frá 23. júlí 2013. – An aerial view of Lake Öskjuvatn prior to the rockslide (23 July 2013), with place names mentioned in the text. The extent of the rockslide above the water level is indicated with a red line. ©Loftmyndir ehf. Öskjuvatn Askur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.