Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2019, Side 11

Náttúrufræðingurinn - 2019, Side 11
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags 11 urðarinnar á landi og hlaupsins í heild eru teknar saman í töflu 1, að gefnum mismunandi forsendum um grop. Í hverri línu er ein rúmmálstala byggð á mælingum en hinar tvær eru reiknaðar út frá mati á gropi jarðlaga. Þegar berghlaupið féll var rekið þétt net jarðskjálftamæla í og við Öskju og hafa gögn um skjálfta og óróa í tengslum við hlaupið verið greind og lagt mat á rúmmál, skriðlengd og hraða hlaups- ins á grundvelli skjálftamælinganna.24 Niðurstöður þessarar greiningar um rúmmál (35–80 milljónir m3) og skrið- lengd massamiðju (1260±250 m) eru ekki í samræmi við mælingarnar sem gerðar voru á vettvangi og lýst er hér að ofan, og hraðinn sem reiknast (7±0,7 m s−1) er ekki sérlega trúverðugur þegar litið er til fallhæðar berghlaupsins og skriðlengdar. FLÓÐBYLGJAN Mörk flóðbylgjunnar á bökkum Öskjuvatns eru sýnd á korti á 8. mynd. Svo heppilega vill til að þegar berg- hlaupið varð lágu snjóskaflar enn á víð og dreif umhverfis vatnið. Flóðbylgjan skildi eftir sig svartan sand og vikur á sköflunum og víða reyndist því auð- velt að mæla hæð bylgjunnar á þeim. Flóðbylgjan náði víða 20–40 m hæð umhverfis vatnið og virðist hafa risið upp í um 60 m hæð í gili nokkru norðan Kvíslahrauns en í allt að 70–80 m hæð í nokkrum giljum við suður- strönd vatnsins þar sem landslag við ströndina hefur trúlega magnað upp ölduna. Bylgjan gekk lengst um 400 m inn á flatlendið suðaustan við Víti, yfir 300 m í Kvíslahrauni, yfir 200 m í Mývetningahrauni og um 140 m við Ólafsgíga (sjá 3. mynd). Bylgjan olli víða miklu rofi á bökkum vatnsins og gjörbreytti ströndinni sums staðar, t.d. við Víti eins og sjá má á 9. mynd, og í Mývetningahrauni. HLAUPURÐIN Á BOTNI ÖSKJUVATNS Berghlaupsurðin á botni vatnsins var kortlögð með Simrad EM3002-fjöl- geislamæli haustið 2014 og eru niður- stöður mælinganna sýndar á 10. mynd. Til samanburðar eru tiltækar mæl- ingar af botni vatnsins frá því áður en hlaupið varð. Þær fóru fram haustið 2012. Í báðum tilvikum stóð Jarðvís- indastofnun fyrir mælingunum og var mælt frá báti sem fluttur var á Öskju- vatn með þyrlu. Mælingarnar 2014 sýna að berghlaupstungan liggur til norð- vesturs á milli eyjunnar Asks (Horn- firðingahólma) og lítillar eldstöðvar 6. mynd. Jarðfræðikort sem sýnir útlínur berghlaupsins, sprungur og aldur hrauna sem runnið hafa eftir að jökla leysti á svæðinu. Útlín- ur og aldur hrauna eru frá Guðmundi E. Sigvaldasyni o.fl.,12 sprungur eru frá Ástu Rut Hjartardóttur o.fl.13 og upplýsingar um jarðhita eru frá Árna Hjartarsyni og Kristjáni Sæmundssyni.14 Vegir eru úr IS50-gagna- grunni Land mælinga Íslands, TanDEM-X-hæð ar líkanið í bakgrunni er frá Þýsku geimferðastofnuninni (DLR). – Geological map showing the outline of the rockslide, fractures and age of postglacial lava flows. Outlines and ages of lava flows are from Sigvaldason et al.,12 fract- ures, eruptive fissures and craters are from Hjartardóttir et al.13 and information on geothermal areas are from Hjartarson and Sæmunds- son.14 The roads are from the IS50 database of the National Land Sur- vey of Iceland and the TanDEM-X digital elevation model is from the German Space Agency (DLR). 7. mynd. Langsnið sem sýna landhæð ofan vatnsborðs Öskjuvatns samkvæmt landlíkönum fyrir og eftir berghlaupið. Einnig er sýndur skriðflöturinn sem berghlaupið brotnaði um og rann á samkvæmt túlkun á grundvelli lögunar skriðflatarins þar sem hann er ber ofan um 1.250 m y.s. og halla lands neðan 1.100–1.150 m y.s., þar sem berghlaupsurðin virðist einungis vera þunn slikja ofan á fyrra landi. – Longitudinal sections from DEMs of the rockslide area from before (black curves) and after (blue dashed curves) the slide, above of the lake water level. The sliding surface (redish curves) is inter preted based on the slope of the debris-free mountainside above ca. 1.250 a.s.l., after the event, and below 1.100–1.150 a.s.l., in areas where the debris cover appears to be a thin layer covering the surface of the slope prior to the event. Yfirborð fyrir berghlaup / Surface before the event Yfirborð eftir berghlaup / Surface after the event Túlkaður skriðflötur / Possible sliding plane Lengd (m) / Length (m) 0.5 0 100 200 300 400 500 600 700 800 900 1000 1100 1200 1300 1400 1500 1600 1.0 1.5 2.0 2.5 3.0 3.5 S N10 0 m

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.