Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2019, Síða 17

Náttúrufræðingurinn - 2019, Síða 17
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags 17 Líkleg hámarksútbreiðsla flóðbylgju af völdum berghlaups af svipaðri stærð og í júlí 2014 er sýnd með appelsínu- gulum lit á myndinni. Það er nokkuð háð stað berghlaupsins hvar áhrifanna gætti mest en austur- og vesturströnd vatnsins liggja verst við. Það er vegna nálægðar við upptakasvæði en ekki síður vegna þess hversu aflíðandi ströndin þar er í samanburði við suður- og norður- ströndina. Vítisströndin liggur mjög illa við flóðbylgjum af völdum berghlaups úr suðausturbarminum og er það aflíð- andi að vatnið getur gengið mjög langt á land. Það tekur flóðbylgjuna eina til hálfa aðra mínútu að ná ströndinni við Víti. Það er misjafnt hvort fyrsti bylgjufaldurinn er hæstur eða einhver hinna sem á eftir koma en í öllum til- vikum fylgja margar stórar bylgjur í kjölfar þeirrar fyrstu. Flóðbylgjan við Víti nær víða upp í 30–40 m hæð yfir yfirborð vatnsins. Flóðbylgja af völdum skriðu tvöfalt stærri en þeirrar sem féll 2014 gengi mjög langt á land nánast allan hringinn í kringum vatnið. Það er til marks um kraftinn að bylgjan gæti náð upp að brún við norðurströndina þrátt fyrir mikinn bratta. Ferðamönnum við Víti stafaði augljóslega mikil hætta af slíkri bylgju. Flóðbylgjan næði að ströndinni þar eftir um mínútu og upp yfir brún Vítis eftir um hálfa aðra mínútu. Þegar vatnið kemur yfir brúnina rennur það undan halla yfir 200 m til norðurs í átt að bíla- stæðinu við Vikraborgir en vatnsdýptin yrði víðast hvar minni en 1 m. Fyrsti bylgjufaldurinn yrði langhæstur og seinni toppar næðu ekki upp yfir brúnina við Víti. Það ber þó að hafa í huga að nákvæm útbreiðsla á gönguleiðinni frá Víti að Vikraborgum er óviss vegna þess hversu gropið hraunið er á þessu svæði. Hugsanlegt er að hluti vatnsins hripaði niður um sprungur, sem gæti hamlað útbreiðslu bylgjunnar. Ljóst er að berghlaup og flóðbylgjur af þeirra völdum geta skapað mikla hættu fyrir fólk sem statt er í Öskju. Í hættumati sem unnið var í framhaldi af berghlaupinu í júlí 20143 er þó komist að þeirri niðurstöðu að áhætta sem fólki er búin af völdum berghlaups í Öskju sé ekki mikil þegar tillit er tekið til þess hversu sjaldgæf hlaupin eru og til þess að fólk staldrar alla jafna stutt við á svæð- inu. Tilefni er engu að síður til ákveðinna aðgerða til þess að draga úr slysahættu fyrir þá sem oft eiga leið um svæðið. Þessar aðgerðir hafa jafnframt þann kost að draga stórlega úr líkum á hópslysum, sem einnig er rétt að huga að. Með þeim aðgerðum virðist ljóst að unnt sé að stytta tímann sem fólk dvelst á hættusvæð- inu að minnsta kosti tífalt og má ætla að áhætta bæði ferðamanna og annarra verði þá viðunandi þegar miðað er við áhættuna sem lögð er til grundvallar í hættumati vegna ofanflóða hér á landi.46 Á sérstöku hættumatskorti sem fylgir hættumatinu frá 2016 eru afmörkuð tvö hættusvæði vegna flóðbylgju. Annars vegar er svæði þar sem mælt er með að ferðamenn og aðrir sem fara um svæðið hafi ekki langa viðdvöl. Þar þarf að forð- ast að setja upp fræðsluskilti eða koma upp aðstöðu sem ferðafólk staðnæmist við. Þetta svæði miðast við flóðbylgju af völdum berghlaups sem er allt að því jafnmikið og hlaupið 2014. Hins vegar er skilgreint viðbúnaðarsvæði sem svarar til allt að tvöfalt stærri hlaups. Þar er rétt að vara við umferð ef vísbendingar eru um yfirvofandi hlaup, svo sem ef vart verður við sprungumyndun eða hreyfingu á jarðlögum nærri öskjubrún- inni eða í kjölfar mikilla jarðskjálfta nærri Öskju sem ástæða er til að óttast að geti leitt til berghlaups. 16. mynd. Reiknuð efstu mörk flóðbylgju á bökkum Öskjuvatns. Rautt svæði sýnir hámarks út breiðslu flóð bylgna af völdum helmingi minna berghlaups en í júlí 2014 (V/2), appelsínugult sýnir útbreiðslu frá jafnstóru hlaupi (V) og gult útbreiðslu frá tvöfalt stærra hlaups (2V). Reiknuð mesta hæð flóð bylgj- unnar fyrir hverja stærð berg hlaups í metrum er sýnd með tölum við ströndina á nokkrum stöðum umhverfis vatnið. Á hverjum stað sýna tölurnar niðurstöður líkanreikninga fyrir berghlaup með rúmmál sem er helmingur (neðst), jafnstórt (miðja) og tvöfalt (efst) á við berghlaupið í júlí 2014. Svört lína sýnir mælda og metna hæð flóðbylgjunnar í júlí 2014. – Simulated maximum inundation of tsunami waves along the shoreline of Lake Öskjuvatn. Red areas show inundation for a rockslide half the size of the slide in July 2014 (V/2), orange areas inundation caused by a slide of same size as in 2014 (V), and yellow areas inundation caused by a slide twice the size as in 2014 (2V). Maximum run-up in metres is shown at several locations along the shore- line, for a rockslide half the size (top), same size (middle) and twice the size (bottom) as in 2014. The black curve shows the measured/ estimated run-up of the tsunami in July 2014.

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.