Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 2019, Qupperneq 29

Náttúrufræðingurinn - 2019, Qupperneq 29
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags 29 stuttnefjum (Uria lomvia) á norður- heimskautseyjunum Coats og Diggest í Kanada kom í ljós að hærra og nákvæmara stofnmat fékkst með notkun dróna en með hefðbundinni talningu úr fylgsni á jörðu niðri.48 Hlutfall talinna fugla jókst með auknum þéttleika, en minnkaði með auknum fjölda geldfugla. Ástæðan var sú að geldfuglar voru almennt miklu varari um sig og áttu það til að hvekkjast á meðan varp- fuglar sátu kyrrir. Afleidd áhrif þessa er nákvæmara stofnmat því það byggist eingöngu á talningu á varpfuglum. Sam- bærilegar niðurstöður fengust milli drónatalningar og talningar á jörðu þegar talið var á sniðum með litlum þéttleika og fáum geldfuglum. Í sömu rannsókn sást að dróni hafði engin áhrif á hvítmáfa (Larus hyperboreus) í varpi en drónatalningin hafði það fram yfir hefðbundna talningu af jörðu að fleiri ungar sáust.48 Við talningar á bjartmáfi (Larus glaucoides) fundust að sama skapi bæði fleiri hreiður og ungar með notkun dróna. Dróninn hvekkti varp- fugla í um 30 m fjarlægð en fuglarnir voru þó allir snúnir aftur til varpsins innan um 3 mínútna.48 Fjöldi rannsókna á fuglum gaf svipaðar niðurstöður að þessu leyti. Þegar varlega er farið og tiltekinni flughæð er haldið frá mark- tegundum bregðast þær sjáanlega lítt eða ekki við dróna.37,39,49–51 Þetta kemur heim og saman við niðurstöður okkar. Súlurnar virtust ekki styggjast miðað við þá mælikvarða sem settir voru, og var hvergi sjáanlegt að dróninn hefði áhrif á varpfugla eða fugla á flugi á því svæði sem sjáanlegt var með sjónauka úr báti eða á myndskeiðum af þekju Eldeyjar. Umskiptin frá eldri vöktunarað- ferðum, svo sem talningum af landi og af ljósmyndum teknum úr flugvél, til nýrra sem byggjast á notkun dróna krefjast þess að varfærni sé gætt, sér- staklega þegar kemur að því að viðhalda mikilvægi sögulegra gagna sem hefur verið safnað á löngum tíma með miklum tilkostnaði. Oft þarf að endurtaka taln- ingar á sama tíma með nýjum og eldri aðferðum til að staðla og samræma niðurstöður milli aðferða og þannig tryggja samanburðarhæfni gagna. Til dæmis hefur verið sýnt fram á að til að halda staðalskekkjunni undir 5% við umskiptin frá fuglatalningu á jörðu niðri yfir í talningu með drónum þurfti 50 endurteknar talningar fyrir frei- gátufuglinn (Fregata ariel) og 80 fyrir boðaþernur (Thalasseus bergii).52 Kostir talningar með myndavéladrónum fram yfir talningu af jörðu eru betri yfirsýn yfir talningarflötinn og möguleikinn á því að endurtaka og yfirfara talninguna, en að auki er í mörgum tilfellum hægt að gera myndtalninguna að miklu leyti sjálfvirka með tölvuforritum.50,53 Rann- sóknir með drónum hafa jafnframt sýnt að þeir gefa 43% til 96% nákvæm- ari niðurstöður en hefðbundnar taln- ingar af jörðu niðri.53 Talningar af ljós- myndum teknum úr flugvél gefa þó mjög góða raun og meta þarf hverju sinni hvort notkun dróna skilar raun- verulegum ábata umfram myndatöku úr flugvél. Einnig er vert að nefna aðrar aðferðir sem hentað gætu betur, svo sem í háum björgum við mikinn vind og uppstreymi. Þar gæti notkun flugdreka hentað vel.54 Neikvæðir þættir Af neikvæðri reynslu við drónataln- ingar má fyrst nefna að erfitt reyndist að stýra frumgerðum dróna. Þeir voru tæknilega ófullkomnir, brotlentu oft og voru oftar en ekki óskráðir og ólöglegir þrátt fyrir mikla notkun.48 Á skömmum tíma hafa hins vegar orðið miklar fram- farir í gæðum tækjanna og lagaum- hverfi er orðið skýrara hérlendis (reglu- gerð nr. 990/2017)55 og víða erlendis, svo sem innan Evrópusambandsins (EU 2018/1139).56 Enn hefur þó ekki verið leyst úr öllum þeim vanköntum 7. mynd. Loftmynd úr drónanum af rannsóknabátnum Sæmundi fróða RE32 með leiðangursmenn um borð og Eldey fyrir stafni. – Drone photo- graph of the research vessel Sæmundur fróði RE32 sailing towards Eldey. Ljósm./Photo: Sindri Gíslason.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.