Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2019, Blaðsíða 30

Náttúrufræðingurinn - 2019, Blaðsíða 30
Náttúrufræðingurinn 30 sem snúa að áhrifum dróna á hegðun villtra dýra og mögulegum neikvæðum áhrifum þeirra við rannsóknir, svo sem við fjöldatalningar.48 Hefur þetta leitt til þess að stofnanir og nefndir sem bera ábyrgð á velferð villtra dýra hafa víða verið tregar að veita leyfi til notkunar dróna við dýratalningar.48 Þótt nákvæm vísindaleg fjöldatalning með drónum kunni að vera gerleg er mikilvægt að huga að siðferðilegum álitaefnum sem varða notkun vísindamanna, áhugaljós- myndara og annars áhugafólks á drónum í kringum villt dýr. Endurtekið ónæði af mannavöldum er þekktur streituvaldur hjá villtum dýrum, jafnvel þótt engin augljós merki um streitu sjáist á atferli þeirra. Til að kanna lífeðlisfræðileg við- brögð dýra við ónæði eða meðhöndlun hefur bæði verið athugað stresshorm- ónið „corticosterone“57,58 og mældur hjartsláttur.59–61 Enn sem komið er hafa fáar rannsóknir beinst að lífeðlisfræði- legum áhrifum dróna á dýr. Rannsóknir á svartbjörnum (Ursus americanus)62 og kóngamörgæsum (Aptenodytes pata- gonicus)63 hafa þó sýnt fram á greinileg lífeðlisfræðileg viðbrögð við yfirflugi dróna þótt litlar eða engar sjáanlegar breytingar yrðu á atferli tegundanna. Álagið virðist aðeins tímabundið, hjart- sláttartíðni dýranna hækkar á meðan á flugi stendur en lækkar svo jafnóðum og dróninn er floginn burt.62,63 Þegar villt dýr verða fyrir truflun af manna- völdum, við hávaða eða þegar þau eru handsömuð og meðhöndluð, geta álagseinkennin á hinn bóginn varað frá nokkrum mínútum upp í klukkustundir eftir áreitið.59–61 Viðbrögðin við drónum eru misjöfn milli tegunda og sýna sumar þeirra strax greinilegan mun á atferli. Viðbrögðin eru þá einatt á þann hátt að einstaklingar leggja á flótta eða sýna varnartilburði, sem er einkum algengt meðal ránfugla.63,64 Þessar rannsóknir sýna okkur að fara verður varlega með dróna í kringum villt dýr því þeir geta sannarlega valdið auknu álagi. Þetta ber að hafa í huga þegar kemur að mótun reglugerða um dróna, hvort sem er um almenna notkun eða notkun í vísindaskyni. Ný tækNi og Aðferðir – íslANd Með nýjungum og þróun í tæknibún- aði er hægt að betrumbæta hefðbundnar rannsóknaraðferðir og beita með góðum árangri nýjum aðferðum sem til þessa hefur verið ómögulegt eða erfitt að nota. Hér við land hafa verið settar upp sjálf- virkar vöktunarmyndavélar til að meta viðkomu og aðra lýðfræðilega þætti hjá langvíu og stuttnefju.65 Lofar aðferðin66 góðu og eru nú myndavélar í fimm sjó- fuglabyggðum umhverfis landið.65 LEIÐBEININGAR UM NOTKUN DRÓNA VIÐ FUGLARANNSÓKNIR Eftirfarandi leiðbeiningar um notkun dróna (<2 kg) hafa verið lagðar fram í tveimur erlendum vísindagreinum um áhrif dróna á andfugla, vaðfugla, bjarg- fugla og aðra sjófugla.48,49 Flug: Gangsetja og fljúga dróna í a.m.k. 100 m fjarlægð frá fuglum (sjónlínu).49 Nálgun: Gott að nálgast fugla í 20° til 60° fluglínu, alls ekki í beinni 90° lóðlínu.49 Í ljósi mismunandi viðbragða fugla- tegunda við drónum er nauðsynlegt að gera forathuganir á viðbrögðum þeirra, einkum þar sem ránfuglar eru algengir.48 Fyrir svartfugla ætti að halda fljúgandi dróna í a.m.k. 20 m fjarlægð og flug- tak ætti að fara fram utan sjófugla- byggðarinnar þar sem ekki heyrist til drónans.48 Fyrir máfa (t.d. hvítmáfa og bjartmáfa) þarf að fljúga drónanum í um 5 mín- útur við varpið til að venja fuglana við áður en talning hefst.48 Ýmsar áskoranir blasa við rannsak- endum sem hyggjast nota dróna við rannsóknir á opnu hafi (7. mynd). Fyrst er að telja að vegna reks er ekki hægt að kalla drónann til baka á tiltekinn upp- hafstað (e. return to home), eins og yfir- leitt er gert á þurru landi, heldur þarf að handstýra honum á lendingarstað. Salt sjávarloftið tærir málma, krefst meira viðhalds og styttir líftíma drónanna. Í úfnum sjó og öldugangi aukast kröfur til stjórnanda drónans og aðstoðarfólks hans til muna. Vindur getur hamlað því að hægt sé að fljúga drónum og ókyrrð sem myndast oft kringum skip og báta getur valdið erfiðleikum við flugtak og lendingu. Framleiðendur gefa yfirleitt upp helstu upplýsingar um þol og flug- hæfni tækja sinna. Í þessari rannsókn reyndi á það. Hviður yfir 10 m/s höfðu veruleg áhrif á flughæfni tækisins, eins og framleiðandi gefur réttilega upp (DJI Technology Co., Shenzhen, Kína). Rannsóknin sýndi að dróni getur nýst vel við úttekt sjófuglabyggða hér við land við ákveðnar aðstæður og gagnvart ákveðnum tegundum. Súlur eru almennt þaulsetnir fuglar og hafði dróninn engin sjáanleg áhrif á atferli þeirra (8. mynd). Notkun dróna gefur jafnframt kost á nákvæmari úttekt súlu- byggða þar sem hægt er að leggja mat á fleiri þætti en einungis fjölda varppara. Með betri nærmyndum úr flygildinu væri möguleiki að greina súluunga í hreiðrum, meta aldur þeirra og hlutfall unga á hreiður. Þetta þyrfti þá að gera seint á varptímanum, þegar ungarnir eru orðnir það stórir að þeir komast ekki fyrir undir fullorðna fuglinum og verða því sýnilegir á drónamyndunum. Með myndum í betri upplausn mætti svo jafnvel nýta sér þessa tækni til að meta lifun unga og fjölda aðskotahluta í hreiðrum, svo dæmi séu tekin. Með myndefni úr dróna væri hægt að kortleggja eyju á borð við Eldey nákvæmlega á alla kanta. Það gæfi tækifæri til að fylgjast með breytingum á eyjunni til framtíðar, svo sem með tilliti til umhverfisbreytinga, til dæmis þegar hrynur úr bjargi vegna sjávargangs. Athyglisvert er hve stöðugur varpstofn súlu er í Eldey. Hann hefur lítið breyst á síðastliðnum 40 árum (2. tafla), en á sama tíma hafa aðrar súlubyggðir við landið verið að stækka.4 Niðurstöður þessarar rann- sóknar eru því í góðu samræmi við fyrri talningar í Eldey. Varpstofn súlu á Íslandi og aðrir stofnar í Norður-Atl- antshafi hafa almennt stækkað jafnt og þétt á umræddu tímabili, eða um 2% árlega.4,67,68 Áhugavert verður því að fylgjast með framgangi súlu næstu áratugi, bæði í Eldey og á landinu öllu. SAMANTEKT Tímasparnaður, nákvæmni, sveigjan- leiki og hagkvæmni eru þeir kostir sem geta gert dróna að einkar gagnlegum verkfærum við vistfræðirannsóknir í ákveðnum aðstæðum. Rannsóknir sýna ýmsa kosti þeirra við talningar og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.